Fréttablaðið - 14.07.2012, Blaðsíða 10
10 14. júlí 2012 LAUGARDAGUR
greinar@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
SPOTTIÐ
ÞORSTEINN
PÁLSSON
AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
Andstæðingar aði ldar Íslands að Evrópusam-bandinu hafa réttilega bent á að umræðan um aðildar-
umsóknina hefur um nokkra hríð
verið eintal þeirra sjálfra. Þeir eyða
miklu púðri í sleggjudóma gegn því
sem enginn berst fyrir.
Í síðustu kosningum höfðu þrír
flokkar aðild á stefnuskrá sinni og
fengu meirihluta þingmanna. Þrem-
ur árum seinna er Samfylkingin ein
um hituna. Forysta flokksins hefur
á hinn bóginn algjörlega brugðist
í því að standa í pólitískri sókn og
vörn fyrir þeirri ákvörðun Alþingis
að sækja um aðild. Engu er líkara en
aðeins sumir á þeim bæ viti hvers
vegna málið er á stefnuskrá.
Við slíkar aðstæður þurfa and-
stæðingar aðild-
ar ekki að hafa
mikið fyrir líf-
inu. Eðli lega
hlakkar í þeim
þegar enginn er
til að eiga orða-
stað við. Nú
líta þeir svo á
að málið sé úr
sögunni vegna
efnahagsörðug-
leika sumra evruríkja. Skiljanlega
hagnýta aðildarandstæðingar þær
aðstæður til hræðsluáróðurs. En
eru það gild rök?
Svarið við þeirri spurningu ræðst
fyrst og fremst af því hvort menn
vilja móta langtímastefnu um stöðu
Íslands í samfélagi þjóðanna eða
láta hana ráðast af efnahagslegum
sviptivindum frá einu misseri til
annars.
Eitt er að taka lengri tíma í við-
ræður um aðild en ella vegna þess
vanda sem Evrópusambandið glímir
nú við. Annað er að þeir sem segj-
ast nota þessi rök í alvöru gegn aðild
eru ekki samkvæmir sjálfum sér
nema viðurkenna um leið að Ísland
eigi aldrei að vera í skipulögðum
félagsskap með þjóðum sem eiga
á hættu að lenda í efnahagsörðug-
leikum.
Talsmenn aðildarandstöðunnar
eru því annað hvort einangrunar-
sinnar eða að nota þessar aðstæð-
ur í tímabundnum hræðsluáróðri.
Hvorug skýringin er góð fyrir þá;
en sú seinni þó skárri.
Eintal um Evrópu
Fyrir fjórum árum hrundi krónan með gífurleg-um afleiðingum fyrir stærstan hluta fyrir-
tækja og stóran hluta heimila.
Fall bankanna dýpkaði þessa
kreppu. Tuttugu ára lífskjarabati
reyndist froða. Ísland fékk lána-
fyrirgreiðslu frá nokkrum Evr-
ópusambandsríkjum og Alþjóða-
gjaldeyrissjóðnum. Aðeins Írland
varði hlutfallslega meiru af pen-
ingum skattborgaranna til að
aðstoða banka. Ef suðurríki Evr-
ópusambandsins eru brunarústir
hvað var þá Ísland?
Hagtölur sýna að Ísland er
komið út úr þeirri kreppu sem
nú skellur á sumum öðrum Evr-
ópuþjóðum. Ástæðan er fyrst
og fremst sú að við höfum lokað
erlent fjármagn inni í landinu með
höftum og ríkið gengur í lífeyri
landsmanna á lægri vaxtakjörum
en mögulegt er að fá á alþjóðleg-
um mörkuðum. En þetta er bara
tímabundin ósjálfbær lausn.
Ríkisstjórnin hefur enga stefnu
um að koma Íslandi út úr höftun-
um. Ástæðan er fyrst og fremst sú
að hún vill það ekki. Efnahagsráð-
herrann segir að höftin séu skjól.
Ætlunin er að halda í þetta skjól
af því að hitt er erfiðara að koma
þjóðarbúskapnum á þær undir-
stöður sem þola vinda alþjóða-
markaða. Samfylkingin fylgir
honum að málum. Hin hliðin á
þeim peningi er að með því úti-
lokar hún aðild að Evrópusam-
bandinu í bráð.
Efnahagsleg hentistefna er
tekin fram yfir langtímasjónar-
mið. Það er skýringin á því að eng-
inn er í pólitískri málsvörn fyrir
aðildarumsóknina. Það er ekkert
samræmi milli aðildarumsóknar-
innar og efnahagsstefnunnar.
Hvaða skjól viljum við?
Stjórnarandstöðuflokkarnir tveir hafa sýnt fram á veik-leika efnahagsstefnunnar. Verkurinn er hins vegar sá
að þeir hafa ekki fremur en ríkis-
stjórnin sett fram trúverðuga efna-
hagsáætlun. Þeir taka stundum
undir með efnahagsráðherranum
um skjólið og vegsama títt hrun
krónunnar eins og það hafi verið
gæfa en ekki áfall.
Ef hér á að byggja upp þjóðar-
búskap með sjálfbærum hætti
þarf að efla sparnað en ekki ganga
á hann. Íslensk fyrirtæki þurfa
að eiga skjól á erlendum mörkuð-
um fremur en í innlendum höft-
um. Þjóðir treysta stöðu sína með
þátttöku í alþjóðlegu samstarfi til
að ná markmiðum af þessu tagi.
Erfiðleikar á öllum helstu mark-
aðssvæðum heimsins gera þörfina
fyrir þátttöku í alþjóðasamstarfi
meiri en ekki minni.
Aðild að Evrópusambandinu
leysir engin mál á átakalausan
hátt. Slíkar lausnir eru ekki þessa
heims. Á hinn bóginn er sambandið
umgjörð og skjól fyrir frjáls við-
skipti. Ekkert af markmiðum þess
gengur gegn stefnu þeirra flokka
sem aðhyllast markaðsbúskap.
Þvert á móti er samvinna þjóða
forsenda fyrir því að unnt sé að
fylgja þeirri stefnu í verki.
Andstæðingar Evrópusam-
bandsaðildar þurfa að svara
hvernig þeir hyggjast tryggja póli-
tíska og efnahagslega hagsmuni
Íslands í alþjóðasamfélaginu til
lengri tíma. Á að einangra landið?
Ef ekki, hver er þá lausnin? Þögn-
in um þetta er dýpri en hljóðlaus
málsvörn Samfylkingarinnar fyrir
aðild.
Dýpri þögn
E
inu sinni þótti í hæsta máta óviðeigandi að gagnrýna orð og
gerðir forseta Íslands á opinberum vettvangi. En það var
þegar þeir sem forsetaembættinu gegndu lögðu áherzlu á
að skapa samstöðu frekar en klofning meðal þjóðarinnar og
forðuðust að taka afstöðu til pólitískra deilumála.
Núverandi og nýendurkjörinn forseti, Ólafur Ragnar Grímsson,
hefur hins vegar blandað sér í pólitískar deilur og haldið þannig á emb-
ættinu að óhjákvæmilegt er annað
en að honum sé svarað og hann
gagnrýndur. Hann hefur boðað að
á nýju kjörtímabili hyggist hann
blanda sér enn frekar í umræður
um stór, umdeild mál.
Það kemur þess vegna ekki á
óvart, þótt það sé vissulega óvenju-
legt, að einn af mótframbjóðendum
Ólafs til forsetaembættisins í nýafstöðnum kosningum, Ari Trausti
Guðmundsson, gagnrýni forsetann harkalega í grein hér í blaðinu fyrr
í vikunni. „Hann vill […] taka þátt í umræðu um „stóru málin“ með
eindregnar skoðanir, líka með og á móti, ella veit hann ekki að eigin
sögn til hvers forsetinn er nýtur. Með þessum hætti blandar hann sér
beint sem eins manns stjórnmálaflokkur í umræður í samfélaginu
jafnt og á Alþingi enda þótt hann hafi sagt í fyrri sjónvarpsumræð-
unum að hlutverk forsetans fælist ekki í að blanda sér í umræður á
þingi,“ skrifar Ari Trausti. „Sem sagt: Með eða á móti krónunni, með
eða á móti aðild að ESB, með eða á móti endurskoðun stjórnarskrár
með þessu eða hinu innihaldinu eða á einum eða öðrum tímapunkti,
og með eða á móti einhverjum aðgerðum til að auka traust Alþingis.“
Ari bendir á að í þessari viðleitni sinni standi forsetinn ekki á
traustum stjórnskipulegum grunni: „Ef vilji er fyrir annars konar
forsetaembætti, í líkingu við það franska eða bandaríska, er slíkt
áskorun um uppstokkun á stjórnarskránni og tilefni til langrar og
vandaðrar vinnu.“
Allt er þetta rétt hjá Ara Trausta. Grein hans er til marks um það
aukna aðhald, sem Ólafur Ragnar Grímsson mun sæta á komandi
kjörtímabili. Sömuleiðis má spyrja, eins og Guðmundur Steingrímsson
alþingismaður gerði strax eftir forsetakosningar, hvernig það aðhald
á að fara fram. „Forsetinn getur ekki haft afskipti ofan af stalli af
heitustu deilumálum samtímans, talað í vernduðu umhverfi. Ef hann
ætlar að lýsa skoðunum sínum á annað borð verður allt annað sem
tilheyrir lýðræðislegum skoðanaskiptum og gagnrýnni umræðu að
fylgja með. Ergo: Velkominn í pólitík!“ skrifaði Guðmundur þá.
Þetta er umhugsunarefni. Ef forsetinn ætlar að vera þátttakandi
í pólitíkinni, getur hann til dæmis ekki bara haldið viðhafnarræður
og veitt drottningarviðtöl. Hann getur þurft að una því að við þing-
setningu sé honum svarað úr ræðustól þingsins. Hann verður að mæta
í umræðuþætti með öðrum stjórnmálamönnum. Hann verður að veita
fjölmiðlum greiðari og tíðari aðgang að sér.
Meðal annars í krafti þeirrar virðingar sem forsetaembættið nýtur
hefur forsetinn stillt sér upp sem sérstöku aðhaldi með alþingismönn-
um og ráðherrum, sem njóta lítilla vinsælda og lítils trausts þótt þjóð-
kjörnir séu, eins og hann. En hvað þýðir aukin þátttaka forsetans í
stjórnmálaumræðum? Er hann þá ekki stiginn ofan af stallinum og
niður í pólitíska drullupollinn? Og hversu lengi endist virðing forseta-
embættisins á þeim stað?
Forsetinn ætlar í pólitík og þá þarf
að umgangast hann eins og stjórnmálamann:
Ofan af stallinum
Kaffi á könnunni og næg bílastæði
b ó k a b ú ð
f o r l a g s i n s
OPIÐ ALLA VIRKA DAGA
kl. 10–18
OG LAUGARDAGA
kl. 10–14
Fiskislóð 39