Fréttablaðið - 02.06.2012, Page 86

Fréttablaðið - 02.06.2012, Page 86
2. júní 2012 LAUGARDAGUR50 timamot@frettabladid.is „Þetta var gott skip og reyndist afar vel þessi ár sem við gerðum það út,“ segir Jón Magnússon útgerðarmaður á Patreksfirði um Garðar BA 64, elsta stálskip landsins, sem er hundrað ára í ár. Í tilefni af tímamótunum efndu nokkrir fyrrum skipverjar á Garðari til afmælishátíðar í Skápadal við Pat- reksfjörð, þar sem skipinu var siglt á land fyrir rúmlega þremur áratugum og hefur staðið þar allar götur síðan. Ríflega hundrað manns voru við athöfn- ina í Skápadal á fimmtudag, þar á meðal fyrrum skipverjar á Garðari, sem gáfu Jóni málverk af skipinu eftir heima- manninn Eggert Björnsson. Garðar er 179 lesta stálbátur, smíð- aður í Noregi 1912, og var gerður út á hvalveiðar í Suður-Íshafi undir nafn- inu Globe IV. Skipið var selt til Fær- eyja árið 1936 en keypt til Siglufjarðar árið 1945 og hlaut þá nafnið Siglunes. Sjö árum síðar var skipið selt til Reykja- víkur og fékk nafnið Sigurður Pétur RE 186. Árið 1962 fór það aftur til Siglu- fjarðar og fékk þá nafnið Hringsjá SI 94 en aðeins ári síðar fór það aftur suður, nú í Garðahrepp, var nefnt Garðar og hélt því nafni í gegnum eigendaskipti sem fluttu skipið til Reykjavíkur. Árið 1974 keypti Jón Magnússon Garðar sem fékk númerið BA 64. „Ég var með fyrirtækið Odda og einn bát fyrir með góðum skipstjóra,“ rifj- ar Jón upp. „Það var hins vegar of lítið fyrir verkunina og mig vantaði annan bát sem ég gæti lagt yfir sumarið. Ég fann þennan gamla bát í Reykjavík, sem var billegur en ég vissi að ég yrði að stýra honum sjálfur ef ég ætti hann og það varð úr. Garðar brást mér aldrei og var farsælt fiskiskip.“ Ekki höfðu þó allir trú á að Jón hefði gert góð kaup á sínum tíma; þrátt fyrir yfirhalningar og endurbætur í gegn- um tíðina var Garðar kominn til ára sinna og töldu sumir að þarna hefði Jón reist sér hurðarás um öxl. „Jú, það voru úrtöluraddir. „Nú er hann búinn að fara með sig,“ sögðu þessir öfund- sjúku. En ég lét það sem vind um eyru þjóta og fiskaði vel á Garðari öll þessi ár og minnir að hann hafi verið afla- hæsta skip landsins nokkur ár í röð. Þessi kaup margborguðu sig.“ Árið 1981 sigldi Garðar hins vegar sína síðustu ferð. „Þeir hjá Siglinga- málastofnun höfðu verið að hóta því í nokkur ár að stoppa hann af fyrir ald- urs sakir. Ég sá að það var farið að styttast í að þeir gerðu alvöru úr því og ákvað að verða fyrri til.“ Jón fékk fljótlega þá hugmynd að sigla skipinu í land í Skápadal í botni Patreksfjarðar og láta hann standa þar. „Mér tókst að berja í gegn leyfi til þess. Við grófum myndarlegan skurð á lágfjöru og sigldum svo inn af fullum krafti á háflóði og fylltum að. Þar hefur Garðar staðið síðan og þúsundir ferða- manna litið við og skoðað skipið.“ bergsteinn@frettabladid.is GARÐAR BA 64: ELSTA STÁLSKIP LANDSINS HUNDRAÐ ÁRA Gaf úrtöluröddum langt nef JÓN OG GARÐAR Jón Magnússon útgerðarmaður á Patreksfirði, stendur fyrir Garðari BA 64, elsta stálskip landsins, sem er hundrað ára í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/BERGSTEINN ÞORGEIR ÁSTVALDSSON, útvarpsmaður og skemmtikraftur, á afmæli í dag. „Í útvarpi er maður sinn eigin herra, er trillukall en ekki í þrjátíu manna áhöfn eins og í sjón- varpi. Sem trillukall á öldum ljósvakans get ég ráðið för og tekið beygjur þegar mér sýnist.“ 62 Reykjavig skydeforening (Skotfélag Reykjavíkur) var stofnað þennan dag árið 1867 og er því elsta íþróttafélag landsins. Fyrstu skotæfingar félagsins fóru fram við Tjörnina í Reykjavík, en heimildir um sko- tæfingar við Tjörnina ná enn lengra aftur, til ársins 1840. Þá voru leyfðar skotæfingar á litlum tanga sem lá út í Tjörnina þar sem skotfélagsmenn reistu síðar skotvörðu rétt austan við Skothúsið. Skotfélags- mönnum var gert að skjóta í suður í áttina að Skildinganesi. Skothúsvegur við Tjörnina í Reykjavík dregur nafn sitt af Skothúsi Skotfélags Reykjavíkur, sem var reist um það leyti sem félagið var stofnað. Húsið stóð þar sem nú er Tjarnargata 35, og hét þá því formlega nafni „Reykjavigs Skydeforenings Pavillon”. Húsið nefndist Skothúsið í daglegu tali og var félagsheimili skot- félagsmanna. Síðar var það notað sem íbúðarhús og loks rifið um 1930. ÞETTA GERÐIST: 2. JÚNÍ 1867 Skotveiðifélag Íslands stofnað Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, INGA MARTA INGIMUNDARDÓTTIR Njörvasundi 27, lést í faðmi fjölskyldunnar á Landspítala við Hringbraut fimmtudaginn 24. maí. Útför fer fram frá Seljakirkju þriðjudaginn 5. júní klukkan 13.00. Sigurður Stefánsson Stefán Ingi Sigurðsson Rósa María Guðjónsdóttir Sigurlaug Sigurðardóttir Friðþjófur Ó Johnson Svanberg Þór Sigurðsson Magnea S. Guðmundsdóttir Jóhanna Sigurðardóttir Agnar Már Agnarsson ömmu og langömmubörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, systir, amma og langamma, ELÍN SVEINSDÓTTIR Réttarheiði 33, Hveragerði, lést á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn 25. maí sl. Útförin fer fram frá Hveragerðiskirkju fimmtudaginn 7. júní kl 14. Kjartan Kjartansson Sigríður B. Kjartansdóttir Þorsteinn Marel Júlíusson Sveinn Kjartansson Viðar Eggertsson Þórir Kjartansson Steinunn Dúa Grímsdóttir Hrafnhildur Einarsdóttir Þóra Sveinsdóttir barnabörn og barnabarnabarn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, FRIÐBJARGAR INGJALDSDÓTTUR Grandavegi 45, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítalans deild A-6 og heimahjúkrunar. Helgi Oddsson Sigrún Oddsdóttir Bjarni I. Árnason Þóra Oddsdóttir Sigurður B. Oddsson Iðunn Lúðvíksdóttir Oddur H. Oddsson Elínborg Jóhannsdóttir Pétur E. Oddsson Margrét H. Kjærnested Valgerður Oddsdóttir Friðrik Eysteinsson barnabörn, barnabarnabörn og langalangömmubarn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, S. FJÓLA SIGURÐARDÓTTIR síðast til heimilis í Tungu, Hvalfjarðarsveit, lést 15. maí á Höfða, Akranesi. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð. Sérstakar þakkir til starfsfólks fyrrum E-deildar Sjúkrahúss Akraness og starfsfólks Höfða. Linda Guðbjörg Samúelsdóttir Guðni Þórðarson Ólöf Húnfjörð Samúelsdóttir Árni Aðalsteinsson Bergþóra Sigurðardóttir Róbert Reynisson ömmubörn Guðný Sigurðardóttir og fjölskylda Gunnar Páll Sigurðsson og fjölskylda Del Amman og fjölskylda Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR ÞORBJARGAR STEFÁNSDÓTTUR Skarðshlíð 27c, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks Lyflækningadeildar Sjúkrahúss Akureyrar og Heimahlynningar fyrir frábæra umönnun. Hörður Sigtryggsson Heimir Sigtryggsson Guðrún H Sigtryggsdóttir Stefán Guðmundsson ömmu- og langömmubörn. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, BERTHU GÍSLADÓTTUR frá Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunar- heimilisins Droplaugarstaða fyrir hlýhug og góða umönnun. Rósa Martinsdóttir Ársæll Lárusson Emilía Martinsdóttir Sigurður Ingi Skarphéðinsson Sigríður Sylvía Jakobsdóttir Lárus Ársælsson Sveinborg Lára Kristjánsdóttir Bertha María Ársælsdóttir Kolbeinn Gunnarsson Jóhanna María Eyjólfsdóttir Martin Eyjólfsson Eva Þengilsdóttir Drífa Kristín Sigurðardóttir Martin Ingi Sigurðsson Anna Björnsdóttir Hildur Erna Sigurðardóttir Steinar Sigurðsson barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Merkisatburðir 1541 - Ögmundur Pálsson, síðasti kaþólski biskupinn í Skálholti, var handtekinn og fluttur nauðugur úr landi. Hann dó á leiðinni. 1707 - Stóra bóla barst til Eyrarbakka með farskipi. Sóttin herjaði um allt Ísland og var mannskæðasta farsótt síðan í svarta dauða 1402. Hún varði til um 1709. 1875 - Alexander Graham Bell hringdi í fyrsta sinn úr síma. 1896 - Guglielmo Marconi fékk einkaleyfi fyrir nýjustu uppfinn- ingu sinni: útvarpinu. 1957 - Hrafnista, dvalarheimili aldraðra sjómanna, opnaði í Reykjavík á tuttugasta sjómannadeginum. 2004 - Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, synjaði fjölmiðla- frumvarpinu staðfestingar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.