Fréttablaðið - 02.08.2012, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 02.08.2012, Blaðsíða 60
52 2. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR Leonice hefur sent frá sér nýtt lag. Þá biðlar hún til RÚV að fá að fara fyrir Íslands hönd í Eurovision. „Ég þarf ekki að stefna ferli mínum í hættu til þess að vera fræg,“ segir söngkonan Leoncie hneyksluð á samningi sem fram- leiðendur bandarísku þáttanna Off Beat vildu láta hana undirrita í síðustu viku fyrir að birta mynd- bönd hennar í þættinum. „Þeir vildu fá höfundarrétt á lögunum mínum og öllu því sem ég myndi gera í framtíðinni. Þetta var hættulegur samningur,“ segir Leoncie en miklir annmarkar voru á samningnum og neitaði hún að skrifa undir. „Ég mátti ekki fara með Viktor með mér. Þeir vita að ég hef verið gift í þrjátíu ár og fyrst ég get ekki farið með Viktor fer ég ekki,“ segir hún. Off Beat sýnir fyndin og hneykslandi tónlistarmyndbönd og er einn aðalfram leiðandinn Vin Di Bona, hugmynda smiður American Funniest Home Videos. „Þátturinn er blanda af tónlist og gríni og þeir vildu sýna öll myndböndin mín af Youtube,“ segir Leoncie. „Ég myndi verða þræll fyrir þá til framtíðar ef ég væri fáviti eins og margir sem fara til Bandaríkjanna og fórna eiginmönnum fyrir frægð. Guði sé lof að ég er ekki svona örvæntingar full,“ segir hún um áhrif samningsins. Framleiðendurnir tjáðu henni að allir sem kæmu í American Funniest Home Videos hefðu skrifað undir samninginn. „Þeir sögðu að ég væri fyrsta mann- eskjan af milljónum til að neita að skrifa undir.“ Myndband við nýtt lag hennar, Gay World, kom út í vikunni og gaf hún út samnefnda plötu á dögunum. „Ég samdi Gay World því ég hef spilað fyrir fólk í London sem er hamingjusamt eða „gay“ og þá hefur verið troðfullt og allir kunnað textana mína,“ segir hún glöð. Leoncie hefur hug á að verða næsti fulltrúi Íslands í Euro- vision. „Ég sendi bréf til Páls Magnússonar. Ég hef samt ekki áhuga á að einhver dæmi mig því ég er alþjóðlegur fyrsta flokks skemmtikraftur. Af hverju þurfa skattgreiðendur að borga fyrir keppni þegar hægt er að velja eina manneskju og það er skýrt að ég mun sigra?“ segir hún. Páll Magnússon, útvarpsstjóri, sá vefpóstinn frá Leoncie í fyrra- dag. „Ég sagði að það væri meira en sjálfsagt að hún tæki þátt í for- keppninni og hvatti hana til þess.“ Hann kannaðist þó ekki við að Leoncie hefði beðið um að vera valin án þátttöku í Söngvakeppni sjónvarpsins. hallfridur@frettabladid.is Hafnar amerískum þætti en vill syngja í Eurovision Tónlist ★★★ ★★ Smashing Pumpkins Oceania EMI Billy Corgan í fínu formi Oceania er fyrsta stóra plata Smashing Pumpkins síðan endur- komu platan Zeitgeist kom út fyrir fimm árum. Í millitíðinni ætlaði Billy Corgan að hætta að búa til stórar plötur og gefa þess í stað eitt og eitt lag út í einu og safna svo saman eftir á, en eftir nokkur lög sem safnað var saman á tvær EP-plötur ákvað Billy að hverfa frá hugmyndinni og vinna nýja plötu upp á gamla mátann. Billy Corgan er einn eftir af gömlu Smashing Pumpkins-meðlimunum á Oceania, en samt hljómar platan alveg eins og alvöru Smashing Pumpkins- plata, nokkuð sem ekki var hægt að segja um sólóefnið hans eða hljóm- sveitina Zwan. Oceania er nokkuð sannfærandi plata. Lagasmíðarnar eru margar fínar og platan hefur ágætt heildaryfirbragð. Þetta er ekkert meistarastykki, en gamlir aðdáendur ættu ekki að hika við að bæta Oceaniu í safnið. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Besta Smashing Pumpkins-platan í langan tíma. LEONCIE VILL Í EUROVISION Leoncie tekur ekki í mál að taka þátt í undan- keppni Eurovision. Hún er afar sigurviss ef hún fær tækifærið en Páll Magnússon bendir henni á að senda lag í keppnina eins og aðrir. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á 40.000 MANNS! KOLSVÖRT SPENNUMYND FRÁ LEIKSTJÓRA THE EXORCIST OG THE FRENCH CONNECTION SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS KILLER JOE KL. 6 - 8 - 10.10 16 ÍSÖLD 3D KL. 6 L TED KL. 10.10 12 INTOUCHABLES KL. 8 12 HLUTI AF HVERJUM SELDUM BÍÓMIÐA ALLAN JÚLÍ - rennur til Barnaheilla - TV, KVIKMYNDIR.IS - VJV, SVARTHÖFÐI DARK KNIGHT RISES KL. 4.30 - 5.30 - 8 - 9 10 DARK KNIGHT RISES LÚXUS KL. 4.30 - 8 10 ÍSÖLD 4 3D ÍSL.TAL KL.3.20 - 5.50 L ÍSÖLD 4 2D ÍSL.TAL KL. 3.20 L TED KL. 8 - 10.20 12 SPIDER-MAN 3D KL. 5 - 8 - 10.50 10 KILLER JOE KL. 8 - 10.20 16 ÍSÖLD 4 3D ÍSL.TAL KL.5.50 L SPIDER-MAN 3D KL. 6 - 9 10 INTOUCHABLES KL. 5.30 - 6.30 - 8 - 9 - 10.30 12 STÆRSTA MYND ÁRSINS  EMPIRE  KVIKMYNDIR.IS  HOLLYWOOD REPORTER  SÉÐ OG HEYRT  MBL EGILSHÖLL V I P 12 12 12 12 12 12 12 L L L 12 16 16 L L L KEFLAVÍK 16 ÁLFABAKKA THE DARK KNIGHT RISES kl. 4:30 - 5:30 - 6 - 8 - 9 - 10 - 10:20 2D DARK KNIGHT RISES VIP kl. 6 - 10 2D MAGIC MIKE kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 2D DREAMHOUSE kl. 8 2D MADAGASCAR 3 ísl. Tali kl. 3:40 - 5:50 2D MADAGASCAR 3 ísl. Tali kl. 3:40 3D UNDRALAND IBBA ísl. Tali kl. 3:40 2D KRINGLUNNI L 12 12 DARK KNIGHT RISES kl. 5:30 - 6 - 9 - 10 2D MAGIC MIKE kl. 8 - 10:20 2D MADAGASCAR 3 ísl. Tali kl. 5:50 3D AKUREYRI DARK KNIGHT RISES kl. 7 - 10:20 2D LOL kl. 6 2D DREAM HOUSE kl. 8 - 10:20 2D DARK KNIGHT RISES kl. 10:30 2D DREAMHOUSE kl. 8 - 10 2D DARK KNIGHT RISES 1:40 - 3:50 - 4:50 - 5:50 - 7 - 8 - 9 - 10:10 - 11:10 2D TED kl. 5:40 - 10:30 2D MAGIC MIKE kl. 8 2D ÍSÖLD 4 ísl. Tali kl. 1:40 3D ÍSÖLD 4 ísl. Tali kl. 1:40 - 3:50 2D MADAGASCAR 3 ísl. Tali kl. 1:40 - 3:40 2D TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á THE DARK KNIGHT RISES 3.50, 7, 10.20 KILLER JOE 8, 10.20 INTOUCHABLES - ISL TEXTI 3.50, 6, 8, 10.20 ÍSÖLD 4: HEIMSÁLFUHOPP 3D 4, 6 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar 40.000 MANNS! Kolsvört spennumynd frá leikstjóra The Exorcist og The French Connection www.laugarasbio.is -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar 5% MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS Miðasala: 412 7711 www.bioparadis.is / midi.is Hluti af Europa Cinemas FIMMTUDAGUR: STARS ABOVE 18:00, 20:00, 22:00 RED LIGHTS 17:40, 20:00, 22:20 BERNIE 17:50, 20:00 COOL CUTS: LEG- ENDS OF VALHALLA-THOR 18:00 COOL CUTS: JAR CITY 20:00 TÓNLEIKAR: BOOGIE TROUBLE OG CATERPILLARMAN (FRÍTT INN) 22:00 BLACK’S GAME (ENGLISH SUBS) 22:00 SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! SAMI AFSLÁTTUR FYRIR ÖRYRKJA OG ELDRI BORGARA. TÓNLEIKAR: BOOGIE TROUBLE OG CATERPILLARMAN kl. 22 (FRÍTT INN) RED LIGHTS HEIMSFRUMSÝNING! Frábær sálfræðitryllir í anda The Sixth Sense STARS ABOVE “Íslenska leikkonan Elín Petersdóttir er gjöf frá Íslandi til fi nnskra kvikmynda.” HEILLANDI SAGA UM ÞRJÁR KYNSLÓÐIR KVENNA Í EINU OG SAMA HÚSINU. Bandaríska söngkonan Katy Perry er forsíðustúlka septem- berheftis Elle og í viðtali við tímaritið úti- lokar hún ekki að gifta sig aftur. „Ég er kona sem vill stefnumót. En ég býst við að maður eigi aldrei að segja aldrei. Ég mun leyfa ástinni að ráða för,“ sagði söngkonan þegar hún var spurð hvort hún mundi gifta sig aftur ef svo bæri undir. Um feril sinn sagði hún: „Ég elska það sem ég geri en um leið og það breytist þá mun ég breyta til. Ég verð ekki sætinda- drottningin að eilífu.“ Væri til í að giftast aftur KATY PERRY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.