Fréttablaðið - 02.06.2012, Side 34

Fréttablaðið - 02.06.2012, Side 34
2. júní 2012 LAUGARDAGUR34 B æði í námi mínu og störf- um hef ég alltaf skrif- að og skapað en þetta er frumraun mín í skáld- skap og ég var strax ákveðin í að skrifa ekki fyrir skúffuna,“ segir Sólveig bros- andi. Við sitjum við eldhúsborðið hennar og handleikum nýju bókina, Leikarann, sammála um að eldrauður liturinn og svartir, örlítið upphleyptir stafirnir á kápunni gefi henni kröft- ugan svip. „Það er mikil vinna að baki bók,“ segir Sólveig. „Ekki bara í skriftum heldur varð ég líka að fara inn í huga persónanna, skilja hvernig þær brygðust við ýmsum aðstæðum, hreyfa mig eins og þær og hugsa eins og þær.“ Hún kveðst hafa haft með- líðan með þeim öllum, jafnvel þeim klikkuðustu. „Ég held ég gæti ekki skrifað öðruvísi,“ segir hún. „Ég hef ofboðslega gaman af fólki og held að það sé mitt lán að hafa fengið að kynn- ast mörgum hliðum mannlífsins en lokast ekki inni í einum hópi.“ Flókið mynstur freistandi Kveikjuna að Leikaranum rekur Sól- veig til þátttöku sinnar í Dagvakt- inni fyrir nokkrum árum, Rétti I og II, auk stuttmynda. „Efni bókarinnar tengist á engan hátt þessum þáttum en ímyndunarafl mitt fór af stað við að leika aftur fyrir framan tökuvélar, það er í mínum huga eitt af mörgu sem er skemmtilegt og gefandi að gera,“ segir hún. Kveðst samt fyrir löngu hafa látið sér detta í hug að skrifa bók og nú hafi rétti tíminn verið kominn. „Með auknum aldri og þroska lærðist mér að nota reynslubankann, meðal annars þá tækni sem ég tileinkaði mér í leiklist- inni á sínum tíma, að opna fyrir flæði, sjá fyrir mér aðstæður og skapa pers- ónur sem tóku sér bólfestu í kollinum á mér og ég fann fyrir undir skinninu.“ Vinnuferli bókarinnar spannar rúm tvö ár að sögn Sólveigar, sem hefur notað öll frí, margar helgar og hátíð- isdaga og ótal kvöld til skriftanna. Oft kveðst hún líka hafa vaknað klukkan hálfsex til að ná að skrifa áður en hún hélt til vinnu sinnar, en hún er kenn- ari við Hringsjá, náms- og starfsend- urhæfingu. „En ekki eina einustu mín- útu hefur mér leiðst við skrifin,“ segir hún. „Þvert á móti alltaf hlakkað til að glíma við flækjurnar.“ Hún kveðst hafa á tiltölulega stuttum tíma lagt að baki rúmlega 100 blaðsíður og þá verið komin með upphaf, endi og allt þar á milli, en átt eftir að laga og hnýta ótal enda. Hún tekur fram að hún hafi átt frábært samstarf við Forlagið og feng- ið góða leiðsögn. „Ég var beitt jákvæð- um aga,“ segir hún brosandi og tekur sem dæmi að forleggjaranum hafi þótt stíll hennar fullknappur fyrst svo hún hafi bætt meira kjöti á beinin og blað- síðunum hafi fjölgað í samræmi við það. En af hverju glæpasaga? „Hún bara kom með persónunum,“ segir hún með viðeigandi handahreyfingu. „Það sem heillaði mig var gátan og allir þessir þræðir sem þurfa að koma upp á réttum stöðum. Ég er engin hann- yrðakona en það freistaði mín samt að búa til flókið mynstur. Svo nýt ég þess í botn að senda hroll niður bakið á fólki og eftir að hafa skrifað þessa bók skil ég ekki þá sem gera lítið úr glæpa- sögum því þar verður allt að stemma fullkomlega.“ Þykir vænt um Bessastaði Sólveig er fædd í Vesturbæ Reykja- víkur, dóttir Bjargar Ásgeirsdóttur og Páls Ásgeirs Tryggvasonar sem vann í utanríkisráðuneytinu, lengi sem sendiherra. Frá átta mánaða aldri til fimm ára var Sólveig því erlendis með fjölskyldunni, fyrst í Danmörku og síðan Svíþjóð. „Foreldrar mínir fluttu svo aftur út þegar ég var nítján ára og voru ellefu ár í það skiptið,“ lýsir Sólveig. „Ég er langyngst fimm systkina og legg meiri áherslu á það við þau eftir því sem árin líða en þótti það ekkert skemmtilegt sem barni, því þau voru hálffullorðin þegar ég man fyrst eftir mér,“ segir hún. Foreldrar hennar eru báðir látnir. Móðir henn- ar dó úr krabbameini 1996, 71 árs og faðir hennar í september síðastliðnum en hefði orðið níræður í febrúar í ár. Hún er líka yngsta barnabarn afa síns og ömmu, forsetahjónanna Ásgeirs Ásgeirssonar og Dóru Þórhallsdóttur og upplifði það að búa á Bessastöðum. „Þegar við komum heim frá Svíþjóð bjuggum við tímabundið í svokallaðri Hjáleigu á Bessastöðum, meðan við biðum eftir að geta flutt í íbúð pabba og mömmu á Kvisthaganum. Amma dó stuttu síðar, hún fór mjög snöggt, úr bráðahvítblæði. Það var mikið högg fyrir fjölskylduna. Afi var nýtekinn við fjórða kjörtímabilinu og mamma, Vala móðursystir mín og Lillý mág- kona þeirra stóðu við hlið hans og tóku að sér að sinna ýmsum skyldum sem höfðu verið á herðum ömmu.“ Sólveig kveðst muna vel eftir líf- inu á Bessastöðum. „Mér þykir vænt um Bessastaði og á góðar minningar þaðan. Þar var búskapur og fullt af fólki,“ rifjar hún upp. „Ég á enn úrval af prjónuðum og saumuðum dúkku- fötum sem stúlkurnar þar gáfu mér. Afi hafði heilmikil áhrif á barnæsku mína, hann var svo mikill bókamaður og bókasafnið hans var dásemdarstað- ur. Ég fór líka stundum með honum í leikhús. Þá vorum við í forsetastúk- unni í Þjóðleikhúsinu sem var nátt- úrlega versti staður til að sitja á því þaðan sást bara hluti af sviðinu. Ég sá hins vegar inn fyrir tjöldin, og fannst oft miklu meira spennandi að fylgjast með því sem þar var að gerast.“ Í sveit og fiski Eftir heimkomuna frá Svíþjóð var Sól- veig send til sumardvalar að Hraunkoti í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu. „Ég var hjá góðu fólki og það á stóran hluta í mér því ég var á sjötta ári þegar ég fór þangað fyrst og var þar öll sumur þar til ég var tólf ára. Þetta mótaði mig ansi mikið. Ég lærði margt, sá margt og heyrði margar skemmtilegar sögur, því það kunni að segja sögur, fólkið í Hraunkoti. Oft var ég samt einmana og saknaði fjölskyldunnar og vin- kvennanna en svona var þetta þá og þótti sjálfsagður hlutur í uppeldinu. Ég horfi núna á fimm ára krakka og hugsa: Svona var ég lítil þegar ég fór marga mánuði frá foreldrum mínum.“ Þegar sveitaverunni sleppti fór Sól- Sendir hroll niður bakið á fólki Glæpasagan Leikarinn, fyrsta bók Sólveigar Pálsdóttur, framhaldsskólakennara og leikara, kom út nýverið. Troðfullt var í út- gáfuhófinu í Eymundsson, bókin seldist þar tvívegis upp og höfundurinn fór heim með bílinn fullan af blómum. Gunnþóra Gunnarsdóttir þáði hressandi morgunkaffi hjá Sólveigu daginn eftir, fræddist um líf hennar og störf og leið hennar til að skrifa. LEIKARI, KENNARI OG NÚ RITHÖFUNDUR „Það sem heillaði mig var gátan og allir þessir þræðir sem þurfa að koma upp á réttum stöðum,“ segir Sólveig um glæpasagna- skrifin og er þegar byrjuð á næstu bók. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA veig að vinna, fyrst í fiski á Kirkju- sandi. „Föðurafi minn var Tryggvi Ófeigsson útgerðarmaður og föður- amma mín Herdís Ásgeirsdóttir. Þar var bara viðhorfið að ef maður færi ekki að vinna, annað hvort í fiski eða á sjó, væri maður óttalegur aumingi. Ég byrjaði að vinna um leið og skól- inn hætti á vorin, vann fram að fyrsta skóladegi á haustin og í öllum fríum, og kynntist því ekki hvað sumarfrí var fyrr en ég var orðin uppkomin.“ Ljósmóðirin og leikarinn Í grunnskóla kveðst Sólveig hafa valið að fara í starfskynningu á Fæðingar- heimilið og Iðnó. „Þessi tvö störf heill- uðu mig, ljósmóðirin og leikarinn. Langalangamma mín og alnafna bjó í Vestmannaeyjum og var með þeim fyrstu sem fóru í ljósmæðranám á landinu. Afi Ásgeir talaði oft um hana, það kveikti ljósmóðuráhugann. Leikar- inn varð samt ofan á, ég lauk fjögurra ára námi í þeirri list og starfaði við hana hátt í áratug í leikhúsum, kvik- myndum, auglýsingum og útvarpsleik- húsi. Hafði oft meira en nóg að gera, en svo komu dauð tímabil á milli. Það var farið að taka toll af mér að ráða svona litlu um eigið líf, að mér fannst, svo ég tók þá ákvörðun að hætta í leik- list. Dreif mig í bókmenntafræði við Háskóla Íslands og lauk þaðan BA- gráðu og kennsluréttindanámi. Bækur hafa alla tíð skipt mig miklu máli og fátt jafnast í mínum huga á við góðan texta.“ Hringsjá, náms- og starfsendur- hæfing hefur verið vinnustaður Sól- veigar frá árinu 1997. Þar kennir hún íslensku, leiklist og tjáningu. „Þetta er nám fyrir fullorðið fólk og aðsókn- in er svo mikil að við önnum varla eft- irspurn,“ lýsir hún. „Starfið þar hefur þroskað mig mikið.“ Hröð og margslungin Fjölskyldan er Sólveigu afar dýrmæt og þar hefur hún fengið nýtt hlutverk, því hún varð amma fyrir mánuði. Áhugamálin eru mörg og fjölbreytt en dótturdóttirin toppar allt þessa dag- ana. „Ég hef mikla gleði af börnum. Var búin að eiga mín þrjú rétt rúmlega þrítug og þau hafa alltaf verið í fyrsta sæti hjá mér,“ segir hún og gerir nán- ari grein fyrir sínum nánustu. „Áslaug er elst minna barna, hún er í masters- námi í leikritaskrifum í London og er líka menntuð leikkona. Svo er Björg, hún er nemi í stjórnmálafræði við HÍ og á góðan mann sem heitir Pétur Hrafn, hann er í lögfræði. Það eru þau sem eru nýbúin að gera mig að ömmu sem er ný og spennandi upplifun. Yngstur er Páll Ásgeir, 21 árs, hann var að ljúka fyrsta ári við kennara- nám í HÍ. Maðurinn minn heitir Torfi Þ. Þorsteinsson og er framleiðslustjóri HB Granda. Við höfum gengið saman gegnum súrt og sætt og reynt að styðja hvort annað. Ég giftist honum nítján ára, mér hefur alltaf legið mikið á í lífinu og ekki endilega valið léttustu leiðirnar enda spurði bróðir minn, sposkur á svip, þegar hann sá bókar- auglýsinguna frá Forlaginu „hröð og margslungin,“ hvort þetta væri lýsing á mér!“ Alda tók þéttingsfast í húninn til að fullvissa sig um að hurðin væri örugg- lega læst. Setti kaffibollann á vaskborðið og lét sig svo síga niður með hurðinni þar til hún sat flötum beinum á gamaldags mósaíkflísunum í þröngu, afmörkuðu rýminu. Hún einbeitti sér að því að ná jafnvægi. Láta spennuna og pirringinn líða úr sér. Þetta var ekkert. Ekkert sem hún réði ekki við. „Ég þoli bara illa þessa eilífu bið,“ sagði hún stundarhátt við sjálfa sig og dæsti. – Þetta endalausa djöfuls hangs sem fylgir kvikmyndagerð. UPPHAF BÓKARINNAR* * Heimild: Leikarinn eftir Sólveigu Pálsdóttur Ég varð líka að fara inn í huga persón- anna, skilja hvernig þær brygð- ust við ýmsum aðstæðum, hreyfa mig eins og þær og hugsa eins og þær
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.