Fréttablaðið - 14.07.2012, Blaðsíða 56
14. júlí 2012 LAUGARDAGUR36
sport@frettabladid.is
ÍSLENSKA KARLALANDSLIÐIÐ Í GOLFI er nánast úr leik í baráttunni um að komast á EM í golfi.
Annar dagurinn hjá liðinu í undankeppni EM gekk ekki nógu vel og íslenska liðið er nú tólf höggum á eftir
Portúgölum en liðin voru jöfn eftir fyrsta daginn. Þrjú efstu liðin fara áfram en Ísland er í fjórða sæti.
Við höfum stundum
beðið með rútuna
niðri á bryggju. Það hefur
enginn komið. Það vildi eng-
inn koma í land.
PÁLL MARGEIR SVEINSSON
ÞJÁLFARI SNÆFELLS
Borgunarbikar kvenna:
Þór/KA - Fylkir 2-1
1-0 Tahnai Annis (69.), 1-1 Lovísa Sólveig Erlings-
dóttir (77.), 2-1 Katrín Ásbjörnsdóttir (89.).
Afturelding - KR 1-2
Valur - FH 6-0
1-0 Elín Metta Jensen (31.), 2-0 Laufey Björns-
dóttir (44.), 3-0 Dóra María Lárusdóttir (46.), 4-0
Elín Metta Jensen (82.), 5-0 Svava Rún Hermanns-
dóttir (90.), 6-0 Elín Metta Jensen (90.+3).
Breiðablik - Stjarnan 1-3
1-0 Guðrún Arnardóttir (12.), 1-1 Gunnhildur Yrsa
Jónsdóttir (20.), 1-2 Harpa Þorsteinsdóttir (22.),
1-3 Harpa Þorsteinsdóttir (83.)
1. deild karla:
BÍ/Bolungarvík-ÍR 2-1
1-0 Andri Rúnar Bjarnason (32.), 2-0 Andri Rúnar
Bjarnason (54.), 2-1 Alexander Kostic (63.).
Upplýsingar að hluta frá urslit.net.
ÚRSLIT
FÓTBOLTI Enski knattspyrnumaður-
inn John Terry var í gær sýknað-
ur af ásökunum um kynþáttaníð í
garð mótherja síns Antons Ferdin-
and. Auk þess sem Terry var sýkn-
aður hrósaði dómarinn Ferdinand
fyrir hugrekkið sem hann þótti
sýna við að hafa fylgt málinu eftir.
Terry átti að hafa látið ljót orð
falla um Ferdinand í viðureign
QPR og Chelsea í ensku úrvals-
deildinni í október síðastliðnum.
Ákveðið var að fresta því að
rétta í málinu þar til að loknu Evr-
ópumótinu í knattspyrnu. Engu
að síður var Terry settur af sem
fyrirliði enska landsliðsins. Enska
knattspyrnusambandið hefur ekki
tekið ákvörðun um hvort það taki
málið upp. - ktd
Loksins niðurstaða í kynþáttafordómamáli Terry:
Terry slapp með skrekkinn
Vertu með
Ljósmyndasamkeppni Fréttablaðsins
Taktu þátt í ljósmyndakeppni Fréttablaðsins um íþróttir.
Sendu inn þína mynd sem tengist íþróttum með einum eða
öðrum hætti og þú getur unnið miða fyrir tvo til Evrópu!
Skilafrestur á mynd er til klukkan tólf á hádegi þann
18. júlí. Vinningsmyndin verður á forsíðu helgarblaðsins
þann 21. júlí og sigurvegarinn fær að auki tvo flugmiða til
einhvers af áfangastöðum WOW Air. Annað og þriðja sæti
fá miða fyrir tvo í Borgarleikhúsið.
Sendu inn mynd á ljosmyndakeppni@frettabladid.is
FÓTBOLTI Snæfell frá Stykkishólmi
hafði ekki teflt fram knattspyrnu-
liði síðan árið 2008 er þeir ákváðu
að taka slaginn í sumar. Þeir gerðu
sér grein fyrir því að sumarið yrði
erfitt enda fámennur mannskapur
og lítil reynsla í liðinu.
„Nei, ég held það sé nú ekkert
farið hitna undir mér,“ sagði þjálf-
ari liðsins, Páll Margeir Sveinsson,
léttur. Páll er aðalsprautan á bak
við stofnun liðsins og heldur því
gangandi.
„Við vissum alltaf að þetta
yrði erfitt sumar en ég vildi fara
af stað núna en upphaflega átti
að fara í gang næsta sumar. Það
þurfti að byrja einhvers staðar.“
Knattspyrnustrákar úr Hólmin-
um eru að spila með Víkingi Ólafs-
vík og Grundarfirði. Það er því
ekki úr miklum mannskap að spila
en Páll og félagar ætla að reyna að
byggja upp lið í Hólminum í róleg-
heitum.
„Það eru meira og minna ung-
lingar í þessu liði. Nokkrir á milli
þrítugs og fertugs en sá elsti er 46
ára og er að spila 90 mínútur í leik.
Yngsti leikmaðurinn okkar er aftur
á móti þrettán ára.“
Eitt helsta vandamál Páls er að
smala í lið fyrir leiki en það hefur
komið fyrir að Snæfell mæti bara
með ellefu eða tólf manna hóp.
„Strákarnir taka stundum sveig
í bænum ef þeir vita að ég er að
koma til þess að biðja þá um spila.
Þetta er því ekki alltaf auðvelt en
það hafa verið meiri afföll en ég
átti von á,“ sagði Páll en það koma
líka stundum strákar úr Reykja-
vík í leiki liðsins.
„Svo er búinn að vera grá-
sleppuvertíð og hún er búin að
fara illa með okkur. Við höfum
stundum beðið með rútuna niðri á
bryggju áður en við förum í leik.
Það hefur enginn komið. Það vildi
enginn koma í land. Þeir hafa lík-
lega komið um leið og rútan var
farin.“
Á æfingum liðsins eru sex til
fjórtán leikmenn að staðaldri.
Þeir sem búa í bænum mæta ekki
á æfingar sem eru þrisvar í viku
og svo einn leikur.
„Ég var að gæla við að töpin
yrðu ekki með meira en sex til sjö
mörkum. Það eru gríðarlega sterk
lið í þessum riðli og menn í liðum
andstæðinganna sem hafa spilað
í sterkum liðum,“ sagði Páll en
eitt helsta vandamálið er skortur
á markverði. Það er nánast aldrei
sami maður í marki og stundum
hafa þrír leikmenn staðið í mark-
inu sama leikinn.
„Liðin hafa gengið á lagið gegn
okkur og raðað inn mörkum. Við
höfum ekki náð að skipuleggja
okkur nógu vel varnarlega. Það
er nánast þannig að sá sem dreg-
ur stysta stráið stendur í markinu.
Við erum samt líklega komnir með
mann í markið núna sem verður
þar áfram. Hann er reyndar bara
15 ára gamall.“
Páll Margeir er menntaður þjálf-
ari með UEFA B-gráðu og hefur
þjálfað lengi. Hann segir marga
efnilega leikmenn vera í Hólmin-
um sem eigi eftir að skila sér í liðið.
„Langtímamarkmiðið okkar er
að koma upp liði í bænum sem verði
áfram næstu árin. Það er vont að
hafa engan fótbolta í bænum,“ sagði
Páll en hann neitar að leggja árar
í bát.
„Við erum ekkert af baki dottnir.
Við eigum tvo heimaleiki í röð núna
og svo er félagsskiptaglugginn að
opna. Það er í það minnsta einn á
leiðinni og vonandi fleiri. Það skipt-
ir samt ekki aðalmáli. Aðalmálið er
að fá menn til þess að mæta í leik-
ina.“ henry@frettabladid.is
Grásleppan hefur verið
að fara illa með okkur
3. deildarlið Snæfells er lélegasta lið íslensku deildarkeppninnar í ár. Liðið er
búið að tapa öllum sínum leikjum, ekki skorað mark og fær á sig rúmlega 15
mörk í leik. Yngsti leikmaður liðsins er 13 ára og sá elsti 46 ára.
ÞUNGUR RÓÐUR Páll Margeir messar hér yfir sínum mönnum. Hann er ekki af baki
dottinn og ætlar að styrkja liðið í félagsskiptaglugganum. MYND/ÞORSTEINN EYÞÓRSSON
Sumarið hjá Snæfelli
Leikir: 10
Sigrar: 0
Jafntefli: 0
Töp: 10
Mörk skoruð: 0
Mörk fengin á sig: 155
Mörk fengin á sig að meðaltali: 15,5
Leikir Snæfells í deild í sumar:
gegn Þrótti: 0-12
gegn Hvíta Riddaranum: 0-9
gegn Víði: 16-0
gegn Grundarfirði: 0-6
gegn Kára: 9-0
gegn Þrótti Vogum: 17-0
gegn Hvíta Riddaranum: 24-0
gegn Víði: 0-12
gegn Grundarfirði: 19-0
Snæfell spilaði einn bikarleik:
gegn Haukum: 0-31
FÓTBOLTI Stjarnan, Valur, Þór/KA
og KR tryggðu sig í gærkvöld inn
í átta liða úrslit Borgunarbikars
kvenna.
Stórleikur kvöldsins var í Kópa-
vogi þar sem Íslandsmeistarar
Stjörnunnar unnu sanngjarnan
sigur á Blikum eftir að hafa lent
marki undir í leiknum.
Framlengingu þurfti til að fá
úrslit hjá Aftureldingu og KR.
Afturelding jafnaði undir lokin og
tryggði sér framlengingu en KR-
stúlkur létu það ekki á sig fá og
kláruðu leikinn með stæl.
Dregið verður í undanúrslit
karla- og kvenna á mánudag.
- hbg
Átta liða úrslit Borgunarbikar kvenna í gær:
Stjarnan skellti Blikum
GLEÐI Stjörnustúlkur fagna marki Gunn-
hildar Yrsu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR