Fréttablaðið - 14.07.2012, Síða 6

Fréttablaðið - 14.07.2012, Síða 6
14. júlí 2012 LAUGARDAGUR6 STJÓRNSÝSLA Skoðað verður hvort létta eigi þagn- arskyldu opinberra starfsmanna og tryggja betur vernd heimildarmanna. Þetta er á meðal þeirra atriða sem stýrihópur mennta- og menn- ingarmálaráðherra hefur til athugunar, en hann skoðar breytingar á lagaumhverfi til að tryggja betur tjáningar- og upplýsingafrelsi. Alþingi samþykkti í fyrra þingsályktunartil- lögu Birgittu Jónsdóttur og fleiri um að Ísland myndi skapa sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis. Katrín Jakobsdóttir, ráðherra málaflokksins, segir að fyrsta skref í þeim áfanga hafi verið endurskoð- un fjölmiðlalaga. „Við fórum yfir ný fjöl- miðlalög út frá markmiðum tillögunnar og þar voru til að mynda prentlögin innlimuð í fjölmiðlalögin og ákvæðin sem gömlu dómarnir, sem Mannréttindadómstóll Evr- ópu var að fjalla um á dög- unum, byggðu á voru í gömlu prentlögunum.“ Ása Ólafsdóttir, formaður stýrihópsins, segir að fyrsta verk hópsins hafi verið að skrifa refsi- réttarnefnd erindi um hvort ekki væri rétt að færa meiðyrðamál úr hegningarlögum og inn í skaðabótalög og afnema refsingu við brotum. Þó fá dæmi séu um refsingu breyti þetta ásýnd þessara mála og þau hverfi úr hegningarlaga- umhverfi yfir í einkamálaumhverfi. Í erindinu kemur fram að Mannréttindadóm- stóllinn hafi í auknum mæli gagnrýnt notkun refsinga sem úrræðis á þessu sviði. „Það er mik- ilvægt að við getum sýnt fram á að hafa tekið upplýsta ákvörðun um að bótamál og umgjörð utan um meiðyrðalöggjöf séu ekki inni í hegn- ingarlögum heldur í einkarétti. Það er viðhorfs- breyting og stórt skref.“ Þá mun hópurinn skoða hvort tryggja þurfi betur vernd heimildarmanna. Meðal þess sem skoðað verður er hvort draga eigi úr þagnar- skyldu hjá opinberum starfsmönnum. „Við munum kanna hvort breyta eigi lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, hvort eigi að styrkja vernd afhjúpenda sem vilja koma einhverju á framfæri sem þeir verða áskynja í sinni stjórnsýslu. Það eru skiptar skoð- anir um það, en í dag er rík trúnaðarskylda á opinberum starfsmönnum.“ kolbeinn@frettabladid.is Skoða hvort afnema eigi þagnarskyldu hjá ríkinu Stýrihópur skoðar hvernig tjáningar- og upplýsingafrelsið verði best verndað. Meðal hugmynda er að af- nema þagnarskyldu opinberra starfsmanna. Einnig hvort meiðyrðamál verði að höfða sem einkamál. KATRÍN JAKOBSDÓTTIR ■ Vernd heimildarmanna. ■ Vernd afhjúpenda. ■ Samskiptavernd og vernd milliliða. ■ Hvort afnema eigi lögbann vegna væntanlegrar birtingar. ■ Málskostnað í málum varðandi tjáningarfrelsi. ■ Takmörkun á fullnustu erlendra dómaúrlausna í meið- yrðamálum. ■ Vernd gagnagrunna og safna. Hvort skilgreina þurfi útgáfudag nánar þegar efni er endurbirt á vefnum. ■ Upplýsingarétt og rétt almennings til aðgengis að skjölum opinberra aðila. ■ Rafræna staðfestu fyrir fjölmiðla og samtök sem að öðru leyti hafa starfsemi annars staðar. Atriði sem hópurinn skal skoða FJÖLMIÐLAR Katrín Jakobsdóttir segir að við úttekt á vernd tjáningarfrelsis verði ekki síst horft til blaðamennsku hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON PAPÚA NÝJA-GÍNEA, AP 29 manns hafa verið handteknir í Papúa Nýju-Gíneu, sakaðir um að vera hluti af mannætuhópi. Fólkið hefur verið ákært fyrir morð á sjö mönn- um, sem sagðir voru galdralæknar. Mannætuhópurinn er hluti af sértrúarsöfnuði í innri frumskóg- um landsins, sem á að hafa borðað heila fórnarlamba sinna hráa og gert súpu úr kynfærum þeirra. Lögreglustjóri í Madang sagði við dagblað í landinu að fólkið hefði viðurkennt gjörðir sínar en telji ekki að þær hafi verið rangar. Engar líkamsleifar hafa fundist af fórnarlömbunum. - þeb 29 manns í sértrúarsöfnuði: Handtekin fyrir mannát og morð SJÁVARÚTVEGUR Kalkþörungafyrir- tækin Celtic Sea Minerals og Kalk- þörungafélagið, sem nú þegar reka kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal, hafa uppi áform um að starfrækja aðra slíka verksmiðju á norðanverð- um Vestfjörðum. Hafrannsóknastofnun rannsakar í framhaldinu kalkþörunganámur í Ísafjarðardjúpi og verði niðurstað- an jákvæð verður hafist handa við að koma verksmiðju á laggirnar. Að sögn Shirans Þórissonar, verkefna- stjóra Vaxtarsamnings Vestfjarða, sem kemur einnig að verkefninu, er óvíst hvort verksmiðjan yrði í Bol- ungarvík, Ísafjarðarbæ eða Súða- vík. „Það mikilvægasta er að þetta mun hafa jákvæð áhrif á þetta atvinnusvæði, það er að segja norð- anverða Vestfirði,“ segir Shiran. Ef af verður munu skapast á bilinu tuttugu og fimm til þrjátíu og fimm störf við vinnsluna sem er sambæri- legt við verkunina á Bíldudal. Shiran segir að rannsóknin geti tekið rúmt ár. „Þetta er langtíma- verkefni sem getur orðið að veru- leika eftir fjögur til fimm ár ef allt gengur að óskum í rannsóknum, umhverfismati og staðarvalsgrein- ingum,“ segir hann. „Það er allt í lagi, góðir hlutir gerast hægt.“ Talið er að kalkþörunganámurnar í Ísafjarðadjúpi séu um átta sinnum stærri en þær í Arnarfirði. - jse Hafrannsóknastofnun rannsakar kalkþörunganámur í Ísafjarðardjúpi: Áform um kalkþörungavinnslu KALKÞÖRUNGAVERKSMIÐJAN Á BÍLDUDAL Ef allt gengur að óskum verður slík vinnsla líka á norðanverðum Vestfjörðum innan nokkurra ára. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR SVEITARSTJÓRNIR Guðríður Arnardóttir, oddviti Sam- fylkingarinnar, gagnrýndi í bæjarráði Kópavogs á fimmtudag að ekki væri staðið við ákvörðun fyrri meirihluta í bænum um hækkun á framlögum til for- eldra barna hjá dagforeldrum. Fulltrúar meirihlutans svöruðu því til að þeirri upphæð sem væri á fjárhags- áætlun yrði varið í málaflokkinn en Guð- ríður sagði það algjörlega óeðlilegt þar sem börnin hefðu reynst fleiri en áætlað var. „Sambærilegt því er þegar fjöldi einstaklinga sem nýtur fjárhags- aðstoðar bæjarins verður meiri en ætlað er, þætti þá eðlilegt að lækka framlög til hvers og eins?“ spurði Guðríður. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri úr Sjálfstæðis- flokki, kvaðst þá undrandi á því að Guðríður, sem odd- viti fyrrverandi meirihluta, skyldi bóka sérstaklega að farið skyldi fram úr fjárhagsáætlun sem hún stóð sjálf fyrir. „Hvað fjárhagsaðstoðina varðar þá eru sérstök lög þar um og því ekki sam- anburðarhæft,“ bókaði bæjarstjórinn. Guðríður svaraði því þá til að ekki væri óeðlilegt að ræða fjárhagsað- stoð í þessu sambandi þar sem það sé ákvörðun sveitarfélaganna hversu há fjárhagsaðstoðin sé. „Ann- ars má Ármann vera hissa fyrir mér – ekki missi ég svefn yfir því,“ sagði Guð- ríður. - gar Bæjarstjóri undrandi að oddviti fyrri meirihluta vilji fram úr eigin fjárhagsáætlun: Sefur rótt þótt Ármann sé hissa ERLENT Bandarísk fyrirtæki geta fjárfest í Búrma á ný. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur aflétt viðskiptaþvingunum á Búrma og segir að umbætur þar síðustu fimmtán mánuði réttlæti það. Pólitískum föngum hefur verið sleppt og stjórnkerfi breytt til lýðræðislegri vegar. Búrma bjó við nær hálfrar aldar herforingjastjórn. Ánægj- an er vitanlega gagnkvæm og hefur forseti Búrma hvatt önnur ríki á Vesturlöndum til að fara að fordæmi Bandaríkjamanna. - jse Viðskiptaþvingunum aflétt: Obama sættist við Búrma á ný SVEITARSTJÓRNARMÁL Grasslátt- ur gengur samkvæmt áætlun í Reykjavík að því er segir í til- kynningu frá borginni. „Þessa dagana er verið að fara aðra umferð af þremur yfir svæði við umferðargötur og önnur sláttu- tæk opin svæði. Á fjölförnum stöðum í miðborg- inni og í skrúðgörðum Reykjavík- urborgar er grasið slegið vikulega allt sumarið,“ segir í tilkynning- unni. Þar kemur fram að kostnað- ur við sláttinn í ár sé áætlaður um 174 milljónir króna. „Fyrir þremur árum var dregið úr slætti vegna breyttrar for- gangsröðunar á verkefnum hjá Reykjavíkurborg og sparnaðar, en í ár og í fyrra voru fjárveitingar hækkaðar á ný til að halda uppi þjónustustigi.“ - gar Framlög í grasslátt hækkuðu: Grassláttur fyr- ir 174 milljónir GRAS SLEGIÐ Sláttartímabilið í Reykjavík er 25. maí til 20. ágúst. GUÐRÍÐUR ARNARDÓTTIR ÁRMANN KR. ÓLAFSSON Flokkar þú sorp? Já 61% Nei 39% SPURNING DAGSINS Í DAG: Fer órækt í Reykjavík í taugarnar á þér? Segðu skoðun þína á Visir.is. KJÖRKASSINN Við munum kanna hvort breyta eigi lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, hvort eigi að styrkja vernd afhjúpenda sem vilja koma einhverju á framfæri sem þeir verða áskynja í sinni stjórnsýslu. ÁSA ÓLAFSDÓTTIR FORMAÐUR STARFSHÓPS UM ENDURSKOÐUN LAGA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.