Fréttablaðið - 02.06.2012, Page 6

Fréttablaðið - 02.06.2012, Page 6
2. júní 2012 LAUGARDAGUR6 STJÓRNSÝSLA Iceland Express hefur kært útboð um rammasamning fyrir flug hins opinbera til Kæru- nefndar útboðsmála. Félagið full- yrðir að kjör helsta keppinautarins, Icelandair, séu langtum lakari en þau sem Iceland Express hafi boðið og að með þeim sé auk þess verið að bera fé á opinbera starfsmenn. Útboðið tók til flugs á Evr- ópska efnahags- svæðinu og var auglýst í mars í fyrra. Ríkiskaup tóku tilboðum frá Iceland Express og Icelandair, þrátt fyrir ólík kjör, og töldu þau bæði hagstæð. Iceland Express fékk ekki upplýsingar um tilboð Icelandair fyrr en eftir kæru til úrskurðar- nefndar um upplýsingamál. Í ljós kom að Icelandair hefði að jafnaði boðið um þrefalt hærra verð, misjafnt eftir flugleiðum, en Iceland Express. Mesti munurinn var 281 prósent, eða nærri fjórfalt verð, en sá minnsti 176 prósent. Í kærunni er furðu lýst á því að Ríkis kaup hafi metið það tilboð hag- stætt, þegar mun hagstæðara tilboð Iceland Express lá fyrir. Þá gagnrýnir Iceland Express líka að Icelandair hafi verið leyft að bjóða marga ólíka bókunar- klassa, þrátt fyrir að útboðslýsingin hafi kveðið á um að einungis mætti bjóða flug á almennu farrými. Heimir Már Pétursson, upplýs- ingafulltrúi Iceland Express, segir alvarlegustu athugasemdina hins vegar snúa að því að opinberir starfsmenn skuli fá vildarpunkta hjá Icelandair í eigin reikning ef þeir nota þjónustuna. „Það heitir auðvitað bara á fínu máli að bera fé á opinbera starfs- menn og sums staðar er það kallað mútur,“ segir Heimir. „Ríkið, ólíkt mörgum öðrum rík- isstjórnum, rekur ekki sína eigin ferðaskrifstofu sem opinberir starfsmenn bóka sig hjá og sér um að finna ódýrustu kjörin, heldur bóka þeir sig sjálfir,“ segir Heimir. „Það gefur augaleið að sam- keppnisstaðan er mjög skökk ef opinber starfsmaður sér fram á það að geta eignast sjálfur – pers- ónulega – fjölda punkta sem duga honum, og jafnvel fjölskyldunni ef hann ferðast mikið fyrir ríkið, til að fara frítt í sumarfrí og kaupa varn- ing í flugvélum Icelandair.“ Enda hafi komið á daginn að ríkið skipti nánast ekkert við Iceland Express. Einungis forsetaembætt- ið og í örfáum tilvikum utanríkis- ráðuneytið hafi gert það. „Það þýðir að skattborgarar eru að greiða tugi ef ekki hundruð milljóna fyrir vild- arpunkta opinberra starfsmanna,“ segir Heimir. Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Icelandair, hafði ekki séð kæruna og kvaðst ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Icelandair hefði þó fylgt útboðslýsingunni í einu og öllu. stigur@frettabladid.is Segja ríkisstarfsfólki mútað með punktum hjá Icelandair Iceland Express kærir útboð á flugi hins opinbera. Icelandair bauð um þrefalt hærra verð en báðum tilboðum var tekið. Ríkisstarfsmenn fá vildarpunkta hjá Icelandair. Express telur að með því sé verið að bera á þá fé. VÉLAR ICELANDAIR Talsmaður Iceland Express telur að hvatinn sé augljós fyrir ríkis- starfsmenn að panta sér far með Icelandair og fá vildarpunkta. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HEIMIR MÁR PÉTURSSON Reiðhjólauppboð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu verður haldið laugardaginn 9. júní nk. kl. 13 í húsnæði Vöku í Skútuvogi 8 í Reykjavík. UPPBOÐ KOSNINGAR „Maður er að melta þetta. Lögreglan þarf að ná í þennan mann og rannsaka hvað er þarna í gangi. Þetta tengist bara þessum eina einstaklingi,“ segir Ástþór Magnússon. Framboð Ástþórs til forseta Íslands var ekki metið gilt þar sem ekki liggur fyrir lögboðið vottorð yfirkjörstjórnar Norðvest- urkjördæmis á undirskriftalistum til stuðnings Ástþóri. Innanríkis- ráðuneytið tilkynnti þetta í gær. Málið snýst um tugi falsaðra undirskrifta í kjördæminu frá einum manni sem var að vinna fyrir Ástþór í kosningabarátt- unni. „Ég held að það sé búið að kæra hann og biðja um rannsókn,“ segir Ástþór þegar hann er inntur eftir því hvort hann ætli að kæra málið. Hann segir málið verðfall á lýðræðinu á Íslandi. „Það hefur afhjúpast gat í kosningakerfinu þannig að hvaða fólk sem er getur ráðist á lýðræðisleg framboð,“ segir hann. „Það sem er alvarleg- ast í þessu er að stjórnsýslan lá lengi á listanum án þess að vinna nokkuð úr þeim.“ Ástþór vill ekki nafngreina manninn sem sá um að falsa und- irskriftirnar. „Hann kom bara óumbeðinn og vildi vinna,“ segir hann. „Ég hef ekki hugmynd um hvað býr að baki.“ - sv Framboð Ástþórs Magnússonar dæmt ógilt af kjörstjórn NV-kjördæmis: Segir lögregluna þurfa að ná falsaranum HÆTTUR Innanríkisráðuneytið tilkynnti í gær að framboð Ástþórs væri ógilt. TAÍLAND, AP „Þessa dagana verð ég vör við það sem ég kalla glæfra- lega bjartsýni,“ sagði Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöð- unnar í Búrma, í fyrstu ræðu sinni á alþjóðavettvangi sem hún hélt í Taílandi í gær. „Ég tel að smá skammtur af heil- brigðri tortryggni væri ekki úr vegi,“ bætti hún við. Hún hefur setið í stofufangelsi í Búrma megnið af síðustu tuttugu árum en var látin laus á síðasta ári eftir að mannaskipti urðu í æðstu stöðum herforingjastjórnar lands- ins. Vesturlönd, með Bandaríkin í fararbroddi, hafa tekið sinna- skiptum Búrmastjórnar fagnandi. Refsiaðgerðum hefur verið aflétt og boðaður er margvíslegur stuðn- ingur við landið. Suu Kyi lagði áherslu á að erlend fyrirtæki, sem hafa í hyggju að fara út í fjárfestingar í Búrma, gæti þess að fara varlega og hafa allt uppi á borðunum. „Við viljum ekki að auknar fjár- festingar þýði meiri möguleika á spillingu,“ sagði hún í ræðu sinni í Taílandi. - gb Ræða Aung San Suu Kyi í Taílandi vakti athygli: Varar við óhóflegri bjartsýni í Búrma AUNG SAN SUU KYI Heldur til Evrópu síðar í mánuðinum, þar sem hún tekur meðal annars loks við Nóbelsverðlaunum sem henni voru veitt árið 1991. NORDICPHOTOS/AFP ALÞINGI Efnahags- og viðskipta- ráðuneyti kannast ekki við að ESB hafi blandað sér með beinum hætti „með fjármunum og þátt- töku sendiherra og sendiráðs“ í umræður um áhrif ESB-aðildar í hans málaflokkum. Þetta kemur fram í svari Stein- gríms J. Sigfússonar ráðherra við fyrirspurn Ásmundar Einars Daðasonar, þingmanns Fram- sóknarflokks. Ásmundur spurði einnig hvern- ig tryggja ætti að starfsemi Evr- ópustofu skekkti ekki umræðuna. Steingrímur sagði að styrkur Alþingis til hreyfinga og samtaka til að kynna mismunandi sjónar- mið ætti að tryggja að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu verði byggð á upplýstri ákvörðun. - þj Svar við fyrirspurn á Alþingi: Kannast ekki við íhlutun ESB HÆLISLEITENDUR Tíu af Evrópu- sambandsríkjunum 27 taka á móti 90 prósentum allra hælis- leitenda í Evrópu. Cecilia Malm- ström, innanríkismálastjóri ESB, hvetur hin ríkin 17 til þess að axla meiri ábyrgð. Malmström vill umræður um hvernig ESB eigi að takast á við innflutning frá löndum þar sem efnahagsvandi ríkir. Löndin tíu sem taka á móti flestum innflytjendum eru Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Belgía, Svíþjóð, Bretland, Hol- land, Austurríki, Grikkland og Pólland, að því er kemur fram á vef danska blaðsins Politiken. - ibs Hælisleitendur í Evrópu: Tíu taka við 90 prósentum VIÐSKIPTI Sala ÁTVR á áfengi það sem af er árinu hefur aukist miðað við sama tímabil í fyrra. Aukningin nemur 1,5% í lítrum talið. Sé rýnt í tölur ákveðinna vín- tegunda kemur í ljós að sala á rauðvíni hefur aukist um 3 pró- sent og hvítvíni um 5 prósent. Aftur á móti dregst sala á brenni- víni og vodka saman um 3 pró- sent. - bbi Nýjar tölur frá ÁTVR: Áfengissala eykst nokkuð LÖGREGLUMÁL Alls 260 lítrum af díselolíu var stolið af tveimur flutningabílum á Suðurnesjum. Að sögn lögreglu var olíunni stolið um nótt en á vettvangi var lítill olíubrúsi og slanga sem þjófarnir notuðu við þjófnaðinn. Miðað við að lítrinn af dísel- olíu kosti 248 krónur, eins og algengast er í dag, þá stálu þjóf- arnir olíu fyrir tæpar 65 þúsund krónur. Olíuþjófar á Suðurnesjum: Stálu díselolíu fyrir 65 þúsund Munt þú fylgjast með Evrópu- mótinu í knattspyrnu í sumar? Já 56,4% Nei 43,6% SPURNING DAGSINS Í DAG: Sækir þú atburði sem tengjast sjómannadeginum? Segðu skoðun þína á Visir.is KJÖRKASSINN Það hefur afhjúpast gat í kosningakerfinu þannig að hvaða fólk sem er getur ráðist á lýðræðisleg framboð. ÁSTÞÓR MAGNÚSSON
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.