Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.06.2012, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 02.06.2012, Qupperneq 40
2. júní 2012 LAUGARDAGUR40 PÓLLAND Robert Lewandowski Framherji | Borusioa Dortmund | 23 ára | 1,84 m Þessir gætu slegið í gegn á EM Það þekkja allir Wayne Rooney, Cristiano Ronaldo, Xavi og Robin Van Persie. Færra þekkja aftur á móti Robert Lewandowski, Sebastian Giovinco og Andriy Yarmolenko. Þeir Trausti Hafliðason og Kjartan Guðmundsson beina hér kastljósinu að þeim sem gætu komið á óvart í Evrópukeppni landsliða sem hefst á föstudagin og njóta liðsinnis Kolbeins Tuma Daðasonar. Lewandowski gæti brillerað í þessari keppni. Það kæmi reyndar ekkert sér- staklega á óvart. Pólland er á heimavelli, í lélegum riðli og Lewandowski er fullur sjálfstraust eftir stórkostlegt tímabil með Dortmund þar sem hann skoraði 22 mörk (ekkert úr víti) og lagði upp átta í 34 leikjum í deildinni. Já, og hann var valinn besti leikmaður þýsku deildarinnar í vetur. Það eru aðeins tvö ár síðan þessi ungi Pólverji lék með Lech Poznan í pólsku deildinni þar sem hann skoraði 32 mörk í 58 leikjum. Á fjórum árum, frá 2006 til 2010, afrekaði hann að verða markakóngur í pólsku 3. deildinni, pólsku 2. deildinni og pólsku úrvalsdeildinni. Dortmund keypti hann sumarið 2010 fyrir 4,5 milljónir evra, sem fyrir Íslendinga sem horfa mest á enska boltann, eru um 3,5 milljónir punda. Ef Pólverjar eiga að ná langt í keppninni þurfa þeir Lewandowski og Jakub Błaszczykowski, sem leikur einnig með Dortmund, að eiga gott mót. Kolbeinn Tumi: „Skærasta stjarna heimamanna og gæti ekki verið í betra formi. Minnir um margt á Ruud Van Nis- telrooy, þefar allt uppi inni í vítateignum og martröð varnarmanna.“ DANMÖRK Christian Eriksen Miðjumaður | Ajax | 20 ára | 1,76 m Það er í raun ótrúlegt að Eriksen sé aðeins tvítugur, svo lengi hefur hann verið í sviðsljósinu. Hann lék með Ajax í Meistaradeild Evrópu í vetur og í sex leikjum var hann með að meðaltali 3 lykilsendingar í leik. Aðeins tvær leikmenn voru með fleiri, Mesut Özil, leikmaður Real Madrid og Danny , leikmaður Zenit. Eriksen er steyptur í svipað mót og spænsku miðjumennirnir Xavi, Iniesta og Fabregas. Lítill og nettur leikmaður sem hefur hæfi- leka til að stjórna leikjum. Hann nýtur sín best í holunni fyrir aftan framherjana. Danir eru í ferlega erfiðum riðli og ef þeir eiga að ná árangri þarf þessi ungi snillingur að vera í sínu besta formi. Það er aðeins tímaspursmál hvenær Eriksen verður keyptur frá Ajax en hann hefur leikið með liðinu síðan hann var 15 ára. Kolbeinn Tumi: „Óeigingjarn skap- andi miðjumaður sem er duglegur að búa til færi fyrir samherja sína. Aðeins tvítugur en velgengni Dana veltur á frammistöðu hans.“ ÍTALÍA Sebastian Giovinco Framherji | Parma | 25 ára | 1,64 m Það hefur lengi verið beðið eftir því að þessi litli snillingur færi að blómstra. Hann var ekki nema níu ára gamall þegar hann var kominn á mála hjá Juventus. Þrátt fyrir að allir sæju að hann hefði þennan fræga X-factor þá náði hann sér aldrei á strik með þeim svarthvítu. Það gerðist ekki fyrr en hann var seldur til Parma síðasta sumar. Hann átti frábært tímabil með Parma í vetur og skoraði 15 mörk og lagði upp 11 til viðbótar. Giovinco er leikmaður sem fólk borgar fyrir að sjá spila fótbolta. Hann er gríðarlega leikinn, með góðar sendingar og tekur frábærar aukaspyrnur. Ítalirnir kalla hann Formica atomica eða kjarnorku-maurinn í lauslegri þýðingu. Þó hann sé flokkaður sem framherji leikur hann oftast sem framliggjandi miðjumaður eða vængmaður. Það verður spennandi að sjá hvort Giovinco fær alvöru tækifæri með ítalska liðinu. Þá má geta þess að það eru ekki nema nokkrir dagar síðan fréttir bárust af því að Manchester City væri með Giovinco undir smásjánni. Þá hlýtur hann að geta eitthvað. Kolbeinn Tumi: „Smávaxið tækniundur sem má ekki hafa augun af. Boltinn virkar sem límdur við tærnar á honum.“ TÉKKLAND Tomas Necid Framherji | CSKA Moskva | 22 ára | 1,90 m Kolbeinn Tumi: „Hávaxinn framherji sem spilar best í stórleikjum. Klár af bekknum ef marka- hæsta manni EM 2004, Milan Baros, gengur illa að skora.“ FRAKKLAND Olivier Giroud Framherji | Montpellier | 25 ára | 1,92 m Kolbeinn Tumi: „Líkamlega sterkur og frábær skallamaður. Lagði upp tvö mörk á þremur mínútum gegn Íslandi sem réði ekkert við hann. Fyrsti maður inn fyrir Benzema.“ HOLLAND Luuk de Jong Framherji | FC Twente | 21 árs | 1,88 m Kolbeinn Tumi: „Fram- herji sem klárar færi sín vel hvort sem er með hægri eða vinstri. Afslapp- aður fyrir framan markið og kýs nákvæmni fram yfir skothörku.“ ENGLAND Alex Oxlade-Chamberlain Vinstri kantmaður | Arsenal | 18 ára | 1,80 m Kolbeinn Tumi: „Uxinn er fullur sjálfstrausts þrátt fyrir litla reynslu. Jókerinn í liði Englands sem þarf á honum að halda ætli það ekki að gera sig að fífli í sumar.“ SPÁNN Javi Martínez Miðjumaður | Athletic Bilbao | 23 ára | 1,90 m Kolbeinn Tumi: „Leið- toginn í U21-Evrópu- meistaraliði Spánverja síðasta sumar. Yfirveg- aður, les leikinn vel og stórhættulegur í föstum leikatriðum.“ FYLGIST MEÐ ÞESSUM FRAMHALD Á SÍÐU 42 NORDICPHOTOS/AFP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.