Fréttablaðið - 02.08.2012, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 02.08.2012, Blaðsíða 56
2. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR48 lifsstill@frettabladid.is KYNLÍF: TAKTU ÞÁTT! Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is TÍSKA Vefsíðan WWD.com birti nýverið lista yfir 67 forstjóra innan bandaríska tískuiðnaðarins sem hafa hvað hæstar tekjur. Efst á list- anum er Ron Johnson, forstjóri J.C. Penny-verslunarkeðjunnar, sem þénar um 6,5 milljarða króna á ári. Michael Jeffries, forstjóri Abercrombie & Fitch, er annar á listanum með 5,8 milljarða króna í árslaun. Í þriðja sæti er Neil Cole, forstjóri Iconix-sam steypunnar, sem á meðal annars verslanirnar Kmart, Sears, Macy‘s og Target, með rúma 4,5 milljarða í árslaun. Næstur er fatahönnuðurinn Ralph Lauren með tæpa 4,3 milljarða króna í laun og í fimmta sæti er Mark Parker, forstjóri Nike, með 4,2 milljarða í laun. Efnaðasta tískufólkið EFNAÐUR Ralph Lauren er í fjórða sæti yfir ríkustu menn innan bandaríska tískubransans. NORDICPHOTOS/GETTY Taubleiur eru lífsstíll ef marka má þann mikla fjölda vefsíðna sem til- einkaður er vörunni. Soffía Ösp Bær- ingsdóttir segir taubleiuheiminn vera frumskóg fyrir þá sem ekki þekkja til. LÍFSSTÍLL „Ætli svarið við spurningunni sé ekki það að bleiurnar verða eins og hver annar fatn- aður eða fylgihlutur. Það þykir ekkert skrítið að ræða hönnun og þetta á kannski svolítið skylt við það,“ segir Soffía Ösp Bæringsdóttir um hið líflega netsamfélag sem hefur skapast í kringum taubleiur. Ótal vefsíður og spjall- þræðir hafa sprottið upp í kringum áhuga foreldra á vörunni og einnig má finna fjölda síða á Facebook. Soffía segir taubleiuheiminn vera hálf gerðan frumskóg fyrir nýbakaða foreldra og því sé gott að geta sótt upplýsingar til þeirra sem reyndari eru. „Það eru til margar ólíkar útgáfur af taubleium og á þessum torgum getur fólk deilt reynslu sinni. Taubleiur kosta mis- mikið, eru úr ólíkum efnum og svo skiptir líka máli hvernig snið þú notar þegar barnið er farið að hreyfa sig meira.“ Innt eftir því hvað það er sem fær fólk til að nota heldur taubleiur í stað einnota bleia segir Soffía margar ólíkar ástæður liggja að baki því. Sjálf kusu hún og maður hennar að nota taubleiur vegna umhverfissjónarmiða en fljót- lega áttuðu þau sig á því að mikill sparnaður fælist í taubleiunotkun. „Maðurinn minn var harður á þessu frá upp- hafi vegna umhverfissjónarmiða. Fljótlega komumst við svo að því að við gátum sparað heilmikinn pening á þessu, við spöruðum okkur allt að 100 þúsund krónur með því að vera skyn- söm í bleiukaupunum. Þetta varð fljótlega hálf- KYNLÍF Unglingar horfa á klám. Það er staðreynd. Margir vita að klám er óraunverulegt en reyna samt að draga einhvern lærdóm af því. Þekkingin til að greina á milli hvað sé raunhæft og hvað ekki er ekki til staðar sökum reynsluleysis í samskiptum og kynlífi. Klámið kennir börnum ekki samskipti því þar eru einungis geltar skipanir og svívirðingar. Við fullorðna fólkið vitum að sú tækni dugar skammt í raunveru- legum kynmökum en þeir sem hana hafa prófað hafa oftar en ekki sár móðgað bólfélagann með tilheyrandi leiðindum. Þá kennir klámið heldur ekki tækni, þarna eru atvinnumenn á ferð og leik- menn sem ætla að herma eftir geta slasað sig og aðra. Mín leið til að tækla klám- umræð una er ekki að banna áhorf, enda vitum við að það dugar ekki. Unglingar vilja vita meira um kynlíf og þegar varir foreldranna eru heftaðar saman þá munu þeir leita á alla miðla til að afla sér upp- lýsinga. Í gamla daga voru það bækur, í dag er það netið. Þetta er gömul saga í nýjum búningi. Ég kýs að koma fram við börn af heiðarleika og hreinskilni og bendi þeim á staðreyndir málsins. Ég útskýri fyrir þeim að klámmynd sé í raun ekkert annað en klúr og allsber útgáfa af Hringadrótt- inssögu. Tæknibrellum er beitt, sviðsmynd smíðuð, ljósin stillt og undir farðanum og búningun- um er raunverulegt fólk sem fær greitt fyrir þessa vinnu. Þetta er jú vinna og það skal enginn halda að þetta geri fólk sér eingöngu til skemmtunar. Það er einnig hand- rit og leikararnir fá pásur á milli atriða. Þau fara í slopp, fá sér kaffi og kleinuhring og spjalla um nýj- asta appið, eða eitthvað svoleiðis. Þá klikka líka hlutir í klám- myndum. Stundum prumpar ein- hver svo hátt að það heyrist í hljóð- nemanum og þá þarf að gera hlé á tökum, áhorfandanum þykir prump ekki sexí þó leikararnir springi úr hlátri. Stundum brotna gervilimir, fólk fær krampa í fót- inn, sæði upp í nefið og bítur óvart viðkvæmt kynfærið. Mistökin ger- ast en við sjáum það sjaldnast. Það er klippt til, allir í pásu, svo er haldið áfram þar sem frá var horfið. Það eru mjög fáir sem hamast samfleytt í inn-út lengur en þrjár mínútur í senn og bein- ar samfarir vara sjaldnast lengur en 7 mínútur. Klám er því fram- leiddur tilbúningur í sýndarheimi. Klám er ekki efni frá Náms- gagnastofnun og því ekki leiðar- vísir að góðu kynlífi. Þennan pist- il megið þið, kæru foreldrar, eigna ykkur og endursegja börnunum ykkar, oft og mörgum sinnum. Unglingar og klám EKKI LEIÐARVÍSIR Klámmyndir eru tilbúningur rétt eins og aðrar kvikmyndir. Taubleiuheimurinn er frumskógur Soffía Ösp Bæringsdóttir segir taubleiur verða mikið áhuga- mál hjá þeim sem þær nota. Á netinu má finna ótal vefsíður sem tileinkaðar eru vörunni. Taubleiur ganga kaupum og sölum á netinu. Á Facebook er til sérstakt taubleiutorg þar sem foreldrar skiptast á upplýsingum um vöruna. Soffía segir síðurnar nokkuð líflegar og að margir séu mjög virkir á þræðinum. „Sumir hafa jafnvel búið til myndbönd um hvernig sé best að setja bleiurnar á. Sumir verða algjörir sérfræðingar í þessu og pæla mikið í sniði, gæðum efnisins og litum og munstri.“ SÉRFRÆÐINGAR Í TAUBLEIUM gert áhugamál hjá manni, maður valdi bleiuna á morgnana í stíl við fötin og við áttum meira að segja sparibleiur,“ segir Soffía en báðar dætur hennar hafa gengið með taubleiur. Hún segir ekki mikla aukavinnu liggja að baki því að nota taubleiur og að mesta vinnan felist í því að skipta á barninu og ekki sleppi maður við það. „Maður þvær eina vél þriðja hvern dag. Langmesta vinnan er að skipta á barninu.“ sara@frettabladid.is EINLÆGT BROS getur minnkað streitu. Séu munn- og augnvöðvar virkjaðir getur það róað hjart- slátt fólks og um leið minnkað streitueinkenni. Það bætir því heilsuna að brosa breitt og innilega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.