Fréttablaðið - 02.06.2012, Side 55
VERKEFNASTJÓRI VINNUFLOKKA
REYKJAVÍK
Starf verkefnastjóra vinnuflokka er laust til umsóknar.
Starfssvið
Verkefnastjóri sér um rekstur vinnuflokka Vegagerðarinnar
og hefur tæknilega umsjón með verkefnum þeirra. Hann sér
um að reglum um um öryggismál sé framfylgt og að starf
vinnuflokkanna uppfylli þær gæðakröfur sem settar eru.
Hann sér um skipulagningu og samræmingu verkefna ásamt
áætlanagerð. Einnig er hann ábyrgur fyrir kostnaðarlegu og
tæknilegu uppgjöri ásamt skýrslugerð.
Menntunar- og hæfniskröfur
• MS próf í verkfræði, gjarnan nýlegt próf.• Góð tölvukunnátta.• Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt.• Góðir samstarfshæfileikar.
Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður sem hentar
jafnt báðum kynjum og í samræmi við starfsmannastefnu
Vegagerðarinar eru konur með tilskyldar hæfniskröfur
sérstaklega hvattar til að sækja um starfið.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og við-
komandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til18. júní 2012. Umsóknir berist forstöðu-
manni starfsmannadeildar, netfang starf@ vegagerdin.is. Í
umsókninni komi fram upplýsingar um þær hæfniskröfur sem
gerðar eru.
Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Rögnvaldur Gunnarsson,
forstöðumaður í síma 5221071
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um
ráðningu hefur verið tekin.
Við bjóðum
góða þjónustu
Sérfræðingur í
Greiningu
Sérfræðingur í Greiningu Íslandsbanka
Helstu verkefni
- Greina innlendan hlutabréfamarkað
- Ráðleggingar um fjárfestingar, gerð verðmata,
afkomuspár, greinarskrif og kynningar um
hlutabréfamarkaðinn fyrir hópa fjárfesta og
ráðgjafa
- Samskipti við innlenda og erlenda fagfjárfesta
Greining Íslandsbanka leitar að öflugum liðsmanni til að slást í hópinn. Greining heyrir undir Framkvæmda-
stjóra Markaða en á sama sviði er að auki Verðbréfamiðlun, Millibankamarkaðir, Gjaldeyrismiðlun og
Fyrirtækjaráðgjöf. Hjá Mörkuðum starfar kraftmikill hópur sérfræðinga sem býr yfir mikilli þekkingu
og reynslu af fjárfestingabankastarfsemi.
Greining Íslandsbanka stundar rannsóknir á sviði efnahagsmála og fjármála með það að markmiði að
þjónusta viðskiptavini bankans í fjárhagslegum ákvörðunum sínum.
Nánari upplýsingar veitir: Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, sími 440 4635,
netfang: ingolfur.bender@islandsbanki.is
Tengiliður á mannauðssviði er Sigrún Ólafsdóttir, sími 440 4172, netfang: sigrun.olafs@islandsbanki.is
Umsóknir óskast fylltar út á www.islandsbanki.is og sendar ásamt ítarlegri ferilskrá fyrir 10. júní nk.
Hæfniskröfur
- Meistaragráða á sviði hagfræði og/eða
viðskiptafræði
- Starfsreynsla af fjármálamarkaði og helst
í greiningu hlutabréfa
- Hæfni til að miðla efni í mæltu og rituðu máli
- Hæfni í mannlegum samskiptum
Meira í leiðinniWWW.N1.IS
Þjónustuverkstæði N1 að Funahöfða leitar eftir
áreiðanlegum og kraftmiklum starfsmanni til
starfa. Þjónustuverkstæðið sérhæfir sig í bifreiða-
og vélhjólaviðgerðum, þjónustu við KONI högg-
deyfa, ísetningum raftækja ásamt rafgeyma- og
loftkælikerfaþjónustu.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásgeir Örn
Rúnarsson, þjónustuverkstæðinu Funahöfða
í síma 897 7800. Áhugasamir sæki um starfið
á www.n1.is fyrir 10. júní n.k.
HÆFNISKRÖFUR
· Bifvélavirki, vélvirki eða önnur sambærileg menntun
· Reynsla af viðgerðum ökutækja
· Frumkvæði og sjálfstæði
· Hæfni í mannlegum samskiptum
HELSTU VERKEFNI
· Almennar ökutækjaviðgerðir
· Ráðgjöf til viðskiptavina
· Önnur tilfallandi verkefni á verkstæðinu
TIL BÍLA-
ÞJÓNUSTU
REIÐUBÚINN?