Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.06.2012, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 01.06.2012, Qupperneq 18
18 1. júní 2012 FÖSTUDAGUR Allsherjar- og menntamála-nefnd hefur afgreitt til ann- arrar umræðu með einróma nefndaráliti frumvarp til laga um menningarminjar. Þetta er eitt af þessum litlu málum sem komast ekki í fréttir og fáir láta sig varða, eitt af tugum frum- varpa sem verða afgreidd með hraði og án mikillar, ef nokk- urrar, umræðu á síðustu dögum þingsins. Slíkt vinnulag ætti ekki að þurfa að vera vandamál því flest mál sem liggja fyrir Alþingi eru ekki þannig vaxin að þau varði andstæða hagsmuni eða hug- myndafræði. Mál eins og þetta snúast fremur um einstaka hluta af gangverki samfélagsins þar sem einu hagsmunirnir eru fyrst og fremst að gangverkið virki, gangi eins smurt og kostur er. Um slík mál á að vera hægt að ná sátt. Það er ekki bara einhver væmni að biðja um það því sáttin er forsenda virkninnar. Án henn- ar hætta hlutirnir að virka eins og þeir eiga að gera. Þess vegna skyldi maður ætla að það væri ástæðulaust að taka neina áhættu með þetta nema brýna nauðsyn bæri til. En saga frumvarpsins um menningarminjar, sannarlega eins af minnstu og saklausustu kimum gangverksins, sýnir að hvorki sátt né skilvirkni eru efst í huga þeirra sem um það véla. Frumvarpið, sem varð til í laun- helgum menntamálaráðuneytis- ins án þess að við sem vinnum með íslenskar menningarminjar hefðum af því mikinn pata, var fyrst lagt fram á síðasta þingi. Fjölmargir aðilar sendu inn á annað hundrað athugasemdir, mjög margar um sömu atriðin með tillögur í sama dúr. Frum- varpið dagaði uppi í mennta- málanefnd en var lagt fram aftur á yfirstandandi þingi efnis- lega óbreytt. Það kom okkur sem höfðum sent inn athugasemdir á óvart að ráðherra skyldi ekki nýta sér að neinu leyti þær fjöl- mörgu athugasemdir sem bárust, sérstaklega af því að þær vörð- uðu flestar tæknileg og fagleg mál fremur en stefnu eða stjórn- skipulag. Við ákváðum því að breyta um aðferð og úr varð sameiginleg umsögn beggja fagfélaga forn- leifafræðinga, Fornleifaverndar ríkisins, Húsafriðunarnefndar, íslensku ICOMOS nefndarinnar og námsbrautar í fornleifafræði við Háskóla Íslands. Þessi félög og stofnanir, sem endurspegla svo gott sem alla sem vinna að þess- um málaflokki á Íslandi, komust að sameiginlegri niðurstöðu um tillögur að víðtækum breytingum á frumvarpinu. 16 aðrar umsagn- ir bárust með athugasemdum sem, eins og í fyrra skiptið, hníga að stórum hluta að sömu atriðum með áþekkum tillögum til úrbóta. Það er skemmst frá því að segja að allsherjar- og mennta- málanefnd tók ekki mark á einni einustu athugasemd. Í tillögu nefndarinnar eru aðeins orða- lagsbreytingar sem litlu muna. Ég átti ekki von á að allar okkar góðu hugmyndir hlytu hljómgrunn, en ég hafði hins vegar ekki hug- myndaflug til sjá fyrir hvernig væri hægt að hunsa fullkomlega og algerlega allt sem allt fagfólk á þessu sviði hafði um málið að segja, alla þeirra reynslu og þekk- ingu og allar þeirra góðu ábend- ingar og hugmyndir. Ég skil það ekki enn og ég skil ekki heldur tilganginn, því þetta er sama fólkið og á að starfa eftir þessum lögum og vinna málefn- inu brautargengi. Hvaða tilgangi það þjónar að sýna því slíka fyrir- litningu, ofan á að ætla að sam- þykkja meingallað frumvarp sem getur ekki leitt til annars en vandræða og úlfúðar, er ofar mínum skilningi. Þetta er hins vegar auðvelt að laga. Í þessu máli er lítill efnis- legur ágreiningur og ekkert sem ekki er hægt að ná samstöðu um ef fólk nennir að tala saman. Ég hvet Alþingi til að vísa frumvarpi til laga um menningarminjar aftur til nefndar og nefndina til að reyna í alvöru að búa til laga- texta sem hægt verður að vinna eftir og eflir þennan málaflokk fremur en að draga úr honum mátt. Hvers vegna að vanda sig þegar hægt er að gera hlutina illa? Ég á ekki í deilum við nokk-urn mann um Landsspítala/ háskólasjúkrahús – og ætla mér það ekki. Ég hef bara spurt nokk- urra spurninga – en fátt verið um svör. Í grein Jóhannesar Gunn- arssonar er miklu rými varið í að vitna í meira en tveggja ára- tuga gömul ummæli mín – en svör engin gefin. Í síðari grein sinni vísar hann spurningu einfaldlega frá sér. Í greinum Ólafs Baldurs- sonar og Kristjáns Erlendssonar er álíka miklu rými varið í að ræða gæði íslenska heilbrigðiskerfisins og Lsp. Ég spurði ekki um það. Það veit ég. Þessi viðbrögð eru hins vegar dæmigerð um viðbrögð Íslendinga þegar þeir eru beðnir um að ræða kjarna máls. Málum drepið á dreif. Af hverju spurt? Af hverju er spurt? Um margra ára skeið hafa ekki verið til fjármun- ir til nauðsynlegs viðhalds á bygg- ingum Lsp. Sumir hlutar þeirra halda hvorki vatni né vindi. Dýr en bráðnauðsynlegur tækjabúnaður er kominn langt fram yfir áform- aðan endingartíma – en hvorki hægt að endurnýja né kaupa nýtt. Starfsfólki hefur stórum fækk- að vegna fjárskorts, yfirvinna bönnuð og dregið hefur stórlega úr þjónustu með tímabundnum og varanlegum lokunum – nú síðast á Grensásdeild. Forstjóri Lsp segir sjálfur að grunnþjónustu spítal- ans sé í hættu stefnt. Þegar svo er ástatt um fjárhag þjóðarinnar er tilkynnt að til standi miklar bygg- ingaframkvæmdir við nýjan spít- ala sem allt eigi að fjármagna með lánum! Núverandi stjórnunarkyn- slóð ætlar að byggja. Komandi stjórnunarkynslóðir eiga að borga! Er ekki hverjum og einum sanngjörnum manni ljóst, að við þessar aðstæður hljóta að vakna spurningar um hvað vera eigi í kassanum. Yfir hvað er verið að byggja? Vita en vilja ekki svara Læknarnir þrír vita nákvæmlega hve mikils fjár er vant til þess að hægt sé að sinna í hinni nýju byggingu með fullnægjandi hætti þeirri þjónustu, sem Lsp berst við að viðhalda í dag. Hvað þarf til þess af nýjum tækjum og bún- aði, hvað um þann mannskap, sem spítalinn hefur misst vegna fjár- skorts en þarf á að halda og hve mikið rekstrarfé vantar sem ekki hefur fengist í dag? Er það trú- verðugt að til standi að búa hið nýja húsnæði sömu úr sér gengnu tækjum og Lsp þarf að sætta sig við og að mannskapurinn verði áfram jafn takmarkaður, vinnu- álagið illbærilegt og öll yfirvinna bönnuð? Í lögum um heilbrigðisþjónustu frá 2007 segir, að Lsp/háskóla- sjúkrahús eigi að sinna því sem næst öllum sérgreinum í læknis- og hjúkrunarfræðum sem spítal- inn gerir ekki í dag eins og þeir Ólafur og Kristján benda rétti- lega á. Læknarnir þrír hljóta að vita hvort í byggingaáformunum sé ráðgert að bæta fleiri sérgrein- um læknisfræði við verksvið Lsp og þá hvað þarf til þess af viðbót- arbúnaði og viðbótarmannskap og hvaða viðbót í rekstrarfjárfram- lögum. Í sömu lögum segir að Lsp/ háskólasjúkrahús eigi svo að sjá fyrir þörfum um menntun sér- fræðinga, í sem flestum greinum læknis- og hjúkrunarfræða, en sú menntun er nú sótt til útlanda, kostuð af erlendum þjóðum og veitt á háskólaspítulum milljóna- þjóða þar sem nægilega mörg flókin og erfið úrlausnarefni bjóð- ast til þess að unnt sé að þjálfa sérfræðinga til þess að fást við flóknustu viðfangsefni sinnar sér- greinar. Slíka aðstöðu býður Lsp ekki. Læknarnir þrír hljóta hins vegar að vita hvort þrátt fyrir það sé ætlunin að hefja þar sérfræði- nám í einhverjum og þá í hvaða nýjum sérgreinum læknisfræði eins og kveðið er á um í lögunum frá 2007. Hvað þurfi til þess og hvað það kosti. Vísar frá sér Öllum hlýtur að vera ljóst, að í jafn viðamiklum áformum og fel- ast í byggingu nýs Landspítala hljóta að felast áform um breyt- ingu og uppstokkun á sjúkrahúsa- þjónustu á Íslandi. Spítalanum hlýtur að vera ætlað að sjá um a.m.k. flestar þær aðgerðir, sem nú eru stundaðar á öðrum sjúkra- húsum á landsbyggðinni. Jóhannes Gunnarsson vísar hins vegar þess- ari spurningu frá sér. Vill að ráðu- neytið svari. Hvers vegna? En gott og vel. Þá væntanlega svarar það – mér og Jóhannesi. Er nokk- ur áhætta fólgin í því að opna umræðu um málið á grundvelli fyrirliggjandi gagna? Þetta eru spurningarnar, sem ég hef spurt en ekki fengið svar við. Jóhannes hefur boðið mér að koma á fund þeirra Lsp-manna. Ég þakka gott boð. Vænti þá þess að fá svörin við spurningum mínum þar – en ekki frásagnir um eitt- hvað allt annað. Enn um Landspítalann Framsækin fjárfestingaáætlun Nýlega kynnti ríkisstjórnin nýja og framsækna fjárfest- ingaáætlun. Áætlunin er liður í nýrri sókn eftir efnahagshrunið og þær hremmingar sem þjóð- in hefur mátt þola eftir áratuga stjórnartíð sjálfstæðis- og fram- sóknarmanna. Samkvæmt henni munu 39 milljarðar króna leiða til fjárfestinga og framkvæmda fyrir 88 milljarða króna. Tugir milljarða munu þar með flæða um lífæðar samfélagsins og glæða bæði atvinnu og hagvöxt. Það vakti raunar athygli mína þegar málið var fyrst kynnt, að einmitt þá stóð yfir harðvítugt málþóf í þinginu af hálfu gömlu íhaldsflokkanna tveggja, Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar- flokks, gegn því að þjóðin fengi áframhaldandi aðkomu að endur- skoðun stjórnarskrárinnar og gegn því að þjóðin fái að kjósa um tillögur stjórnlagaráðs í haust. Já, á sömu stundu og ríkisstjórn- in var að kynna sína metnaðar- fullu fjárfestingaáætlun fyrir Ísland – áætlun byggða á vand- aðri stefnumótun, framtíðar sýn og traustri fjárhagsstjórn – stóðu íhaldsflokkarnir í sinni niður- rifspólitík og málþófi. Sjaldan ef nokkru sinni höfum við fengið gleggri mynd af þeim mun sem er á niðurrifs- og uppbyggingar- stjórnmálum en einmitt þá. Fjárfestingaáætlunin er afrakstur forsjálni í ríkisfjár- málum. Hún er möguleg vegna þess að við sjáum nú fram á drýgri tekjur ríkissjóðs í formi auðlindagjalda en einnig vegna eignasölu á hlut ríkisins í bönk- unum. Þeir fjármunir sem varið verður til margvíslegra verkefna samkvæmt áætluninni munu skila sér: ■ Til uppbyggingar á innviðum þess, t.d. með stórum samgöngu- framkvæmdum. ■ Til samfélagslegra verkefna í almannaþágu, verkefna sem hleypa lífi í atvinnulífið allt og byggðir landsins. ■ Til eflingar rannsóknum og tækniþróun, sóknaráætlunum og atvinnuþróun. ■ Til eflingar græna hagkerf- inu, ferðaþjónustunni og skap- andi greinum. Grunnurinn að áætluninni er stefnumótun ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur – ríkis- stjórnar jafnaðarmanna og félagshyggjufólks sem hefur það einbeitta markmið að koma þjóðinni út úr þeirri kreppu sem hrunstefna Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokks leiddi yfir samfé- lagið. Hún er smíði velferðar- stjórnarinnar sem hefur ekki unnt sér hvíldar við að endur- reisa íslenskt samfélag, verja hér velferð, auka jöfnuð og glæða atvinnulíf og almenn lífskjör – stjórnarinnar sem hefur getið sér orð á alþjóðavettvangi fyrir árangur í þeim efnum (þó að hér heima leggist margir á eitt til að þegja það í hel). Nái þessi fjárfestingaáætlun fram að ganga munu skapast fjögur þúsund störf og staða rík- issjóðs batna um allt að 20 millj- arða á þremur árum. En það sem mest er um vert er þó sú bráðnauðsynlega upp- bygging innviða sem nú getur átt sér stað með flýtingu stórfram- kvæmda á borð við jarðgöngin fyrir vestan og austan. Ekki síst skiptir þetta máli fyrir Vestfirði þar sem byggðirnar hafa orðið fyrir sárum búsifjum undan- farna áratugi, að verulegu leyti vegna hins óréttláta kvótakerfis sem hefur sannarlega tekið sinn toll og valdið alvarlegri byggða- röskun víða. Þann halla er löngu tímabært að bæta, því ekki var það gert í stjórnartíð Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hér fyrr á árum, á velmegunar- og góðæris- tímanum þegar þessir tveir flokkar fóru ekki aðeins með landsstjórnina, heldur stjórnuðu nánast öllum sveitarfélögum landsins með meirihlutasam- starfi sín á milli. Þess skal getið sem gott er: Það skiptir máli hverjir stjórna – það skiptir máli hvernig er stjórnað. Og það er aldrei mikilvægara en í efnahagsþrengingum að hafa jafnaðar- og félagshyggjumenn við stjórnvölinn. Fjármál Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður Menning Orri Vésteinsson prófessor í fornleifafræði Nýr Landspítali Sighvatur Björgvinsson fv. ráðherra Forstjóri Lsp segir sjálfur að grunnþjón- ustu spítalans sé í hættu stefnt. Þegar svo er ástatt um fjárhag þjóðarinnar er til- kynnt að til standi miklar byggingaframkvæmdir við nýjan spítala sem allt eigi að fjármagna með lánum! Sjaldan ef nokkru sinni höfum við fengið gleggri mynd af þeim mun sem er á niðurrifs- og uppbyggingarstjórn- málum en einmitt þá. Krakkasíðan er í helgarblaði Fréttablaðsins krakkar@frettabladid.is Hin tíu ára bandaríska leikkona Chloe Lang elskar að leika sér í boltaíþróttum, syngja og dansa. Hún smellpassar því í sitt nýja hlutverk sem Solla stirða í sjón- varpsþáttunum um Latabæ.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.