Fréttablaðið - 07.06.2012, Blaðsíða 46
7. júní 2012 FIMMTUDAGUR38
tonlist@frettabladid.is
TÓNNINN GEFINN
Trausti Júlíusson
Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds-
son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elkó, tonlist.is
Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is.
Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista
Skýringar:
TÓNLISTINN
Vikuna 31. maí - 06. júní 2012
LAGALISTINN
Vikuna 31. maí - 06. júní 2012
Sæti Flytjandi Lag
1 Loreen ..................................................................Euphoria
2 KK ................................................................................ Frelsið
3 Jason Mraz .............................................. I Won’t Give Up
4 Tilbury ................................................................Tenderloin
5 Valdimar ............................................................ Þú ert mín
6 Carly Rae Jepsen ...................................Call Me Maybe
7 Train ........................................................................Drive By
8 The Black Keys ............................. Gold On The Ceiling
9 Maroon 5 / Wiz Khalifa .................................Payphone
10 Magnús Þór / Jónas Sigurðsson .....................................
..............................................Ef ég gæti hugsana minna
Sæti Flytjandi Plata
1 Sigur Rós ...................................................................Valtari
2 Ýmsir .................Eurovision Song Contest 2012: Baku
3 Of Monsters And Men ...........My Head Is An Animal
4 Ýmsir ................................................................ Pottþétt 57
5 Bubbi Morthens......................................................Þorpið
6 Mugison ....................................................................Haglél
7 Ýmsir .........................Gleðibankinn: 25 ár í Eurovision
8 Gus Gus ......................................................Arabian Horse
9 Ýmsir .........................Hot Spring: Landamannalaugar
10 Bryan Ferry ......................................Best Of Bryan Ferry
Síðasta laugardagskvöld voru Listahátíðartónleikar Hljómskálans í
Eldborgarsal Hörpu. Þeir tókust vel og tónleikagestir gengu sáttur út
úr glæsilegum salarkynnunum. Eftir það lá leið mín á tónleika sem
voru haldnir á allt öðruvísi stað. Í kjallaranum á Ellefunni við Hverfis-
götu voru Langi Seli og Skuggarnir að spila. Þar var stappfullt þegar
ég kom á staðinn og þessir fimmtíu sem stóðu þar flestir í kös fyrir
framan sviðið voru í miklu stuði.
Hljómsveitin Langi Seli og Skuggarnir var stofnuð á rústum hinnar
goðsagnarkenndu „kill‘embilly“-sveitar Oxzmá árið 1987. Hljómsveitin
gerði tvær EP-plötur og eina stóra plötu áður en hún lagði upp laupana
sjö árum seinna. Hún var endurvakin með nokkuð breyttri mannaskip-
an og árið 2009 gaf hún út plötu númer tvö, Drullukalt. Ágætis plata að
mestu leyti í svipuðum stíl og fyrri platan.
Í dag er hljómsveitin fjögurra manna; sem fyrr skipuð þeim Langa
Sela (gítar og söngur) og Jóni Skugga (bassi). Erik Qvick spilar svo á
trommurnar og Þorgils Björgvinsson („Gilsi gítar“) á gítar. Tónleik-
arnir á Ellefunni voru haldnir í tilefni af 25 ára afmæli hljómsveitar-
innar.
Eins og áður segir var mikil stemning. Hljómsveitin var drulluþétt
og gleðin og töffaraskapurinn skein úr andlitum hljómsveitarmeð-
lima. Mér er til efs að bandið hafi nokkurn tíma verið betra. Langi Seli
spilar uppfærða útgáfu af rokkabillítónlist sjötta áratugarins. Hljóm-
burðurinn í kjallaranum á Bar 11 var fínn og tónlistin virkaði jafn vel
og hún gerði hjá Langa Sela fyrir aldarfjórðungi, nú eða hjá rokkabillí-
frumkvöðlunum nokkrum áratugum fyrr. Þetta var klassísk stund
þarna í kjallaranum og helst að manni væri kippt inn í nútímann þegar
sveitin spilaði ofursmellinn Breiðholtsbúgí og myndavélasímarnir fóru
á loft …
Hafa engu gleymt
ALDREI BETRI Langi Seli og Skuggarnir voru drulluþéttir á afmælistónleikunum á
laugardagskvöldið.
> PLATA VIKUNNAR
Asonat - Love in Times of
Repetition
★★★★★
„Jónas Ruxpin og Fannar úr
Plastic Joy með nýja rafpopp-
sveit.“ - TJ
> Í SPILARANUM
Hot Chip - In Our Heads
Joe Dubius - Rainy Day In The Park
Patti Smith - Banga
Beach Boys - That‘s Why God Made The Radio
Taylor Hawkins, trommari Foo Fighters,
fer með hlutverk söngvarans Iggy Pop í
væntanlegri kvikmynd um tónleikastaðinn
fræga CBGB’s í New York.
Ráðning Hawkins kemur á óvart enda
er hann ekki þekktur fyrir leiklistarhæfi-
leika sína en ljóst er að hann hefur útlitið
með sér í hlutverkið. Áður hafði verið til-
kynnt að Rupert Grint úr Harry Potter-
myndunum færi með hlutverk Cheetah
Chrome, úr pönksveitinni The Dead Boys,
í myndinni sem heitir einfaldlega CBGB
og kemur út á næsta ári. Malin Akerman
leikur söngkonuna Debbie Harry og Alan
Rickman leikur Hilly Kristal, eiganda
staðarins. Einnig er búið að ráða í hlutverk
Joeys og Johnnys Ramone. Ekki hefur
verið ákveðið hverjir leika Patti Smith,
David Byrne og fleiri tónlistarmenn sem
voru tíðir gestir á þessum sögufræga
pönkstað, sem hefur nú verið lokað.
Hawkins leikur Iggy Pop
Í LEIKLISTINNI Taylor Hawkins úr Foo Fighters leikur
Iggy Pop.
Hin hressa Hot Chip er
mætt aftur til leiks með
sína fimmtu plötu. Tólf ár
eru síðan skólafélagarnir
Alexis Taylor og Joe Godd-
ard stofnuðu hljómsveitina.
Ensku stuðboltarnir í Hot Chip
gefa út sína fimmtu plötu eftir
helgi. Hún kallast In Our Heads
og er að sjálfsögðu stútfull af
hressilegum popplögum með dans-
vænum undirtóni.
Hot Chip var stofnuð árið 2000
af skólafélögunum Alexis Taylor
og Joe Goddard. Skömmu síðar
bættust í hópinn þeir Owen Clarke,
Felix Martin og Al Doyle. Hljóm-
sveitin gaf út sína fyrstu plötu árið
2004, Coming on Strong, á vegum
Moshi Moshi-útgáfunnar. Til að
kynna plötuna spilaði Hot Chip
á Nasa á Iceland Airwaves við
frábærar undirtektir. Nokkrum
vikum síðar steig hljómsveitin
aftur á svið á Nasa og hafa Hot
Chip-liðar talað um að þeir hafi
fyrst slegið í gegn í Reykjavík.
Hljómsveitin samdi við risann
EMI sem gaf út aðra plötu hennar,
The Warning, árið 2006. Hún kom
Hot Chip á kortið og var tilnefnd
til hinna virtu Mercury-verðlauna
í Bretlandi. Lögin Over and Over
og Boy From School komust bæði á
vinsældarlista en hið síðarnefnda
var nýverið spilað í The Simpsons,
sem er að sjálfsögðu mikill heiður.
Tvö ár liðu þar til þriðja platan,
Made in the Dark, leit dagsins
ljós en í millitíðinni hitaði hljóm-
sveitin upp fyrir Björk á tón-
leikum í Laugardalshöll. Annað
smáskífulagið Ready For the Floor
fór í sjötta sæti breska vinsældar-
listans og var einnig tilnefnt til
Grammy-verðlaunanna.
Árið 2010 gaf Hot Chip svo út
sína fjórðu plötu, One Life Stand,
og fékk hún víðast hvar mjög góða
dóma. Einhverjir söknuðu þó
alvöru „hittara“ og fannst tón listin
full róleg á köflum. Eftir útgáfu
hennar voru Hot Chip-liðar dug-
legir við að sinna hliðarverkefnum
sínum. Taylor starfrækti About
Group, Goddard The 2 Bears og
þeir Martin og Doyle spiluðu með
New Build. Gítar leikarinn Owen
Clarke var sá eini sem ákvað að
taka því rólega.
In Our Heads er fyrsta plata
Hot Chip sem kemur út á á vegum
Dominos-útgáfunnar. Góðir
dómar halda áfram að límast við
bandið því tímaritið Mojo gaf
plötunni fjórar stjörnur af fimm
og Uncut átta af tíu. Hljómsveit-
in verður á stífri tónleikaferð um
heiminn á næstu mánuðum og
hefur verið bókuð fram í október.
Á dagskránni er spilamennska
á Sonar-hátíðinni í Barcelona, á
Bestival í Bretlandi og á tónleika-
staðnum fræga Hollywood Bowl,
svo eitthvað sé nefnt.
freyr@frettabladid.is
Mættir aftur á dansgólfið
Á TÓNLEIKUM Al Doyle (til vinstri) og Alexis Taylor á tónleikum með hljómsveit sinni Hot Chip. NORDICPHOTOS/GETTY
b ó k a b ú ð
f o r l a g s i n s