Fréttablaðið - 02.06.2012, Page 110

Fréttablaðið - 02.06.2012, Page 110
2. júní 2012 LAUGARDAGUR74 sport@frettabladid.is FJÓRIR ÍSLENSKIR HANDBOLTAMENN geta orðið danskir meistarar í dag þegar AG Kaupmannahöfn tekur á móti Bjerr- ingbro-Silkeborg í Boxen-höllinni en uppselt er á leikinn. AGK vann fyrri leikinn 30-19 og á titilinn vísan. Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason geta orðið danskir meistarar annað árið í röð, Ólafur Stefánsson verður með sigri meistari í fjórða landinu og Guðjón Valur Sigurðsson getur hvatt AG með því að hjálpa liðinu að vinna titilinn en hann er á leiðinni til þýsku meistarana í Kiel. FÓTBOLTI „Ég held að þetta ger- ist ekkert stærra í kvennafót- boltanum hvað varðar spennu og umgjörð. Það var hrikalega gaman að taka þátt í þessu. Á seinasta leiknum voru sjö þúsund áhorf- endur, völlurinn kjaftfullur og allir að öskra og klappa. Fólk byrj- aði að mæta einum og hálfum tíma fyrir leik og fagnaði með okkur í klukkutíma eftir á. Í rauninni áttar maður sig ekki á því að svona sé til í kvennafótboltanum,“ sagði Margrét Lára en mikil spenna var í toppbaráttunni fram að síðustu umferðinni. „Seinasti mánuðurinn var rosalegur þar sem við spiluðum úrslitaleik í hverri einustu viku,“ segir Margrét sem segir liðið hafa verið komið með bakið upp við vegg. Liðið lagði keppinautana þrjá að velli í háspennuleikjum í lokaumferðunum. Lítill skilningur á meiðslunum „Þessir leikir voru allir mjög spennandi, skemmtilegir og hágæðafótbolti. Ég er ennþá í hálfgerðu losti eftir þetta,“ sagði landsliðskonan sem skoraði eitt marka Potsdam í auðveldum 8-0 sigri á Leipzig í síðasta leiknum. „Sá var hálfgert formsatriði enda féll Leipzig með miklum yfir- burðum. Það hefði verið mikið slys hefðum við klúðrað honum,“ sagði landsliðskonan. Það er skammt stórra högga á milli í lífi knattspyrnukonunnar Margrétar Láru. Aðeins klukku- stundum eftir að hún fagnaði Þýskalandstitlinum ræddi hún við læknateymi Potsdam og ljóst varð að hún yrði ekki áfram í herbúðum félagsins. Margrét Lára hefur glímt við álagsmeiðsli aftan í læri í fjögur ár. Meiðslin eru þó þess eðlis að röntgenmyndir sýna ekki að um nein meiðsli séu að ræða. Hjá Pots- dam er æft tíu sinnum í viku auk leikja þannig að álagið er mikið og líða oft fjórtán eða fimmtán dagar á milli hvíldardaga. Lítill skiln- ingur hefur verið á álagsmeiðslum Margrétar Láru. „Kröfurnar hjá Potsdam eru miklar. Þjálfarinn verður sjötug- ur á þessu ári, hefur þjálfað liðið í fjörutíu ár og er Austur-Þjóð- verji. Hann er með sína uppskrift að meistaraliði,“ segir landsliðs- konan sem segist bera mikla virð- ingu fyrir honum og hans störf- um. Æfingaálagið hjá félaginu sé þó þess eðlis að það gangi ekki upp fyrir hana sem séu mikil von- brigði. „Ég var mjög ánægð í Potsdam og naut tímans rosalega vel. Ég féll vel inn í spilamennsku liðsins og liðið hentaði mér mjög vel. En fótbolti er eins og lífið, það er ekki alltaf eins og maður kýs.“ VILL HALDA DRAUMNUM LIFANDI Íslenska kvennalandsliðið leik- ur tvo mikilvæga leiki gegn Ung- verjum og Búlgaríu í undan- keppni Evrópumótsins um miðjan júní. Margrét Lára hefur tekið því rólega undanfarna daga en stefnir á að æfa í kjölfarið með Valskonum í aðdraganda landsleikjanna. „Ég vona að kraftaverk gerist á næstu dögum og vikum svo ég geti spilað af minni mestu getu með landsliðinu. Ég ætla að gera allt sem ég get til þess að verða klár,“ segir Margrét Lára sem stefnir á að komast að hjá nýju liði erlendis síðari hluta sumars. „Ég vil halda atvinnumanna- draumnum lifandi í nokkur ár í viðbót. Ég er ekki alveg tilbúin að koma heim. Formsatriðið hjá mér er að ná heilsu og komast að hjá liði erlendis sem hefur skilning á mínum meiðslum,“ segir Margrét Lára. kolbeinntumi@365.is ÉG ER ENN Í HÁLFGERÐU LOSTI Margrét Lára Viðarsdóttir, sem varð á dögunum Þýskalandsmeistari með Turbine Potsdam, segist ennþá vera að átta sig á titlinum. Hún segist skilja í góðu við þýska liðið en þarf að njóta meiri skilnings á meiðslum sínum á næsta viðkomustað. TITLINUM FAGNAÐ Margrét Lára (fyrir miðju) fagnar Þýskalandstitlinum með liðs- félögum sínum á mánudagskvöldið. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Valsmaðurinn Úlfar Hrafn Pálsson sýndi af sér fádæma hörku í leik Vals og Kefla- víkur á fimmtudag. Önnur fram- tönnin brotnaði þá en hann gaf sjúkraþjálfaranum tönnina og hélt áfram að spila. „Ég held það hafi verið Bojan Stefán sem var að sparka í burtu og þá sveiflaðist höndin á honum í andlitið á mér. Ég fékk hnefann bara í andlitið. Þetta var örugg- lega óviljandi hjá honum. Rúmlega helmingurinn af tönninni fór af,“ sagði Úlfar en hann varð að fara af velli til að fá aðhlynningu. „Þetta var frekar vont. Ég fann frekar mikið fyrir þessu. Maður lætur það ekki stoppa sig. Sjúkra- þjálfarinn tók tönnina fyrir mig og ég hélt svo áfram.“ Um 20 mínútum síðar var sárs- aukinn orðinn of mikill og Úlfar varð að fara af velli. „Ég sagði þá við þjálfarann að ég væri ekki alveg heill í hausnum. Ég var kominn með hausverk út af verknum í tönninni og þá verður maður pirraður. Ég var líka á gulu spjaldi og því var skynsamlegt að fara af velli. Ég gleymdi samt sársaukanum til að byrja með í hita leiksins.“ Það var strax farið í að ræða við tannlækna og Úlfar hitti einn slík- an á golfvellinum í Hafnarfirði. Sá skoðaði hann og sagði honum að mæta til sín daginn eftir. Úlfar varð því að bryðja verkjatöflur fyrir nóttina og bíða. „Nóttin var ekkert frábær en ég svaf þetta af mér. Það er búið að líma tönnina á og verið að athuga hvort það dugar. Ef ekki þarf ég líklega að fá nýja tönn. Ég vona það besta.“ - hbg Úlfar Hrafn missti tönn en hélt samt áfram að spila: Sársaukinn gleymist í hita leiksins TÖNNIN HORFIN Þessi mynd var tekin af Úlfari eftir leik og eins og sjá má er lítið eftir af tönninni. FÓTBOLTI Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu fellur um tvö sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í gær. Liðið situr í 17. sæti en Spánn og Suður-Kórea skutust upp fyrir Ísland. Eini leikur íslenska liðsins frá því að síðasti listi var gefinn út í mars var 0-1 tap á móti Belgíu ytra í undankeppni EM 2013. Belgar lyftu sér upp um þrjú sæti og sitja í 30. sæti listans. Ungverjaland og Búlgaría, næstu andstæðingar Íslands í undankeppninni, sitja í 35. og 55. sæti listans. Ungverjar standa í stað en Búlgarar lyftu sér um eitt sæti. Norður-Írar sitja í 53. sæti og Norðmenn, andstæðing- ar Íslands í lokaleik riðilsins, eru áfram í 13. sæti. - ktd Kvennalandsliðið í fótbolta: Duttu niður um tvö sæti 17. SÆTI Ísland á sautjánda besta kvennalandslið heims. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL ÁRANGUR Grunnpakkinn frá NOW inniheldur þau lykil næringarefni sem flestir fá ekki nóg af. Dreifingaraðili: Yggdrasill ehf. GRUNNPAKKI NOW G æ ð i H r e i n l e i k i V i r k n i Grunnpakki Kára Steins Frábær viðbót „Til að ná hámarks árangri þarf ég að gera miklar kröfur til sjálfs mín og þess sem ég læt ofan í mig. Ég vel bætiefnin frá NOW vegna þess að þau tryggja að líkaminn fái þau næringarefni sem hann þarfnast og eru unnin úr hágæða, að miklu leyti, lífrænt vottuðum hráefnum sem eru framleidd og prófuð samkvæmt ströngustu gæðastöðlum. Ég vel NOW!“ Kári Steinn Karlsson, hlaupari og ólympíufari. Ég vel bætiefnin frá NOW vegna þess að au tryggja að líkaminn fái þau næring- arefni sem hann þarfnast og eru unnin úr hágæða, að miklu leyti, lífrænt vottuðum hráef um sem eru framleidd og prófuð samkvæmt st öng- ustu gæðastöðlum. Ég vel NOW!“ Kári Steinn Karlsson, hlaupari og ólympíufari.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.