Fréttablaðið - 01.06.2012, Side 22
22 1. júní 2012 FÖSTUDAGUR
Við Íslendingar erum dálítið blankir af efnislegum minjum
um liðna tíma. Við eigum til dæmis
heldur lítið úrval af byggingum frá
liðnum öldum í stíl við þau glæstu
stórhýsi sem fyrirfinnast í útlend-
um stórborgum. Í gegnum tíðina
hefur mörgum Íslendingum þótt
þetta heldur bagalegt og byggingar-
arfleifðin þótt t.d. í harla litlu sam-
ræmi við frægan bókmenntaarf
sem útlendingum hefur lengi þótt
dálítið varið í.
Á síðustu áratugum hefur aftur
á móti verið að renna upp fyrir
Íslendingum að kannski séu ein-
hver verðmæti eftir allt saman í
þeim eldri byggingum sem þó eru
til staðar á landinu. Víða um land
er að finna dálítið samsafn af eldri
timburhúsum sem gjarnan mynda
hjarta helstu þéttbýlisstaða. Þetta á
ekki síst við um Reykjavík en báru-
járnsklædd timburhúsabyggð mið-
borgarinnar gerir hana dálítið sér-
stæða í samanburði við höfuðstaði
annarra landa. Og þótt þessi hús
séu fæst nema rúmlega aldargöm-
ul eru þau líklega einn nærtækasti
efnislegi tengiliður núlifandi kyn-
slóða við fortíð þjóðarinnar. Íslend-
ingar hafa þannig verið að upp-
götva þessar sérstæðu byggingar
sem íslenska byggingaarfleifð. Við
höfum í vaxandi mæli lært að meta
þessi hús ekki síst sem mikilvæg-
asta sjónræna einkenni miðborg-
ar Reykjavíkur og sem efnislegan
tengilið samtíðarinnar við sögu og
menningu liðinna kynslóða.
Til skamms tíma voru þessi
gömlu hús ýmist rifin eða flutt
á Árbæjarsafn ef þau reyndust í
vegi duglegra athafnamanna sem
reisa vildu stærri hús eða öðru-
vísi í miðborginni. Nú er í tísku að
flytja þau til innan miðborgarinnar,
kippa þeim af sökkli sínum og koma
þeim fyrir á nýjum stað í nýju sam-
hengi – kannski með öðrum gömlum
húsum sem líka hafa verið færð til.
Þetta þykir sumum fagurkerum hið
mesta þing. Núna er hægt að skapa
heillegar götumyndir lítilla sætra
timburhúsa sem svo má færa til
síðar ef einhver dugnaðarforkurinn
skyldi nú þurfa að koma sér upp
dálítið reisulegu hóteli á staðnum.
Nú stendur til að byggja eitt
gott hótel við Ingólfstorg í hjarta
Reykjavíkur. Til þess þarf að rífa
eitt bakhús sem hefur það helst sér
til ágætis að vera helsti vettvang-
ur lifandi dægurtónlistar í bænum.
Önnur gömul hús sem standa í vegi
nýbyggingarinnar þarf að flytja til.
Gott ef það var ekki einn sómamað-
urinn á Alþingi sem stakk upp á því
að draga þau út á torgið, líklega svo
að þau fengju almennilega notið sín
og hótelhaldarinn gæti byggt sitt
hótel. Í þessum tilfæringum virð-
ist lítið hugað að gildi þess að húsin
standi á þeim stað þar sem þau
voru reist. Svo virðist sem fyrst og
fremst sé litið á húsin sem skraut-
muni sem skjóta má hjólum undir
og endurraða eftir því sem smekk-
ur og hentugleikar hvers tíma blása
mönnum í brjóst.Með því að hjól-
hýsavæða miðborgina með þessum
hætti er svæðið vissulega á leiðinni
með að verða dálítið dýnamískt;
byggingarnar eru færðar til eins
og leikmunir og leikmyndinni má
svo skipta út milli sýninga. En ef
þessi hús eru bara leikmynd – snot-
ur dúkkuhús á hjólum til að sýna
sjálfum okkur og gestum borgar-
innar hversu krúttleg miðborgin
er – væri þá ekki hagkvæmara að
byggja frekar ný hugguleg smáhýsi
heldur en að vera þvælast um með
þetta gamla dót? Með því að færa
gömul hús til og frá eru nefnilega
allar líkur á að hið sögulega sam-
hengi þeirra rofni. Þeim er kippt
úr samhengi sínu og sett í eitt-
hvað annað. Við það breytist merk-
ing þeirra og gildi fyrir þá sem til
þeirra þekkja, vilja um þau fræðast
eða þykir einfaldlega vænt um þau.
Með tíð og tíma öðlast þau auðvitað
nýja merkingu og nýtt samhengi á
nýjum stað en sem efnislegt fyrir-
bæri fyrir einstaklinga og samfé-
lag til að rækta skilning sinn og
tengsl við áratugina frá því í kring-
um aldamótin 1900 hefur tilfærslan
rýrt gildi húsanna verulega.
Það má að minnsta kosti velta því
fyrir sér hvort það hafi ekki tals-
vert og sjálfstætt gildi að gamlar
byggingar eins og Vallarstræti 4
(Hótel Vík, rautt hús) og Aðalstræti
7 (Brynjólfsbúð, gult hús) sem
standa við Ingólfstorg fái að vera
áfram á sínum stað sem áþreifan-
legur og rótgróinn vitnisburður um
gömlu Reykjavík sem gæðir mið-
borgina sögulegri vídd? Með því að
halda í húsin á sínum stað er líklegt
að sú skírskotun til fortíðar sem þau
fela í sér reynist mun traustari en
annars. Í stað þess að vera til vitn-
is um hentistefnu ársins 2012 bygg-
ist skírskotunin á þeim grunni sem
húsin voru upphaflega reist á. Með
því að búa vel að þeim á sínum stað
verður sambandið við liðna tíð sem
sjálfsmynd borgarinnar hlýtur að
byggjast á mun trúverðugari en ella
– bæði gagnvart okkur sjálfum sem
hér búum og gagnvart þeim ferða-
mönnum sem hingað rekast. Ætli
séu ekki einhver verðmæti í því?
Hjólhýsin í miðborginni
Nú færist hiti í kosningabaráttu forsetaefna eftir sprengjuvið-
tal við Ólaf Ragnar Grímsson þann
13. maí. Hann hjó á báðar hendur
og boðaði að hann yrði í stjórnar-
andstöðu, öllum óháður nema sjálf-
um sér og er áfram tilbúinn að leika
sér með Ólaf Ragnar Grímsson á
hvern þann veg sem honum líkar
best hverju sinni. Hann hefur upp-
götvað að forsetinn er sveigjanleg-
ur og yfirlýsingar breytilegar eftir
aðstæðum.
Mesta nýjungin í viðtalinu er að
frumvarp um fiskveiðistjórnun sé
vel fallið til að leggja í dóm þjóð-
arinnar. Áður hefur hann lýst því
yfir að hann tjái sig ekki um hvaða
mál eigi erindi þangað fyrr en þau
séu orðin að lögum. En nú er kosn-
ingaskjálftinn búinn að taka völd-
in og frumvörpin búin að taka hlut-
verk laga og forsetinn þá á leið til
að hrifsa stjórnartaumana í sínar
hendur. Hann vill ná þessu máli
úr höndum ríkisstjórnarinnar. Fá
mál munu verr til þess fallin að
leggja í dóm þjóðarinnar. Til þess
er málið alltof víðfeðmt og marg-
þætt. Það yrði að hluta það niður í
marga hluta til atkvæðagreiðslu og
svörin yrðu í óreiðu, einn vill þetta
en er andvígur öðru, og erfitt að
meta hvort viðkomandi er hlynntur
eða andvígur málinu í heild. Hugs-
anlegt væri að greiða atkvæði um
veiðigjaldið.
Hvað þýðir það ef forseti seilist
til frumvarpa með þessum hætti
sem gefið hefur verið í skyn? Taki
forseti sér heimild til slíks hlýtur
hann um leið að ómerkja hina frægu
26. gr. stjórnarskrár sem heimilar
honum að beita synjunarvaldi gegn
lögum. Hvar er hann þá staddur?
Hin óljósu ákvæði um embættið
færa forseta rými til athafna og þá
velur hann það sem honum hentar
hverju sinni. En taki hann sér vald
sem ekki er gert ráð fyrir í stjórn-
skipun er ábyrgð hans þung og
framganga verður að vera í sam-
ræmi við þessa ábyrgð. Í Rann-
sóknarskýrslu Alþingis kemur fram
að setja eigi embættinu siðareglur
og forsætisráðherra hefur ítrekað
það við hann. Að vísu er undarlegt
ef hann á að setja embættinu slík-
ar reglur, en hann verður að vera
því og þeim samþykkur. Þessu
harðneitar forseti. Hvers vegna?
Þær myndu takmarka það vald- og
verksvið sem hann vill hafa. Hann
myndi treglega geta unnið gegn rík-
isstjórn með þeim hætti sem hann
hefur gert, varla að hann gæti haft
sína einkastefnu í utanríkismálum.
Hann vill siðareglur sem honum
henta hverju sinni og þá best að þær
séu aðeins í huga hans sjálfs.
Og nú er ekki lengur látið í veðri
vaka að forseti ætli aðeins að vera
tvö næstu ár í embætti eins og
fram kom þegar hann tilkynnti um
framboð sitt. Síðar þennan sama
sprengjudag sagði hann við blaða-
mann að hann hefði aldrei sagt
þetta. Það hentar ekki lengur og
finnst nú líklega mörgum að forset-
inn eigi að vera maður til að standa
við orð sín.
Hvernig getur þetta, sem nú
hefur verið sagt, verið fólki til íhug-
unar við val á forseta í kosningum
þann 30. júní?
Fólk ætti ekki að velja sér for-
seta sem er tilbúinn að vinna gegn
stjórnvöldum hverju sinni í hvaða
máli sem er. Ekki velja sér forseta
sem hafnar öllum siðareglum um
embættið nema þeim sem honum
dettur í hug. Ekki kjósa sér forseta
sem hliðrar til sannleikanum eftir
hentugleikum hverju sinni.
Ganga fram hjá frambjóðanda
sem stendur ekki við orð sín. Fólk
á að velja sér heiðarlegan mann í
þetta embætti.
Ekki þannig forseta
Guðlaugur Gauti Jónsson arki-tekt skrifar grein í Frétta-
blaðið fimmtudaginn 31. maí um
nýjan Landspítala. Það er ekki mitt
að finna að stílbrögðum annarra.
Ég tel þó nauðsynlegt að leiðrétta
Guðlaug Gauta því hann gefur sér
rangar forsendur og dregur af þeim
stóryrtar fullyrðingar.
Guðlaugi Gauta er tíðrætt um
aukna umferð og áhrif af henni á
umhverfið. Nú er það svo að bygg-
ing nýs Landspítala felur aðallega
í sér að flytja starfsemi Landspít-
ala úr Fossvogi og sameina hana
annarri starfsemi Landspítala
við Hringbraut. Áhrif af þessum
flutningi á umferð eru hverfandi,
en þetta hefur komið skýrt fram
í rannsóknum á umferð og ferða-
venjum starfsfólks. Sem dæmi
mun umferð um Miklubraut vestan
Lönguhlíðar aukast um 2,8% á sól-
arhring og um 2,1% um Bústaðaveg
vestan Lönguhlíðar. Sú staðreynd
að starfsmenn spítalans eru fyrr á
ferð til vinnu en flestir aðrir borg-
arbúar hefur í för með sér að áhrif-
in eru enn minni en ella. Þá eru
komur sjúklinga og gesta á Land-
spítala dreifðar yfir daginn og falla
minnst á annatíma í umferðinni.
Landspítali liggur vel við almenn-
ingssamgöngum, en sjö strætis-
vagnaleiðir fara hjá lóðinni. Þá er
gott göngu- og hjólastígakerfi að
lóðinni. Um helmingur starfsmanna
býr þannig að hann getur hjólað eða
gengið á 14 mínútum eða skemmri
tíma til vinnu.
Guðlaugur Gauti fellur í þá
gryfju að taka trúanlega vitleysu
sem hann hefur séð á bloggi á net-
inu. Hann fer að bera saman Smára-
lind við spítalabyggingar. Það eru
ekki fagleg vinnubrögð. Bera verð-
ur saman álíka byggingar, enda
er verslunarmiðstöð allt öðruvísi
bygging en spítali. Staðreyndin er
að sú framkvæmd sem á að fara
að bjóða út núna er um 75.000 m2
sjúkrahúsbygging og nota á áfram
53.000 m2 af eldri byggingum.
Byggingarmagn á lóðinni verður
áþekkt því sem menn þekkja vel úr
miðbæ Reykjavíkur og hæðir bygg-
inga verða 4-6 hæðir sem sömuleið-
is er algengt í miðbænum.
Guðlaugur Gauti er ekki hrifinn
af staðarvalinu án þess að benda
á annan stað. Vissulega er ekki
hægt að ætlast til þess að allir séu
sammála um hvar spítalinn skuli
standa. Enda hefur staðarval hans
verið rækilega ígrundað og rann-
sakað og niðurstaðan ávallt verið
sú að Hringbraut sé langbesti kost-
urinn.
Nokkur rök vega þyngst varð-
andi uppbygginguna við Hring-
braut:
■ Hagkvæmasti kosturinn fjár-
hagslega – eldri byggingar nýttar
áfram.
■ Góð tenging við almenningssam-
göngur.
■ Hverfandi áhrif á umferð (2-4%).
■ Nálægð við Heilbrigðisvísinda-
svið Háskólans.
Guðlaugur Gauti telur upp
aðferðafræði, svo sem hagkvæmni-
mat, sem ætti að nota við mat á
byggingu nýs Landspítala. Hér
hefði arkitektinn átt að kynna sér
betur ítarlegan undirbúning verk-
efnisins áður en hann skrifaði
greinina. Hagkvæmnimat hefur
verið gert í tvígang af erlendum
sérfræðingum. Allar þessar grein-
ingar eru opinber gögn sem eru
aðgengileg á heimasíðu verkefnis-
ins www.nyrlandspitali.is.
Guðlaugur Gauti
leiðréttur
Skipulagsmál
Ólafur Rastrick
doktor í sagnfræði
Forsetaembættið
Haukur
Sigurðsson
sagnfræðingur
Nýr Landspítali
Ingólfur
Þórisson
framkvæmdastjóri
rekstrarsviðs
Landspítala
Eftir kaflaskil í lífi sínu snýr Ása heim frá
New York, á eyðibýlið sem einu sinni var
æskuheimili hennar.
Í yfirgefnu húsinu ráða draugar liðinnar tíðar
ríkjum og sleppa henni ekki lausri fyrr en
hún hefur gert upp við fortíðina.
Eymundsson.is
ÞAÐ KEMUR ALLTAF NÝR DAGUR
2.299
TILBOÐ KRÓNUR
Fullt verð 2.999 kr.
Gildir til 30. júní nk.
Fyrsta skáldsaga Unnar Birnu Karlsdóttur, sagnfræðings
JÚNÍ
Gestir útgáfuhátíðinnar mættu ósofnir til vinnu næsta dag!
Þetta er bók sem maður leggur ekki frá sér.