Fréttablaðið - 14.07.2012, Blaðsíða 62
14. júlí 2012 LAUGARDAGUR42
PERSÓNAN
Jón Kaldal
Aldur: 44 ára.
Starf: Blaðamaður
og ritstjóri.
Foreldrar: Jón
Kaldal bygginga-
fræðingur (látinn)
og Steinunn K.
Kristinsdóttir, heil-
brigðisritari á Landakoti.
Fjölskylda: Giftur Rögnu
Sæmundsdóttur. Saman eiga þau
tvö börn, Jón Kaldal IV., 16 ára, og
Örnu Kaldal, 13 ára.
Búseta: Njálsgata
Stjörnumerki: Krabbi
Jón er ritstjóri nýs blaðs, Iceland Review
Street Edition, sem kemur út í fyrsta
skipti þann 20.júlí næstkomandi.
„Ég verð á sviðinu í um klukkustund
og fer svo og skemmti mér með
öðrum á hátíðinni eftir það,“ segir
söngvarinn heimsþekkti Ronan
Keating sem treður upp á Þjóðhátíð
í Eyjum um verslunarmannahelgina.
Aðspurður hvort hann þekki til
Þjóðhátíðar svarar hann því neit-
andi. „Ég hef ekki hugmynd um
hvað ég er búinn að koma mér út í,“
segir hann smeykri röddu en fyllist
spenningi þegar blaðamaður segir
honum frá hátíðinni í grófum drátt-
um. „Vúhú! Ég get ekki beðið,“ segir
popparinn sem stígur á svið á sunnu-
dagskvöldinu.
Keating segist ætla að bjóða upp á
bland í poka á tónleikunum. „Ég tek
þessa helstu slagara sem fólk þekk-
ir, eins og Life Is a Rollercoaster og
When You Say Nothing at All,“ segir
hann og tekur fram að tónleikarnir
verði í rokk og ról stíl. „Ég ætla ekki
að fara að taka nein Boyzone-spor á
sviðinu,“ bætir hann við en hann er
þekktastur fyrir að hafa farið fyrir
strákasveitinni á tíunda áratug síð-
ustu aldar.
Það voru ófáar stelpur með her-
bergisveggi sína þakta af myndum
af kauða á árum áður og eflaust bíða
margar þeirra spenntar eftir tæki-
færi til að hitta hann í eigin pers-
ónu. Ekki skemmir fyrir að hinn 35
ára gamli hjartaknúsari er nýlega
orðinn einhleypur, en hann skildi
við konu sína til fjórtán ára í apríl
síðastliðnum. En er hann tilbúinn
að hleypa ástinni inn í líf sitt á ný?
„Ef ég hitti réttu stelpuna er aldrei
að vita,“ segir hann daðurslega og
segist meðvitaður um að íslenskt
kvenfólk sé talið með því fallegasta
í heiminum. Það er því aldrei að vita
nema heppin íslensk stúlka í appel-
sínugulum pollagalla fangi hjarta
Írans í brekkunni.
Þetta verður í þriðja skipti sem
Keating kemur á íslenska grund og
spurður hinnar klassísku spurning-
ar How do you like Iceland? svarar
hann með nokkrum góðum lýsingar-
orðum, þar á meðal brilliant, great
og fantastic. Heimsóknin verður þó
stutt að þessu sinni því hann flýg-
ur til landsins 4. ágúst og burt aftur
þann sjötta. „Ég verð bara að koma
aftur fljótlega,“ segir hann kíminn.
Söngvarinn hefur í nógu að snúast
þessa dagana og gefur út sína fyrstu
sólóplötu frá árinu 2006, Fires, nú í
september. „Fyrsta lagið af plötunni
fer í spilun í næstu viku svo það er
brjálað að gera við að undirbúa
það,“ segir Keating sem var í miðri
myndatöku þegar blaðamaður náði
af honum tali. Í febrúar er svo kvik-
myndin Goddess væntanleg í kvik-
myndahús, en þar reynir Keating
fyrir sér í leiklistinni í fyrsta skipti.
„Það er nýr heimur að opnast fyrir
mér og ég er rosalega spenntur að
sjá hvort ég geti leikið,“ segir hann
hlæjandi og lofar að hann muni þó
alltaf halda áfram að syngja með-
fram leiknum. tinnaros@frettabladid.is
RONAN KEATING: EF ÉG HITTI RÉTTU STELPUNA ER ALDREI AÐ VITA
Einhleypur Ronan Keating
mun djamma á Þjóðhátíð
STUTT HEIMSÓKN Söngvarinn stoppar aðeins á landinu í tvær nætur en hlakkar þó
mikið til komunnar, sérstaklega eftir að blaðamaður sagði honum í grófum dráttum
hverju hann mætti eiga von á í Eyjum. NORDICPHOTOS/GETTY
„Þetta verða átta þættir og fjallað
um eitt til tvö mál í hverjum
þeirra,“ segir Sigrún Ósk Krist-
jánsdóttir fréttakona sem mun
stjórna íslenskum þáttum um
Neyðarlínuna sem verða sýndir á
Stöð 2 í haust.
Þættirnir segja fjölbreyttar
sögur af fólki sem hefur þurft á
aðstoð Neyðarlínunnar að halda.
„Ég læt mér ekki detta í hug að
biðja fólk um að fara út í nein leik-
ræn tilþrif, en að öðru leyti er
þetta svipuð hugmynd og amer-
ísku 911-þættirnir því við notum
upptökur af símtölum og svoleið-
is,“ segir Sigrún Ósk og á þar við
þættina Rescue 911 sem sýnd-
ir voru á árunum 1989 til 1996.
Þættirnir eru ekki fræðsluþættir
en að sögn Sigrúnar fela þeir þó
í sér óbeina fræðslu. „Í símtölun-
um heyrast ráðleggingar neyðar-
varða og í sumum þáttum býður
fagfólk upp á góð ráð,“ segir hún.
Hugmyndin kviknaði fyrst fyrir
þremur árum þegar Sigrún vann
frétt um Skyndihjálparmann árs-
ins. „Það var ung kona sem var
valin það árið og við gerðum mjög
veigamikla frétt um hana,“ segir
hún en fréttin fékk mikil viðbrögð
og sá Sigrún strax að þarna væri
komið efni sem hægt væri að gera
meira úr.
Enn er pláss fyrir fleiri sögur í
þættina og hvetur Sigrún Ósk alla
til að senda sér ábendingar á póst-
fangið sigrunosk@stod2.is. „Mig
langar til dæmis að gera einn þátt
um mikilvægi þess að kenna börn-
um númerið, svo ef einhver þekk-
ir dæmi þar sem börn hafa bjarg-
að málunum þá væri sérstaklega
gaman að heyra af því,“ segir hún.
Helst er hún að leita að málum sem
gerst hafa á síðustu tveimur árum
þar sem erfitt er að nálgast neyð-
arlínusímtöl fyrir þann tíma. - trs
Sigrún Ósk gerir þátt um Neyðarlínuna
NÝR WILLIAM SHATNER Neyðarlínan
byggir á fyrirmynd amerísku þáttanna
Rescue 911 sem stjórnað var af William
Shatner. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
ÚTSALA
ÚTSALA
nú 20% aukaafsláttur
af útsöluvörum.
Hvaða Spirulina ert þú að taka?
Árangur fer eftir gæðum
Lífrænt ofur fjölvítamín náttúrunnar
Næringarupptaka úr Lifestream Spírulína
er meira og nýtist betur en úr nokkru
öðru fæði.
Fullkomið jafnvægi næringarefnanna gefur
einbeitingu, langvarandi náttúrlega orku og er
gott gegn streitu.
Dregur úr ofvirkni, sykurlöngun og sleni.
Styrkir ónæmikerfið, hentar börnum og
fullorðnum.
13 vítamín og 16 steinefni · 18 aminósýrur · Blaðgræna · Omega
GLA fitusýrur · SOD eitt öflugasta andoxunarensím líkamans
Eingöngu lífræn næringarefni tryggja betri upptöku og nýtingu í líkamanum.
Fæst í apótekum, heilsubúðum, Krónunni,
Fríhöfninni og Hagkaup
Hraust og hress
Árangur strax!
www.celsus.is
Súrefnistæmdar umbúðir vernda næringaefnin.
Vottað lífrænt
Sigurjón M. Egilsson
stýrir Sprengisandi
á sunnudags morgnum kl. 10–12
Sprengisandur
kraftmikill þjóðmálaþáttur
„Við tökum öll vinsælustu lögin eins og Í Reykjavíkurborg, Dans dans
dans og Þú og ég,“ segir Helga Möller. Hún stígur á svið Innipúkans
með Jóhanni Helgasyni en holdgervingur diskótímabilsins, Þú
og ég, snýr aftur ásamt Moses Hightower á tíu ára afmæli
tónlistarhátíðarinnar um verslunarmannahelgina.
„Ég er svo ung í anda að ég tek þessum krökkum sem
jafnöldrum mínum en kannski geta þau lært eitthvað af
okkur, reynsluboltunum,“ segir Helga og Jóhann tekur í
sama streng. „Þetta eru ungir krakkar að gera skemmti-
lega hluti og það er gaman að smella saman þessu eldra og
yngra.“
Síðasta plata tvíeykisins kom út árið 1982. „Þá var
diskóbylgjan sem er orðin sígild núna í rénun,“
segir hann.
Afmælishátíðin verður haldin, líkt og
fyrsti Innipúkinn, í Iðnó og er hljómsveita-
val ekki af verri endanum en Ojba Rasta,
Tilbury, Borko, Prinspóló, Oculus, Úlfur
Úlfur, Mammút, Jónas Sigurðsson, Just
Another Snake Cult, Anna Svava, Lay
Low, Ásgeir Trausti og Kiriyama Family
koma fram. Hátíðin nær yfir þrjá daga og
hefst miðasala á mánudaginn á Midi.is.
- hþt
Þú og ég snýr aftur á Innipúkanum
REYNSLUBOLT-
AR Helga og
Jóhann ætla
að sýna
krökkunum
hvernig
á að gera
þetta.