Fréttablaðið - 14.07.2012, Blaðsíða 2
14. júlí 2012 LAUGARDAGUR2
Siggi, er þessi plata vel í pott-
inn búin?
„Klárlega, það er hvergi pottur
brotinn í henni.“
Sigurður Hlöðversson útvarpsmaður
sendi nýlega frá sér safnplötuna Potta-
partý með Sigga Hlö. Platan er fjórða
safnplatan sem kemur út í tengslum við
útvarpsþátt Sigurðar; Veistu hver ég var?
SKIPULAGSMÁL Borgarráð Reykja-
víkur hefur óskað eftir viðræð-
um við mennta- og menningar-
málaráðuneytið um uppsetningu
náttúruminja-
sýningar í Perl-
unni. Forsend-
an fyrir því er
að borgin kaupi
P e r lu n a a f
Orkuveitunni
og leigi rík-
inu aðstöðu til
sýningar í að
minnsta kosti
10 ár.
Dagur B. Eggertsson, formað-
ur borgarráðs, segir að nýr kafli
hafi hafist í söluferli Perlunnar
þegar ljóst var að ekkert tilboð-
anna var án fyrirvara um breyt-
ingar á skipulagi.
„Ein þeirra hugmynda sem sett
hefur verið fram í umræðunni
er að í Perlunni verði náttúru-
minjasýning, að minnsta kosti á
meðan verið er að marka stefn-
una um framtíð Náttúruminja-
safns Íslands sem hefur staðið til
að reisa í Reykjavík til framtíðar.
Við settum okkur í samband
við menntamálaráðuneytið um
hvort áhugi væri á að skoða
þessa hluti, því það er ekki áhugi
af hendi borgarinnar á að kaupa
Perluna til þess að eiga húsið og
reka veitingastað.“
Katrín Jakobsdóttir, mennta-
og menningarmálaráðherra,
segir ráðuneytið tilbúið til að
kanna þennan möguleika með
borginni.
„Við erum reiðubúin að skoða
þetta, en það hefur ekki verið
ákveðið með formlegum hætti.
Borgin mun óska eftir því að við
skoðum þetta með þeim og við
munum gera það.“
Til stóð að selja Perluna einka-
aðilum en Dagur segir að hug-
mynd um spennandi safn í húsinu
sem mundi selja aðgang gæti stað-
ið betur undir rekstri hússins en
nú er gert.
Í minnisblaði borgarráðs um
málið er tíundað að samkvæmt
upplýsingum frá ráðuneytinu geri
fjárfestingaáætlun ríkisstjórnar-
innar ráð fyrir allt að 500 millj-
óna króna stofnkostnaði við nátt-
úruminjasýningu í leiguhúsnæði.
„Til skoðunar gæti því komið
að Reykjavíkurborg festi kaup
á Perlunni en ríkið kostaði sýn-
inguna og greiddi leigu.“
Dagur segir að slík sýning yrði
að vera til að minnsta kosti 10 ára.
„Það er ljóst að það þyrfti að gera
einhverjar breytingar inni í Perl-
unni og leggja í einhvern stofn-
kostnað og ég held að það verði
ekki gert nema að minnsta kosti
til 10 ára. Með því er ekki verið
að slá út af borðinu að í framtíð-
inni muni rísa Náttúruminjasafn
í Reykjavík.“
kolbeinn@frettabladid.is
Borgin kaupi Perluna
og sýni náttúruminjar
Viðræður hefjast brátt á milli Reykjavíkurborgar og ríkisvaldsins um að sett
verði upp náttúruminjasýning í Perlunni til 10 ára. Borgin mundi þá kaupa
Perluna af Orkuveitunni. Borgin vill frest til 1. september til að kanna kaupin.
DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja-
víkur hefur sýknað fyrrverandi
starfsmann Kaupþings af ákæru
um fjárdrátt.
Starfsmanninum, 68 ára gam-
alli konu, var gert að sök að hafa
dregið sér fimmtíu milljónir sem
voru söluandvirði skuldabréfa og
víxla sem konan aðstoðaði selj-
endur við að gefa út. Konan var
kærð árið 2009.
Konan hélt því sjálf fram að
hún hefði bara verið að taka féð
upp í skuldir, enda hafi hún í raun
starfað sem nokkurs konar fjár-
málastjóri félaganna sem féð átti
að renna til og lánað þeim með
því að kaupa af þeim verðbréf.
Í niðurstöðu dómsins segir að
þessi fullyrðing konunnar fái
nokkra stoð í vitnisburði for-
svarsmanna félaganna. Auk þess
hafi engin rannsókn farið fram á
því hvort fé vantaði í sjóði félag-
anna og bókhald þeirra hafi ekki
verið rannsakað nema að hluta
til. Rannsókn málsins sé því ekki
tæmandi.
Ljóst sé að konan hafi blandað
saman fjármunum sínum og við-
skiptavina bankans, en gögn um
þessi viðskipti séu fátækleg. Ekki
sé heldur augljóst hvaðan konan
hafi fengið fé til að lána félögun-
um, en það hafi ekki verið rann-
sakað sérstaklega.
- sh
Héraðsdómur segir rannsókn á máli 68 ára konu ekki tæmandi:
Sýknuð af ákæru um fjárdrátt
KAUPÞING Konan blandaði saman
fjármunum sínum og viðskiptavina
bankans. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
PERLAN Starfshópur skipaður fulltrúum Reykjavíkurborgar og mennta- og menn-
ingarmálaráðuneytisins kannar möguleikann á náttúruminjasýningu í Perlunni. Hann
á að skila af sér fyrir 1. september. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR
DAGUR B. EGG-
ERTSSON
VINNUMARKAÐUR Atvinnuleysi
mældist 4,8 prósent í júní sam-
kvæmt mælingu Vinnumálastofn-
unar. Lækkaði hlutfall atvinnu-
lausra á vinnumarkaði um 0,8
prósentustig á milli mánaða sem
jafngildir því að atvinnulausum
hafi fækkað um ríflega þúsund.
Atvinnuleysi hefur ekki mælst
minna síðan í nóvember 2008.
Talsverðrar árstíðasveiflu gætir
í atvinnuleysistölum og nær mælt
atvinnuleysi yfirleitt lágmarki
á hverju ári á tímabilinu júní til
september. Því er almennt búist
við að atvinnuleysi haldist svipað
á næstu mánuð-
um en aukist á
ný þegar fer að
hausta. Vinnu-
málastofnun
gerir ráð fyrir
að atvinnuleysi
verði á bilinu
4,5 til 4,9 pró-
sent í þessum
mánuði. Í júní í
fyrra mældist
atvinnuleysið 6,7 prósent í sama
mánuði í fyrra og 6,6 prósent í júlí
sama ár.
Á höfuðborgarsvæðinu var
atvinnuleysi í júní 5,5 prósent en
3,5 prósent á landsbyggðinni. Sem
fyrr er atvinnuleysi mest á Suður-
nesjum, eða 7,5 prósent, og minnst
á Norðurlandi vestra þar sem það
er aðeins 1,2 prósent. Um 4,3 pró-
sent karla eru atvinnulaus og um
5,3 prósent kvenna. - mþl
Atvinnuleysi hefur ekki mælst lægra síðan í nóvember árið 2008, skömmu eftir hrun viðskiptabankanna:
Atvinnuleysi komið undir fimm prósent
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon,
efnahags- og viðskiptaráðherra, lýstu bæði yfir ánægju sinni með tíðindi
gærdagsins. Í tilkynningu sem birtist á vef stjórnarráðsins í gær var eftir-
farandi haft eftir Jóhönnu: „Þetta sýnir mikinn kraft í atvinnulífinu og það
að við erum á réttri leið – lífskjör fara batnandi og atvinnulífið er á uppleið.“
Þá segir Jóhanna að aðgerðir ríkisvaldsins í atvinnumálum séu að skila sér. Í
sama streng tekur Steingrímur sem segir: „Ég er mjög ánægður með þessar
tölur fyrir júní. Það sem ég tel vera að sýna sig er að áframhaldandi bati í
efnahagslífinu er farinn að skila sér hraðar í lækkun atvinnuleysis.“
Formenn stjórnarflokkanna ánægðir
JÓHANNA
SIGURÐARDÓTTIR
VIÐSKIPTI Lífeyrissjóður versl-
unarmanna hefur gengið frá
kaupum á fjórtán prósenta hlut
í Eimskipi fyrir tæpa 5,7 millj-
arða króna. Þetta kemur fram í
tilkynningu frá Eimskipi. Sam-
kvæmt því er félagið rúmlega
fjörutíu milljarða virði.
Stærstu hluthafar Eimskips
voru gamli Landsbankinn, með
37 prósenta hlut, og bandaríska
fyrirtækið Yucaipa sem átti 32
prósent. Hvort félag um sig selur
sjö prósenta hlut og eiga eftir 30,3
og 25,3 prósent í félaginu.
Til stendur að skrá Eimskip á
markað í haust og segir í tilkynn-
ingunni að salan falli vel að þeim
áformum. - sh
Fimm milljarða sala til LV:
Kaupir 14%
hlut í Eimskipi
DÓMSMÁL Icelandair má ekki reka
hótel í Reykjanesbæ undir nafn-
inu Icelandair Hótel Keflavík.
Héraðsdómur Reykjaness stað-
festi í gær lögbann sem Sýslu-
maðurinn í Hafnarfirði lagði við
notkuninni í september í fyrra.
Eigandi Hótels Keflavíkur,
sem hefur verið rekið undir því
nafni frá árinu 1986, fór fram á
lögbannið. Icelandair mótmælti
og sagði orðin í nafninu almenn
auðkenni sem vísuðu til staðar-
heitisins Keflavíkur og þjónust-
unnar sem veitt væri. Ekki væri
hægt að öðlast að þeim vöru-
merkjarétt.
Dómurinn telur hins vegar
hættu á ruglingi og að sú ráðstöf-
un að skeyta orðinu Icelandair
framan við nafnið sé engan veg-
inn fullnægjandi aðgreining. - sh
Lögbann staðfest með dómi:
Má ekki heita
Hótel Keflavík
FORNLEIFAR Brýnt er að auka fjár-
framlög til fornleifarannsókna
svo bjarga megi menjum sem
greipar Ægis eru að hrifsa til sín
víða um land, segir Ragnheiður
Traustadóttir fornleifafræðingur.
Nú er unnið að því að bjarga
fornleifum frá Kolkuósi í Skaga-
firði áður en þær hverfa í sjó. Á
Kolkuósi var höfn, gata og athafna-
svæði sem eflaust hafa ráðið miklu
um það að Hólar í Hjaltadal voru
gerðir að valdamiðstöð og biskups-
stóli valinn þar staður. Elstu minj-
ar frá svæðinu eru frá landnáms-
öld en gatan sem lá eftir tanganum
var lögð árið 1104. - jse
Bjarga fornleifum frá glötun:
Minjar hverfa í
greipar Ægis
VIÐ KOLKUÓS Unnið er hörðum
höndum að bjarga fornleifum áður en
hafið hrifsar þær. MYND/HÓLARANNSÓKNIN
SPURNING DAGSINS
Veldu rétta kylfu miðað við þá lengd sem er
framundan – þannig lækkar forgjöfin hraðar.
Oft of stutt högg?
INNIHELDUR
KORT 17 HELSTU
GOLFVALLA
ÍSLANDS.
LISTINN ER Á
GARMIN.IS
Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi
S: 577 6000 | www.garmin.is
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
APPROACH
®
GOLF GPS TÆKI
Með því er ekki verið
að slá út af borðinu
að í framtíðinni muni rísa
Náttúruminjasafn í Reykjavík.
DAGUR B. EGGERTSSON
FORMAÐUR BORGARRÁÐS
milljónir sem kona
var sökuð um að
hafa dregið sér
voru til komnar
vegna sölu á skuldabréfum
og víxlum sem hún kom að
sem starfsmaður banka.
50
BANDARÍKIN, AP Dómstóll í Ala-
bama dæmdi í gær Ulugbek Kod-
irov, 22 ára úsbeka, í rúmlega
fimmtán ára fangelsi fyrir að
skipuleggja til-
ræði við Barack
Obama Banda-
ríkjaforseta.
Kodirov hóf
að undirbúa til-
ræðið eftir að
hann komst í
samband við
úsbesk hryðju-
verkasamtök
á netinu. Af
því varð aldrei því að hann var
handtekinn þegar hann reyndi
að kaupa vopn af leynilögreglu-
manni.
Hann átti allt að þrjátíu ára
fangelsisdóm yfir höfði sér en
verjandi hans sagði hann hafa
snúið við blaðinu og að hann væri
alls ekki hættulegur hryðju-
verkamaður. - sh
Úsbeki í 15 ára fangelsi:
Hugðist myrða
Barack Obama
BARACK OBAMA