Fréttablaðið - 01.06.2012, Side 58

Fréttablaðið - 01.06.2012, Side 58
1. júní 2012 FÖSTUDAGUR42 WOW Náttúra WOW Fólk WOW Húmor Allar upplýsingar og skráning á: www.visir.is/wow Myndir sem segja WOW! aktu þátt í ljósmyndakeppni WOW Air og VísisT Flokkar: endu inn mynd sem segir WOW fyrir 30. júní og þú getur unnið flugmiða S rir tvo til Evrópu!fy FÓTBOLTI Landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck afhenti Aroni Einari Gunnarssyni fyrirliðabandið fyrir vináttulandsleikinn á móti Frökk- um á sunnudaginn og Aron Einar var aftur fyrirliði íslenska liðsins á móti Svíum í fyrrakvöld. Aron Einar er fæddur í apríl 1989 og því nýorðinn 23 ára gamall. Það þarf að fara 35 ár aftur í tímann til þess að finna yngri landsliðsfyrirliða hjá íslenska karlalandsliðinu. Aron Einar er yngsti landsliðs- fyrirliðinn síðan Ásgeir Sigurvins- son bar fyrirliðabandið í leikjum á móti Hollandi og Belgíu haustið 1977, þá aðeins 22 ára og fjögurra mánaða. Ásgeir var þarna fyrirliði landsliðsins í annað og þriðja sinn en tveimur árum áður hafði hann sett metið. Ásgeir bar fyrirliðaband íslenska landsliðsins í fyrsta sinn í útileik á móti Belgíu í undankeppni EM 6. september 1975, þá aðeins 20 ára og fjögurra mánaða. Ásgeir var þá leikmaður belgíska liðsins Stand- ard Liege og var fyrirliði á sínum eigin heimavelli. Jóhannes Eðvalds- son var fyrirliði íslenska liðsins á þessum tíma og lék leikinn á móti Frökkum þremur dögum áður en fékk síðan ekki leyfi frá félagi sínu Celtic til að taka þátt í leiknum. „Það er glæsilegt að fá fyrirliða- bandið og ég er að deyja úr stolti. Það var besta tilfinning sem ég hef fundið fyrir þegar ég leiddi íslenska landsliðið út á völl. Ég er sáttur og ánægður með það,“ sagði Aron Einar eftir leikinn á móti Svíum. Þrátt fyrir ungan aldur er Aron Einar gríðarlega reynslumikill enda hefur hann verið atvinnu- maður frá 2006 og var í vetur að klára sitt fjórða tímabil í ensku b- deildinni. Aron var langt frá því að vera elsti leikmaður íslenska liðs- ins í leikjunum við Frakka og Svía en hann var aftur á móti sá leikja- hæsti þegar kemur að leikjum með A-landsliðinu. Aron Einar er nefnilega búinn að spila 28 landsleiki fyrir Ísland frá því hann fékk fyrsta tækifærið hjá Ólafi Jóhannessyni í vináttu- landsleik á móti Hvíta-Rússlandi í febrúar 2008. Aron Einar, sem var þá ekki orðinn 19 ára gamall, var í byrjunarliðinu í fyrsta leik og lék alls 25 af 39 leikjum í þjálfara- tíð Ólafs, þar af 12 af 16 leikjum í keppni. Lars Lagerbäck vildi ekki gefa það upp að Aron Einar yrði fram- tíðarfyrirliði íslenska liðsins en Akureyringurinn hélt fyrirliða- bandinu og hefur allt til þess að bera til að halda fyrirliðabandinu áfram. Þrátt fyrir að hafa fengið fyr- irliðabandið svona ungur þá var Ásgeir Sigurvinsson aðeins fyrir- liði í sjö landsleikjum á landsliðs- ferlinum og þar á meðal í síðasta landsleik sínum þegar Ísland vann 2-0 sigur á Tyrkjum í Laugardaln- um í september 1989. Aðalástæða þess var örugglega sú að Ásgeir lék aðeins 45 af 130 landsleikjum Íslands á landsliðsævi sinni. Í þá daga höfðu félagsliðin öll völdin og Ásgeir átti oft erfitt með að fá sig lausan í landsleiki enda algjör lykil- maður með sínum félagsliðum. Aron Einar hefur alla burði til að bera fyrirliðabandið mörgum sinn- um til viðbótar enda líklegur fasta- maður á miðju íslenska landsliðsins næstu árin. Það verður aftur á móti að koma í ljós hvort hann nái meti Atla Eðvaldssonar sem bar fyrir- liðabandið 31 sinni á sínum lands- liðsferli. ooj@frettabladid.is Yngsti landsliðsfyrirliðinn í 35 ár „Ég er að deyja úr stolti,“ sagði Aron Einar Gunnarsson um það að hafa fengið að bera fyrirliðaband ís- lenska landsliðsins í leikjunum á móti Frökkum og Svíum þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára gamall. Hann er sá yngsti síðan Ásgeir Sigurvinsson bar bandið í tveimur landsleikjum árið 1977. ÁSGEIR SIGURVINSSON Fyrirliði íslenska landsliðsins í fyrsta sinn aðeins 20 ára, 3 mánaða og 29 daga gamall. ARON EINAR GUNNARSSON Fyrirliði íslenska landsliðsins í fyrsta sinn aðeins 23 ára, 1 mánaðar og 5 daga gamall. NORDICPHOTOS/AFP SUND Góður árangur íslensku landssveitarinn- ar í 4x100 m fjórsundi kvenna á Evrópumeist- aramótinu í Ungverjalandi á dögunum mun líklega nægja til að tryggja sveitinni þátttöku- rétt á Ólympíuleikunum í Lundúnum í sumar. Í gærkvöldi rann út frestur til að ná lág- markinu og samkvæmt upplýsingum á heima- síðu FINA, Alþjóðasundsambandsins, var Ísland með sextánda besta tímann í heiminum en það eru einmitt sextán bestu sveitirnar sem komast inn á leikana. Ísland hefur aldrei áður átt boðsundsveit á Ólympíuleikum og yrði því blað brotið í íslenskri íþróttasögu ef FINA staðfestir í dag að tími sveitarinnar dugi til að komast inn á leikana. Sundsveit Ægis hafði bætt Íslandsmetið í greininni á Íslandsmeistaramótinu í apríl síð- astliðnum en landssveitin gerði sér lítið fyrir og bætti metið um tæpar tólf sekúndur. Sveitina skipuðu þær Eygló Ósk Gústafs- dóttir, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Sarah Blake Bateman og Eva Hannesdóttir. Eygló og Sarah höfðu þegar tryggt sig inn á leikana í sínum einstaklingsgreinum en Hrafnhildur og Eva myndu því bætast í Ólympíuhópinn. Íslenska sundfólkið hefur þó enn frest til að ná Ólympíulágmörkum í sínum greinum en alls munu sjö sundmenn gera lokaatlögu til þess á Mare Nostrum-mótaröðinni í Frakk- landi og Spáni nú í upphafi júnímánaðar. Keppt verður í Barcelona um helgina og svo Frakklandi í næstu viku. Þau sem eru næst því að ná lágmörkum eru Hrafnhildur í 200 m bringusundi, Ragnheið- ur Ragnarsdóttir í 50 m skriðsundi og Jakob Jóhann Sveinsson í 100 og 200 m bringusundi. Þá munu Anton Sveinn McKee, Erla Dögg Haraldsdóttir og Árni Már Árnason einnig keppa á Mare Nostrum og freista þess að ná sínum lágmörkum. Eygló Ósk keppir einnig á mótunum en þarf ekki að hafa áhyggjur af lágmörkunum. - esá Íslenska sundfólkið er enn að reyna að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum: Ísland í fyrsta sinn með boðsundsveit á ÓL ÍSLENSKA SUNDSVEITIN Frá vinstri eru Eygló Ósk, Hrafnhildur, Sarah Blake og Eva. MYND/SUNDSAMBAND ÍSLANDS Fyrirliðar íslenska landsliðsins frá 1970 til 2012 20 ára Ásgeir Sigurvinsson á móti Belgíu 1975 21 árs Gísli Torfason á móti Færeyjum 1975 22 ára Ásgeir Sigurvinsson á móti Hollandi og Belgíu 1977 23 ára Aron Einar Gunnarsson á móti Frakklandi og Svíþjóð 2012 23 ára Einar Gunnarsson á móti Færeyjum og Noregi 1972 24 ára Gísli Torfason á móti Bandaríkjunum 1978 24 ára Jóhannes Eðvaldss. á móti Færeyjum 1974 FÓTBOLTI Arnar Grétarsson, yfir- maður knattspyrnumála hjá gríska úrvalsdeildarliðinu AEK, telur líklegt að Eiður Smári Guð- johnsen yfirgefi herbúðir liðsins í sumar. Þetta sagði hann í sam- tali við Fótbolta.net í gær. AEK hefur átt í miklum fjár- hagserfiðleikum og átt í erfið- leikum með að standa við launa- greiðslur. „Eiður er ekki vanur því að vera við aðstæður þar sem hann fær ekki greitt. Það er eitt- hvað sem enginn knattspyrnu- maður vill kjósa yfir sig,“ sagði Arnar. „Ég veit að hann hefur ekki áhuga á að vera áfram við þessar aðstæður.“ Eiður var lengi frá vegna meiðsla á tímabilinu en skoraði alls eitt mark í tíu leikjum með liðinu. Elfar Freyr Helgason er einnig á mála hjá AEK en Arnar telur að hann muni fá fleiri tæki- færi á næsta tímabili en í vetur, verði hann áfram hjá liðinu. Hins vegar er óvíst hvort AEK lifir af sumarið en í gær var til- kynnt að félagið fengi ekki þátt- tökurétt í Evrópudeild UEFA á næsta tímabili. Segir Arnar að öll vinna þessar vikurnar miðist við að bjarga félaginu. - esá Eiður Smári Guðjohnsen: Líklega á för- um frá AEK EIÐUR SMÁRI Sagður vera á förum frá AEK í Grikklandi. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Kolbeinn Sigþórsson skoraði glæsilegt skallamark í tapinu á móti Svíum í fyrrakvöld og hefur þar með skorað í fyrstu tveimur leikjum sínum undir stjórn Lars Lagerbäck. Kolbeinn hefur alls skorað 6 mörk í fyrstu 10 A-landsleikjum sínum sem er frábær árangur en ekki þó besta byrjun landsliðs- manns. Ríkharður Jónsson skoraði nefnilega 8 mörk í fyrstu 10 landsleikjum sínum á árunum 1947 til 1954. Ríkharður skoraði alls 17 mörk fyrir A-landsliðið og átti markametið í 59 ár eða þar til Eiður Smári Guðjohnsen sló það árið 2007. - óój Kolbeinn Sigþórsson: Ríkharður byrjaði betur Fyrirliðar Íslands undir 25 ára

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.