Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.06.2012, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 02.06.2012, Qupperneq 28
2. júní 2012 LAUGARDAGUR28 H vers vegna ég er á sjó? Eiginlega af því mér finnst það gaman. Ég var á verkfræði- stofunni Hönnun, sem nú er hluti af Mannviti, mjög fínum vinnustað en fannst starf- ið bara skelfilega leiðinlegt. Gat hreinlega ekki vaknað á morgnana til að sitja við tölvu og stimpla inn einhverjar tölur. Ákvað þá að prófa eitthvað sem væri eins ólíkt þeirri vinnu og ég gæti fundið, meðan ég fyndi út hvað ég vildi fara að gera næst. En svo finnst mér þetta ennþá gaman og er bara föst í því,“ segir Sunna Viðarsdóttir, verk- fræðingur og nú háseti á línuskip- inu Fjölni sem Vísir í Grindavík gerir út. Hún bætir því við að flest- um hafi fundist hún frekar klikk- uð þegar hún svissaði yfir, enda hafði hún þá lokið BS námi í bygg- ingarverkfræði. „Mér þótti námið líka leiðinlegt en fannst samt að ég yrði að klára það sem ég hefði byrj- að á. Þegar maður velur sér fag í háskólanum þá þykist maður vera að ákveða framtíðarstarfið og það var frelsandi tilfinning þegar ég áttaði mig á því að ég gat hætt. Ég þyrfti ekki að eyða lífinu í eitthvað sem mér leiddist.“ Ekki úr sjómannsfjölskyldu Þar sem hátíð sjómanna er fram- undan er Sunna komin til síns heima í borginni og hittir blaða- mann við Reykjavíkurhöfn. Þang- að brunar hún á línuskautum úr Bryggjuhverfinu, gegnum Elliða- ár- og Fossvogsdal, Skerjafjörð og Seltjarnarnes svo ljóst er að hún hefur ekki bara krafta í kögglum heldur líka í fótum. Hún kveðst alin upp í Breiðholtinu og ekki í kringum neina sjómenn. „Afi minn, Bragi Agnarsson, var stýrimaður á Fossunum en það var fyrir mína tíð. Aftur á móti fór bróðir minn á sjó 2005, mér fannst það hljóma spennandi og það hefur eflaust átt stóran þátt í að mér datt þetta í hug þegar ég vildi breyta til. Mamma mín, Agnes Bragadóttir, er blaða- maður og pabbi, Viðar Ágústsson, kennari.“ Hékk með fisk á hakanum Sunna byrjaði á sjónum haustið 2006, fyrst á ísfisktogara og líkaði vel, síðan á frystitogara en það átti ekki við hana. „Ég get alveg eins verið í frystihúsi í landi,“ segir hún ákveðin. Eftir eins og hálfs árs frí frá sjómennskunni kveðst hún hafa byrjað á Fjölni síðasta haust. Þar felst starf hennar í ýmsu. „Á lögn- inni er ég annað hvort á beitningar- vélinni eða að lempa, sem er að sjá til þess að línan fari ekki út öll í flækju og passa að krókarnir séu í réttri röð. Þegar við erum að draga er ég annað hvort að stokka upp lín- una, gogga og blóðga, slægja eða ganga frá fiskinum niðri í lest.“ Skyldi ekki vera erfitt að inn- byrða stærstu fiskana? „Jú, jú, eftir langa fríið mitt í landi þurfti ég hjálp við það. Var bara hang- andi þarna með fisk á hakanum og stýrimaðurinn kallaði: „Hjálpið þið henni, það er stór fiskur á.“ Það var alveg óþolandi, sérstaklega ef ég var að beita öllum mínum kröft- um og svo kom einhver og vippaði fiskinum inn með annarri hendi. Þetta er hætt núna.“ Hlæjandi. „En það hallærislegasta við að byrja á línunni var að ég hitti bara ekki í fiskinn, það var alveg skelfilegt. Nú finnst mér það ekkert mál. Puð að slægja? Ekki þegar maður hefur vanist því, þá er það bara vinna. Maður svitnar ekki við að slægja eins og á rúllunni eða í lestinni þar sem er verið að ísa og raða. Það er ágætis líkamsrækt.“ Aksjónin heillar Það er einmitt aksjónin sem Sunnu finnst heillandi við sjómennskuna „Ég er búin að komast að því að mér finnst skemmtilegra að starfa Þetta er karllægt umhverfi. Samt eru sjómenn miklu meiri krútt en ég hélt. Fjölnir SU 57 er 190 tonna skip sem veiðir á línu á vegum útgerð- arfyrirtækisins Vísis í Grindavík. Samtals eru í áhöfn 21. Þar af eru fjórtán manns um borð í einu sem vinna á sex tíma vöktum. Skipið er á veiðum viku í senn. Hver og einn skipverji fer í þrjá róðra í beit og einn í frí tvívegis og síðan tvo róðra í beit og tvo í frí. Tómstundum um borð er að mestu varið við sjónvarpsáhorf og tölvur, enda hefur aðstaðan til þess gerbatnað á síðustu árum með tilkomu gervihnattasambands á miðunum umhverfis landið. Svo taka menn með sér bækur að heiman. Voða erfitt að hneyksla mig Það var viss frelsun fyrir Sunnu Viðarsdóttur að átta sig á því að þó hún væri verkfræðingur gæti hún unnið við eitthvað allt annað, til dæmis gerst háseti á bát. Nú er hún á línuskipinu Fjölni og Gunnþóra Gunnarsdóttir hitti hana á bryggjunni. SUNNA VIÐARSDÓTTIR „Ég hef verið á báti með bilað stýri í svo brjáluðu veðri að Veðurstofan varaði fólk við veðurofsanum og ráðlagði því að halda sig heima,“ segir hún. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LÍFIÐ UM BORÐ Á UPPSTOKKARANUM Sunna glaðbeitt við vinnu sína. við það sem ég þarf að hreyfa mig við en að vinna bara með hausnum. Það er margt erfitt við sjómanns- starfið til að byrja með en svo verð- ur það bara eðlilegt. Það er líka eitthvað við það að vera úti á sjó. Þegar ég leit til allra átta í fyrsta túrnum mínum og sá ekkert nema sjó þá fannst mér það alveg æðis- legt. Líka að losna við áhyggjur og stress í landi. Þetta er sú tilfinn- ing sem ég fann fyrir í byrjun en er ekkert að hugsa um dagsdaglega. Á þessum árstíma, þegar fuglalíf er í algleymingi, veðrið er gott og bjart allan sólarhringinn er ótrúlega fal- legt að vera á sjó. Ég tala nú ekki um ef maður sér til lands, eins og undanfarið þegar ég hef verið að dást að Vestmannaeyjum og Mýr- dalsjökli við sjóndeildarhringinn.“ Launin eru líka góð á sjón- um. „Það skemmir auðvitað ekki fyrir að hafa efni á að gera það sem maður vill þegar maður er í fríi,“ segir Sunna. Ástæðu þess að fáar konur sækja sjóinn telur hún einfaldlega þá að fólk líti á sjó- mennsku sem karlastarf. „Þetta er karllægt umhverfi. Samt eru sjómenn miklu meiri krútt en ég hélt. Sumir hafa þá mynd af þeim að þeir séu tómir ruddar og ég var vöruð við þeim í upphafi en svo eru þeir bara hin mestu ljúfmenni. Ég læt heldur engan vaða yfir mig og það er voða erfitt að hneyksla mig.“ Sund og pitsa Það er alls konar fiskur sem kemur á línuna að sögn Sunnu. „Skipstjór- inn verður reyna að leggja á rétt- um stað til að fá þær tegundir sem kvótinn býður upp á. Síðan ég byrj- aði hefur allt gengið út á að forð- ast þorskinn. Stundum kemur góð lögn og við fyllum fullt af körum en þá verðum við að færa okkur því þorskurinn er of mikill. Það er dálítið svekkjandi. Reyndar var eitthvað verið að auka kvót- ann núna svo vonandi þurfum við ekki að flýja þann gula eins mikið.“ Spurð hvort alltaf sé brjálað að gera um borð svarar hún. „Nei, alls ekki. Þegar ekkert veiðist er ekk- ert að gera nema drekka yfir sig af kaffi.“ Sunna kveðst hafa verið að veið- um allt í kringum landið enda hafi Vísir ítök víða. „Þegar ég byrjaði í haust vorum við að landa á Djúpa- vogi, svo á Skagaströnd, Húsavík og Þingeyri. Við stoppum stutt á hverjum stað og fáum bara frí meðan landað er úr bátnum. Rétt náum að kíkja í sund og fá okkur pitsu. Sums staðar er ekki hægt að fá pitsu, þá borðum við bara á ein- hverri bensínstöð. Mér finnst nátt- úrulega best að koma til Grinda- víkur því þá kemst ég heim og þá stoppum við yfirleitt lengst. En ég held að Djúpivogur hafi vinning- inn af öðrum stöðum. Þar er sund- laug sem er opin allt árið og svo er góð pitsa og fín þjónusta á hótelinu þar.“ Með bilað stýri í brjáluðu veðri Þó Sunna hafi verið á sjó í mjög vondu veðri telur hún sig ekki hafa lent í háska. „Ég hef verið á báti með bilað stýri í svo brjáluðu veðri að Veðurstofan varaði fólk við veður ofsanum og ráðlagði því að halda sig heima. En þetta hefur alltaf bjargast.“ Hún segir aldrei farið í var á línu, það gerist frek- ar á trolli því ekki sé hægt að toga í mjög vondu. „Á línu er hægt að draga í öllum veðrum og þá gera menn það bara,“ segir hún og kveðst aldrei hrædd. „Maður bara treystir karlinum í brúnni. Skip eru heldur ekkert að farast hægri vinstri eins og í gamla daga.“ Henni finnst ekki einu sinni erfitt að stíga ölduna þó veltingur sé mikill. „Það verður fullkomlega eðlilegt líka,“ segir hún. „Ég hef svo sem alveg flogið á hausinn. Síðast í öðrum túrnum eftir löngu pásuna mína. Þá misreiknaði ég mig aðeins, tókst á loft og skautaði á maganum út í næsta vegg.“ Svo hefur hún alveg sloppið við sjóveiki. „Þegar nýliðar koma til okkar sem eru ælandi eins og múkkar í byrjun, sé ég hvað ég hef verið heppin.“ Á leið í Stýrimannaskólann Nú er Sunna búin að vera á sjónum af og til í sex ár og kveðst aldrei hafa verið í vinnu jafnlengi án þess að verða leið. Hún viðurkennir þó að þegar mikið sé um að vera í landi finnist henni fúlt að missa af því. „Auðvitað koma líka tímar sem ég íhuga hvort ég ætti ekki að koma mér í land áður en verkfræðiprófið verði algerlega úrelt. En sú hugsun hefur aldrei enst lengi og nú er ég að fara í fjarnám við Stýrimanna- skólann í haust, það hlýtur að þýða að ég ætli mér eitthvað að halda áfram. Enda sem skipstjóri? Von- andi, það kemur í ljós.“ Sunna vill sjá allan fisk fara á markað. „Það er ekkert réttlæti í því að þeir sem eiga bæði útgerð og vinnslu geti borgað miklu minna fyrir fiskinn en aðrir,“ segir hún og kveðst vona að nýja kvótafrum- varpið verði til þess að kvótinn dreifist á fleiri hendur, þó kannski sé hagkvæmast að reka risastórar útgerðir. „Það er svo ósanngjarnt að bara örfáir verði moldríkir af veiðunum. Veiðigjaldið má samt ekki vera þannig að það keyri allt í þrot.“ Þó kvótakerfið sé kannski mein- gallað þá finnst Sunnu mest um vert að Íslendingar séu ekki að ganga á neina stofna, öndvert við aðrar þjóðir. „Sá hluti kerfis- ins er alveg að virka.“ segir hún. Kveðst þó taka eftir að oft sé langt bil á milli þess sem skipstjórarn- ir segja og þess sem Hafró held- ur fram. „Ég held samt að enginn sé að ljúga,“ segir hún. „Kannski þarf bara að breyta rannsóknarað- ferðum eitthvað. Það er svo margt í hafinu sem við vitum ekkert um.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.