Fréttablaðið - 02.08.2012, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 02.08.2012, Blaðsíða 52
2. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR44 44tónlist TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson tonlist@frettabladid.is Opnunarhátíð Ólympíuleikanna í London var bæði skemmtileg og til- komumikil. Maður hefur oft ekki nennt að hanga yfir þessum opnunar- hátíðum, en Danny Boyle stóð undir öllum væntingunum. Á meðal þess sem var flott var tónlistin. Plata með tónlist frá hátíðinni var fáanleg stafrænt um leið og hátíðinni lauk og er nú komin út á geisladisk líka. Platan nefnist Isles of Wonder og er tvöföld. Á fyrri disknum er tónlist frá hátíðinni sjálfri. Á meðal flytjenda eru Frank Turner, Underworld, Mike Old- field, Dizzee Rascal, Emeli Sandé og Arctic Monkeys. Á seinni disknum er svo tónlistin sem hljómaði undir þegar íþróttamennirnir gengu inn á leik- vanginn og hún er ekki síðri. Eins og áður hefur komið fram hafði Rick Smith úr hljómsveitinni Under- world yfirumsjón með tónlistinni. Á seinni disknum er danstónlistin ráðandi, en takturinn sem íþrótta- fólkið gekk inn á völlinn undir voru 120 slög á mínútu. Lög með dans- poppsveitum eins og Underworld, High Contrast og Chemical Brot- hers eru mest áberandi, en þarna er líka nýtt High Contrast remix af Where the Streets Have No Name með U2 og Olympians með Fuck Buttons, auk laganna West End Girls með Pet Shop Boys og Heroes með David Bowie. Isles of Wonder er flott plata, enda eiga sennilega fáir jafn mikið af góðri tónlist og Bretar. Salan á plötunni fór líka vel af stað. Hún fór beint á toppinn hjá iTunes og seldust yfir tíu þúsund eintök á fyrsta sólarhringnum sem hún var í sölu … Ofursvöl Ólympíutónlist SKEMMTILEG OG TILKOMUMIKIL Tónlistin frá opnunarhátíð Ólympíuleikanna er komin út. Í BLÓMABREKKUNNI með Mannakorn er plata vikunnar ★★★★ „Fleiri frábær lög og textar frá Magga Eiríks og Pálma Gunn.“ tj Rapparinn Snoop Dogg kom öllum á óvart á dögunum þegar hann sagðist vera búinn að breyta nafni sínu í Snoop Lion. Ekki nóg með það, þá er hann hættur í rappinu og hyggst senda frá sér reggíplötu. „Snoop Dogg er dáinn. Lengi lifi Snoop Lion!“ Svona hefst umfjöllun breska dagblaðsins Guardian um nýjasta útspil rapparans Calvin Cordozar Broadus Jr, sem hefur kallað sig Snoop Dogg í gegnum tíðina. Hann breytti nafni sínu á dögunum í Snoop Lion og hyggst snúa sér að reggítónlist. Snoop Lion sendir frá sér plötuna Reincarnated í næstu viku. Platan er sú tólfta frá lista- manninum en vitanlega sú fyrsta sem inniheldur einungis reggítón- list. Fyrsta smáskífa plötunnar, La La La, kom út í júlí og leggur línurnar fyrir plötuna. Lagið er nokkuð hefðbundið reggílag en athygli vekur að Snoop nýtur aug- ljóslega aðstoðar autotune-hug- búnaðar til að halda lagi, enda ekki vanur söngvari. Í viðtali um útspilið sagði Snoop Lion að rapptónlist væri ekki lengur áskorun fyrir sig. „Það stendur mér enginn á sporði í rapptónlist – með fullri virðingu fyrir öðrum röppurum,“ rumdi ljónið, kokhraust að vanda. „Ég er búinn að gera allt sem hægt er að gera í rappi. Ég er kallaður Snoop frændi í rappinu. Þegar maður er kallaður frændi þá er kominn tími til að breyta til. Ég vil vera krakki á ný.“ Ákvörðun Snoop kann að hljóma undarlega en honum er engu að síður dauðans alvara. Hann segist hafa endurfæðst sem listamað- ur á Jamaíka þar sem nýja plat- an varð til en rastafaraprestur veitti honum innblástur í vali á nýju nafni. „Ég fór í hof þar sem presturinn spurði mig að nafni,“ sagði Snoop. „Ég svaraði „Snoop Dogg“ og hann horfði á mig og sagði „ekki lengur. Þú ert ljósið. Þú ert ljónið“. Frá þessu augna- bliki byrjaði ég að skilja hvers vegna ég var þarna.“ Snoop Lion vann reggí plötuna í samstarfi við upptöku stjórann Diplo, sem stýrði upptökum á plötunni undir nafninu Major Lazer. Hann segir lög á plötunni vera á meðal bestu laga Snoop. „Hann vildi gera alvörureggí,“ sagði hann á blaðamannafundi á dögunum. „Hann vildi syngja og finna nýja rödd. Það var algjör draumur að fá að vinna með honum heila plötu. Það er sjaldgæft í dag.“ Snoop hefur fengið misjöfn við- brögð við nafn- og stefnubreyting- unni. Margir hafa nýtt samskipta- miðla til að gera grín að honum og þar á meðal er hin síunga Betty White sem tísti: „Snoop Dogg uppfærði nafnið sitt í Snoop Lion. Snoop Lion?! Haaa!? Var hann skakkur, eða? Ahh, já.“ atlifannar@frettabladid.is VOFFINN VERÐUR LJÓN NÝTT NAFN Snoop Dogg heitir nú Snoop Lion og hyggst senda frá sér reggíplötu á næstunni. Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elkó, tonlist.is Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: TÓNLISTINN Vikuna 25. júlí - 31. júlí 2012 LAGALISTINN Vikuna 25. júlí - 31. júlí 2012 Sæti Flytjandi Lag 1 Jón Jónsson .........................................................All, You, I 2 Lykke Li .......................................................I Follow Rivers 3 Helgi Júlíus & Valdimar Guðmundsson .. Þú ert mín 4 Ásgeir Trausti ................................................. Leyndarmál 5 Tilbury ................................................................Tenderloin 6 Fun ..................................................................Some Nights 7 Retro Stefson .................................................Fram á nótt 8 Jónas Sigurðsson .......................................... Þyrnigerðið 9 Helgi Björns & reiðmenn vindanna ............................... ................................ Ég er kominn heim í heiðardalinn 10 Flo Rida ...................................................................Whistle Sæti Flytjandi Plata 1 Of Monsters And Men ...........My Head Is An Animal 2 Mannakorn ......................................... Í blómabrekkunni 3 Helgi Björns & reiðmenn vindanna ............................... ...........................................................Heim í heiðardalinn 4 Sigur Rós ...................................................................Valtari 5 Ýmsir .................................... Pottapartý með Sigga Hlö 6 Brimkló ......................................Síðan eru liðin mörg ár 7 Ýmsir ............................................................. Hljómskálinn 8 Tilbury .....................................................................Exorcise 9 Ýmsir .........................Hot Spring: Landamannalaugar 10 Mugison ....................................................................Haglél Í SPILARANUM Cat Power - Sun Þórunn Antonía - Star Crossed Micachu and the Shapes - Never Farangursbox Opnunartími: Opið virka daga frá kl. 8:00 til18:00 Vagnhöfði 23 Sími: 590 2000 www.benni.is 30% afsláttur Vandað farangursbox til að setja á þakið - 450 l. Verð aðeins: 45.430 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.