Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.06.2012, Qupperneq 104

Fréttablaðið - 02.06.2012, Qupperneq 104
2. júní 2012 LAUGARDAGUR68 Leikarinn Leonardo DiCaprio fór í áheyrnarprufu fyrir hlutverk í sjónvarpsþáttunum Baywatch en á endanum hlaut Jeremy Jackson rulluna. Þetta segir David Has- selhoff, sem lék strandvörðurinn Mitch Buchannon. DiCaprio hefði leikið son hans í þáttunum en ekkert varð af því. „Þetta var það besta sem gat gerst fyrir Leonardo DiCaprio. Ég hitti hann og sagði: „Veistu hvað, þetta var frábært fyrir þig. Þú hefðir aldrei fengið hlut- verk í Titanic og orðið þessi stóra stjarna. Þú værir eins og Jeremy Jack- son eða David Hasselhoff stöðugt í leit að vinnu,“ sagði Has- selhoff. Sótti um í Baywatch Skáldsagan The Devil Wears Prada sló í gegn árið 2003 og nú geta aðdáendur bókarinnar glaðst því von er á framhaldi hennar innan skamms. Seinni sagan ber heitið Revenge Wears Prada og gerist átta árum eftir að aðal- persónan Andrea segir skilið við yfirmann sinn, Miröndu Priestly, á illu nótunum. Lauren Weisberger, rithöfundur bókanna, vann um tíma sem blaðamaður hjá banda- ríska Vogue og byggði persónuna Priestly á fyrrum yfirmanni sínum, Önnu Wintour. Þegar Wintour var á sínum tíma spurð út í bókina svaraði hún einfaldlega: „Ég hef alla tíð haft gaman af góðum skáldskap. Ég hef þó ekki gert upp við mig hvort ég muni lesa þessa bók eður ei.“ Ný bók á leiðinni NÝ BÓK Framhald hinnar vinsælu The Devil Wears Prada er í bígerð. Persóna Miröndu Priestly er byggð á Önnu Wintour. NORDICPHOTOS/GETTY KOMST EKKI Í BAYWATCH Leonardo DiCaprio fékk ekki að leika son Mitch Buchannon. Fatahönnuðurinn Victoria Beck- ham segist skilja vel að fólk haldi að hún sé fúllynd, enda brosi hún örsjaldan á myndum. „Ég skapaði þessa persónu þegar ég var meðlimur í Spice Girls, en ég er ekkert eins og hún. Ég er hamingjusöm og glað- vær manneskja en mér finnst ég ekki þurfa að auglýsa það fyrir umheiminum. Ég verð alls ekki miður mín þegar fólk segir að ég virðist óhamingjusöm því ég hugsa það sama stundum þegar ég skoða myndir af mér,“ sagði Beckham í viðtali við sjónvarpsstöðina CNN. Hamingjusöm og glöð HAMINGJUSÖM Victoria Beckham er ham- ingjusöm þó hún brosi ekki á myndum. NORDICPHOTOS/GETTY Ástralska fyrirsætan Miranda Kerr velur verkefni sín af kost- gæfni eftir að hún eignaðist son- inn Flynn. Þetta gerir hún svo hún geti eytt meiri tíma með fjöl- skyldu sinni. „Ætli ég eyði ekki meiri tíma í að sinna móðurhlutverkinu en í vinnunni. Ég tek aðeins að mér verkefni fyrir hönnuði sem ég er virkilega hrifin af. Það fer mikill tími í ferðalög og stundum verður það of mikið því sonur minn er auðvitað í forgangi núna. Hingað til hefur þetta gengið ágætlega og ég fæ að eyða miklum tíma með manni mínum og syni,“ sagði fyrirsætan sem er gift leikaran- um Orlando Bloom. Sonur þeirra, Flynn Bloom, fæddist í byrjun janúar árið 2011. Vill sinna syninum MINNKAR VINNU Miranda Kerr hefur minnkað við sig vinnu svo hún geti verið með syni sínum. NORDICPHOTOS/GETTY
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.