Fréttablaðið - 14.07.2012, Blaðsíða 18
14. júlí 2012 LAUGARDAGUR18
Ég tók enga opinbera styrki og var ekkert í sambandi við Húsafriðunarnefnd en
ég gæti fengið styrki ef ég bryti allt utan af húsinu, klæddi það innan með gifsi og
tæki kvistinn af. Þetta er eins og ljótur fótboltaleikur, hrindingar og spark í bakið
og ef maður kallar á dómarann þá er manni vísað af velli.
E
rlendur Magnússon
er að koma úr sundi
á hjólinu sínu þegar
blaðamaður og ljós-
myndari renna í
hlað. Húsið hans er
elsta íbúðarhús Blönduóss og
útskorinn gluggaumbúnaður og
skúlptúrar í garðinum eru til
vitnis um áhugamál húsbónd-
ans. Það eru einmitt áhugamál
hans og iðja sem okkur langar að
mynda og segja frá. En honum
liggur mikið á hjarta.
Burt með 25 tonn af brunnu efni
„Þetta hús brann árið 1999 og var
búið að standa brunnið í fjögur ár
þegar ég keypti það 2003. Ég var
að leita mér að lóð undir högg-
myndagarð og leist vel á þessa
en þá fylgdi henni brunarúst. Ég
keyrði burt 25 tonn af brunnu efni
innan úr húsinu og hreinsaði upp
þá burðarviði sem eftir stóðu en
húsið hékk uppi á þeim og góðri
múrhúð sem hafði verið sett utan
á það 1940. Áður en ég keypti var
mér sagt að ég mætti byggja hér
vinnustofu en þegar ég var búinn
að byggja upp var ég svikinn. Ég
má ekki hafa vinnustofu á lóðinni,
ekki heitan pott, ekki fuglaskoð-
unarhús, ekki neitt. Nú snýst allt
um að ná lóðinni af mér en hún er
búin að fylgja þessu elsta íbúðar-
húsi bæjarins í 130 ár. Eftir að ég
var búinn að endurbyggja húsið
vildu bæjaryfirvöld viðhalda því
eins og það hafði verið. Ég tók
enga opinbera styrki og var ekk-
ert í sambandi við Húsafriðun-
arnefnd en ég gæti fengið styrki
ef ég bryti allt utan af húsinu,
klæddi það innan með gifsi og
tæki kvistinn af. Þetta er eins og
ljótur fótboltaleikur, hrindingar
og spark í bakið og ef maður kall-
ar á dómarann þá er manni vísað
af velli.“
Allt útskorið
Að svo mæltu býður Erlendur í
bæinn. Þar er margt að skoða.
Inn eftir ganginum tekur hvert
útskorna listaverkið við af öðru.
„Ég kalla þetta ekki listaverk og
signera þau aldrei. Þetta eru bara
Byggt upp úr brunarústum
Erlendur Finnbogi Magnússon er einn reyndasti hönnuður og handverksmaður landsins og verk hans má sjá víða.
Gunnþóra Gunnarsdóttir og Gunnar V. Andrésson ljósmyndari heimsóttu þennan hagleiksmann á vesturbakka Blöndu.
1. Borðstofan Á neðri hæðinni er þessi huggulega stofa en
eldhúsið er ekki bara notað fyrir eldamennsku heldur líka
smíðar.
2. Hurð í Mjölni Einn af nýlegum smíðisgripum Erlends
er hurð í líkamsræktarstöðinni Mjölni sem dóttir hans og
tengdasonur eiga.
3. Kósýhorn Þetta hlýlega horn er í holinu á efri hæð.
4. Við Valþjófsstaðaborðið „Ég fór í Iðnskólann og Hand-
íðaskólann, sýndi verk með Súmurum, ungum myndlistar-
mönnum á Skólavörðuholti.“
5. Sjónvarpshægindi Öll húsgögn bera hagleik húsbóndans
vitni.
BRIMSLÓÐ Erlendur vinnur ekki bara úr tré heldur líka járni eins og ýmsir skúlptúrar á lóðinni bera vott um. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
1
2