Fréttablaðið - 07.06.2012, Síða 32

Fréttablaðið - 07.06.2012, Síða 32
FÓLK|TÍSKA ■ EKKERT ÓÞÆGILEGT Þegar amma var ung voru eyrnalokkar annað hvort klemmueyrnalokkar eða fyrir göt en eyrnalokkar voru eyrna- lokkar. Nú tilheyra þeir stórri fjölskyldu lokka sem skreyta hina ýmsu líkamsparta. Fátt virðist áhugafólki um líkamsgötun heilagt en þó eru líklega fáir sem myndu fórna sjóninni fyrir hégómann. Nú er þó lausnin komin fyrir þá sem hafa látið sig dreyma um „augnlokka“ því hollenski hönnuðurinn Eric Klarenbeek hefur hannað linsur með lafandi skarti. Áður höfðu menn þróað aðferð við að græða örsmáan skartgrip inn í augað en augn- læknar hafa gagnrýnt þá aðgerð og sagt hana hættulega. Skart- linsurnar hans Klarenbeeks ættu þó að vera hættulausar þótt deila megi um þægindin sem þeim fylgja. Sjálfur fullyrðir Klarenbeek að linsunum fylgi engin erting og þær trufli hvorki sjón né daglegt líf. Enda er alþekkt að menn taka ekki eftir bjálka í auga sínu, svo þetta ætti ekki að vera alvarlegt. LOKKANDI AUGNARÁÐ Linsur geta líka verið skartgripir. Listrænn stjórnandi og stílisti næsta innsetningarverkefnis Cedar Lake, Edda Guðmundsdóttir, var stödd á RFF ásamt tískuljósmyndaranum Erez Sabag en hann sér um að mynda dans- flokkinn og búa til myndbönd. Hún hafði samband við mig og óskaði eftir að kaupa flíkur úr nýju línunni minni,“ segir Hildur Yeoman fatahönnuður, sem fer í dag út til New York í þriggja vikna hönn- unarvinnu með Cedar Lake- ballettinum. „Þau báðu mig um að aðstoða við upp- setningu verksins, vinna að frekari fatn- aði fyrir dansarana og að innsetningunni sjálfri,“ segir Hildur. „ Sýningin mín á RFF heillaði þau og eflaust hefur það spilað inn í að ég er að vinna eftir svipuðum formerkjum og þau. Ég hugsaði tísku- sýninguna mína á RFF í ár eins og „ happening“ þar sem listformin döðruðu hvert við annað og blandaði saman ýmsum miðlum svo sem dansi, söng, sviðsmynd og tísku, með hjálp frábærra listamanna eins og danshöfundinum Siggu Soffíu, tónlistarmanninum Daníel Ágústi og annarra.“ Cedar Lake-ballettinn var stofnaður árið 2003 og þykir einn áhugaverðasti dansflokkurinn í New York og víðar að sögn Hildar og því um spennandi tæki- færi að ræða fyrir ungan fatahönnuð. „Þau eru þekkt um allan heim fyrir fara óhefðbundnar og spennandi leiðir í listsköpun sinni. Þau hafa meðal annars sett upp dansinnsetningar með dans- höfundinum Benoit-Swan Pouffer þar sem listformum er blandað saman og áhorfandinn getur tekið virkan þátt í sýningunni. Þetta er afar spennandi tækifæri fyrir mig. Ég er einnig að fara í fyrsta sinn til New York, svo ég er mjög spennt.“ ■ heida@365.is HANNAR FYRIR CEDAR LAKE SPENNANDI TÆKIFÆRI Hildur Yeoman fatahönnuður er á leiðinni til New York til að hanna fatnað á einn flottasta dansflokk borgarinnar. SÖNGUR, DANS OG TÍSKA Hildur setti upp óhefðbundna tískusýn- ingu á RFF. MYND/HILDUR YEOMAN SPENNANDI TÆKI- FÆRI Hildur Yeoman fer út til New York í dag til að vinna með frægum dansflokki. MYND/STEFÁN Gamli bærinn er frá árinu 1201 og er verndaður af Unesco. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu. Verð í tveggja manna herbergi. kr. 95.900,- Innifalið: Flug, skattar, hótel, fararstjórn og rúta til og frá flugvelli. Trans Atlantic sérhæfir sig í ferðum til Eystrasaltslanda. Upplýsingar í síma 588 8900 Riga Lettlandi Stórfengleg borg Beint flug frá Keflavík og Egilsstöðum 25. - 28. okt. Tallinn er á minjaskrá Unesco. Miðaldastemning í Tallinn er engu öðru lík. Hallir - kastalar - dómkirkjur - klaustur - borgarturnar og stórfenglegur arkitektúr frá fyrri tíð. Má nefna torgið í gamla bænum, St Olav´s kirkju, St. Catherine götu, Maiden turninn, Toompea kastalann, Saint Mary dómkirkjuna og ráðhúsið. Hagstætt er að versla, en í Tallinn finnurðu flest það nýjasta sem á boðstólnum er. Þá er einkar hagstætt að fara út að borða. Sjáum um veislur og aðra mannfagnaði fyrir fyrirtæki og hópa í miðalda stíl. Spennandi skoðunarferðir innan borgar sem utan í boði. Verð á mann í tveggja manna herbergi. kr. 94.900,- Innifalið: Flug, skattar, hótel, fararstjórn og rúta til og frá flugvelli. Trans Atlantic sérhæfir sig í ferðum til Eystrasaltslanda. Tallinn Beint flug frá Keflavík og Akureyri 18. - 21. okt. Ein allra fallegasta borg Evrópu Miðaldaborg frá 11. öld, ein sú best varðveittasta í Evrópu. Farðu aftur í tíma og rúmi og stígðu inn í heim miðalda. Glæsileg borg dæmi um merki sem eru í búðinni 2biz- Desiqual-SkunkFunk-Creme-VETO-B-Young-og fleiri góð Framlengjum sumarsprengjunni til 17. júní Basicplus Háholti 13-15, við hlið Krónunar í Mos / Opið: mán-fös 12-18 og laug 12-15 Save the Children á Íslandi ■ Allir hafa séð tölur á jakkaermum en fáir vita að það var Napó- leon Bonaparte sem kom með þá hugmyndina. ■ Barnafatatíska er orðin jafn mikilvæg nú og tíska fullorðinna en það eru ekki nema um 200 ár síðan byrjað var að gera sérstök barnaföt. Áður voru börn í litlum fullorðinsfötum. ■ Þar til á nítjándu öld voru engar fyrirsætur notaðar. Fyrir þann tíma þurftu hönnuðir að nota litlar dúkkur til að sýna viðskipta- vinum hönnun sína. ■ Konur í dag geta margar hverjar ekki lifað án skartgripa. Það voru hins vegar karlmenn sem notuðu skartgripi fyrstir. LEYNDARMÁL TÍSKUNNAR Tískuheimurinn býr yfir fullt af leyndarmálum. Sum eru fyndin, önnur eru áhugaverð. Hér eru nokkur.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.