Fréttablaðið - 02.06.2012, Side 102

Fréttablaðið - 02.06.2012, Side 102
2. júní 2012 LAUGARDAGUR66 66 popp@frettabladid.is Leikarinn Robert Pattinson segist vera orðinn þreyttur á persónunni Edward Cullen í nýju viðtali við Shortlist Magazine. Hann segist einnig eiga sér lífsspeki sem hann lifir eftir. „Ekki vera auli. Það er það besta sem maður getur tamið sér. Þau eru mörg augnablikin sem ég hef hagað mér eins og auli og alltaf sé ég eftir því. Hefurðu séð heimild- armyndina um Mike Tyson? Hann segist vera búinn að leggja and- stæðing sinn áður en hann fer inn í hringinn og það er eins með leik- listina. Ég var alltaf svo hræddur, en nú er ég kominn á þann stað að ég veit að ekkert af þessu skiptir það miklu máli,“ sagði leikarinn geðþekki. Með nýtt lífsmottó Stórmyndin Prometheus verður frumsýnd í Bretlandi um helgina og eru gagnrýnendur þegar farn- ir að leggja sitt mat á nýjasta verk leikstjórans Ridleys Scott. Ef marka má fyrstu viðbrögð gagnrýnenda mun Prometheus ekki marka jafn stór spor í kvik- myndasöguna og tvær eldri mynd- ir Scott, Alien og Blade Runner. „Prometheus stenst ekki vænt- ingar þegar kemur að ótta, ólíkt Alien,“ skrifaði Justin Chang hjá Variety. Netmiðlar virtust þó almennt jákvæðari í garð kvik- myndarinnar og sagði Alex Bill- ington hjá Firstshowing.net að myndin væri „frábær“. Ekki jafn góð og Alien MISJÖFN GAGNRÝNI Prometheus fær misjafna dóma frá gagnrýnendum. NORDICPHOTOS/GETTY NÝTT MOTTÓ Robert Pattinson segist hættur að vera hræddur. NORDICPHOTOS/GETTY Bobby Brown, fyrrverandi eigin- maður söngkonunnar Whitney Houston, telur að dóttir þeirra, Bobbi Kristina, sé nógu skyn- söm til að feta ekki í fótspor for- eldra sinna hvað vímuefnanotkun varðar. Einhverjir hafa haldið því fram að hún noti ólögleg vímuefni og hefur hún þurft að neita því opinberlega. „Allir unglingar ganga í gegn- um hluti sem foreldrar þeirra vilja ekki að þeir gangi í gegnum. En þeir þroskast í burtu frá því og það hefur stelpan mín gert. Ég trúi því að hún sé nógu skynsöm til að feta ekki sömu slóð og ég eða móðir hennar,“ sagði Brown, sem er mjög stoltur af dóttur sinni. Hann hefur einnig borið til baka fregnir um að hún ætli að losa sig við eftirnafnið Brown. „Hún fer ekkert að breyta nafn- inu sínu. Hún verður alltaf þekkt sem Bobbi Kristina Brown og það er ekkert sem fær því breytt.“ Bobbi er skynsöm MÆÐGUR Bobbi Kristina Brown ásamt móður sinni sem lést fyrr á árinu. NORDICPHOTOS/GETTY KOMIN Á FAST Mary-Kate Olsen er komin á fast með manni að nafni Olivier Sarkozy. Sá mun vera hálfbróðir fyrrum Frakklandsforseta, Nicolas Sarkozy. Bíó ★★★★ ★ Tyrannosaur Leikstjórn: Paddy Considine Leikarar: Peter Mullan, Olivia Colman, Eddie Marsan, Paul Popplewell, Ned Dennehy, Sally Carman, Samuel Bottomley Breskar volæðismyndir eru ekki allra og Tyrannosaur er sú grimm- asta og grámyglulegasta sem ég hef séð lengi. Segir hún frá ekklin- um Joseph, drykkfelldum ofbeldis- hrotta sem meiðir bæði menn og dýr, en hann álpast dag einn inn í verslun sem selur notuð föt. Þar vinnur hin góða og afar guð- hrædda Hannah, en smám saman tekst með þeim vinátta þó ólík séu. Þetta er fyrsta kvikmynd leik- stjórans í fullri lengd og af fyrstu mínútunum að dæma sýndist mér hún stefna beinustu leið í Amer- ican History X-bunkann, þar sem samviskulausir rugguhestar hætta fíflaskapnum og verða almennileg- ir á afskaplega ótrúverðugan máta. Fljótlega rann þó upp fyrir mér að meira er spunnið í Tyrannosaur. Considine leikur sér með tilfinn- ingar áhorfandans í garð aðal- persónunnar, en Joseph er marg- slunginn karakter og maður vill að honum gangi vel. Að sama skapi finnst manni hann eiga skilið að svara fyrir hegðun sína. Peter Mullan er leikari sem ég hef ekki veitt athygli áður, en hann er ótrúlega sannfærandi í hlutverkinu og frammistaðan ein og sér gæti haldið myndinni uppi. Olivia Colman sýnir einnig mögnuð tilþrif og í næstsíðasta atriði myndarinnar tókst henni að framkalla tár á hvarmi undir- ritaðs. Ned Dennehy er skemmti- legur sem rasistaróninn Tommy og tekst að lífga mann eilítið upp í þeim örfáu senum sem hann birt- ist í. Þrátt fyrir alla eymdina hressti Tyrannosaur mig við. Mér fór að þykja vænt um Joseph og einnig þótti mér vænt um að sjá mynd úr þessum fyrrnefnda bunka sem gengur upp. Volæðið tekur alltaf enda en hér er það loksins sann- færandi. Haukur Viðar Alfreðsson Niðurstaða: Erfið en hrikalega eftir- minnileg. VOLÆÐIÐ TEKUR ENDA SANNFÆRANDI Frammistaða Peters Mullan gæti ein og sér haldið myndinni uppi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.