Fréttablaðið - 23.06.2012, Page 27

Fréttablaðið - 23.06.2012, Page 27
MINNI ÁTÖK „Átök í stjórn- málum eru óum- flýjanleg en þau eiga ekki að vera allsráðandi. Það tekur hins vegar tíma að breyta pólitískum kúltúr á Íslandi.“ BLÓM Í BÆ Sýningin Blóm í bæ stendur yfir í Hveragerði um helgina. Þemað er sirkus og munu skreytingar í bænum taka mið af því. Alls konar kynjaverur lifna við í blómum og myndum og litagleðin tekur öll völd. Þetta er í fjórða sinn sem hátíðin er haldin. Í SUMARSKAPI Á æskuárunum fór Sig- ríður Ingibjörg í árvissar tjaldútilegur í Þjórsárdal með foreldrum sínum. Í fyrra endurvakti hún útilegudraum fjölskyld- unnar og í sumar stendur til að gera víð- reist með tjaldið. MYND/GVA Ætli ég taki því ekki rólega með börnunum í dag, fari í sund og í heimsókn til mömmu til að athuga hvort einhver muni enn eftir mér á þeim slóðum,“ segir Sigríður Ingibjörg og skellir upp úr. Hún á loks rýmri tíma fyrir sig og sína eftir að þingi var slitið í vikunni. „Jú, víst voru þingmenn orðnir langeygðir eftir sumarfríi. Langar tarnir undir lok þinghalds reyna mjög á. Alþingi minnir mig stundum á flugstöð þar sem tíminn verður afstæður og það sem úti er hættir að skipta máli. Lífið snýst nefnilega um fleira en það sem gerist á Alþingi og ég þeirrar skoðunar að þingmenn hafi alltof lítinn tíma til að lesa, hugsa og hitta fólk.“ Sigríður Ingibjörg er þó ekki komin í óskipt sumarfrí fyrr en um miðjan júlí því á morgun fer hún á fund í velferðarnefnd Norðurlandaráðs í Brussel. Þar á eftir taka við störf tengd fjárlaganefnd og fundir með kjósendum, sem setið hafa á hakanum. „Þingstarfið er annasamt og þótt maður sé kominn heim dvelur hugurinn oft áfram við vinnuna. Ég spyr stundum sjálfa mig hvort ég sé tilbúin að fórna svo miklum tíma frá börnunum sem eru á mis- jöfnum aldri og með misjafnar þarfir. Að vera þingmaður er þó svipað því að vera kennari; stundum er álagið mikið en svo nýtur maður þess inn á milli að hafa meiri yfirráð yfir tíma sínum.“ Sigríður Ingibjörg á fjögur börn, eitt uppkomið og þrjú á grunnskólaaldri með eiginmanni sínum, Birgi Hermannssyni háskólakennara. „Velgengni mín í starfi og gott heimilislíf byggja á því að eiga góðan maka sem stendur með mér og stendur vaktina heima,“ segir hún og brosir. „Ég tek hlutverk mitt alvarlega og þykir forréttindi að vera kjörin til að hafa áhrif á landsmálin. Það er ákaflega skemmtilegt að vera þingmaður en starfsháttum Al- þingis þarf að breyta. Átök í stjórn málum eru óumflýjanleg en eiga ekki að vera alls- ráðandi og mér finnst að við gætum oft verið skynsamari. Það tekur hins vegar tíma að breyta pólitískum kúltúr.“ Þingið kemur aftur saman 11. sept- ember og nefndafundir hefjast í ágúst. „Ég ætla að njóta sumarsins í Reykjavík en líka að fara í útilegur með fjölskyldunni. Vestfirðir eru á dagskránni ef veðurspáin er góð. Það er alltaf lærdómsríkt að skoða landið sitt og átta sig betur á aðstæðum þeirra sem ekki búa á höfuðborgar- svæðinu.“ Í kvöld er Sigríði Ingibjörgu boðið í stórafmæli og í gær fór hún í árlegt grill kvenna sem áður voru í Kvennalistanum. „Svo mæti ég að sjálfsögðu í Druslu- gönguna í dag, en hvort ég klæði mig sér- staklega druslulega til fararinnar á eftir að koma í ljós.“ ■ thordis@365.is HEPPIN MEÐ MAKA LANGÞRÁÐ SUMARFRÍ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, alþingismaður, ætlar að sofa í tjaldi í sumarfríinu, busla í sundlaugum og njóta lífsins með sínum nánustu. Laugavegi 63 • S: 551 4422 FIMM ÚTVARPS- STÖÐVAR Í BEINNI FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.