Fréttablaðið - 14.07.2012, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 14.07.2012, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 14. júlí 2012 19 hlutir sem tilheyra lífinu, það þarf ekkert að eyrnamerkja þá,“ segir smiðurinn kæruleysislega. Spurð- ur hvort hann sé alltaf að, svarar hann í álíka tón. „Nei, ég er blóð- latur.“ Á efri hæðinni hefur Erlendur útbúið svalir, bókaherbergi og barnaherbergi með litlum lok- rekkjum og ótal haganlegum hlut- um. „Ég á sex börn og sex barna- börn og þetta er fyrir þau. Svo á ég eftir að ganga frá ýmsu,“ segir hann og sest í stól í einu herberg- inu. Fyrir framan hann er hring- borð með eftirlíkingu af mynstri Valþjófsstaðahurðarinnar. Hér fæst hann til að segja aðeins frá sjálfum sér. „Smíðaáhuginn hefur fylgt mér frá því í gagnfræðaskóla. Pabbi var bátasmiður á Akranesi. Hann smíðaði sér fyrstu frambyggðu trilluna á landinu, þess vegna fékk hann nafnið Magnús frambyggði. Ég fór á sjóinn með honum á þeirri trillu. Svo fór ég í smíðanám hjá honum þegar ég var sextán ára og hef verið við smíðarnar síðan. Fór í Iðnskólann og Handíðaskól- ann, sýndi með Súmurum, ungum myndlistarmönnum á Skólavörðu- holti, Hauki Dór og fleirum, seldi Reykjavík meira að segja eitt verk. Var líka að selja listskreyt- ingar í skóla en það var ekki hægt að lifa á því svo ég fór að byggja hús, teikna og byggja hús, fyrst sumarbústaði, svo veitingahús og fleira. Byggði húsin við Geysi, teiknaði Fjörukrána í Hafnarfirði og skar út fyrir Braga í Eden. Á þessu lifði ég og með þessu gat ég fengið að búa til skreytingar því ég fékk víða lausan tauminn. Svo ákvað ég að hætta að nenna þessu og keypti hér 2003.“ Faðir Ágústu Evu Erlendur er sonur Laufeyjar Jak- obsdóttur, „ömmunnar í Grjóta- þorpinu“ sem þekkt var fyrir sína baráttu fyrir lítilmagnann. Hann á líka fræga dóttur, leikkonuna Ágústu Evu. Eins og fram kemur hér að ofan er hann í góðu sam- bandi við börnin sín og barna- börn og þau eru aufúsu gestir hjá honum í Brimslóð. „Vesturbakkinn hér á Blöndu- ósi er ábyggilega rólegasti bær á landinu,“ segir hann. „Hér býr friðsælt og gott fólk. Svo er ég með kött en hann er alltaf á barnum. Það eru þrír barir hér á vestur bakkanum og hann er kom- inn með sérdisk á einum þeirra!“ 3 4 5 Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér r ét t til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 52 95 6 Allt innifalið – hálft fæði – gisting í íbúð eða bara flug Ótrúlegt tilboð - Allra síðustu sætin til Mallorca í sumar Heimsferðir bjóða nú einstakt tilboð á síðustu flugsætunum til Mallorca 24. júlí í 14 nætur. Þú kaupir 2 flugsæti en greiðir aðeins fyrir 1. Við bjóðum þér fjölbreytta gistingu meðan á dvölinni stendur. Verð kr. 34.950 Flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð 24. júlí í 14 nætur. Netverð á mann. Verð áður kr. 69.900. Verðdæmi fyrir flug og gistingu: Kr. 75.950 á mann m.v. tvo fullorðna og tvö börn á Cala D´Or Park 24. júlí í 14 nætur. Verð á mann m.v. tvo fullorðna í íbúð með einu svefnherbergi kr. 124.950 í 14 nætur. Hotel TRH Jardin Del Mar Frá kr. 83.850 í 2 vikur Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð með einu svefnherbergi. Verð m.v. 2 fullorðna í íbúð kr. 143.650 á mann. 24. júlí í 2 vikur. Aukagjald fyrir hálft fæði kr. 30.400 fyrir fullorðinn og 7.600 krónur fyrir barn. Club Martha´s Frá kr. 128.850 í 2 vikur Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna í studio íbúð. Hotel Amazonas Frá kr. 139.950 í 2 vikur með allt innifalið Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og barn, 2-11 ára, í herbergi. Verð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 159.950 á mann með allt innifalið. 24. júlí í 2 vikur. 2 FYRIR 1 TIL 24. júlí 2 vikur Ót rúle gt en sat t! frá kr. 34.950 Mallorca
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.