Fréttablaðið - 02.06.2012, Side 56
2. júní 2012 LAUGARDAGUR6
Heildverslun með þekkt vörumerki óskar e ir að ráða
ö ugan sölufulltrúa í 60% starf, vinnu mi 9-14.
Leitum að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi
í kre andi og ölbrey sölustarf.
Helstu verkefni:
Sala og heimsóknir l viðskiptavina
E ing og viðhald núverandi viðskiptatengsla
Samskip við erlenda birgja
Ýmis sérverkefni
Hæfniskröfur:
Reynsla af sölustörfum skilyrði
Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
Góð samstarfshæfni og þjónustulund
Go vald á íslensku og ensku
Góð tölvukunná a (word og excel)
Reyklaus
Umsóknarfrestur l og með 9. júní n.k.
Umsóknir ásamt ferilskrá með mynd sendist á atvinna@safalinn.is
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN
RITARI / FULLTRÚI FORSTJÓRA
Hafrannsóknastofnunin óskar eftir að ráða ritara/
fulltrúa forstjóra. Auk almennra starfa ritara forstjóra
hefur ritari/fulltrúi umsjón með skjalasafni aðalskrif-
stofu stofnunarinnar.
Leitað er eftir áhugasömum starfsmanni sem getur
unnið sjálfstætt, hefur lokið háskólaprófi og býr yfir
haldgóðri reynslu og góðri kunnáttu í íslensku, ensku
og norðurlandamáli. Umsækjendur þurfa að hafa
góða tölvukunnáttu og nokkra reynslu af skjalavörslu.
Laun samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og
viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun aldur og
fyrri störf sendist Hafrannsóknastofnuninni fyrir 25.
júní n.k.
Hafrannsóknastofnunin er stærsta rannsóknastofnun
landsins á sviði haf-og fiskirannsókna og gegnir auk þess
ráðgjafarhlutverki varðandi skynsamlega nýtingu og
verndun auðlinda hafsins. Mikill hluti starfseminnar tengist
alþjóðlegu samstarfi við erlendar hafrannsóknastofnanir
og háskóla. Stofnunin rekur 5 útibú, tilraunaeldisstöð í eldi
sjávarlífvera, tvö rannsóknaskip og hefur að jafnaði 160
starfmenn í þjónustu sinni.
Hafrannsóknastofnunin
Skúlagötu 4, 101 Reykjavík
s: 575 2000
Austurbrú ses. leitar að 2-3 metnaðarfullum einstaklingum sem eru tilbúnir til að takast á við
spennandi verkefni á fræðslusviði, þar af einum með réttindi náms- og starfsráðgjafa. Umsækjendur
þurfa að hafa góða samskiptahæfileika, búa yfir frumkvæði og skapandi hugsun, geta unnið
sjálfstætt og hafa tungumálakunnáttu og tölvufærni. Tækifæri til nýbreytni og þróunarstarfs fyrir
aðila sem hafa áhuga á þróun framhaldsfræðslu og háskólanáms á Austurlandi. Um er að ræða
krefjandi störf þar sem áhersla er lögð á skipulögð vinnubrögð og árangur í starfi.
Starfssvið eru einkum eftirfarandi:
Á sviði símenntunar
Skipulagning og utanumhald vegna námskeiða
Samstarf við fyrirtæki og stofnanir um símenntun
Þjónusta og stuðningur við nemendur
Miðlun og markaðssetning þjónustu
Á sviði háskólanáms
Þjónusta við nemendur í háskólanámi
Aðstoð við heimildaleit og verkefnavinnu
Samstarf við háskóla og kynning á háskólanámi
Verkefni sem miða að því að auka fjölbreytni háskólanáms á svæðinu
Náms- og starfsráðgjöf
Náms- og starfsráðgjöf til einstaklinga og hópa
Vinnustaðatengd ráðgjöf
Ráðgjöf, skipulagning og framkvæmd á raunfærnimati
Verkefni sem miða að því að auka framboð náms á svæðinu
Önnur verkefni
Kennsla á námskeiðum
Önnur tilfallandi störf á verksviði Austurbrúar
Hæfni og menntun: Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun æskileg, kennslurétt-
indi á framhaldsskólastigi og/eða sérþekking á fullorðinsfræðslu er kostur, háskólamenntun í náms-
og starfsráðgjöf vegna verkefna á því sviði, reynsla og þekking á menntamálum og markaðsmálum
er kostur.
Búseta á Austurlandi er skilyrði og starfssvæði er allt Austurland. Áformað er að einn hafi aðsetur á
starfsstöðinni á Reyðarfirði, annar á Egilsstöðum en verði fleiri ráðnir er staðsetning óskilgreind. Til
greina kemur að ráða í hlutastörf.
Ráðið er í störfin frá og með haustönn 2012. Í umsóknum þurfa að koma fram ítarlegar upplýsingar
um menntun og fyrri störf. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og verður öllum
umsóknum svarað.
Umsóknir berist til Austurbrúar, Tjarnarbraut 39, 700 Egilsstöðum eða í tölvupósti á
netfangið gudruna@tna.is fyrir 10. júní 2012. Nánari upplýsingar veita Guðrún Á. Jónsdóttir í síma
470 3830, og Bergþóra Arnórsdóttir í síma 470 3804 netfang: bergthora@tna.is.
Störf á fræðslusviði
Austurbrúar
- símenntun, háskólanám,
náms- og starfsráðgjöf
Endurvinnslan hf. var stofnuð árið 1989. Endurvinnslan sér eitt um móttöku allra
einnota drykkjarvöruumbúða hérlendis, greiðir út skilagjald þeirra, undirbýr þær til
útflutnings og selur til endurvinnslu. 60 umboðsaðilar starfa fyrir félagið um allt land.
Fjölbreytt starf í boði á góðum og traustum vinnustað.
Vinnutími er 10:00 – 18:00 og einhverja laugardaga. Íslenskukunnátta skilyrði.
Konur jafnt sem karlar hvattir til að sækja um.
Vinsamlegast sendið umsóknir á ha@evhf.is
Endurvinnslan óskar
eftir starfsmanni í fullt
starf í móttöku
PI
PA
R\
TB
W
A
S
ÍA
1
21
30
3
ÁL-
DÓSIR
GLER-
FLÖSKUR
PLAST-
FLÖSKUR
www.endurvinnslan.is
Markaðsstarf
Primex ehf. á Siglufirði auglýsir eftir starfsmanni til þess að
sinna markaðs- og sölumálum.
Fyrirtækið framleiðir kítin og kítósan úr rækjuskel en kítosan
er verðmætt og eftirsótt efni, sér í lagi á erlendum mörkuðum.
Primex hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands 2012.
Við leitum að starfsmanni með góða markaðs- og/eða
viðskiptamenntun og góða enskukunnáttu Starfsreynsla er
kostur en ekki skilyrði.
Starfið felst í sölu og kynningu á framleiðsluvöru fyrirtækisins
aðallega á erlendum mörkuðum og umsjón og eftirliti með
flutningum og vöruafhendingu til kaupenda.
Viðkomandi þarf að hafa mikil samskipti við erlenda
viðskiptavini og starfinu fylgja ferðalög erlendis og þátttaka í
vörusýning um.
Þó ekki séu gerðar kröfur um efna- eða líffræðikunnáttu þarf
viðkomandi að geta sett sig inn í grundvallarþætti er varða
framleiðsluvörur Primex.
Starfsmaðurinn þarf að búa í Fjallabyggð .
Frekari upplýsingar um starfið veitir Sigríður Vigfúsdóttir
markaðsstjóri Primex, sími 460 6900 og starfsumsóknum skal
skila til hennar í síðasta lagi 11. júní á póstfangið
sigga@primex.is.