Fréttablaðið - 01.06.2012, Síða 11

Fréttablaðið - 01.06.2012, Síða 11
FÖSTUDAGUR 1. júní 2012 11 KIRKJUSANDI VÍB og Contra fasteigna- ráðgjöf eru ráðgjafar nýja félagsins í uppbyggingu eignasafna og rekstri. VIÐSKIPTI Íslandsbanki, VÍB- eignastýringarþjónusta bankans, Contra fasteignaráðgjöf, Trygg- ingamiðstöðin og sex lífeyrissjóð- ir hafa stofnað nýtt fasteigna- félag undir nafninu FAST-1. Eignir félagsins við stofnun eru ríflega 6 milljarða króna virði. Á næstu mánuðum verður þó fleiri fjárfestum boðin aðkoma að félaginu og er stefnt að því að stækka virði eigna þess í allt að 15 milljarða króna á þessu ári. „Stofnun öflugs aðila á sviði fjárfestinga í atvinnuhúsnæði er mikilvægt skref í að auka fag- mennsku í þessum eignaflokki á Íslandi,“ segir Stefán Sigurðsson, framkvæmdastjóri VÍB. - mþl Eignir félagsins 6 milljarðar: Nýtt fasteigna- félag stofnað Helmingur keyrir of hratt 16 ökumenn óku of hratt á Hjarðar- haga í Reykjavík á þriðjudag. Það eru 47 prósent þeirra sem óku þessa leið þegar lögregla mældi. Þetta er meiri hraðakstur en vanalega á götunni. LÖGREGLUFRÉTT DANMÖRK Þrátt fyrir sýnilega krossa, kristileg málverk og kirkjubekki er enginn vandi að selja kirkjur og safnaðarheim- ili sem ekki eru lengur í notkun trúfélaga í stórum borgum í Danmörku. Á vef Kristilega dagblaðsins, sem vitnar í fast- eignasala í Árósum, segir að sumir kaupendanna breyti bygg- ingunum í íbúðir en aðrir í veit- ingastaði. Þegar ekki er um friðaða byggingu að ræða er það stað- setningin sem lokkar fjárfesta frekar en sjálf byggingin, að sögn fasteignasalans Sørens Leth Pedersen sem á undanförn- um fimm árum hefur selt þrjár fríkirkjur í Árósum. - ibs Danskur fasteignasali: Enginn vandi að selja kirkjur EFNAHAGSMÁL Alls 54 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta í apríl. Hafa gjaldþrot ekki verið svo fá í einum mánuði síðan í ágúst í fyrra. Til samanburðar voru 158 fyrirtæki tekin til gjaldþrota- skipta í mars og 78 í apríl í fyrra. Nokkurrar árstíðasveiflu gætir í fjölda gjaldþrota og fækkar þeim því iðulega á vorin. Þar með hafa alls 407 fyrirtæki verið tekin til gjaldþrotaskipta á fyrstu fjórum mánuðum ársins sem er 23 prósenta fækkun frá árinu 2011. - mþl Nýjar tölur frá Hagstofunni: Gjaldþrotum fækkaði í apríl UMHVERFISMÁl Umhverfisráðuneytið hefur úthlutað 28,4 milljónum króna úr Veiðikortasjóði í styrki til ýmissa rannsóknarverkefna. Hæsti ein- staki styrkurinn fer til rannsókna á rjúpum. Í kjölfar auglýsingar um umsókn- ir um styrki úr Veiðikortasjóði til rannsókna á stofnum villtra fugla og villtra spendýra bárust umhverf- isráðuneytinu tólf umsóknir frá 15 aðilum að upphæð ríflega 50 millj- ónir króna. Að því er segir í frétt ráðuneytis- ins er úthlutunin byggð á umsögn- um sem Umhverfisstofnun fékk frá ráðgjafarnefnd með fulltrúum Bændasamtaka Íslands, Skotveiði- félags Íslands og umhverfisvernd- arsamtaka. Af einstökum styrkjum að þessu sinni má nefna samtals 10,8 milljóna króna styrki til Náttúrufræðistofn- unar Íslands til rannsókna á rjúpu, 1,5 milljónir til Náttúrustofu Aust- urlands til að rannsaka gæsabeit- arálag á bújörðum, 3,2 milljónir til Náttúrustofu Suðurlands til að rann- saka lunda og 3 milljónir til Háskóla Íslands sem rannsakar vetrarfæðu sjófugla á íslenska landgrunninu. - gar Umhverfisráðuneytið úthlutar 28,5 milljónum í styrki úr Veiðikortasjóði: Hæstu styrkirnir til rjúpnarannsókna RJÚPA Stærð rjúpnastofnsins hefur verið á niðurleið undanfarin ár og miklar hömlur verið settar á veiðar. MYND/KRISTJÁN VIÐURKENNDIR BÓKARAR Í 12 ÁR HEFUR OPNI HÁSKÓLINN Í HR ANNAST UNDIRBÚNING OG HAFT UMSJÓN MEÐ PRÓFUM FYRIR VIÐURKENNDA BÓKARA. Opni háskólinn í HR býður í haust upp á undirbúningsnám til viðurkenningar bókara sem byggir á reynslu og traustum grunni með þaulreyndum sérfræðingum. Námið hefst þann 20. ágúst n.k. Námið undirbýr nemendur fyrir próf á vegum efnahags- og viðskiptaráðuneytis til viðurkenndra bókara, skv. 43. grein laga nr. 145/1994 um bókhald. I. HLUTI – SKATTSKIL Markmið námskeiðsins er að veita almenna innsýn í skattalög og reglur varðandi skattlagningu fyrirtækja og einstaklinga. II. HLUTI – UPPLÝSINGAKERFI OG ÖRYGGISÞÆTTIR Markmið námskeiðsins er að dýpka skilning þátttakenda á áhrifum upplýsingakerfa á reikningshald og rafræn samskipti. Áhersla er lögð á notkun Excel við bókhaldsstörf. VIÐ BYGGJUM Á TRAUSTUM GRUNNI Sjá nánar www.opnihaskolinn.is eða hafðu samband við okkur í síma 599 6300 umsóknarfrestur er til 5. júní III. HLUTI – REIKNINGSHALD Markmið námskeiðsins er að auka þekkingu þátttakenda á meginreglum reikningshalds og því lagaumhverfi sem bókhald og reikningsskil byggja á. Leiðbeinendur: Hólmgeir E. Flosason, hdl., Lúðvík Þráinsson, Emil Viðar Eyþórsson, Páll Daði Ásgeirsson og Tryggvi Jónsson lögg. endurskoðendur hjá Deloitte. KVEIKTI Í SÍGARETTUM Á tóbaks- lausa deginum gerði þessi maður sér lítið fyrir og kveikti í sígarettum á mótmælafundi í Amritsar á Indlandi. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.