Fréttablaðið - 02.06.2012, Page 94

Fréttablaðið - 02.06.2012, Page 94
2. júní 2012 LAUGARDAGUR58 BAKÞANKAR Atla Fannars Bjarkasonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman FYRIR EFTIR LÁRÉTT 2. hreinsiefni, 6. skammstöfun, 8. klæðalaus, 9. garðshorn, 11. tveir eins, 12. gengi, 14. opinber gjöld, 16. drykkur, 17. af, 18. hrópa, 20. persónufornafn, 21. skrifa. LÓÐRÉTT 1. viðartegund, 3. í röð, 4. ávaxtatré, 5. dýrahljóð, 7. holdýr, 10. tæfa, 13. kóf, 15. rótartauga, 16. skír, 19. bardagi. LAUSN LÁRÉTT: 2. sápu, 6. eh, 8. ber, 9. kot, 11. rr, 12. klíku, 14. skatt, 16. te, 17. frá, 18. æpa, 20. ég, 21. rita. LÓÐRÉTT: 1. tekk, 3. áb, 4. perutré, 5. urr, 7. holsepi, 10. tík, 13. kaf, 15. Sjúbbí dúbbí dúú... Ó já! Bamm! Hvað í helv… Hjónaráðgjafi Eiginmaður minn komst ekki þannig að ég tók kærast- ann minn með. SPJALL Í PARTÍI FYRIR BARNEIGNIR SPJALL Í PARTÍI EFTIR BARNEIGNIR Bestu leikararnir eru að fara úr kvikmyndum í sjónvarp. Kermit ræður algjörlega ríkjum í prúðuleikurunum þessa dagana. Rikki og Anna eru hætt saman. Endalok Rikka og Önnu? Ekki séns! Ég veit! Það er eins og að segja að vetni og súrefni séu hætt saman og þess vegna sé ekkert vatn til lengur! Það er hljómar reyndar frekar eins og það gæti gerst. Í sturlaðri umræðu um málskotsrétt og hlutverk hefur gleymst að ræða það sem skiptir máli: Dagleg störf forseta Íslands. HVERNIG verður opinberri heimsókn á Vestfirði háttað sumarið 2013? Ætlar forset- inn að þiggja gómsætar kleinur? Eða kallar Nýja Ísland á forseta sem sneiðir hjá kol- vetnum? Kjósendur eiga einnig skilið að vita hvernig tekið verður á móti erlendum þjóð- höfðingjum. Verða þeir kysstir eða verður þétt handaband látið duga? Verður mögu- lega tekið upp á því að bjóða upp á innileg faðmlög? DAGLEG störf eru nefnilega það sem embættið snýst um, enda hefur málskots- rétturinn bara verið notaður þrisvar í lýðveldissögunni. Það þarf að koma út snittum á Bessastöðum nánast daglega, ásamt því að skrifa ræður sem þarf að flytja við hin ýmsu tilefni, eins og kemur í ljós þegar dagskrá for- setans er skoðuð: Í JANÚAR var forsetinn til dæmis heiðursgestur við setningu Íslandsmóts barna í skák ásamt því að flytja ávarp á ráðstefnu norrænna jarð- fræðinga. Í febrúar tók hann á móti félögum í Rótarýklúbbn- um Görðum, sótti afmælishóf Klúbbs matreiðslumeistara og afhenti heiðursverðlaun Eddunnar. Í mars var forsetinn viðstaddur lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Hafnarborg og í apríl flutti hann ávarp í upphafi heims- meistaramóts í íshokkí í Skautahöllinni í Laugardal. Í MAÍ var lokakeppni á sundmóti í tilefni af 85 ára afmæli Sundfélagsins Ægis meðal annars á dagskránni ásamt því að taka á móti hópi frá Kvenfélagasambandi Gull- bringu- og Kjósarsýslu og ræða um sögu Bessastaða, áhrif menningar og náttúru … ÞETTA er mjög lítill hluti af dagskrá for- setans, sem felur að mestu í sér að sækja keppnir og ráðstefnur, flytja fullt af ávörp- um og taka á móti ógrynni af gestum. Málin eru mismikilvæg en eiga þó sameiginlegt að það er algjör óþarfi að missa sig yfir þeim. HVORKI kjósendur né frambjóðendur þurfa nefnilega að rífast um hvernig embættið á að vera. Frambjóðandinn sem fær flest atkvæði ákveður það sjálfur þegar hann verður kosinn. Ólafur var öðruvísi for- seti en Vigdís og það stöðvaði hann eng- inn. Þægilegast væri að frambjóðendurnir myndu birta einhvers konar stefnuskrá á netinu, leyfa fólki að taka upplýsta ákvörðun og loka á sér snittuholunum fram að kjör- degi, svona fyrst þeir geta ekki spjallað saman á málefnalegum nótum án dylgja og aðdróttana. Rifist um snittur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.