Fréttablaðið - 02.06.2012, Síða 82

Fréttablaðið - 02.06.2012, Síða 82
2. júní 2012 LAUGARDAGUR46 1. Selfoss Sundlaugin á Selfossi er ein sú skemmtileg- asta á landinu og tilvalinn áningarstaður. Verði menn svangir er fjöldi staða þar sem seðja má hungrið. Heimamenn stæra sig af því að Pylsu- vagninn sé sá besti á landinu en einnig má mæla með veitingastaðnum Menam. Menam, sem þýðir „Við fljótið”, er taílenskur/alþjóð- legur veitingastaður þar sem aðaláhersla er lögð á fyrsta flokks hráefni og alúðlega þjón- ustu. Gríðarlegt ísúrval er í ísbúðinni Íslandus og svo má fá sér kaffi á nokkrum stöðum, til dæmis í Sunnlenska bókakaffinu eða Kaffi krús en þar er líka hægt að sitja úti. Bæjarkjarni hefur verið á Selfossi um langt skeið og þá sögu má glöggt sjá í húsum bæjarins en göngutúr áhugamanna um byggingarlist gæti hafist við útibú Landsbankans sem teiknað var af Guðjóni Samúelssyni og lokið í Suðurbyggð, hverfi sem byggðist upp í góðærinu. 2. Stokkseyri Draugasafn, dásamlegur humar á veitingahús- inu Við fjöruborðið, hvít fjara og falleg náttúra eru allt góðar ástæður fyrir stoppi á Stokkseyri sem er steinsnar frá Selfossi. Einnig er vert að benda á Knarrarósvita skammt austan Stokks- eyrar. Hann er hæsta bygging á Suðurlandi, byggður á árunum 1938-1939 eftir hugmynd- um Guðjóns Samúelssonar en hönnun Axels Sveinssonar. 3. Eyrarbakki Það er eins og að fara í tímavél að sækja Eyr- arbakka heim, gömul og falleg hús eru þar á hverju strái. Rauða húsið er veitingastaður sem stendur fyrir sínu og svo er kaffihúsið Gónhóll opið um helgar. Þar er einnig rekinn markaður um helgar. 4. Hellisskógur Útivistarsvæðið Hellisskógur er falin perla við norðanverða Ölfusá. Þar er gaman að ganga og aka um og hægt er að skoða Hellinn sem skóg- urinn dregur nafn sitt af. Komið hefur verið upp grillaðstöðu á svæðinu þar sem margir göngustígar eru, útsýni er fallegt og þar eru einnig minjar um búsetu og mannaferðir. Til að komast á svæðið er beygt til vinstri rétt áður en ekið er yfir Ölfusárbrú á leið inn í Selfoss og ekið í gegnum hverfið þar. 5. Friðland í Flóa Fuglalíf í Flóanum er fjölskrúðugt og friðlandið þar telst ásamt Ölfusforum til ósasvæðis Ölf- usár sem er alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði. Flæðiengjar og tjarnir setja svip á friðlandið og þar er gaman að rölta um með kíki um háls- inn og skoða fugla. 6. Þrastarskógur Fjölmargar gönguleiðir í Þrastarskógi eru ekki síst skemmtilegar fyrir börnin. Þar má tjalda, en einnig er staðurinn tilvalinn til dagsferð- ar, hægt er að grilla og svo má auðvitað renna fyrir lax en veiðileyfi í Ölfusá eru seld í sölu- skálanum. 7. Sveitabúðin Sóley Sveitabúðin Sóley við bæinn Tungu er skammt austan Stokkseyrar. Þar er alltaf opið ef ein- hver er heima og bráðskemmtilegt er að líta við í búðina sem selur ýmiss konar fallega muni. 8. Gallerí Tré og list Í Forsæti í Flóahreppi er safn smíðamuna í Gallerí Tré og list. Það er í gömlu fjósi sem end- urbyggt var af ábúendum. Ólafur Sigurjónsson bóndi er listasmiður eins og sjá má á safninu en þar eru einnig haldnar sýningar reglulega. Fjör og fáfarnar slóðir Sveitarfélagið Árborg státar af mörgum skemmtilegum áfangastöðum fyrir ferðalanga. Selfoss, Stokkseyri og Eyrarbakki eru allt bæir sem vert er að sækja heim. Í nágrenni þeirra eru svo náttúru- perlur sem gaman er að skoða. Sumarferðalag Fréttablaðsins hefst á Selfossi. Bæjar-, fjölskyldu- og tónlistarhá- tíðin Kótelettan verður haldin í þriðja sinn á Selfossi um næstu helgi. Hátíðin hefst föstudaginn 8. júní og stendur fram á sunnudag. Á hátíðinni er vakin athygli á þeim fjölmörgu matvælafyrirtækjum sem er að finna á Selfossi. og grillilminn leggur yfir bæinn. Þá er vegleg dag- skrá fyrir fjölskylduna alla helgina. Tónlist af ýmsu tagi mun svo óma alla helgina. En meðal tónlistar- manna sem leika munu fyrir bæjar- búa og gesti um næstu helgi eru Björgvin Halldórsson, Retro Stefson, Páll Óskar og Ingó og Veðurguðirnir. Nánari upplýsingar um hátíðina er að finna á heimasíðu hennar www. kotelettan.is. KÓTELETTAN Í ÞRIÐJA SINN JÚNÍ 8.–10. júní: Kótelettan 2012. Bæjar-, fjölskyldu- og tónlistarhátíð. 9. júní: Hálandaleikar á Selfossi. Hálandaleikar haldnir í miðbæjargarð- inum á Selfossi. 23. júní: Jónsmessuhátíðin á Eyrarbakka. Fjölbreytt dagskrá í gangi, varðeldur, söngur og fleira. 22.–24. júní: Landsmót fornbíla- klúbbs Íslands. Bílasýning. bílaleikir og fleira. 29. júní–1.júlí: Sumarmót hvíta- sunnumanna 2012. Glæsileg kristileg fjölskyldudagskrá fyrir alla aldurs- hópa. JÚLÍ 20.–22. júlí: Bryggjuhátíðin á Stokkseyri. Bryggjusöngur og fjöl- breytt fjölskyldudagskrá. ÁGÚST 3.–6. ágúst: Fjölskyldudagar á Stokkseyri. Færeyskir fjölskyldudagar verða haldnir á Stokkseyri. 3.–5. ágúst: Unglingalandsmót. 15. Unglingalandsmót UMFÍ. 10.–12. ágúst: Meistaradeild Olís á Selfossi. Knattspyrnumótið Meistara- deild Olís. 11. ágúst: Sumar á Selfossi og Delludagur. Rótgróinn bæjar- og fjöl- skylduhátíð. 18.–19. ágúst: Aldamótahátíð á Eyrarbakka. Árleg þorpshátíð. Nánari upplýsingar á www.arborg.is. Árborg í sumar Bylgjulestin verður á ferðinni í sumar líkt og undanfarin sumur. Fyrsti áfangastaður er tón- listar og grillhátíðin Kótelettan á Selfossi sem fram fer næstu helgi. Hemmi Gunn er lestarstjóri og honum við hlið er hin fjöruga Svansí. Þau stýra þættinum Ævintýraeyjan á Bylgjunni á laugardögum milli kl. 13 og 16 og senda út frá viðkomustöðum lestarinnar sem verða um allt land.. Í Bylgjulestinni er hljóðnemum Bylgjunnar beint að fólkinu sem býr í bæjunum, fólkinu sem er að ferðast um landið og kíkir í heimsókn og reynt að koma stemningunni til allra hinna sem eiga ekki heimangengt. ■ BYLGJULESTIN 1 5 2 6 3 7 4 8 Ölfusá Þjórsá Sog
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.