Fréttablaðið - 14.07.2012, Blaðsíða 24
KYNNING − AUGLÝSINGEldvarnir & öryggisbúnaður LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 20122
SÆKTU UM LEYFI FYRIR VARÐELDINUM
Það er ekki margir sem að vita að sækja þarf um
leyfi hjá lögreglunni áður en kveiktur er varðeldur.
Uppfylla þarf skilyrði fyrir að mega kveikja varðeld
en þau eru lykilatriði fyrir öruggt bál. Skilyrðin eru
þau að eldstæðið skal varið með óbrennanlegu
efni svo tryggt sé að eldur breiðist ekki út og
það þarf að vera einn ábyrgðarmaður sem passar
upp á að það stafi ekki hætta af varðeldinum.
Hann þarf einnig að ganga frá að brennu lokinni.
Ábyrgðarmaðurinn þarf auk þess að passa upp
á að það sé einungis brennt efni sem leyfilegt er
að brenna samkvæmt reglugerð. Fleiri skilyrði eru
fyrir því að mega kveikja varðeld sem vert er að
kynna sér. Sjá nánar á Logreglan.is.
Guðmundur Gunnarsson hjá Mannvirkjastofnun hefur starfað við eldvarnamál frá
1982 og veit því meira en margur
um brunavarnir fyrir ýmsar gerð-
ir húsa.
Sumarhús
Hvað reglur snertir segir Guð-
mundur sumarhús lúta sömu kröf-
um og hefðbundin íbúðarhús þó
ólík séu. „Gas er almennt notað í
sumarhúsum og af því getur stafað
hætta. Því er mikilvægt að vera með
gasskynjara og tryggja að lagnir séu
í lagi. Góð loftun er mikilvæg þar
sem logandi gas brennir súrefn-
inu í rýminu sem getur verið lífs-
hættulegt. Þetta hefur gerst í litlum
fjallaskálum og minni húsum þar
sem gas hefur verið notað til upp-
hitunar.“
Nauðsynlegt er að huga vel að
reykskynjurum í húsum sem eru
óupphituð þar sem frost getur vald-
ið skemmdum á skynjaranum. Best
er að athuga þá að vori ár hvert. Ef
frost er í húsunum er nauðsynlegt
að hafa dufttæki þar sem þau þola
frost, önnur tæki eiga á hættu að
skemmast við slíkar aðstæður.
Á svefnlofti þarf að vera neyðar-
útgangur. „Í nýrri húsum er skylda
að hafa neyðarútganga, til dæmis
stóran opnanlegan glugga, en mörg
eldri hús eru án þeirra. Oft eru börn
látin sofa á slíkum loftum. Gott er
að leyfa þeim að leika sér að fara
inn og út um gluggann, svo þau
kunni á hann komi upp hættu-
ástand. Ef þeim hefur til dæmis
verið bannað að opna slíka glugga
gætu þau litið fram hjá honum
þegar á þarf að halda.“
Ferðahýsi
Ferðahýsi eru f lest gerð úr auð-
brennanlegum efnum sem brenna
á örskotsstundu komi upp eldur.
Opinn eld ber því að umgangast af
sérstakri varúð og virðingu. „Mik-
ilvægt er að gaslagnir séu í lagi og
yfirfarnar reglulega. Auðvelt er að
athuga leka á samskeytum og lögn-
um. Sérstöku efni eða sápuvatni er
sprautað á lagnir þegar þrýsting-
ur er á kerfinu. Ef leki er til stað-
ar þá koma loftbólur í ljós. Nefið
nemur líka gaslykt mjög auðveld-
lega.“ Nauðsynlegt er að hafa gas-
skynjara í hýsum sem nota gas inn-
andyra. Slökkvitæki og eldvarnar-
teppi ættu líka að vera meðferðis í
slíkum húsum.
Spurður um hvað almennt ætti
að hafa í huga við eldvarnir ferða-
hýsa segir Guðmundur að fólk ætti
að fara varlega, bera ábyrgð á sjálfu
sér og bera virðingu fyrir eldinum.
„Mun auðveldara er að koma í veg
fyrir að eldur kvikni en að slökkva
hann.“
Eldvarnir í fríinu
Guðmundur Gunnarsson, sviðsstjóri eldvarnasviðs Mannvirkjastofnunar,
segir að mörgu að hyggja þegar kemur að eldvörnum sumarhúsa og ferðahýsa.
Guðmundur Gunnarsson hefur starfað við eldvarnamál frá árinu 1982 og veit því ýmis-
legt um brunavarnir í sumarhúsum og ferðahýsum. MYND/VALLI
Eldvarnarpakki 1
Tilboðsverð í netverslun
14.668 kr.
Sími 570 2400 · oryggi.is
Stöndum vaktina allan sólarhringinn
Eldvarnarpakkar
í miklu úrvali fyrir heimili og fyrirtæki
Þú færð
öryggis- og
velferðarvörurnar
á oryggi.is
Tilvalið í bílinn eða
ferðavagninn
Eldvarnarpakki 2
Tilboðsverð í netverslun
20.937 kr.
Eldvarnarpakki 3
Tilboðsverð í netverslun
13.398 kr.
Eldvarnarpakki 4
Tilboðsverð í netverslun
7.205 kr.
Eldvarnarpakki 5
Tilboðsverð í netverslun
14.177 kr.
ÁRMÚLA 42, 108 REYKJAVÍK, SÍMAR 553 4236 & 553 5336, glofaxi@simnet.is, www.glofaxi.is
Eldvörn er nauðsyn
ELDVARNARHURÐIR
Rennihurðir - gönguhurðir