Fréttablaðið - 02.08.2012, Side 16

Fréttablaðið - 02.08.2012, Side 16
2. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR16 Búast má við þungri og hægri umferð um helgina, sérstaklega í kringum Sel- foss. Fólk verður að sýna mikla þolinmæði í umferð- inni. Einnig er mikilvægt að fólk haldi tengslum og láti vita af sér. Þetta á við um bæði þá sem ætla í langferðir og þá sem ætla eitthvað stutt. Eitt símtal til ættingja er oft nóg. „Það verður mikil umferð og því mikilvægt að menn gleymi ekki að pakka niður þolinmæðinni og taka hana með sér í ferðalagið,“ segir Dagbjartur Kr. Brynjarsson, skólastjóri Björgunarskóla Slysa- varnafélagsins Landsbjargar, um mestu ferðahelgina fram undan. Dagbjartur bendir á að margir muni ferðast með aftanívagna um helgina, en einungis er leyfilegt að keyra á 80 kílómetra hraða með slíkan búnað í eftirdragi. Það er því viðbúið að ferðahraðinn verði í kringum 80 kílómetrana og mikil- vægt er að fólk fylgi þeim öku- hraða sem er í gangi. Umferðin verður líklega mun þyngri við Selfoss en fólk á að venjast þar sem Ungmennalands- mót UMFÍ hefst í bænum á föstu- daginn. Þar er búist við tíu til tólf þúsund gestum. Þétt sumar- húsabyggð er nálægt bænum og að auki er viðbúið að stór hluti Þjóðhátíðar gesta leggi leið sína í gegnum Selfoss. „Það má því gera ráð fyrir gríð- arlegri umferð á Suðurlandsvegi,“ segir Þóra Magnea Magnúsdóttir verkefnastjóri hjá Umferðarstofu. „Við höfum bent fólki sem fer frá Reykjavík á að fara Þrengslin og þeim sem ætla frá Suður nesjum að aka Suðurstrandaveginn, til þess að dreifa álaginu.“ Fyrir þá sem ætla upp á há lendið er áríðandi að kynna sér aðstæður á áfangastað áður en lagt er af stað og hafa jafnvel samband við landvörð eða skálavörð ef einhver vafamál eru uppi. Það er svo góður vani að láta vita af sér áður en farið er í ferða- lag, hvort sem förinni er heitið upp á hálendi eða í sumarhúsabyggðir. „Flestir Íslendingar eru aldir upp við þetta, en þetta er aðeins byrjað að gleymast en á við um öll ferðalög. Skiljið eftir ferða- áætlanir. Bæði er hægt að setja ferðaáætlun inn á heimasíðuna Safetravel.is og stundum er nóg að láta nánustu ættingja vita,“ segir Dagbjartur. katrin@frettabladid.is 16 hagur heimilanna Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson stendur ekki á gati aðspurður um bestu kaup sem hann hafi gert. „Ég á þriggja ára strák sem vill endilega spila á hljóð- færi. Hins vegar gera þessi rafhlöðudrifnu plast- hljóðfæri, sem fást í leikfangabúðum, hvert foreldri geðveikt með óhljóðum. Svo duttum við niður á skringilegu heimshljóðfærabúðina sem er á Klappar- stígnum. Þar keyptum við alvöru úkúlele á lítinn pening. Drengurinn spilar sáttur á gripinn og geðheilsu okkar er borgið. Það voru mjög góð kaup.“ Verstu kaup Stefáns tengjast einnig barnauppeldi. „Börn eru nú flensusækin og á tímabili var erfitt að fá að mæla dóttur mína. Við héldum okkur því sniðug að kaupa stafrænan eyrna- hitamæli, sem kostaði fúlgur fjár í einhverju apóteki. Það tæki mátti hins vegar í besta falli nota sem gestaþraut til að sjá hvort einhvern tíma væri hægt að fá sömu mælingu tvisvar í röð. Það var aldrei sami hiti í hægra eyra eða vinstra og fullfrískt fólk mældist með bullandi hita og þar fram eftir götunum. Það var því lítið á því að græða.“ NEYTANDINN: STEFÁN PÁLSSON SAGNFRÆÐINGUR Úkúlele bjargaði geðheilsu GÓÐ HÚSRÁÐ Táfýlu eytt úr íþróttaskóm Galdurinn er að nota matarsóda og frystinn Allir sem komið hafa nálægt einhverjum íþróttum eða líkamsrækt vita hversu gjarnir íþróttaskór eru á að safna í sig táfýlu. Skórnir fara eðlilega að lykta því í þeim myndast kjöraðstæður, bæði hiti og raki, fyrir bakteríurnar sem framkalla lyktina. Lyktarkúlur og sprey ná því ekki að vinna á nema hálfum vandanum því að raki getur setið víða í skóm sem samsettir eru úr mörgum lögum og svampi með krókum og kimum þar sem bakteríur og raki geta leynst. Ráðið er því að skemma fyrir bakteríunum með því að eyðileggja þessar kjörlendur þeirra. Raka má eyða úr skónum með því að láta standa í þeim matarsóda, en hann dregur í sig rakann. Síðan þarf að drepa bakteríurnar sem eftir sitja. Illmögulegt er að hita skóna til að drepa þær, því gúmmí og önnur efni í skónum þola illa slíka með- ferð. Lausnin er því að fara alveg í hina áttina og drepa bakteríurnar úr kulda með því að láta skóna standa í frysti yfir nótt. Viðbúið er hins vegar að þessa meðferð þurfi að endurtaka nokkuð reglulega ef skórnir eru mikið notaðir. Húsgagnaframleiðandinn Fritz Hansen hefur lagt starfsemi sína niður í Danmörku. Framleiðandinn er frægur fyrir framleiðslu á húsgögnum hönnuðum af Arne Jacobsen eins og Egginu, Svaninum og Sjöunni. Framleiðsla húsgagnanna mun þó ekki hætta heldur færð til Póllands. Þessar dönsku hönnunarvörur verða því merktar „Made in Poland“ í framtíðinni segir á vef Politiken. Forstjóri fyrirtækisins, Jacob Holm, segir að hærri laun til starfsmanna, hærri skattar og álögur á vatn í Danmörku hafi gert það að verkum að framleiðslan væri orðin of dýr til að halda henni í landinu. ■ Hönnun Framleiðsla á hönnun Arne Jacobsen færð til Póllands PRÓSENTA aukning hefur orðið á fasteignaviðskiptum á landinu öllu séu bornir saman fyrstu fjórir mánuðir þessa árs og síðasta árs. Fram kemur á vef Hagstofu Íslands að fasteignaviðskipti á fyrsta fjórðungi síðasta árs hafi numið tæplega 15,7 milljörðum króna miðað við tæplega 16,7 milljarða í ár. 6,4 Lykillinn að góðri helgi er þrotlaus þolinmæði ■ Gættu að kvöldsólinni og notaðu sólgleraugu, sólin fer að verða ökumönnum erfið. ■ Gerðu hlé á akstri á eins til tveggja klukkustunda fresti. ■ Aktu helst aldrei á tjaldsvæðum. Gakktu – keyrslan skapar slysahættu. ■ Leyfðu áfenginu að fara alveg úr blóðinu áður en sest er við stýrið og mundu að það tekur lengri tíma en þú heldur. ■ Láttu vita af ferðum þínum, líka þó leiðin sé stutt. ■ Athugaðu hvort öll öryggisatriði í bifreiðinni og tengivagninum séu í lagi. ■ Sýndu tillitsemi og fylgdu ferða- hraða. Heilræði HÁLENDISFERÐIR Sterklega er varað við því að halda upp á hálendi á fólksbíl og fólksbílar yfirleitt ekki taldir eiga erindi upp á hálendi. Mikilvægt er að þeir sem ætla í slíkar ferðir fari á fjórhjóladrifnum bílum. NORDICPHOTO/GETTY STOFNAÐ 1971 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT REYKJAVÍKURSVÆÐIÐ: Hagkaup, Smáralind. VESTURLAND: Hljómsýn, Akranesi. Hagkaup, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Hrannarbúðin Grundarfirði. Skipavík, Stykkishólmi. VESTFIRÐIR: Verslunin Ranglátur, Tálknafirði. Fjölval, Patreksfirði. Kaupfélag Steingrímsfjarðar, Drangsnesi. Snerpa Ísafirði. NORÐURLAND: KF Steingrímsfjarðar, Hólmavík. KF V-Húnvetninga, Hvammstanga. Smárabær, Blönduósi. Skagfirðingabúð, Sauðárkróki. Valberg, Ólafsfirði. SR Byggingavörur, Siglufirði. Hagkaup, Akureyri. Heimilistæki, Akureyri. Víkurraf, Húsavík. AUSTURLAND: Tölvulistinn, Egilsstöðum, Kauptún, Vopnafirði. Nettó, Höfn Hornafirði. SUÐURLAND: Mosfell, Hellu. Fossraf, Selfossi. Geisli, Vestmannaeyjum. REYKJANES: Tölvuþjónusta Benna, Grindavík. Heimilistæki, Reykjanesbæ. Hagkaup, Njarðvík. MYNDAVÉLATILBOÐ ADOBE LIGHTROOM 3 AÐ VERÐMÆTI 20.000 FYLGIR. TILBOÐ 79.990 ideas for life Panasonic DMCGF3C

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.