Fréttablaðið - 14.07.2012, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 14.07.2012, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 14. júlí 2012 3 Akureyri skólastjóri Oddeyrarskóla Staða skólastjóra við Oddeyrarskóla á Akureyri er laus til umsóknar. Oddeyrarskóli er heildstæður grunnskóli og eru nemendur um 200. Starfsmenn eru 46 og hlutfall fagmenntaðra kennara 100%. Menntunarkröfur: • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunn- skóla. • Framhaldsmenntun í stjórnun menntastofnanna æskileg. • Menntun á sviði reksturs æskileg. Hæfniskröfur: • Frumkvæði og samstarfsvilji. • Góðir skipulagshæfileikar. • Lipurð og færni í samskiptum. • Að vera reiðubúinn til að leita nýrra leiða í skóla- starfi. • Áhugi og reynsla til að leiða þróunarstarf. • Sveigjanleiki og víðsýni. • Áhugi á starfsþróun. • Reynsla af starfi í skólum. • Reynsla af störfum á sviði stjórnunar og reksturs er æskileg. Umsókninni skal fylgja greinargóð skýrsla um störf umsækjanda og menntun, stjórnunarreynslu og hver þau verkefni sem hann hefur unnið að og varpað geta ljósi á færni hans til að sinna starfi skólastjóra. Þá skal fylgja umsókninni greinargerð um hugmyndir umsækjanda um starfið og hvernig hann sér starfsemi Oddeyrarskóla þróast undir sinni stjórn. Ráðið verður í stöðuna frá og með hausti 2012. Vísað er til ítarlegri auglýsingar á www.akureyri.is. Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum á heimasíðu Akureyrarbæjar: www.akureyri.is Tekið verður tillit til samþykktar bæjarstjórnar Akureyrar um jafnréttismál við ráðningu í starfið. Umsóknarfrestur er til og með 25. júlí 2012 Au pair í Englandi Íslensk/bresk þriggja barna fjölskylda í Norwich óskar eftir duglegri, skemmtilegri og barngóðri au pair frá ágúst til 15. desember. Gert er ráð fyrir 30 tíma vinnuviku. Viðkomandi verður að vera 18 ára eða eldri og sýna frumkvæði í starfi. Nánari upplýsigar gefur Lísa Richter (lisalalli@tiscali.co.uk). Umsóknir sendist á sama netfang. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR/ SNYRTIFRÆÐINGAR 70% framtíðarstaða laus hjá lækningafyrirtæki. Starfið hefst í síðasta lagi 1. sept. og æskilegt er að viðkomandi sé ekki bundinn öðru starfi til að geta nýtt sér flexmöguleika. Mjög sjálfstætt reyklaust starf m.a. með börn. Ferill sem greinir í tímaröð menntun, starfsreynslu og fjarvistir ásamt upplýsingum um tölvureynslu (nauðsynleg), persónu- og fjölskyldu- hagi, launakröfur, hvers vegna starfshlutfallið henti og meðmælendur auk valupplýsinga svo sem veikinda- upplýs. óskast strax á starfsumsokn@gmail.com. ÍS LE N SK A S IA .IS I C E 6 04 47 0 7/ 12 Forstöðurmaður á heimili fatlaðs fólks Grindavíkurbær óskar eftir að ráða forstöðumann á heimili fatlaðs fólks í Grindavík. Um er að ræða 100% starf. Forstöðumaður heyrir undir sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs. Ábyrgðarsvið: • Faglegt starf og þjónusta • Rekstur • Áætlanagerð • Starfsmannahald • Samskipti við þjónustunotendur, aðstandendur og samstarfsaðila Menntunar- og hæfniskröfur: • Þroskaþjálfun eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi • Reynsla og þekking á málefnum fatlaðs fólks • Reynsla af stjórnun og starfsmannahaldi æskileg • Góðir samskiptahæfileikar • Góðir skipulagshæfileikar • Jákvæðni og sjálfstæð vinnubrögð Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi sveitarfélag. Karlar, jafnt sem konur, eru hvattir til að sækja um starfið. Nánari upplýsingar eru veittar af Guðnýju Sigfúsdóttur í síma 660-7303 og Nökkva Má Jónssyni í síma 420-1100. Umsókn- um með upplýsingum um menntun og starfsferil skal skilað rafrænt á netfangið nmj@grindavik.is. Umsóknarfrestur er til og með 31. júlí 2012. Æskilegt er að nýr forstöðumaður geti hafið störf eigi síðar en 1. september nk. SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 www.hagvangur.is Löggiltur endurskoðandi Upplýsingar veita:Katrín S. Óladóttir katrin@hagvangur.is Þórir Þorvarðarson thorir@hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 7. ágúst nk. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is PwC óskar eftir að ráða löggiltan endurskoðanda til starfa á skrifstofu félagsins á Akureyri. Verkefni hans eru á sviði endurskoðunar, reikningsskila og skattamála og starfinu fylgja mikil samskipti við viðskiptavini. Náin samvinna er á milli skrifstofu PwC á Akureyri og Húsavík og saman þjóna þær fjölbreyttum viðskiptavinahópi félagsins á Norður- og Austurlandi. Leitað er að framsæknum og dugmiklum einstaklingi sem hefur áhuga á að starfa í öflugu þekkingarsamfélagi PwC víðs vegar um heiminn. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Allar fyrirspurnir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. PwC á Íslandi er framsækið og traust fyrirtæki á sviði endurskoðunar, reikningsskila, fyrirtækjaráðgjafar, skatta- og lögfræðiráðgjafar. Sjá nánar á www.pwc.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.