Fréttablaðið - 14.07.2012, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 14. júlí 2012 7
Á FALLEGUM ÚTSÝNISSTAÐ Í ÚTHLÍÐ
- SUMARBÚSTAÐUR TIL SÖLU!
Húsið er 51 fm að grunnfleti og ca. 20 fm svefnloft að auki. Stór
verönd með skjólveggum og heitum potti. Geymsluskúr. Gróin
lóð með leiktækjum. Stutt í alla þjónustu og náttúruperlur.
Hægt að skoða um helgina
laugardag og sunnudag 14. og 15. júlí.
Heimilisfang: Guðjónsgata 8, Úthlíð. Verð: 14.900.000
Allar upplýsingar veita:
Leó í síma 894 1601 eða Sveinn í síma 690 0820
OP
IÐ
HÚ
S
Ný útboð í auglýsingu hjá
Reykjavíkurborg:
• Kaup á 240 L bláum sorptunnum, EES útboð
nr. 12888.
Allar nánari upplýsingar er að finna á www.
reykjavik.is/utbod.
Söluturn
Til sölu söluturn í austurbæ Reykjavíkur, þjónustar
stóru og góðu hverfi.
Söluturn, grill, Ís, spilakassar góð inniaðstaða og vel
tækjum búin.
Nánari upplýsingar eru veittar:
soluturninn@gmail.com og í síma 663-6000
Veitingastaður í miðbænum
Tælenskur matsölustaður í Lækjargötu til sölu.
Vel tækjum búin. Frábær tækifæri. Gott verð.
Upplýsingar í síma: 776-9570.
Auglýsing um breytingar á
deiliskipulagi í Kópavogi
Digranes. Ástún 6. Breytt deiliskipulag.
Mál nr. 0905148
Í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst f.h. lóðarhafa tillaga SH Hönnunar dags. 14. mars 2012.
Tillagan sem er breyting á deiliskipulagi Ástúns 6, samþykkt í bæjarstjórn 22. janúar 2008 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 2. júní 2008
nær til lóðarinnar við Ástún 6. Svæðið afmarkast af Nýbýlavegi til suðurs, húsagötunnar Ástúns til norðurs, Ástúns 4 til vesturs og
Ástúns 8 til austurs. Í tillögunni er gert ráð fyrir að fjölga íbúðum úr 12 í 14. Lögun byggingarreits breytist og tekur hann frekar mið af
lögun fjölbýlishúsanna við Ástún 4 til 10. Fallið er frá byggingu bílageymslu. Heildarbyggingarmagn og nýtingarhlutfall helst óbreytt.
Bílastæði á lóð verða 21 stæði. Aðkoma að lóð og fyrirkomulag bílastæða breytist. Hámarkshæð húss fer úr 12,7 í 13,5 metra.
Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 15. mars 2012. Nánar um tillöguna vísast
til kynningargagna.
Vatnsendi – Þing. Engjaþing 1-23. Breytt deiliskipulag.
Mál nr. 1204242
Í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst f.h. lóðarhafa tillaga ASK arkitekta, dags. 20. apríl 2012.
Tillagan sem er breyting á deiliskipulagi Þinga samþykkt í bæjarstjórn 24. maí 2005 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 14. júlí 2005 nær til
lóðanna við Engjaþing 1 og 3 og 5-23
Svæðið afmarkast af Þingmannaleið til vesturs, Dalaþingi til suðurs, Engjaþingi til austurs og Ásaþingi til norðurs. Áður samþykkt hús
nr. 5-7 (fjórbýlishús) er fellt út og verður lóðin leiksvæði sem þjónar íbúum Engjaþings 1-23.
Á lóð nr. 1 sem verður lóð nr. 1-3 er gert ráð fyrir fjölbýlishúsi á tveimur hæðum og kjallara. Hæð byggingarreits lækkar um 1 meter og
íbúðum fækkar úr 14 í 12 íbúðir. Bílastæðakjallari er felldur út. Hámarks byggingarmagn er áætlað um 2500 m2. Bílastæði á lóð verða 24.
Á lóð nr. 3 sem verður lóð nr. 5-7 er gert ráð fyrir fjölbýlishúsi á tveimur hæðum og kjallara. Hæð byggingarreits lækkar um 0.8 meter
og íbúðum fækkar úr 14 í 12 íbúðir. Hámarks byggingarmagn er áætlað 2500 m2. Bílastæði á lóð verða 24. Lóðamörk breytast og ein
samnýtanleg aðkoma verður að lóðunum nr. 1-3 og 5-7. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2000 og 1:1000 ásamt skýringar-
myndum og greinargerð dags. 19. apríl 2012. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Vatnsendi – Þing. Vatnsendablettur 4, (Fagrabrekka). Breytt deiliskipulag.
Mál nr. 1205200
Í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst tillaga lóðarhafa Vbl. 4 dags. 8. maí 2012. Tillagan sem er
breyting á deiliskipulagi Þinga samþykkt í bæjarstjórn 24. maí 2005 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 14. júlí 2005 nær til lóðarinnar Vbl. 4
(Fögrubrekku). Svæðið afmarkast af Elliðahvammsvegi til austurs, húsagötunni Fagraþingi til norðurs og Fróðaþingi til suðurs og vesturs.
Í breytingunni felst að gerð er ný íbúðarlóð austan við núverandi byggingu fyrir einbýlishús á einni til tveimur hæðum með innbyggðri
eða stakri bílageymslu á stað þar sem ráðgerð er bílageymsla samkvæmt gildandi skipulagi. Stærð byggingarreitar er 15 x 20 metrar.
Grunnflötur húss er áætlaður 170 m2 og heildarstærð húss 275 m2. Hámarkshæð húss er 7.5 metrar og hámarks vegghæð 6.9 metrar.
Þakform er frjálst. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 19. júní 2012. Nánar
um tillöguna vísast til kynningargagna.
Tillögurnar verða til sýnis á Skipulags- og byggingardeild Kópavogs, Fannborg 6, 2. hæð frá kl. 8:30 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga
og á föstudögum frá 8:30 til 15:00, frá 17. júlí 2012 til 4. september 2012. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu bæjarins,
www.kopavogur.is. Athugasemdir eða ábendingar skulu hafa borist skriflega Umhverfissviði, Skipulags- og byggingardeild eigi síðar en
kl. 15:00 þriðjudaginn 4. september 2012. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni.
Skipulagsstjóri Kópavogs.
Kópavogsbær
Umhverfissvið
Skipulags- og byggingardeild
Breyting á aðalskipulagi
Sveitarfélagsins Álftaness 2005-2024
Lýsing skipulagsverkefnis og verkáætlun
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Álftaness hefur ákveðið
að breyta aðalskipulagsáætlun sveitarfélagsins.
Breytingarnar eru fjórar talsins. (1) Kirkjubrú, stækkun
íbúðarsvæðis, (2) Sveinskot, lagfæring á mörkum
íbúðarsvæðis, (3) fráveita, (4) Hvoll, athafnasvæði.
Nú stendur yfir kynning á drögum að lýsingu, sem
greinir frá forsendum breytinga og hvernig staðið
verður að skipulagsvinnunni í samræmi við 36 gr.
skipulagslaga nr. 123/2010. Drögin eru aðgengileg á
heimasíðu sveitarfélagsins, www.alftanes.is.
Þess er óskað að fá ábendingar eða athugasemdir
við drög að lýsingunni eigi síðar en 1. ágúst n.k.
Skal senda þær á tölvupósti til kiddia@vso.is
eða til Bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Álftaness,
Bjarnastöðum, 225 Álftanesi.
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Save the Children á Íslandi