Fréttablaðið - 01.06.2012, Side 42

Fréttablaðið - 01.06.2012, Side 42
1. júní 2012 FÖSTUDAGUR26 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. sæti, 6. kringum, 8. merki, 9. kann, 11. nafnorð, 12. stoðvirki, 14. laust bit, 16. ekki, 17. slagbrandur, 18. angan, 20. belti, 21. útungun eggja. LÓÐRÉTT 1. veltingur, 3. eftir hádegi, 4. skordýr, 5. sjáðu, 7. smiðjumór, 10. að, 13. tangi, 15. sía, 16. trjátegund, 19. skóli. LAUSN LÁRÉTT: 2. sess, 6. um, 8. hak, 9. get, 11. no, 12. grind, 14. glefs, 16. ei, 17. slá, 18. ilm, 20. ól, 21. klak. LÓÐRÉTT: 1. rugg, 3. eh, 4. sandfló, 5. sko, 7. mergill, 10. til, 13. nes, 15. sáld, 16. eik, 19. ma. Jæja Guð! ég þarf að spyrja þig að svolitlu! Varðandi þetta hérna! AFHVERJU? Ertu að grínast?! Eru Rikki og Anna hætt saman?? Jebb! það gerðist fyrir fimm mínútum. Og þau eru ekki enn þá byrjuð aftur saman? Þau eru sem sagt búin að bæta gamla metið um fjórar mínútur. Ég er ekki að reyna að vera leiðinleg, læknir, en þú áttir að dangla í hné hans. Nánd fyrir barneignir Nánd eftir barneignir Fyrir og eftir Það virðist vera nokkur stemning fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum í samfélaginu og háværir menn tala um nauðsyn þess að slíkar atkvæðagreiðslur fari sem oftast fram og um sem flest. Lengi vel þótti full- trúalýðræði hentugt stjórnarfyrirkomulag en eftir bankahrunið þykir það hin mesta ósvinna. Vandséð er þó að kjósendur hefðu með atkvæðum sínum komið í veg fyrir þann hörmungarkafla í Íslandssögunni. ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLUR hafa bæði kosti og galla. Einn af göllunum er að kjós- endum er frjálst að kjósa blindandi. Þeir þurfa ekki að kynna sér málin frekar en þeir vilja og geta litið framhjá mögulegum afleiðingum. Þess vegna er til dæmis ekki talið ráðlegt að lög um skattamálefni fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Skattar eru almennt óvinsælir og líklegt að meiri- hluti kjósenda myndi hafna öllum skattahækkunum, sama hversu skyn- samlegar eða jafnvel nauðsynlegar þær kynnu að vera. Sama gildir um fjárlög. NÚ er rætt um að setja fiskveiðistjórnun- arfrumvörpin í þjóðaratkvæðagreiðslu. Frumvarpið um kerfið sjálft telur 22 blaðsíður. Athugasemdir og skýringar eru á 38 blaðsíðum. Frumvarpið um veiðigjöld er á fimm blaðsíðum en athugasemdir og skýring- ar á 63 síðum. Þetta þarf fólk náttúrulega að lesa lið fyrir lið ætli það að vanda sig við ákvörðunina. Líka athuga- semdirnar sem bárust þinginu en þær eru tæplega 200. Sumar margar blaðsíður. Við mun svo bætast allur áróðurinn sem hags- munaaðilarnir munu reka. Umdeildar aug- lýsingar síðustu vikna eru aðeins kynning- arstikla fyrir það bíó sem þá færi í gang. Niðurstöður alvöru þjóðaratkvæðagreiðslna eru varanlegar. Það sem verður ofan á á að gilda til frambúðar. Alþingi getur illa hrófl- að við því sem þjóðin ákveður. FRÁ því að núgildandi lög um stjórn fisk- veiða voru sett 1990 hefur þeim verið breytt oftar en 50 sinnum. Stundum hafa breytingarnar verið meiriháttar en oftar smávægilegar og þá vegna einhverra ágalla sem komið hafa í ljós. Ef þjóðin hefur ákveðið hvernig kerfið á að vera þarf þjóðin auðvitað að samþykkja allar breytingar, sama hvort þær eru stórar eða smáar. Það gæti því farið svo að jafnvel nokkrum sinn- um á ári þurfi að efna til þjóðaratkvæða- greiðslu um fiskveiðistjórnunarkerfið. EF fiskveiðistjórnunin á heima í þjóðarat- kvæðagreiðslu hljóta mörg önnur málefni að gera það líka. Til dæmis landbúnaðar- kerfið, samgönguáætlun, uppbygging heil- brigðiskerfisins, menntakerfið, menning- in, virkjanir og stóriðja, aðildin að NATO, málefni innflytjenda og húsnæðiskerfið svo eitthvað sé nefnt. Af hverju þá ekki líka skattar og fjárlög? Þjóðin ráði BAKÞANKAR Björns Þórs Sigbjörns- sonar Tók sjóinn framyfir verkfræðina Sunna Viðarsdóttir er háseti á línubát. Meðal annars efnis: Olían svipti alla lifibrauðinu Blómlegt fiskveiðisamfélag við ósa Nígerfljóts lagðist í auðn vegna olíuleka stórfyrirtækisins Shell. Fylgist með þessum á EM Óslípuðu demantarnir í Póllandi og Austurríki.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.