Fréttablaðið - 14.07.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 14.07.2012, Blaðsíða 6
14. júlí 2012 LAUGARDAGUR6 STJÓRNSÝSLA Skoðað verður hvort létta eigi þagn- arskyldu opinberra starfsmanna og tryggja betur vernd heimildarmanna. Þetta er á meðal þeirra atriða sem stýrihópur mennta- og menn- ingarmálaráðherra hefur til athugunar, en hann skoðar breytingar á lagaumhverfi til að tryggja betur tjáningar- og upplýsingafrelsi. Alþingi samþykkti í fyrra þingsályktunartil- lögu Birgittu Jónsdóttur og fleiri um að Ísland myndi skapa sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis. Katrín Jakobsdóttir, ráðherra málaflokksins, segir að fyrsta skref í þeim áfanga hafi verið endurskoð- un fjölmiðlalaga. „Við fórum yfir ný fjöl- miðlalög út frá markmiðum tillögunnar og þar voru til að mynda prentlögin innlimuð í fjölmiðlalögin og ákvæðin sem gömlu dómarnir, sem Mannréttindadómstóll Evr- ópu var að fjalla um á dög- unum, byggðu á voru í gömlu prentlögunum.“ Ása Ólafsdóttir, formaður stýrihópsins, segir að fyrsta verk hópsins hafi verið að skrifa refsi- réttarnefnd erindi um hvort ekki væri rétt að færa meiðyrðamál úr hegningarlögum og inn í skaðabótalög og afnema refsingu við brotum. Þó fá dæmi séu um refsingu breyti þetta ásýnd þessara mála og þau hverfi úr hegningarlaga- umhverfi yfir í einkamálaumhverfi. Í erindinu kemur fram að Mannréttindadóm- stóllinn hafi í auknum mæli gagnrýnt notkun refsinga sem úrræðis á þessu sviði. „Það er mik- ilvægt að við getum sýnt fram á að hafa tekið upplýsta ákvörðun um að bótamál og umgjörð utan um meiðyrðalöggjöf séu ekki inni í hegn- ingarlögum heldur í einkarétti. Það er viðhorfs- breyting og stórt skref.“ Þá mun hópurinn skoða hvort tryggja þurfi betur vernd heimildarmanna. Meðal þess sem skoðað verður er hvort draga eigi úr þagnar- skyldu hjá opinberum starfsmönnum. „Við munum kanna hvort breyta eigi lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, hvort eigi að styrkja vernd afhjúpenda sem vilja koma einhverju á framfæri sem þeir verða áskynja í sinni stjórnsýslu. Það eru skiptar skoð- anir um það, en í dag er rík trúnaðarskylda á opinberum starfsmönnum.“ kolbeinn@frettabladid.is Skoða hvort afnema eigi þagnarskyldu hjá ríkinu Stýrihópur skoðar hvernig tjáningar- og upplýsingafrelsið verði best verndað. Meðal hugmynda er að af- nema þagnarskyldu opinberra starfsmanna. Einnig hvort meiðyrðamál verði að höfða sem einkamál. KATRÍN JAKOBSDÓTTIR ■ Vernd heimildarmanna. ■ Vernd afhjúpenda. ■ Samskiptavernd og vernd milliliða. ■ Hvort afnema eigi lögbann vegna væntanlegrar birtingar. ■ Málskostnað í málum varðandi tjáningarfrelsi. ■ Takmörkun á fullnustu erlendra dómaúrlausna í meið- yrðamálum. ■ Vernd gagnagrunna og safna. Hvort skilgreina þurfi útgáfudag nánar þegar efni er endurbirt á vefnum. ■ Upplýsingarétt og rétt almennings til aðgengis að skjölum opinberra aðila. ■ Rafræna staðfestu fyrir fjölmiðla og samtök sem að öðru leyti hafa starfsemi annars staðar. Atriði sem hópurinn skal skoða FJÖLMIÐLAR Katrín Jakobsdóttir segir að við úttekt á vernd tjáningarfrelsis verði ekki síst horft til blaðamennsku hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON PAPÚA NÝJA-GÍNEA, AP 29 manns hafa verið handteknir í Papúa Nýju-Gíneu, sakaðir um að vera hluti af mannætuhópi. Fólkið hefur verið ákært fyrir morð á sjö mönn- um, sem sagðir voru galdralæknar. Mannætuhópurinn er hluti af sértrúarsöfnuði í innri frumskóg- um landsins, sem á að hafa borðað heila fórnarlamba sinna hráa og gert súpu úr kynfærum þeirra. Lögreglustjóri í Madang sagði við dagblað í landinu að fólkið hefði viðurkennt gjörðir sínar en telji ekki að þær hafi verið rangar. Engar líkamsleifar hafa fundist af fórnarlömbunum. - þeb 29 manns í sértrúarsöfnuði: Handtekin fyrir mannát og morð SJÁVARÚTVEGUR Kalkþörungafyrir- tækin Celtic Sea Minerals og Kalk- þörungafélagið, sem nú þegar reka kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal, hafa uppi áform um að starfrækja aðra slíka verksmiðju á norðanverð- um Vestfjörðum. Hafrannsóknastofnun rannsakar í framhaldinu kalkþörunganámur í Ísafjarðardjúpi og verði niðurstað- an jákvæð verður hafist handa við að koma verksmiðju á laggirnar. Að sögn Shirans Þórissonar, verkefna- stjóra Vaxtarsamnings Vestfjarða, sem kemur einnig að verkefninu, er óvíst hvort verksmiðjan yrði í Bol- ungarvík, Ísafjarðarbæ eða Súða- vík. „Það mikilvægasta er að þetta mun hafa jákvæð áhrif á þetta atvinnusvæði, það er að segja norð- anverða Vestfirði,“ segir Shiran. Ef af verður munu skapast á bilinu tuttugu og fimm til þrjátíu og fimm störf við vinnsluna sem er sambæri- legt við verkunina á Bíldudal. Shiran segir að rannsóknin geti tekið rúmt ár. „Þetta er langtíma- verkefni sem getur orðið að veru- leika eftir fjögur til fimm ár ef allt gengur að óskum í rannsóknum, umhverfismati og staðarvalsgrein- ingum,“ segir hann. „Það er allt í lagi, góðir hlutir gerast hægt.“ Talið er að kalkþörunganámurnar í Ísafjarðadjúpi séu um átta sinnum stærri en þær í Arnarfirði. - jse Hafrannsóknastofnun rannsakar kalkþörunganámur í Ísafjarðardjúpi: Áform um kalkþörungavinnslu KALKÞÖRUNGAVERKSMIÐJAN Á BÍLDUDAL Ef allt gengur að óskum verður slík vinnsla líka á norðanverðum Vestfjörðum innan nokkurra ára. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR SVEITARSTJÓRNIR Guðríður Arnardóttir, oddviti Sam- fylkingarinnar, gagnrýndi í bæjarráði Kópavogs á fimmtudag að ekki væri staðið við ákvörðun fyrri meirihluta í bænum um hækkun á framlögum til for- eldra barna hjá dagforeldrum. Fulltrúar meirihlutans svöruðu því til að þeirri upphæð sem væri á fjárhags- áætlun yrði varið í málaflokkinn en Guð- ríður sagði það algjörlega óeðlilegt þar sem börnin hefðu reynst fleiri en áætlað var. „Sambærilegt því er þegar fjöldi einstaklinga sem nýtur fjárhags- aðstoðar bæjarins verður meiri en ætlað er, þætti þá eðlilegt að lækka framlög til hvers og eins?“ spurði Guðríður. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri úr Sjálfstæðis- flokki, kvaðst þá undrandi á því að Guðríður, sem odd- viti fyrrverandi meirihluta, skyldi bóka sérstaklega að farið skyldi fram úr fjárhagsáætlun sem hún stóð sjálf fyrir. „Hvað fjárhagsaðstoðina varðar þá eru sérstök lög þar um og því ekki sam- anburðarhæft,“ bókaði bæjarstjórinn. Guðríður svaraði því þá til að ekki væri óeðlilegt að ræða fjárhagsað- stoð í þessu sambandi þar sem það sé ákvörðun sveitarfélaganna hversu há fjárhagsaðstoðin sé. „Ann- ars má Ármann vera hissa fyrir mér – ekki missi ég svefn yfir því,“ sagði Guð- ríður. - gar Bæjarstjóri undrandi að oddviti fyrri meirihluta vilji fram úr eigin fjárhagsáætlun: Sefur rótt þótt Ármann sé hissa ERLENT Bandarísk fyrirtæki geta fjárfest í Búrma á ný. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur aflétt viðskiptaþvingunum á Búrma og segir að umbætur þar síðustu fimmtán mánuði réttlæti það. Pólitískum föngum hefur verið sleppt og stjórnkerfi breytt til lýðræðislegri vegar. Búrma bjó við nær hálfrar aldar herforingjastjórn. Ánægj- an er vitanlega gagnkvæm og hefur forseti Búrma hvatt önnur ríki á Vesturlöndum til að fara að fordæmi Bandaríkjamanna. - jse Viðskiptaþvingunum aflétt: Obama sættist við Búrma á ný SVEITARSTJÓRNARMÁL Grasslátt- ur gengur samkvæmt áætlun í Reykjavík að því er segir í til- kynningu frá borginni. „Þessa dagana er verið að fara aðra umferð af þremur yfir svæði við umferðargötur og önnur sláttu- tæk opin svæði. Á fjölförnum stöðum í miðborg- inni og í skrúðgörðum Reykjavík- urborgar er grasið slegið vikulega allt sumarið,“ segir í tilkynning- unni. Þar kemur fram að kostnað- ur við sláttinn í ár sé áætlaður um 174 milljónir króna. „Fyrir þremur árum var dregið úr slætti vegna breyttrar for- gangsröðunar á verkefnum hjá Reykjavíkurborg og sparnaðar, en í ár og í fyrra voru fjárveitingar hækkaðar á ný til að halda uppi þjónustustigi.“ - gar Framlög í grasslátt hækkuðu: Grassláttur fyr- ir 174 milljónir GRAS SLEGIÐ Sláttartímabilið í Reykjavík er 25. maí til 20. ágúst. GUÐRÍÐUR ARNARDÓTTIR ÁRMANN KR. ÓLAFSSON Flokkar þú sorp? Já 61% Nei 39% SPURNING DAGSINS Í DAG: Fer órækt í Reykjavík í taugarnar á þér? Segðu skoðun þína á Visir.is. KJÖRKASSINN Við munum kanna hvort breyta eigi lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, hvort eigi að styrkja vernd afhjúpenda sem vilja koma einhverju á framfæri sem þeir verða áskynja í sinni stjórnsýslu. ÁSA ÓLAFSDÓTTIR FORMAÐUR STARFSHÓPS UM ENDURSKOÐUN LAGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.