Fréttablaðið - 14.07.2012, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 14.07.2012, Blaðsíða 52
14. júlí 2012 LAUGARDAGUR32 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 14. júlí 2012 ➜ Tónleikar 12.00 KEX Hostel og bandaríska tón- listarstöðin KEXP standa fyrir tónleikum í portinu við KEX Hostel. Fram koma 12 hljómsveitir, þar á meðal Hjálmar, Sudden Weather Change, Sóley, Agent Fresco, Tilbury og Ghostigital. Aðgangur er ókeypis. 15.00 Þór Breiðfjörð spilar á jazz- sumartónleikaröð veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu. Hann flytur dagskrá sem hann nefnir Innileika en tónleikarnir fara fram utandyra á Jómfrúartorginu. Aðgangur er ókeypis. 15.00 Bachsveitin í Skálholti, undir leiðsögn Peters Spissky, leikur tónlist eftir Henry Purcell og Georg Friederich Händel í Skálholtskirkju. Einsöngvarar eru Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Eyjólfur Eyjólfsson tenór. 17.00 Kvartettinn Kvika flytur þjóðlög, sönglög og sálma í sal Kaldalóns í Hörpu. 17.00 Bachsveitin í Skálholti, undir leiðsögn Peters Spissky, leikur tónlist eftir Henry Purcell og Georg Friederich Händel í Skálholtskirkju. Einleikari er Elfa Rún Kristinsdóttir. ➜ Sýningar 15.00 Sýning Ingu Bjarkar Harðardótt- ur, Draumeindir, opnar í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri. 15.00 Sýning Þorgerðar Ólafsdóttur, Happy Endings, opnar í sal Myndlistar- félagsins í Listagilinu á Akureyri. 16.00 Unnur Óttarsdóttir opnar sýningu á skörinni hjá Handverki og hönnun, Aðalstræti 10. Þar sýnir hún nýja myndlista- og skartgripalínu sem kallast Moved by Iceland. ➜ Hátíðir 10.30 Fjölskyldu- og skeljahátíð verður haldin í Hrísey. Dagskrá má finna á heimasíðunni hrisey.net. ➜ Uppákomur 16.00 Gallerí Ágúst býður í sumarboð í tilefni af sýningarlokum sýningarinnar Kosmískir fletir andanna og fimm ára afmælis safnsins. 20.00 Vinnslan #2 verður haldin á Norðurpólnum. Leiklist, dans, tónlist, gjörningar, myndlist, videóverk, inn- setningar, uppistand og fleira í boði. Aðgangseyrir er kr. 1.000. 23.00 Hin árlega sumarstúlkukeppni Hvítahússins og Suðurland FM verður haldin í Hvítahúsinu, í samstarfi við Gallerý Ozone. Hið Alíslenska Stuðla- band fylgir svo gestum inn í sumarnótt- ina með sannkölluðum stórdansleik. Aldurstakmark er 18 ára og miðaverð er kr. 1.000. ➜ Tónlist 12.00 Kári Þormar, organisti Dóm- kirkjunnar í Reykjavík, spilar á tónleik- um Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgríms- kirkju. Fjölbreytt efnisskrá og miðaverð kr. 1.500. Frítt er fyrir Listavini. 21.00 Snorri Helgason spilar á Bar 11. Að tónleikunum loknum tekur DJ við og spilar fram á rauða nótt. Aðgangur er ókeypis. 22.00 KK og Magnús Eiríksson spila á Café Rosenberg. Aðgangseyrir er kr. 2.000. 23.00 Beatur skemmtir á Ob-La-Dí- Ob-La-Da Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. ➜ Markaðir 11.00 Arnar Eggert Thoroddsen, tón- listarmógúll, selur vínylplötur og geisla- diska í garðinum að Auðarstræti 13. Um 10.000 gripir af öllum toga og verð frá 100 krónum upp í 500 krónur. Opið til 17. ➜ Útivist 14.00 Fuglavernd mun leiða fugla- skoðun um friðlandið í Vatnsmýrinni alla laugardaga í sumar. Gangan hefst við Norræna húsið og er þátttaka ókeypis. Sunnudagur 15. júlí 2012 ➜ Tónleikar 15.00 Bachsveitin í Skálholti, undir leiðsögn Peters Spissky, leikur tónlist eftir Henry Purcell og Georg Friederich Händel í Skálholtskirkju. Einsöngvarar eru Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Eyjólfur Eyjólfsson tenór. 16.00 Trio Scandia heldur tónleika í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu. Tríóið er skipað tveimur Íslendingum, Hafdísi Vigfúsdóttur og Kristjáni Karli Bragasyni, og einum Norðmanni, Linn Annett Ernø. Miðaverð er kr. 2.000 en ókeypis fyrir 16 ára og yngri. 17.00 Kvartettinn Kvika flytur þjóðlög, sönglög og sálma í sal Kaldalóns í Hörpu. 20.00 Kammerhópurinn Stilla heldur tónleika á Bergi á Dalvík. Hópurinn er skipaður strengjakvartett og söngv- urum. Yfirskrift tónleikanna er Tónlist frá ýmsum löndum - Rússland, Frakk- land, Ítalía, Svíþjóð, Ísland, Rúmenía og Írland. Miðaverð er kr. 2.500/1.500. ➜ Hátíðir 10.30 Fjölskyldu- og skeljahátíð verður haldin í Hrísey. Dagskrá má finna á heimasíðunni hrisey.net. 13.00 Harmonikuhátíð Reykjavíkur verður haldin í Árbæjarsafni. Margir okkar bestu og þekktustu harmoniku- leikara spila. Allir velkomnir. Uppskriftir á gottimatinn.is H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA HEIMAFRYSTUR JÓGÚRTÍS Búðu til girnilega blöndu af berjum og ávöxtum. Þú getur notað bæði ferskt og frosið hráefni. Blandaðu svo saman 350 g af grískri jógúrt, Gott í matinn frá MS, 100 ml matreiðslurjóma, Gott í matinn frá MS og 1-2 msk hunangi. Helltu blöndunni í íspinnaboxin milli þess sem þú raðar í þau ávöxtum og setur í frystinn. Eftir þrjár klukkutíma slærðu í gegn hjá fjölskyldunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.