Fréttablaðið - 02.06.2012, Síða 4
2. júní 2012 LAUGARDAGUR4
GENGIÐ 01.06.2012
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
223,5933
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
130,61 131,23
199,94 200,92
160,9 161,8
21,651 21,777
21,243 21,369
17,882 17,986
1,6698 1,6796
196,58 197,76
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR
SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
KÖNNUN Ólafur Ragnar Grímsson,
forseti Íslands, er með verulegt for-
skot á aðra frambjóðendur. Þetta
sýna niðurstöður skoðanakönnunar
Fréttablaðsins og Stöðvar 2 á fylgi
forsetaframbjóðendanna sem gerð
var 30. og 31. maí.
Ólafur Ragnar fengi atkvæði
56,4 prósenta landsmanna ef kosið
yrði nú, en Þóra Arnórsdóttir 34,1
prósent. Munurinn á frambjóðend-
unum eru 22,3 prósentustig.
Aðrir frambjóðendur njóta sam-
anlagt stuðnings um 9,5 prósenta
þeirra sem taka afstöðu í könnun-
inni. Um 5,8 prósent sögðust myndu
kjósa Ara Trausta Guðmundsson og
1,3 prósent Herdísi Þorgeirsdóttur.
Þá sögðust 0,9 prósent ætla að kjósa
Andreu J. Ólafsdóttur og sama hlut-
fall Ástþór Magnússon. Um 0,3
prósent styðja Hannes Bjarnason.
Könnunin var gerð áður en ljóst var
að framboð Ástþórs teldist ógilt.
Ólafur Ragnar virðist samkvæmt
könnuninni heldur vera að sækja í
sig veðrið. Í könnun Fréttablaðsins
og Stöðvar 2 sem gerð var 23. og 24.
maí mældist Ólafur með stuðning
53,9 prósenta, og hefur því bætt við
sig 2,5 prósentustigum á einni viku.
Þóra mældist þá með 35,4 prósenta
fylgi, og hefur því stuðningur við
hana dalað um 1,3 prósentustig.
Aldrei hefur verið notast við
stærra úrtak í könnun Frétta-
blaðsins og Stöðvar 2 frá upp-
hafi. Hringt var í um 2.200 manns
þar til náðist í 1.500. Þátttakend-
ur voru valdir með slembiúrtaki
úr þjóðskrá og skiptust jafnt eftir
kyni, og hlutfallslega eftir búsetu
og aldri. Spurt var: Hvern mynd-
ir þú kjósa til embættis forseta
Íslands ef gengið yrði til kosninga
nú? Alls tóku 66,5 prósent þeirra
sem svöruðu könnuninni afstöðu til
spurningarinnar.
brjann@frettabladid.is
Ólafur með forskot á Þóru
Ríflega 56 prósent landsmanna ætla að kjósa Ólaf Ragnar í embætti forseta samkvæmt könnun Fréttablaðsins
og Stöðvar 2. Um 34 prósent ætla að kjósa Þóru Arnórsdóttur. Aðrir frambjóðendur fá um 10 prósent atkvæða.
Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 var spurt hvaða
frambjóðanda fólk myndi kjósa ef sá sem fyrst var nefndur
myndi hætta við framboð. Í ljós kom að dragi Ari Trausti sig í
hlé myndi þriðjungur kjósenda hans styðja Ólaf Ragnar, tæp
39 prósent Þóru og rúm 19 prósent Herdísi.
Hætti Ólafur við framboð myndu um 41 prósent kjós-
enda hans styðja Ara Trausta, 36 prósent Þóru og 11 prósent
Herdísi. Dragi Þóra sig í hlé myndi 57 prósent stuðnings-
manna hennar velja Ara Trausta, 31 prósent Ólaf Ragnar og
rúmlega 5 prósent Herdísi.
Ekki reyndist tölfræðilega marktækt að reikna út hvert
kjósendur annarra frambjóðenda myndu leita dytti sá fram-
bjóðandi sem þeir ætla að kjósa út.
Spurt var: Ef [frambjóðandi sem viðkomandi segist
myndu kjósa] hættir við framboð, hvern kýstu þá? Alls tóku
55,8 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.
Stuðningsmenn Ara Trausta myndu dreifast fremur jafnt
Andrea J.
Ólafsdóttir
Ari Trausti
Guðmundsson
Ástþór
Magnússon
Hannes
Bjarnason
Herdís
Þorgeirsdóttir
Ólafur Ragnar
Grímsson
Þóra
Arnórsdóttir
50
40
30
20
10
%
Fylgi forsetaframbjóðenda
■ Fylgi nú
■ Fylgi í könnun 23. og 24. maí
■ Fylgi í könnun 11. og 12. apríl
HEIMILD: SKOÐANAKÖNNUN
FRÉTTABLAÐSINS OG STÖÐVAR 2
DAGANA 30. OG 31. MAÍ 2012
0,9%
5,8%
0,9% 0,4%
1,3%
56,4%
0,
0% 1,
3%
53
,9
%
0,
9%
0,
3%
2,
9%
46
,0
%
46
,5
%
35
,4
%
1,
5%
5,
3%
2,
7%
34,1%
Sjómannadagurinn 3. júní
Opið hús handverkssala og sýning
Hrafnistu Reykjavík og
Hrafnistu í Hafnarfirði kl. 13-16
Einnig opið mánudaginn 4. júní 10-16
Ýmis önnur dagskrá í boði sjá hrafnista.is
LÖGREGLUMÁL Maður um fimmtugt
situr í gæsluvarðhaldi að kröfu
lögreglunnar á Suðurnesjum eftir
að hann var gómaður með 370
grömm af kókaíni í Leifsstöð.
Maðurinn var að koma til lands-
ins frá London og við reglubund-
ið eftirlit vaknaði grunur um að
hann hefði eitthvað óhreint í poka-
horninu, að því er segir í tilkynn-
ingu frá lögreglu. Í ljós kom að
hann hafði falið fíkniefni innvort-
is. Hann var handtekinn og síðan
úrskurðaður í gæsluvarðhald. - sh
Maður um fimmtugt í haldi:
Smyglaði kóka-
íni innvortis
DÓMSMÁL Annþór Kristján Karlsson og Börkur
Birgisson fengu ekki að mæta við þingfestingu
ákæru á hendur þeim í Héraðsdómi Reykjaness
í gær þrátt fyrir óskir þar um.
Annþór og Börkur sitja nú í einangrun á
Litla-Hrauni grunaðir um að hafa orðið sam-
fanga sínum að bana og verjendum þeirra var
tilkynnt um það í gærmorgun að vegna rann-
sóknarhagsmuna fengju þeir ekki að mæta í
dómssal á meðan.
Verjendurnir tveir létu bóka mótmæli við
þessa ákvörðun við þingfestinguna í gær og
sögðu að hún bryti gegn mannréttindum skjól-
stæðinga þeirra, sem hefðu viljað vera við-
staddir og taka afstöðu til ákæruatriðanna. Það
munu þeir þurfa að gera síðar.
Þrjár ákærur voru teknar fyrir á sama tíma í
þinghaldinu og sameinaðar í eitt dómsmál. Alls
eru þrettán ákærðir í málunum, þar af einn í
þeim öllum. Sá heitir Sigmundur Geir Helgason,
kallaður Simbi, og er liðsmaður Hells Angels.
Fyrsta ákæran snýr að þremur hrottalegum
líkamsárásum. Tvær þeirra leiddu Annþór
og Börkur og Annþór einn þá þriðju. Átta eru
ákærðir með þeim fyrir aðild að árásunum.
Önnur ákæran snýr að árás á dekkjaverk-
stæði, en hvorki Annþór né Börkur komu þar
nærri. Sú þriðja, gegn Sigmundi einum, snýr að
vörslu á fíkniefnum.
Sigmundur og hinir tíu sem mættu fyrir dóm-
inn neituðu sök að svo til öllu leyti eða tóku sér
frest til að taka afstöðu. - sh
Lögreglan telur að það gæti spillt manndrápsrannsókn að hleypa hinum grunuðu úr einangrun:
Annþóri og Berki bannað að mæta fyrir dóm
NEITAR Sigmundur Geir Helgason, Simbi, er ákærður
í öllum málunum en neitar sök. Faðir hans (til hægri)
mætti til að fylgjast með þinghaldinu, en yngri
sonurinn er þar einnig ákærður. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
30°
25°
13°
13°
20°
25°
13°
13°
25°
17°
29°
24°
32°
14°
25°
21°
8°
14
Á MORGUN
Hæg norðaustlæg
eða breytileg átt.
MÁNUDAGUR
3-8 m/s.
14
14
10
15
12
16
11
15
10
15
10
13
13
16
13
14
8
5
1011
SÓLARVEISLA
Það verður sann-
kölluð sólarveisla á
landinu í dag og á
morgun. Nú er tím-
inn til að stunda
skemmtilega útivist
eða bara sitja úti
í sólinni með ís-
kaldan drykk og
njóta veðursins.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
EGYPTALAND, AP Þúsundir manna
komu saman í borgum Egypta-
lands í gær til að krefjast þess að
forsetaframboð Ahmeds Shafiks,
síðasta forsætisráðherra Mub-
arak-stjórnarinnar, verði ógilt.
Shafik er annar tveggja fram-
bjóðenda sem tilkynnt hefur verið
að verði í kjöri í seinni umferð
forsetakosninganna síðar í mán-
uðinum. Hinn er Mohammed
Morsi, forsetaefni Bræðralags
múslíma. Mótmælendurnir segja
framboð Shafiks brjóta í bága við
reglur um að enginn þeirra sem
voru í stjórn Hosni Mubaraks
megi bjóða sig fram til forseta. - gb
Mótmæli í Egyptalandi:
Vilja láta lýsa
framboð ógilt
VEIFA SKÓNUM Mótmælendur veifuðu
skóm til að sýna Shafik lítilsvirðingu.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP