Fréttablaðið - 02.08.2012, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 02.08.2012, Blaðsíða 63
FIMMTUDAGUR 2. ágúst 2012 55 FÓTBOLTI Lars Lagerbäck, þjálf- ari íslenska karlalandsliðsins, tilkynnti í gær 22 manna hóp fyrir vináttulandsleik á móti Færeyjum. Þetta verður fyrsti leikur landsliðsins á heimavelli undir stjórn Svíans og fer fram á Laugardalsvelli 15. ágúst næst- komandi. Athygli vekur að Lagerbäck velur hvorki Eið Smára Guðjohn- sen né Grétar Rafn Steinsson í hópinn að þessu sinni en þeir eru báðir án félags. Eiður Smári gekk nýverið frá starfslokasamningi við gríska félagið AEK Aþenu og samningur Grétars Rafns og Bolton rann út í sumar. Lagerbäck talaði um það á blaðamannafundi í gær að báðir leikmennirnir væru inn í myndinni hjá sér og að hann muni kalla þá inn í hópinn fyrir Færeyjaleikinn verði þeir búnir að finna sér félag. Lagerbäck ræddi við Eið Smára í vikunni og þar sagðist Eiður Smári vera jákvæður á að finna sér nýtt félag á næstunni og halda áfram að spila með íslenska landsliðinu. Ingvar Jónsson, markvörður úr Stjörnunni, er eini nýliðinn í hópnum en þeir Sölvi Geir Otte- sen og Emil Hallfreðsson koma báðir aftur inn í hópinn eftir að hafa misst af leikjunum á móti Frakklandi og Svíþjóð. Allir þrír markverðir hópsins spila í Pepsi- deildinni en aðrir nítján leik- menn hópsins eru atvinnumenn erlendis. Hallgrímur Jónasson hefur verið fastamaður í fyrstu leikjunum undir stjórn Lars en er meiddur á hné. Lars sagði einnig á fundinum í gær að Hjörtur Logi Valgarðsson sé ekki inni í myndinni og hann velur því frekar Ara Frey Skúlason inn í hópinn sem bakvörð. Leikurinn er sá síðasti í undir- búningi íslenska liðsins fyrir undan keppni HM 2014 þar sem Norðmenn verða fyrstu mót herjarnir 7. september. Lars er þegar búinn að stýra íslenska liðinu í fjórum vináttulandsleikjum en þeir hafa allir tapast á móti þjóðum sem eru mun ofar en Ísland á styrk- leikalista FIFA. Færeyjar eru 26 sætum neðar en Ísland. - óój Lars Lagerbäck tilkynnti í gær landsliðshópinn sinn fyrir vináttulandsleik á móti Færeyjum 15. ágúst: Eiður Smári og Grétar verða að finna sér lið EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN Er í fram- tíðarplönunum hjá Lars Lagerbäck en þarf að finna sér lið. NORDICPHOTOS/GETTY Markmenn Gunnleifur Gunnleifsson FH Hannes Þór Halldórsson KR Ingvar Jónsson Stjarnan Varnarmenn Ragnar Sigurðsson FC Kaupmannahöfn Sölvi Geir Ottesen Jónsson FCK Ari Freyr Skúlason Sundsvall Indriði Sigurðsson Viking Kári Árnason Rotherham Birkir Már Sævarsson Brann Bjarni Ólafur Eiríksson Stabæk Miðjumenn Aron Einar Gunnarsson Cardiff City Helgi Valur Daníelsson AIK Emil Hallfreðsson Hellas Verona Jóhann Berg Guðmundsson AZ Alkmaar Rúrik Gíslason OB Eggert Gunnþór Jónsson Wolves Arnór Smárason Esbjerg Sóknarmenn Birkir Bjarnason Pescara Kolbeinn Sigþórsson Ajax Alfreð Finnbogason Helsingborg Gylfi Þór Sigurðsson Tottenham Björn Bergmann Sigurðarson Wolves HÓPURINN FÓTBOLTI Katrín Jónsdóttir, fyrir- liði íslenska kvennalandsliðsins, verður ekki með landsliðinu í vin- áttulandsleik í Skotlandi 4. ágúst. Katrín er meidd og því kallaði landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson á Stjörnu- konuna Hörpu Þorsteinsdóttur í hennar stað. Katrín mun þarna missa af fyrsta landsleik sínum í sex ár eða síðan hún sat á bekknum í 0-4 tapi á móti Svíum 26. ágúst 2006. Síðan þá var Katrín búin að leika 63 landsleiki í röð, þar af alla leiki liðsins undir stjórn Sigurðar Ragnars (61 talsins). Katrín hefur verið fyrirliði landsliðsins í öllum leikjum frá því að Ásthildur Helgadóttir hætti sumarið 2007 en það á eftir að koma í ljós hvaða leikmaður tekur við fyrirliðabandinu af Katrínu. - óój Katrín Jónsdóttir: Missir af fyrsta leiknum í sex ár KATRÍN JÓNSDÓTTIR Er frá vegna meiðsla. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Opið laugard. kl. 10-14 Allar Wrangler vörur á 20% afslætti! Á LÆKJARTORGI verð frá:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.