Fréttablaðið - 14.07.2012, Blaðsíða 48
14. júlí 2012 LAUGARDAGUR28
krakkar@frettabladid.is
28
Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is
SPILASTOKKINN MEÐ Spilastokkur á heima í ferðalagi jafnt
sumar sem vetur. Taktu spil með í ferðalagið og taktu slaginn við
pabba og mömmu, í tjaldinu, sumarbústaðnum eða á ströndinni.
Kennarinn: „Hvaða dýr kallast
rándýr?“
Nonni: „Það eru dýr sem
kosta mikið.“
Óli: „Það eru til hundar sem
eru vitrari en eigendur þeirra.“
Kári: „Já, ég veit það, ég á
einn.“
Kennarinn: „Hvernig stendur á
því, Nonni, að jörðin er flatari
við pólana en annars staðar
eins og sést á hnattlíkaninu.“
Nonni: „Það veit ég ekki, ég
hef ekki komið nálægt hnett-
inum og hann var líka svona
í fyrra.“
Amma: „Bjarni minn, góður
drengur er aldrei óþægur við
foreldra sína.“
Bjarni: „Við hverja þá?“
Hvað heitir þú fullu nafni?
Ingunn Ragnarsdóttir.
Hvað ertu gömul? Ég er 8 ára.
Ertu mikill lestrarhestur? Já.
Hvenær lærðir þú að lesa?
Þegar ég var 6 ára.
Hvað er skemmtilegt við
að lesa bækur? Þær eru svo
spennandi.
Manstu eftir fyrstu bókinni
sem var í uppáhaldi hjá þér?
Það var Búddi bangsabarn –
óttalegt kjánaprik.
Hvers lags bækur þykja þér
skemmtilegastar? Disney-
bækur.
Hvaða bók lastu síðast og
hvernig var hún? Risinn eigin-
gjarni. Hún var skemmtileg.
Hún er um risa sem vill ekki
að börnin leiki í garðinum, en
þá kemur ekki vorið í garðinn.
Þegar börnin koma í garðinn
þá kemur vorið í garðinn hjá
honum og þá vill risinn að þau
leiki sér í garðinum.
Í hvaða hverfi býrð þú? Lang-
holtshverfi.
Í hvaða skóla gengur þú?
Langholtsskóla.
Hvaða námsgrein er
skemmtilegust? Textíll, heim-
ilisfræði og smíðar.
Hver eru þín helstu áhuga-
mál? Fimleikar, sund, hjólreið-
ar, línuskautar og að leika með
vinunum mínum.
Bókaormur vikunnar
Hvað ertu gömul? „Ég verð
þrettán ára í ágúst.“
Eftirlætisnámsgreinar?
„Íslenska, náttúrufræði og
saga.“
Hvernig kom áhugi þinn á fugl-
um til? „Ég var heima hjá ömmu
minni og afa á Höfn í Hornafirði
fyrir tveimur árum þegar eitt-
hvað small í hausnum á mér og
síðan hefur bara allt snúist um
fugla.“
Hvaða fuglar vöktu fyrst athygli
þína? „Allir sem ekki var auð-
velt að finna og það er þann-
ig enn. Það er svo rosalega
skemmtilegt að rekast á fugl
sem maður hefur aldrei séð
áður.“
Hvað er skemmtilegast að við
fuglana? „Bara lífshættir þeirra
og fjölbreytileiki.“
Hverjir eru flottastir? „Margir,
til dæmis flórgoði, straumönd og
himbrimi.“
Er einhver sérstakur flokkur í
uppáhaldi? „Pottþétt mófuglar
– þeir gefa frá sér svo yndisleg
hljóð.“
En tegund? „Já, óðinshanarnir,
þeir eru ótrúlega merkilegir og
skemmtilegir. Hjá þeim verpa
kvenfuglarnir til dæmis eggj-
unum en yfirgefa hreiðrið stuttu
seinna og karlfuglarnir sjá um
útungun og að koma ungunum
á legg. Það er sjaldgæft meðal
fugla.“
Þekkir þú fuglahljóðin? „Já,
nokkurn veginn en samt er ég
miklu betri í að þekkja fuglana
sjálfa.“
Hefur þú fundið mörg hreið-
ur? „Já, hrossagauks, maríu-
erlu, óðinshana, starra, þrastar,
stuttnefju, langvíu, ritu og mörg
fleiri.“
Hafa kríur, kjóar eða skúmar
ásótt þig? „Nei, sem betur fer
hef ég verið laus við það.“
Hefur þekking þín á fuglum nýst
í skólanum? „Já, í fimmta bekk
vorum við að læra um fuglana og
það var bara mjög gaman.“
Áttu þér fleiri áhugamál? „Já, til
dæmis hesta og Harry Potter. Ég
er einmitt að lesa Harry Potter-
bækurnar í fimmta skipti núna.“
Ertu farin að spá í hvað þig
langar að gera í framtíðinni?
„Jábbs, ég ætla að fara á nátt-
úrufræðibraut og verða fugla-
fræðingur.“ gun@frettabladid.is
SÍÐAN HEFUR BARA
ALLT SNÚIST UM FUGLA
Fuglar himinsins eru fjölbreytilegir og spennandi. Það uppgötvaði Berglind Pét-
ursdóttir þegar hún dvaldi hjá ömmu sinni og afa á Hornafirði fyrir tveimur árum.
Á ÚTKIKKI EFTIR FUGLUM Berglind býr í Kópavogi og segir ótrúlega fjölbreytt fuglalíf þar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Bragi Halldórsson
24
„Síðasta þrautin í ratleiknum er völundarhús,“ sagði Lísaloppa. „Og við
erum fyrstar,“ bætti hún við og spennan leyndi sér ekki. „Þá er eins gott
að drífa sig“ sagði Kata ákveðin. „Ekki viljum við tapa á lokametrunum.“
Getur þú hjálpað Kötu og Lísuloppu að rata í gegnum völundarhúsið?
Á Vísi er hægt að horfa á
mynd skreyttan upp lestur
úr þessum sígildu
ævintýrum.
Hlustaðu á Dísu ljósálf
og Alfinn álfakóng á Vísi
Ævintýrið um Dísu ljósálf kom fyrst út á íslensku árið 1928
í þýðingu Árna Óla og hefur margsinnis verið endurprentað.
Dísa ljósálfur er ein klassískra sagna holl enska meistarans
G.T. Rotman, sem fylgt hafa íslenskum börnum í tugi ára.