Fréttablaðið - 14.07.2012, Blaðsíða 8
14. júlí 2012 LAUGARDAGUR8
SLYS Stundum heyrum við látlaus-
ar fréttir um bruna í einbýlishús-
um og hvernig slökkviliðinu hafi
tekist greiðlega að slökkva eld-
inn. Stundum vantar þó drama-
tískan kafla í slíkar fréttir þar
sem nágrannar leggja líf og limi
að veði.
Þetta var reyndin þegar eldur
kom upp í tveggja hæða íbúð-
arhúsi í Sel-
brekku í Kópa-
vogi aðfaranótt
6. júlí síðast-
liðinn. Þegar
slökkviliðið
kom að höfðu
þeir Erling-
ur Snær Erl-
ingsson og Jón
Gunnar Krist-
insson þegar
ráðið niðurlögum eldsins.
„Konan mín vakti mig um
klukkan hálf þrjú og sagði að
það væri hús að brenna skáhallt
fyrir neðan okkur,“ rifjar Erling-
ur Snær upp. Hann brá sér í brók
og hljóp út meðan hún hringdi á
neyðarlínuna. Þá þegar hafði Jón
Gunnar tekið garðslöngu sína og
byrjað að buna á eldinn sem var
á efri hæð en hægt var að standa
þar á sólpalli sem eldtungur náðu
ekki til. Þegar Erlingur Snær
kom að sprungu rúður og eldur-
inn endurnærðist af súrefninu
sem hann náði þar með í. Þeir
vissu ekki hvort einhver væri
inni á efri hæðinni en svo reynd-
ist ekki vera. Par var á neðri hæð
en það komst út af eigin ramm-
leik. „Þegar ég sé manninn með
slönguna fer ég að velta fyrir mér
hvernig ég gæti komið að liði svo
ég lít í kringum mig og sé þá fljót-
lega lokaðan heitapott. Ég lyfti
lokinu og þar eru þá 800 lítrar af
kraftaverki. Þá er það að finna
eitthvað til að bera það með en þá
sá ég keramikpott með steinum
sem ég hvolfdi og þá var ég kom-
inn í gagnið.“
Meðan tvímenningarnir stóðu
í ströngu áttuðu þeir sig ekki
hvor á öðrum. „Þegar ég er búinn
að fara nokkrar ferðir heyri ég
hvatningaróp frá manninum með
garðslönguna og átta mig þá á því
að þar er vinur minn Jón Gunnar
á ferð,“ segir Erlingur Snær.
Skömmu síðar koma tveir lög-
regluþjónar á vettvang. „Lög-
reglumaður hrópar „komið ykkur
frá, þið eruð í stórhættu,“ en við
vorum búnir að sjá árangurinn af
þessu hjá okkur svo við sögðum
honum bara að koma og leggja
okkur lið því þetta væri að klárast
og lögregluþjónninn gerði það.“
Erlingur Snær var sendur undir
læknishendur að björgunarstarfi
loknu og svaf ekkert um nóttina
og segist hafa komið úfinn og
þjakaður til vinnu um morgun-
inn. Eigendur íbúðarinnar verð-
launuðu svo tvímenninganna
með gjafakorti á Hótel Rangá þar
sem þeir geta dvalið með spúsum
sínum og borðað eins og keisar-
ar. „Það var rausnarlega gert hjá
þeim en vænst þótti mér um faðm-
lagið sem ég fékk og hjartahlýjar
þakkirnar,“ segir Erlingur.
jse@frettabladid.is
Stukku til þegar þeir sáu
hús nágrannans brenna
Nágrannar unnu þrekvirki þegar tveggja hæða íbúðarhús brann í Kópavogi í síðustu viku. Þegar annar kom
að sprungu rúður og eldtungur stóðu út. Vatn úr heitum potti var meðal þess sem notað var við slökkvistarfið.
VIÐSKIPTI Margrét Guðmundsdótt-
ir, forstjóri Icepharma hf., hefur
verið kjörin formaður stjórnar
N1. Margrét hefur setið í stjórn
N1 í eitt ár.
Aðrir í stjórn N1 eru Þór
Hauksson varaformaður, Helgi
Magnússon, Hreinn Jakobsson og
Kristín Guðmundsdóttir. Í vara-
stjórn eru Jóhann Hjartarson og
Kristinn Pálmason.
Þá hafa orðið forstjóraskipti
í fyrirtækinu, Hermann Guð-
mundsson er hættur og Eggert
Benedikt Guðmundsson er sestur
í stól forstjóra.
Mannabreytingar hjá N1:
Margrét er for-
maður stjórnar
1. Í hverju keppa fyrstu tvær kon-
urnar sem Sádi-Arabar leyfa að
fara á Ólympíuleikana?
2. Hvað heitir eigandi plötuútgáf-
unnar Record Records?
3. Hvert er listamannsnafn
Sigurðar Hlöðverssonar?
SVÖR
SAMFÉLAGSMÁL Ungir jafnaðar-
menn standa fyrir minningarat-
höfn vegna voðaverkanna í Útey
við Minningarlundinn í Vatnsmýr-
inni í Reykjavík á morgun.
Þá verður ár liðið frá voðaverk-
unum í Útey og Ósló þar sem fjöl-
margir ungliðar úr norska Verka-
mannaflokknum létu lífið.
Minningarathöfn fer einnig
fram í Noregi en Guðrún Jóna
Jónsdóttir, formaður Ungra jafnað-
armanna, verður fulltrúi íslensku
samtakanna í minningarathöfn
sem haldin verður í Útey. - ktg
Ungir jafnaðarmenn:
Minnast voða-
verkanna í Útey
KOMINN Á KRANANN Vinnudagurinn eftir slökkvistarfið var erfiður hjá Erlingi Snæ
en ljósmyndari náði honum í gær útsofnum, óbrunnum og hressum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
JÓN GUNNAR
KRISTINSSON
Lögreglumaður
hrópar „komið ykkur
frá, þið eruð í stórhættu,“
en við vorum búnir að sjá
árangurinn af þessu hjá okkur
svo við sögðum honum bara
að koma og leggja okkur lið
því þetta væri að klárast og
lögregluþjónninn gerði það.
ERLINGUR SNÆR ERLINGSSON
MEXÍKÓ Þrír hafa verið hand-
teknir í kjölfar fundar tveggja
vandaðra jarðganga á landa-
mærum Bandaríkjanna og
Mexíkó. Samtímis fundust 14,5
kg af metamfetamíni. Í göng-
unum er lýsing og loftræsting
og er talið að gerð hvorra um sig
hafi kostað jafngildi 200 millj-
óna íslenskra króna.
Inngangur annarra ganganna
er undir handlaug í lagerbygg-
ingu í Tijuana í Mexíkó. Inn-
gangur hinna er í fyrirtæki sem
framleiðir ís í San Luis Color-
ado í Mexíkó. Göngin eru á 16 m
dýpi, 200 m löng og þiljuð með
krossvið. Yfir 150 göng hafa
fundist milli Mexíkó og Banda-
ríkjanna frá 1990, flest einföld
og þröng. - ibs
Smyglarar afhjúpaðir:
Lúxusjarðgöng
fyrir fíkniefni
1. Júdó og 800 metra hlaupi.
2. Haraldur Leví Gunnarsson.
3. Siggi Hlö.
SKIPULAGSMÁL Áframhaldandi
umræður um Austurvöll eru af hinu
góða, en eru þó ekki nýjar af nál-
inni heldur hefur skipulag þar stað-
ið yfir í 26 ár. Þetta segir Dagur B.
Eggertsson, formaður borgarráðs, í
samtali við Vísi í gær.
Hann fagnar umræðum um
málið, en Fréttablaðið greindi
frá því í gær að Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir, forseti Alþingis,
væri andvíg verðlaunatillögunni
um hótel á svæðinu. „Við verðum að
tryggja það að sýndur verði metnað-
ur við skipulagningu á Landssíma-
reitnum,“ segir Dagur.
„Í raun er
ekki miklu bætt
við. Það er fyrst
og fremst verið
að breyta þeirri
starfsemi sem
er í þessu húsi.
Í staðinn fyrir
skrifstofugard-
ínur í Lands-
símahúsinu
koma hótelgard-
ínur. Og í staðinn fyrir líflausan
skrifstofuvegg sem snýr út að Aust-
urvelli er gert ráð fyrir opnum veit-
ingastað á jarðhæð,“ segir Dagur.
Hann furðar sig á áhyggjum Ástu
Ragnheiðar af skuggamyndunum á
Alþingisreitinn, eins og hún greindi
frá í gær, og bendir á að Alþingi sé
sjálft með metnaðarfull áform um
uppbyggingu á skrifstofuhúsnæði.
„Þessar byggingar sem eru á
Landssímareitnum eru norðanmeg-
in við Alþingisreitinn. Þegar sólin
skín úr suðri munu nýbyggingarn-
ar sem Alþingi sjálft hefur fengið
leyfi fyrir varpa skugga á hótelið,
ekki öfugt.“
Þá segir Dagur að opnir fundir
verði haldnir í lok ágúst eða byrjun
september um málið. - þeb
Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, fagnar umræðu um skipulagsmál:
Alþingi mun skyggja á hótelið
DAGUR B.
EGGERTSSON
VEISTU SVARIÐ?
www.volkswagen.is
Volkswagen atvinnubílar
Góðir
vinnufélagar
Til afgreiðslu strax
Atvinnubílar
Glæsilegt úrval fr
ábærra
vinnuþjarka við a
llra hæfi
Kynning við verslun Bauhaus
milli kl. 12-17 í dag laugardag.