Fréttablaðið - 14.07.2012, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 14.07.2012, Blaðsíða 20
14. júlí 2012 LAUGARDAGUR20 1. Bærinn við Blönduós Stærsti þéttbýlisstaðurinn við Húnaflóa státar af margvíslegri afþreyingu fyrir ferðalanga. Sem dæmi má nefna söfnin á Blönduósi, Hafíssetrið, Laxasetur Íslands og Textílsetur Íslands. Ferðalangar verða heldur ekki sviknir af sundlaugarferð eða túr á golf- völlinn. 2. Hrútey Ugglaust eru margir sem oft hafa ekið í gegnum Blönduós án þess að veita Hrútey athygli. Eyjan sú er í Blöndu og blasir við úr bænum. Göngubrú liggur yfir í hana sunnanverða. Hún er gróðurvaxin og fal- leg og tilvalinn áningarstaður í lautartúr því þar eru bæði bekkir og borð. 3. Hópið Húnavatnssýslur eru paradís íslenskra stangveiði- manna, víða er hægt að veiða og þar á meðal í fimmta stærsta stöðuvatni landsins, Hópinu. Veiði er heimil í öllu vatninu og Veiðikortið gefur aðgang að því. Oft veiðist best fram í miðjan júlí í vatninu en sjóbirting er fínt að veiða fram í september. Fyrir utan hann veiðist bleikja og lax í Hópinu enda gengur mikið af laxi í gegnum Hópið í Víðidalsá og Gljúfurá. Þess má geta að Hvítserkur og Borgarvirki eru í nágrenninu, bæði staðir sem vert er að skoða og svo er aldrei að vita nema ferðalangar sjái seli við ströndina. 4. Vatnsdalur Grösugur og búsældarlegur dalur sem gaman er að skoða. Hér skal sérstaklega bent á Kattaraugu, all- djúpan pytt neðan vegarins í landi Kornsár. Í pyttinum er verulega óvenjulegt náttúrufyrirbrigði; tvær fljót- andi smáeyjar og er svæðið friðlýst. Upplýsingaskilti náttúruverndarráðs hafa verið sett upp við tjörnina. 5. Þingeyrarkirkja Ein merkasta kirkja landsins að gerð og sögu var byggð á árunum 1864-1877, og vígð 9. september árið 1877. Kirkjan er byggð í rómverskum stíl með tæp- lega eins metra þykkum veggjum. Í loftinu eiga að vera 1000 gylltar stjörnur og sömuleiðis eiga gluggar kirkjunnar að vera 1000 smáar rúður. Hún tekur nokkuð yfir 100 manns í sæti. 6. Spákonufell Þægileg ganga er á bæjarfjall nágrannabæjar Blönduóss, Skagastrandar. Spákonufellið er 639 metrar á hæð og af því er gott útsýni yfir Húnaflóa og fjöllin þar um kring. Nokkrar leiðir eru á fjallið en algengust er svokölluð norðurleið. Þá er lagt upp örskammt frá golfskála Golfklúbbs Skagastrandar en þar má finna skilti með korti af gönguleiðum á Spákonufell. heimild: www.northwest.is Veiði og vinalegt náttúrufar Á Blönduósi og í næsta nágrenni er margt að sjá. Svæðið er rómað fyrir fjölmörg tækifæri til veiðimennsku, fagra náttúru og svo er ýmiss konar afþreying í boði í bænum. Fréttablaðið heldur áfram för um landið. Bylgjulestin verður á ferðinni í sumar eins og undanfarin sumur. Næsti áfangastaður er Blönduós en þar verður vaktin staðin á Húnavöku. Hemmi Gunn er lestarstjóri Bylgjulestarinnar og honum við hlið er hin fjöruga Svansí. Þau stýra þættinum Ævintýraeyjunni á Bylgjunni á laugardögum milli kl. 13 og 16 en að þessu sinni hrekkur lestin í gang þegar á föstudeg- inum. Í Bylgjulestinni er hljóðnemum beint að fólkinu sem býr í bæjunum, fólkinu sem er að ferðast um landið og kíkir í heimsókn og reynt að koma stemningunni til allra hinna sem eiga ekki heimangengt. BYLGJULESTIN Húnavaka, hin árlega bæjarhátíð á Blönduósi, hefst á fimmtudag. Á mið- vikudag eru bæjarbúar hins vegar hvattir til þess að skreyta bæinn hátt og lágt. Hátíðin er sett fyrir framan Hafíssetrið klukkan hálfsjö og svo er blásið til heljarinnar grillveislu þar sem veislugestir leggja til kjöt- og eftirrétta- hlaðborðs með sama sniði. Um kvöldið er svo leikjakvöld í gamla bænum. Á föstudag hefst dagskráin klukkan hálfeitt með töfranámskeiði, fyrirtæki opna hús sín og bjóða í grill, þá er diskó um kvöldið svo fátt eitt sé nefnt. Á laugardegi er sömuleiðis dagskrá allan daginn. Meðal þess sem efnt verður til er fiskisúpukeppni í kvennaskólanum og útimarkaður við Félagsheimilið. Um kvöldið verður kvöldvaka í Fagrahvammi og dansleikur í Félagsheim- ilinu. Nánari upplýsingar um hátíðina er að finna á vefnum huni.is. GRILL OG GAMAN 1 4 2 53 6 Húnafjörður Húnaflói
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.