Fréttablaðið - 02.08.2012, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 02.08.2012, Blaðsíða 24
24 2. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR AF NETINU Kjóll og hvítt Þingmenn eru ekki of góðir til að vera viðstaddir innsetn- ingu forseta Íslands – ef þeir eiga heimangengt. Það er engin ástæða fyrir þingmenn sem eru langt í burtu að koma til Reykjavíkur vegna þessa. En það er rétt sem sagt er – það er út í hött að ætlast til þess að karlar séu klæddir í kjól og hvítt við þessa athöfn. Fæstir karlmenn eiga slík föt lengur, enda engin ástæða til – ekki nema maður syngi í karlakór. Kórfélagar klæða sig stundum svona fínt upp. Svo er líka beðið um heiðursmerki – það hefur víst tíðkast hjá hinu opinbera að veita slíkt fólki sem gerir ekki annað en að mæta í vinnuna, svona til að það verði gjaldgengt í veislur. [...] eyjan.pressan.is/silfuregils Egill Helgason Handóðir fræðingar Gera ber forstjóra og verkfræðinga Landsvirkjunar og Orkustofnunar ábyrga fyrir tjóni og kostnaði, sem þeir valda. Eins og handóð börn ryðjast þeir með ýtur, bora og gröfur um viðkvæm svæði. Jafnvel þau, sem eru í biðflokki rammaáætlunar, svo sem neðri hluta Þjórsár. Eyða hundruðum milljóna króna í að spilla svæðum, sem ekki er víst að verði notuð. Yfirleitt fara þessir jarðvöðlar um eins og naut í flagi, án tillits til umhverfisins. Svo heimta þeir orkuver út á, að svo og svo mikill kostnaður sé útlagður. Þessi hegðun er gersamlega ábyrgðarlaus. Verður aðeins stöðvuð með persónuábyrgð þeirra. www.jonas.is Jónas Kristjánsson Mikil umræða er þessa dagana um nýafstaðna alþjóðlega arkitektasamkeppni á svæðinu í Kvosinni við Ingólfstorg og Kirkjustræti, sem haldin var á vegum Reykjavíkurborgar og eiganda fasteigna á svæðinu. Hann hefur hug á að byggja þar hótel. Skiptar skoðanir eru um verðlaunatillöguna úr samkeppninni, sem leggja á til grundvallar við væntanlegt deiliskipulag fyrir þennan reit í miðborg Reykjavíkur. Margir hafa þegar tjáð sig í ræðu og í riti og kallað er eftir málefnalegri umræðu um Ingólfstorg. Ekki ætti að koma neinum á óvart að Reykvíkingar hafi skoð- anir á þessu máli, því að skipulags- mál eru ekki einkamál borgaryfir- valda heldur varða borgarbúa alla. Svæðið sem um ræðir er hluti af elstu kaupstaðarmynd Reykjavík- ur. Til fróðleiks þá er Aðalstræti elsta gata Reykjavíkur samkvæmt upplýsingum úr bókinni Kvosin eftir Guðmund Ingólfsson, Guð- nýju G. Gunnarsdóttur og Hjör- leif Stefánsson, og var uppruna- lega nefnd „Hovedgaden“. Ekki er þó rætt um Aðalstræti sem götu fyrr en við stofnun og uppbygg- ingu Innréttinganna undir for- ystu Skúla fógeta og fyrstu húsa sem þar voru byggð um 1750. Frá þeim tíma hefur byggð staðið við götuna. Eitt húsanna, Aðalstræti 10, er eitt af húsum Innrétting- anna. Það stendur enn og myndar nú eitt af hornum Ingólfstorgs ásamt öðrum byggingum. Skúli gætir ennþá svæðisins í Fógeta- garðinum, steyptur í kopar. Hvað skyldi honum finnast um hið nýja skipulag Ingólfstorgs? Eðli allra borga er að þær þró- ast í tímanna rás og forsendur fyrri tíma fyrir skipulagi þeirra breytast. Miðborg Reykjavíkur hefur þannig þróast frá tíð Inn- réttinganna til okkar daga eins og má sjá á Ingólfstorgi, sem í raun er ekki upprunalegt torg í borg- inni, samkvæmt skipulagi henn- ar, heldur varð rými torgsins til þegar að Hótel Ísland brann árið 1944 og ekki byggt þar aftur, og síðan þegar að byggingar norðar á torginu voru fjarlægðar, ein af annarri. Torgið hefur síðan fest sig í sessi sem eitt af helstu opnu rýmum miðborgarinnar og er gott dæmi um hvernig borgarrými geta þróast, jafnvel án þess að gert hafi verið ráð fyrir því í skipulagi. Ing- ólfstorg er nú eitt af aða ltorgum borgarinnar samkvæmt sam- þykktu skipulagi Kvosarinnar. Sú hugmynd að byggja á torginu af því að Hótel Ísland stóð þar áður á varla við rök að styðjast í dag. Aðstæður í Reykjavík laust eftir 1900 þegar bygging hússins hófst voru allt aðrar en í dag auk þess sem þörf fyrir stórt almennings- rými er önnur en þá. Ingólfstorg er í dag, að mínu mati, aðalborgartorg Reykjavíkur. Lækjartorg vantar þá af mörkun sem yfirleitt er notuð um torg, sem er a.m.k fjórar hliðar til afmörk- unar rýmisins. Austur völlur er blanda af torgi og garði og þess vegna ekki með sömu eigin leika og borgartorg, sem flest eru með hörðu undirlagi og henta því betur. Önnur torg eða svæði af svipaðri stærð og með eiginleika borgar- torga eru ekki í miðborginni. Ingólfs torg er staður fyrir alla og þar hefur þróast mjög fjölbreytt mannlíf undanfarna áratugi, allt frá ungum borgarbúum á hjóla- brettum til formlegra atburða á tyllidögum. Í því liggur besta nýting torgsins fyrir Reykvíkinga, ekki síst í þessari margbreyti- legu notkun og fjölnota mögu- leikum. Þetta mannlíf mætti eflaust styrkja með því að skipu- leggja torgið betur, t.d. minnka þá miklu bílaumferð sem oft myndast við Aðalstræti vegna hótela sem þar eru. Núverandi stærð torgsins og afmörkun má hins vegar varla vera minni til þess að torgið standi undir nafni sem aðal borgar torg Reykjavíkur með fjölbreytilega nýtingarmögu- leika og sem torg fyrir umtals- verðan fjölda fólks eins og þörf er á t.d. á þjóðhátíðardaginn. Ef byggt verður á Ingólfstorgi miðað við verðlaunatillöguna minnkar heildarstærð torgsins um ca. 40% frá því sem nú er. Það sem þá yrði eftir af torginu er að mínu mati orðið of lítið rými til þess að upp- fylla eðli torgsins sem aðalborgar- torgs Reykja víkur. Skuggavarp af fyrirhuguðum nýbyggingum sem verða allt að 3 hæðir verður einnig umtalsvert á þann hluta sem eftir verður af torginu og opnar sig á móti sólu vegna þess að suðurhlið núverandi torgs færist til norðurs. Ekki verður heldur séð hvers vegna byggja þarf á torginu. Er vöntun á hús- næði fyrir þá starfsemi sem fyrir- huguð er byggingunni? Ef þétta þarf byggðina í miðborginni eða nágrenni vegna skorts á hús- næði eða af öðrum ástæðum, þá hlýtur að finnast annar staður en Ingólfstorg. Eins og fram hefur komið hjá borgaryfirvöldum verður verðlaunatillaga samkeppninnar um fyrirhugað hótel og skipulag Ingólfstorgs notuð sem grunnur að gerð nýs deiliskipulags fyrir þennan reit. Ingólfstorg og umhverfi þess er mikilvægur staður í hjarta Reykjavíkur þar sem fjölbreytilegt mannlíf er vissulega til staðar í dag. Því er nauðsynlegt að vel takist til við endanlega uppbyggingu svæðisins og skipulag torgsins og einnig að sátt verði um heildarlausn. Enn eiga borgar- yfirvöld eftir að fara yfir öll atriði þessa máls á nýjan leik og einnig að kynna þau fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu og borgarbúum þannig að það verði ekki eingöngu hagsmunir eiganda fyrirhugaðs hótels sem aðallega ráða ferðinni. Ég vona að skipulagsyfirvöld í Reykjavík beri gæfu til að hlífa Ingólfstorgi við frekari byggð þannig að það geti staðið áfram sem aðal borgartorg Reykjavíkur í nútíð og framtíð. Ingólfstorg – borgartorg – ekki byggingarlóð Skipulagsmál Egill Guðmundsson arkitekt FAÍ Núverandi stærð torgsins og afmörkun má hins vegar varla vera minni til þess að torgið standi undir nafni sem aðalborgar- torg Reykjavíkur með fjölbreytilega nýtingarmögu- leika […] Steinunn Stefánsdóttir ritaði forystugrein sem birtist í Fréttablaðinu 30. júlí sl. Þar gerði hún að umtalsefni hækkun bílastæðagjalda í mið borginni um fimmtíu prósent, sem nú hefur verið kynnt. Í grein sinni nefnir Steinunn að markmið hækkunarinnar sé að „auka flæði í stæðunum“ í mið borginni og tekur hún undir sjónarmið borgar stjórnarmeirihlutans í málinu. Röksemdafærsla af þessu tagi gengur ekki upp, enda hafa hækk- anir á bílastæðagjöldum ætíð haft slæm áhrif á verslunina, líkt og kaupmenn í miðborginni hafa bent á áratugum saman. Þá er mögulegt að takmarka þann tíma sem hver og einn leggur í stæði, án þess þó að innheimta gjald. Þannig er víða í borgum Evrópu notast við tímaskífur og sú aðferð hefur verið notuð um árabil í miðbæ Akureyrar með frábærum árangri, líkt og kaup- menn þar nyrðra hafa bent á. Í þessu sambandi verður að gæta að því að borgin á fjöldann allan af bílastæðum í öðrum verslunarhverfum og inn heimtir ekki gjald þar og þá hafa borgar- yfirvöld skipulagt önnur versl- unarhverfi þar sem byggð hafa verið stór bílageymsluhús með fjölda gjaldfrjálsra stæða. Við- skiptavinir miðborgarinnar þurfa því að taka á sig skatt sem ekki er innheimtur í öðrum borg- arhlutum. Mjög skortir því á að jafnræðis sé gætt. Steinunn vísar enn fremur til þess að bílastæðagjöld séu óvíða hærri en hér í borg. Í sam- tölum mínum við borgarfulltrúa meirihlutans hafa þeir til að mynda vísað í þessu sambandi til Kaupmannahafnar, þar sem bílastæðagjöld eru mun hærri en í Reykjavík. Samanburður af þessu tagi er vitaskuld ekki marktækur. Miðborg Kaup- mannahafnar er staðsett í miðju þéttbyggðrar milljóna borgar, þar sem stór hluti almennings ferðast með reiðhjólum eða góðum almenningssamgöngum og þá er veðráttan þar allt önnur og mildari. Í þessu sambandi má nefna að meðalleiga á versl- unarhúsnæði á góðum stað við Strikið í Kaupmannahöfn getur verið meira en tuttuguföld leiga við Laugaveg. Og þá er til þess að líta að leiga á verslunarhúsnæði er orðin mjög víða hærri annars staðar í Reykjavík en í mið- borginni og sums staðar örðugra að finna stæði en þar. Grundvöllur þess að versl- un fái þrifist til frambúðar í miðborginni er greitt aðgengi. Höft og bönn borgaryfirvalda í þessum efnum, samfara stór- hækkunum bílastæðagjalda, munu ekki hafa annað í för með sér en hnignun verslunar á svæðinu. Í Samtökum kaup- manna og fasteignaeigenda við Laugaveginn er fjöldi kaup- manna sem hafa fjörutíu og jafn- vel yfir fimmtíu ára reynslu af verslunarrekstri í miðborginni. Sumir þessara kaupmanna eru úr fjölskyldum sem jafnvel hafa rekið verslanir í meira en öld. Það er hryggilegt til þess að vita að borgaryfirvöld nýti ekki þá miklu þekkingu og reynslu sem þessir kaupmenn búa yfir. Rétt væri að borgaryfirvöld fylktu liði með kaupmönnum og leituðu leiða til að bæta aðgengi með lækkun bílastæðagjalda, niðurfellingu þeirra gjalda í útjöðrum miðborgarinnar og fjölgun stæða. Mikill meirihluti borgarbúa kýs að fara allra sinna ferða á fjölskyldubílnum og ef viðskiptavinir komast ekki að verslunum með góðu móti fara þeir annað. Það hlýtur að vera vilji borgaryfirvalda að verslun í miðborginni fái dafnað og eflst því án blómlegrar verslunar er engin miðborg. Heft aðgengi leiðir til minni verslunar Bílastæðasjóður Björn Jón Bragason framkvæmdastjóri Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg Sumir þessara kaupmanna eru úr fjölskyldum sem jafnvel hafa rekið verslanir í meira en öld. Það er hryggilegt til þess að vita að borgaryfirvöld nýti ekki þá miklu þekkingu og reynslu sem þessir kaupmenn búa yfir. Nýsköpun felur í sér lærdóm og kallar í mörgum tilvikum á ný viðmið þegar tekist er á um hvað sé skynsamlegt og eðlilegt. Eftir hrun gerðu margir Íslendingar sér vonir um að stjórnmálamenn myndu læra af hrakförum íslenska þjóðarbúsins og bæta starfshætti í stjórnsýslunni. Hrunið er talandi dæmi um það hversu klíkumenning stjórnmálaflokkanna er hættuleg almenningi. En umbætur í íslenskri stjórn- sýslu eru nýsköpunarverkefni sem krefst breytts hugarfars og að menn komi auga á mikilvægi annarra markmiða en þeirra sem stýrðu þjóðarbúinu í þrot. Lágkúran í íslenskri stjórnmála- og stjórnsýslumenningu birtist vel í götusaltsmálinu þegar eftirlits- aðili heimilaði ölgerðinni að klára birgðirnar af salti sem ætlað er til iðnaðar og selja þær til matvæla- framleiðslu. Þátttaka landlæknis í leyndarspili um gallaða brjósta- púða er annað dæmi um kæru- leysi og fyrirlitningu gagnvart íslenskum neytendum. Víðast hvar í hinum vestræna heimi er talið að þegar menn eru skipaðir í ráðherraemb- ætti sé þeim falin ábyrgð á þeim stofnunum sem heyra undir við- komandi ráðuneyti. Það er viðtek- ið að þegar stjórnendur stofnana bregðast er það skylda ráðherra að sjá til þess að fjarlægja við- komandi stjórnendur og skipa hæfa stjórnendur í þeirra stað. Þetta er þáttur í því að tryggja gæði stjórn sýslunnar, ásýnd um öryggi og mikilvægur þáttur í að skapa traust meðal almennings. Á Íslandi bera innan við 10% almennings traust til Al þingis og traust til annarra stofnana fer þverrandi. Geðþóttavald og rassvasabókhald eru einkenni á íslenskri stjórnsýslu. Stein- grímur Joð hefur talað um, í ræðum erlendis, mikilvægi þess að sannfæra almenning um nauð- syn. Taka ákvarðanir og sannfæra almenning um nauðsyn þeirra. Í þessu birtist hugsunarháttur forræðishyggjunnar. Málflutningur Steingríms líkist í þessu málflutningi sérhagsmuna- afla á borð við LÍÚ. Ef ákvarðanir ríkisvaldsins eru almennt vondar fyrir almenning en þjóna þröngum hagsmunum fjármálakerfis og ein- okunarhafa þá er eins gott að hafa sannfæringarkraftinn og frið- þægja þjóðina. Leyndarhyggjan styður geð- þóttavaldið sem fylgir sérhags- munagæslunni. Hentar það ekki ráðherrum að fara eftir eðlilegum sjónarmiðum um stjórnsýslugæði við embættisverk? Enda dregur það úr valdi ráðherrans sem þá þarf að lúta faglegum sjónar miðum sem ekki samræmast endilega hans persónulegu þörfum. Í þessum töluðu orðum er Stein- grímur Joð að beita sannfæringar- kraftinum við að réttlæta að farið sé á svig við gæði í ráðningar- ferli ráðuneytisstjóra. Hann reisir sjálfum sér stall og hlutgerir ríkið í sjálfum sér. Hann ætlar ekki að auglýsa starf ráðuneytisstjóra heldur að ráða hann á persónuleg- um nótum í gegnum „samninga“. En ríkið er ekki Steingrímur Joð heldur þjóðin og það kerfi sem þjóðin vill að sé mótað til þess að framfylgja vilja hennar. Ríkisstjórnin hafnar nýsköpun og framförum Stjórnsýsla Jakobína Ingunn Ólafsdóttir stjórnsýslufræðingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.