Fréttablaðið - 14.07.2012, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 14.07.2012, Blaðsíða 44
14. júlí 2012 LAUGARDAGUR24 timamot@frettabladid.is Elskulegur maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, ÁRNI HREIÐAR ÁRNASON húsgagnasmíðameistari, Furugerði 1, Reykjavík, sem lést á heimili sínu þriðjudaginn 3. júlí, verður jarðsunginn frá Seljakirkju mánudaginn 16. júlí kl. 13.00. Jytte Inge Árnason Guðrún Árnadóttir Gísli Grétar Sólonsson Rannveig Árnadóttir Eiríkur Jón Ingólfsson Inga Magdalena Árnadóttir Anna Arndís Árnadóttir Leifur Jónsson og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HARALDAR SIGURÐSSONAR Miðvangi 159, Hafnarfirði. Alexía Margrét Gísladóttir Haukur Þór Haraldsson Bylgja Birgisdóttir Katrín Haraldsdóttir Bjarki Þór Hauksson Birgir Hauksson Haraldur Orri Hauksson Alexía Margrét Jakobsdóttir Finnbogi Jakobsson Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HEIÐUR JÚLÍUSDÓTTIR Víðilundi 24, Akureyri, var kvödd í kyrrþey frá Akureyrarkapellu föstudaginn 6. júlí. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem liðsinntu henni í veikindum hennar og einnig sendum við kærar kveðjur öllum þeim sem minnast hennar með hlýhug. Alda Sigurveig Sigurðardóttir Kristján Gunnarsson Ægir Sigurðsson Alma Vestmann Ásvaldur Sigurðsson Kolfinna Þorfinnsdóttir Herdís Júlía Sigurðardóttir Viggo Reinert Karl Heiðar Sigurðsson Hólmfríður Jóhannsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, MARINÓ SIGURBJÖRNSSON Heiðarvegi 12, Reyðarfirði, lést þann 11. júlí sl. á Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaupstað. Jarðarförin fer fram frá Reyðarfjarðarkirkju laugar daginn 21. júlí kl. 11.00. Margrét Einarsdóttir Steinunn Marinósdóttir Sigurður V. Benjamínsson Einar Marinósson Ólafía K. Kristjánsdóttir Sigurbjörn Marinósson Sigríður St Ólafsdóttir Marinó Már Marinósson Lísa Geirsdóttir Guðný Soffía Marinósdóttir Haraldur Kr. Haraldsson Gauti Arnar Marinósson Hulda Sverrisdóttir afabörn og langafabörn. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug, samúð og vináttu við andlát ástkærs sonar okkar, bróður, mágs og barnabarns, EIRÍKS MUSSIMA QUAN BIRGISSONAR sem lést eftir stutt veikindi 16. júní og var jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 26. júní. Birgir Guðbergsson Sike Quan Jóna Kristín Birgisdóttir Jóhannes Stefánsson Hjálmtýr Birgisson Tinna Rósantsdóttir Gunnar Birgisson Guðbergur Ólafsson Esther Jósefsdóttir Innilegar þakkir færum við þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, sonar, föður, tengdaföður, tengdasonar og afa, SVEINS M. ÁRNASONAR menntaskólakennara, Lindasmára 46, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við starfsmönnum líknardeildar LSH í Kópavogi fyrir einstaka umönnun og hlýju. María Gréta Guðjónsdóttir Guðrún Sveinsdóttir Guðrún Halla Sveinsdóttir Sturla Halldórsson Guðjón Már Sveinsson Hulda Hrafnkelsdóttir Arna Gréta Sveinsdóttir Steinunn Gunnlaugsdóttir Ásgerður og Gunnhildur Sturludætur Ástkær unnusti minn, sonur, bróðir og tengdasonur, BALDUR ÞÓR RÍKHARÐSSON sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut sunnudaginn 8. júlí, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju mánudaginn 16. júlí kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast Baldurs er bent á hjartadeild Landspítalans. Fyrir hönd aðstandenda, Ásta Sigurðardóttir Sigríður Tómasdóttir Guðjón Sverrisson Ríkharður Hólm Sigurðsson Harpa Eggertsdóttir Tómas Waagfjörð Anna Guðný Guðmundsdóttir Sigurður Ingvi Snorrason Edda Björg Eyjólfsdóttir leikkona segir allt gott í fréttum þegar hringt er í hana í tilefni fertugsafmælisins. Spurð hvort það hafi verið þannig síðustu fjörutíu árin svarar hún hress: „Já, meira og minna. Ég get ekki kvartað.“ Edda kveðst hafa fengið leiklistar- bakteríuna í Menntaskólanum í Hamra- hlíð þegar söngleikurinn Rocky Hor- ror var settur á svið. „Magenta í Rocky Horror var fyrsta alvöru hlutverkið mitt, eftir það vissi ég hvað mig lang- aði að gera en hélt því fyrir mig í fyrstu. Markmiðið var samt komið og í hugan- um stefndi ég að því að fara í leiklistar- skólann.“ Edda Björg hefur átt farsælan feril í leiklistinni, þó erfið tímabil hafi líka sýnt sig. „Þegar allt hrundi á Íslandi fékk ég alveg skellinn líka,“ segir hún. „Ég útskrifaðist 1998 og fór strax að leika fyrir Borgarleikhúsið, fyrst í Grease. Það var sumarsöngleikur, ótrú- lega mikið stuð. Svo lék ég í Pétri Pan, Mávahlátri og svona rúllaði þetta næstu sjö árin. Var líka með Leikfélagi Íslands í þeirri frábæru sýningu Stjörnum á morgunhimni sem Magnús Geir leik- stýrði í Iðnó. Árið 2005 færði ég mig í Þjóðleikhúsið og lék þar í hinu og þessu til 2010. Bíddu aðeins, ég ætla að biðja Stebba að lækka aðeins í gítarnum. Ég get ekki hugsað undir þessu lagi, Bridge over Troubled Water – þó það sé ofboðs- lega viðeigandi yfir 40 ára viðtalinu!“ Við eftirgrennslan kemur í ljós að Stebbi er eiginmaðurinn, Stefán Már Magnús- son gítarleikari. Með honum á hún Kol- bein Daða níu ára og nú er annað barn á leiðinni. Árið 2010 kveðst Edda Björg hafa staðið á krossgötum er hún hætti hjá Þjóðleikhúsinu. „Það er erfitt þegar maður veit ekkert hvað við tekur en þá er þroskandi að skapa sér sjálfur tæki- færi. Ég og vinkona mín, Marta Nordal, stofnuðum leikfélag sem heitir Aldrei óstelandi og settum upp Fjalla-Eyvind, síðan höfum við sett upp Sjöundá og höfum hug á að halda áfram að vinna saman. Við erum dálitlir gullgrafarar og höfum gaman af að finna verk sem ekki hafa ratað á fjalirnar í langan tíma. Við eigum svo flottan menningararf og þar leynist margt.“ En snúum okkur að afmælishaldi. „Þar sem afmælisdaginn ber upp á miðju sumri voru mín barnaafmæli oft frekar fámenn. Ég ólst upp hjá ömmu og afa og amma hélt klassískt kökuboð með brauðtertu, perutertu og súkkulaðitertu og allir krakkar voru með rör í flösku. Þegar vídeótæknin kom til skjalanna fékk ég að leigja eina spólu og tók alltaf Mary Poppins. En þegar ég eltist fór ég að kunna að meta þennan dag því þetta er Bastilludagurinn og ég elska Frakk- land svo mikið, vil meina að ég hafi verið þar í fyrra lífi, jafnvel fleiri en einu.“ Það verður því frönsk sveitastemn- ing í afmælinu að þessu sinni hjá Eddu Björgu sem býður bara nánustu vinum og ættingjum. „Partídýrið í mér liggur í dvala um stundarsakir en það er spurn- ing hvort ég haldi ekki vel upp á þessi tímamót á næstu Jónsmessu? Þá getur fólk velt sér allsbert upp úr dögginni og óskað sér.“ gun@frettabladid.is EDDA BJÖRG EYJÓLFSDÓTTIR LEIKKONA: FAGNAR FERTUGSAFMÆLI Í DAG Ábyggilega Frakki í fyrra lífi LEIKKONAN „Þegar vídeótæknin kom til skjalanna fékk ég að leigja eina spólu og tók alltaf Mary Poppins,“ rifjar Edda Björg upp um æskuaf- mælin. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN GERALD R. FORD Bandaríkjaforseti (1913-2006) átti afmæli þennan mánaðardag. „Segðu sannleikann, sýndu dugnað í vinnu og mættu stundvíslega í mat.“ Örn Arnarson, sundkappi úr Sund- félagi Hafnarfjarðar, varð Evrópu- meistari unglinga í 200 metra skrið- sundi þennan dag árið 1999 á EM í Moskvu og með því fyrstur íslenskra sundmanna til að hljóta Evrópumeist- aratitil unglinga. Örn synti á tímanum 1.51,56 mínút- um í úrslitunum og var 14/100 úr sek- úndu á undan næsta keppanda. Hann hafði forystu í sundinu frá upphafi til enda og sigur hans var aldrei í hættu enda var hann með besta skráðan tíma keppenda fyrir mótið. Íslands- met hans í greininni var 1.50,63 mín- útur, það setti hann á EM-unglinga árið 1998, en þá hafnaði hann í öðru sæti. ÞETTA GERÐIST: 14. JÚLÍ 1999 Örn skriðsundmeistari á EM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.