Fréttablaðið - 02.08.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.08.2012, Blaðsíða 2
2. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR2 11 -0 56 8 / H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA ms.is ...hvert er þitt eftirlæti? ...endilega fáið ykkur Smámál frá MS hafa notið vinsælda hjá stórum og smáum í fjölda ára. Þau fást í tveimur gómsætum bragðtegundum, karamellu og súkkulaði. LÖGREGLUMÁL Maður um tvítugt slapp án alvarlegra meiðsla þegar hann var stunginn í lærið við versl- unarkjarnann Mjóddina í Breiðholti um hádegisbil í gær. Árásarmaður- inn var handtekinn á staðnum. Lögregla fékk tilkynningu um málið skömmu fyrir eitt. Hinn slas- aði fékk aðstoð við að stöðva blæð- inguna frá nærstöddum sem höfðu orðið vitni að árásinni. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var það árásarmaðurinn sem kom því leiðar að lögregla yrði kölluð til þegar vinir fórnarlambsins gerðu sig lík- lega til að hefna fyrir atlöguna. Árásarmaðurinn, sem lögregla hefur áður haft afskipti af, var handtekinn og þrír til viðbótar voru færðir á lögreglustöð til skýrslu- töku. Allir eru þeir um tvítugt. Árásarmaðurinn var yfirheyrður síðdegis í gær. Tilefni og aðdragandi árásarinnar liggur ekki fyrir, en svo virðist sem mennirnir hafi verið að gera upp gamlan ágreining. Hinn slasaði var fluttur á slysa- deild þar sem gert var að sárum hans. Honum hafði blætt töluvert en reyndist þó minna slasaður en óttast var í fyrstu. - sh Fjórir voru færðir á lögreglustöð eftir að uppgjör gamals ágreinings fór úr böndunum: Stunginn í lærið um hábjartan dag MIKILL ATGANGUR Nærstaddir ruku til og reyndu að stöðva blæðinguna úr læri mannsins. ELDVARNIR „Nágrannavarslan er orðin svo öflug að ef fólk sér smá reyk er það tilkynnt. Ef það leggur töluverðan reyk frá grilli sem fer undir þakskegg, fáum við kannski fimm til sex tilkynningar um það,“ segir Kristján Einarsson, slökkvi- liðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. „Einu sinni fengum við tilkynn- ingu um bruna í sumarbústað við Þingvallavatn. Fólkið sem tilkynnti brunann var hinum megin við vatnið og þegar málið var kannað nánar reyndist þetta vera sólarljós sem speglaðist svona í lituðu gleri. Í öðru tilfelli var tilkynnt um eld, þar sem einungis var um gulllitað sælgætisbréf að ræða.“ Kristján segir samt brýnt að fólk tilkynni allan mögulegan eld. „En það er líka mikilvægt að fólk kanni aðstæður. Það er ekki nóg að sjá reyk, fólk verður að athuga hvaðan hann kemur,“ segir Kristján. „Stundum er fólk í bíl þegar það hringir og lætur vita af bruna. Þegar það er svo spurt nánar út í eldinn, er það kannski komið fimmtán til tutt- ugu kílómetra frá vettvangi. Þá verðum við að fara á staðinn.“ Áríðandi er fyrir þá sem ætla að kveikja eld eða mynda reyk með öðrum hætti, að láta lögreglu vita, því það getur einnig komið í veg fyrir að slökkviliðið sé sent í slíkan óþarfa leiðangur. „Það eru reyndar eindregin tilmæli okkar hjá Brunavörnum, að fólk kveiki ekki eld að óþörfu í svona miklum þurrki,“ segir Kristján. Björn Karlson brunamála- stjóri bendir á að ef menn ætla að kveikja stærri elda þurfi sérstakt brennuleyfi fyrir eldinum. „Það er harðbannað að vera með stóra bálkesti án nokkurra skilyrða. Fyrir slíkri brennu þarf að vera brennustjóri, ákveðinn halli þarf að vera á bálkestinum og fleira.“ Björn segir lagarammann að vísu gallaðan að því leyti að engin stærðarmörk séu á því hvað sé brenna. „En auðvitað gerist það að menn kveiki lítinn bálköst og þá er mikilvægt að menn hugi að kringumstæðum. Það verður að passa að ekkert brennanlegt sé í kringum eldinn, því það er auðvelt að kveikja gróðurelda. Svo verður fólk að passa að slökkt sé almennilega í þessu með vatni áður en svæðið er yfirgefið.“ katrin@frettabladid.is VEISTU MEIRA? Sendu okkur ábendingu á meira@frettabladid.is Gyllt sælgætisbréf tilkynnt sem eldur Slökkviliðið í Árnessýslu fær um fimmtán tilkynningar um lausan eld á hverju sumri, án þess að um bruna sé að ræða. Brýnt er að kanna kringumstæður áður en eldur er tilkynntur. Varhugavert er að kveikja eld núna vegna þurrka. SLÖKKVISTARF Vegna mikillar þurrkatíðar í sumar er varhugavert að kveikja nokkurn eld. Jörð hefur þornað langt ofan í svörðinn og gróður hefur sums staðar sölnað. Hvort tveggja getur stuðlað að skjótri útbreiðslu elds. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VIÐSKIPTI Bandaríska hug bún- aðar fyrirtækið Commtouch hefur komist að samkomulagi við eigendur íslenska hugbún- aðar fyrirtækisins Friðriks Skúlasonar ehf. um kaup á rekstri fyrir- tækisins. Kaupverðið er ekki gefið upp. Starfsemi Friðriks Skúla- sonar ehf. verður áfram óbreytt hér á landi þrátt fyrir kaupin. Fyrir- tækið var stofnað árið 1983 og var fyrir kaupin nánast alfarið í eigu hjónanna Friðriks Skúla- sonar og Bjargar M. Ólafs- dóttur. Commtouch sérhæfir sig í öryggismálum á netinu og vírusvörnum. Fyrirtækið er skráð á bandaríska Nasdaq- hlutabréfamarkaðinn. - mþl Bandarískt fyrirtæki kaupir: Friðrik Skúla- son ehf. selt RANNSÓKNIR Fjall sem Hafrann- sóknastofnunin (Hafró) fann neðan sjávar í nýjum leiðangri sínum kann að vera tuttugu milljóna ára gamalt. „Fjölgeislamælingarnar í leiðangri á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni fyrr í sumar leiddu í ljós umfangsmikið neðan- sjávarfjall djúpt undan rótum landgrunnsins um 120 sjómílur vestur af Snæfellsnesi,“ segir í tilkynningu Hafró. Fjallið, sem er á 950 til 1.400 metra dýpi, er sagt um 450 metra hátt, álíka hátt og Ingólfsfjall. „Sá hluti þess sem var kortlagður er um 300 ferkílómetrar að umfangi sem er tífalt flatarmál Ingólfsfjalls,“ segir í umfjöllun Hafró. Lögun fjallsins er sögð sláandi lík móbergsstapa og hafa yfir sér unglegt yfirbragð. „Sýnataka með greiningu bergsins er nauðsynleg til að ganga úr skugga um hvort sú sé raunin eða hvort um er að ræða eldstöð sem tengist gömlu rek- belti og er þá hugsanlega um 20 milljón ára.“ Í leiðangrinum voru gerðar fjölgeislamælingar djúpt vestur af landinu, í Vesturdjúpi allt norður að Grænlandssundi, með það að markmiði að kortleggja botnlögun á þekktri veiðislóð og kanna umhverfi öflugra haf- strauma sem fara um Græn- landssund. Alls voru mældir um 9.000 ferkílómetrar í ellefu daga leiðangri. - óká Rannsóknaskipið Árni Friðriksson skoðar hafsbotninn með fjölgeislamælingum: Fundu fjall vestur af Snæfellsnesi HANS KRISTIAN OG EVA RAUSING Lögreglan fann lík hennar í íbúð þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VERSLUN Forsvarsmenn Vínbúðar- innar búast við annasamri viku nú þegar Verslunarmannahelgin nálgast. Greint er frá því á vef ÁTVR að í fyrra hafi komið tæp- lega 117 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar vikuna fyrir þessa stærstu ferðamannahelgi ársins. Til samanburðar komu að meðal- tali 98 þúsund viðskiptavinir í Vín- búðirnar í viku í júlí. Samkvæmt upplýsingum frá Vínbúðunum sýnir reynslan að flestir viðskiptavinir koma á föstu- deginum fyrir verslunarmanna- helgina, flestir milli klukkan fjögur og sex eða allt að sjö þúsund viðskiptavinir á klukkustund. - óká Flestir koma á föstudag: Búist við ann- ríki fyrir helgi BRETLAND, AP Breski auðkýfingur- inn Hans Kristian Rausing fékk tíu mánaða skilorðsbundinn fangelsis- dóm fyrir að hafa látið lík eigin- konu sinnar Evu afskiptalaust í íbúð þeirra í tvo mánuði eftir að hún lést. Þau höfðu bæði átt við fíkniefnavandamál að stríða og fundust slík efni í líkama hennar, sem fannst 9. júlí undir klæða- hrúgu í svefnherbergi þeirra þegar lögreglan gerði þar húsleit. Talið er að hún hafi látist 7. maí, en ekkert bendir til þess að lát hennar sé eiginmanninum að kenna. Auðæfi Rausings eru komin frá föður hans, sem fann upp Tetra pak-fernurnar. - gb Breskur auðkýfingur: Rausing fékk skilorðsdóm FÉLAGSMÁL Fjölskylduhjálp Íslands ætlar að úthluta reið- hjólum í dag í starfsstöð sinni í Eskihlíð 2-4. „Þetta eru reiðhjól sem eftir voru þegar Barnaheill lauk hjólaverkefni sínu 1. júlí og höfðu þá úthlutað 80 reiðhjólum. Gera þurfti við öll hjólin og tók það okkur lengri tíma en talið var í upphafi. „Nú eru hjólin klár,“ segir í tilkynningu frá Fjölskyldu- hjálp sem kveðst hafa úthlutað 60 hjólum á Reykjanesi fyrstu vikuna í júlí. Þar sé þörfin fyrir hjól enn mikil. Úthlutun- in í Reykjavík í dag er á milli klukkan eitt og fjögur eftir hádegi. - gar Fjölskylduhjálp Íslands: Ókeypis hjólum úthlutað í dag FRIÐRIK SKÚLASON NEÐANSJÁVAR Lögun neðansjávarfjalls sem fannst í nýjum mælingum Hafró er sögð sláandi lík móbergsstapa. MYND/HAFRÓ SPURNING DAGSINS Rósa, þarf ekki bara að koma upp viðvörunarskiltum? „Það horfir vel við mér – ég sé ekkert því til fyrirstöðu.“ Reykjavíkurborg hefur skorið upp herör gegn auglýsingaskiltum sem hindra vegfarendur á gangstéttum í miðbænum. Rósa María Hjörvar er aðgengisfulltrúi Blindrafélagsins. Það er ekki nóg að sjá reyk, fólk verður að athuga hvaðan hann kemur. KRISTJÁN EINARSSON SLÖKKVILIÐSSTJÓRI BRUNAVARNA ÁRNESSÝSLU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.