Fréttablaðið - 02.08.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.08.2012, Blaðsíða 6
2. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR6 FRÓÐASTI FERÐAFÉLAGINN Ný og endurbætt útgáfa FULLT VERÐ 4.990 KR. 1000 kr. afsláttur ef þú kemur með gömlu bókina (einungis hægt að skipta í bókabúðum, ekki bensínstöðvum) Í Vegahandbókina er komin ný, ýtarleg 24 síðna kortabók, á bls. 574-599. Hér færð þú skýra yfirsýn yfir landsvæði Íslands - í mælikvarðanum 1:500 000. Auðvelt er að fletta á milli bókarinnar og kortabókarinnar til að fá yfirsýn yfir það svæði sem ferðast er um. Tilvísanir leiða þig á rétta blaðsíðu. Ef þú ert t.d. að aka til Búðardals og ert á bls. 281 í bókinni og vilt fá meiri yfirsýn yfir svæðið er tilvísun á síðunni sem vísar þér á kort nr. 3 á bls. 578 í kortabókinni. Vegahandbókin • Sundaborg 9 • Sími 562 2600 Eymundsson metsölulisti 20.06.12 - 26.06.12 vegahandbokin.is SÝRLAND Bashar al Assad Sýrlands- forseti segir að örlög sýrlensku þjóðarinnar ráðist í orrustunni um Aleppo. Hann hefur ekkert tjáð sig opinberlega í hálfan mánuð, en sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem hann hvetur her sinn til dáða. Herinn hefur síðustu daga haldið uppi hörðum árásum á Aleppo, fjölmennustu borg landsins, sem uppreisnarmenn höfðu að stórum hluta náð á sitt vald. Sausan Gaulage, talskona Sam- einuðu þjóðanna í Sýrlandi, segir að sýrlenskar herþotur hafi tekið þátt í árásunum á uppreisnar- menn. „Í gær urðu eftirlitsmenn okkar í fyrsta sinn vitni að skothríð frá herþotum. Við höfum nú líka fengið staðfestingu á því að stjórnar- andstaðan er komin með þunga- vopn, þar á meðal skriðdreka,“ hefur fréttastofan AP eftir henni. Sameinuðu þjóðirnar hafa miklar áhyggjur af örlögum almenn- ings í borginni, sem verður fyrir sprengjuárásum stjórnarhersins. Þúsundir manna flýja borgina á degi hverjum en margir komast ekki burt og ástandið í borginni versnar dag frá degi: „Fólk skortir mat, eldsneyti, vatn og gas,“ segir Gaulage. Mannréttindasamtökin Amnesty International sendu í gær frá sér skýrslu, þar sem lýst er mann- réttindabrotum stjórnarhersins í Aleppo. Þar er fullyrt að bæði stjórnarherinn og alræmdar hrotta- sveitir á vegum stjórnarinnar hafi ítrekað beitt skotvopnum á frið- sama mótmælendur og drepið og sært bæði þátttakendur í mótmæl- um og aðra nærstadda, þar á meðal börn. Einnig elti þeir uppi hina særðu og líka lækna og heilbrigðis- starfsfólk sem reynt hefur að líkna þeim. Þá hafi margir þeirra sem handteknir eru verið pyntaðir og þeim ógnað með ýmsum hætti. „Ekki kemur á óvart að lömun alþjóðasamfélagsins undanfarna 18 mánuði hefur gert það að verkum að Sýrlandsstjórn telur sig geta haldið áfram brotum sínum, þar á meðal stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni, án ótta við refs- ingu,“ segir Donatello Rovera hjá Amnesty International. „Ástandinu í Sýrlandi ætti tafarlaust að vísa til Alþjóðlega sakadómstólsins.“ gudsteinn@frettabladid.is Assad forseti hvetur herlið sitt til dáða Segir örlög Sýrlands ráðast í orrustunni um Aleppo. Amnesty International fordæmir framferði stjórnarhersins og lýsir mannréttindabrotum hans í nýrri skýrslu. Öryggisráð S.Þ. hvatt til að draga Sýrland fyrir stríðsglæpadómstól. UPPREISNARMENN Í SÝRLANDI Komnir með skriðdreka sem þeir hirtu af stjórnarhernum. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLUMÁL Ofbeldisbrotum og innbrotum fækkaði verulega á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári. Þá fækkaði skemmdarverkum einnig en kynferðisbrotum fjölgaði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2011 sem kom út á þriðjudag. Stefán Eiríksson lögreglustjóri segir lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa gengið vel að ná markmiðum sínum á árinu 2011 í pistli í skýrslunni. Það sjáist best í fækkun afbrota og því mikla trausti sem almenningur ber til lög- reglunnar og hennar starfa. Kemur fram í skýrsl- unni að í viðhorfskönnun sem lögð var fyrir íbúa síðasta sumar hafi tæplega 85% þátttakenda talið lögregluna skila mjög eða nokkuð góðu starfi. Eins og áður sagði fækkaði innbrotum veru- lega á milli ára. Þannig voru að meðaltali framin fjögur innbrot í umdæminu á dag árið 2011 en þau voru sex árið 2010. Rán voru um fjörutíu og flest framin í tengslum við fíkni- efnaskuldir. Ofbeldisbrotum fækkaði einnig á milli ára og voru minni háttar líkamsárásir færri en um árabil. Alvarlegar líkamsárásir voru um hundrað á árinu sem er ámóta og undanfarin ár. Þá voru þrjú manndrápsmál til rannsóknar hjá lögreglunni sem er óvanalega mikið. Í skýrslunni segir að það verði verðugt verk- efni að fækka alvarlegum ofbeldisbrotum auk þess sem áhyggjum er lýst af auknum vopna- burði. - mþl Embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu lýsir yfir áhyggjum af auknum vopnaburði í ársskýrslu: Ofbeldisbrotum og innbrotum fækkaði 2011 Stefán Eiríksson lögreglustjóri segir góðan árangur lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu á síðasta ári áhugaverðan í ljósi hins mikla niðurskurðar á fjárfram- lögum sem embættið hefur þurft að sæta síðustu ár. Hefur niðurskurðinum meðal annars verið mætt með fækkun starfsfólks og verkefna. Lýsir Stefán þeirri skoðun sinni í ársskýrslunni að allt of langt hafi verið gengið í niðurskurðinum sem hafi fyrir vikið haft veruleg áhrif á ýmsa þætti starfseminnar. Of mikill niðurskurður Telur þú að slaka megi á öryggisleit á flugfarþegum í Leifsstöð? JÁ 43,6% NEI 56,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Fylgdist þú með embættistöku forseta Íslands? Segðu þína skoðun á visir.is DÓMSMÁL Brynjar Mettinisson, sem setið hefur í fangelsi í Taí- landi í rúmt ár grunaður um fíkniefnabrot, var fundinn sýkn saka í undirrétti þar í landi á þriðjudag. Saksóknaraembættið í Bang- kok, höfuðborg Taílands, hefur nú mánuð til að ákveða hvort dómnum verður áfrýjað og ef það verður gert þarf Brynjar að bíða þess að málið verði tekið fyrir í yfirrétti. Þangað til þarf hann að sitja áfram í fangelsi. DV greindi frá dómsniður- stöðunni í gær og ræddi við Borg- hildi Antons- dóttur, móður Brynjars, sem kvaðst fegin niðurstöðunni. „Þetta er mikill léttir og þó að það sé smá skuggi fram- undan þá er það samt léttir að hann hafi verið sýknaður,“ sagði hún í sam- tali við blaðið. Brynjar var handtekinn í Bangkok í byrjun júní í fyrra. Hann var talinn hafa ætlað að flytja lítra af met amfetamíni í vökvaformi til Japans ásamt áströlskum vini sínum. Sjálfur sagðist hann hafa haldið vökvinn væri lyfjablanda ætluð japönskum lækni. Brynjar átti að fá jafnvirði tæpra 300 þúsund króna fyrir viðvikið en var handtekinn þegar hann réð burðardýr til verksins, sem reyndist vera dul búinn lögreglumaður. Hann hefur síðan búið við dapran aðbúnað í fangelsi í höfuðborginni. - sh Íslendingur þarf að dúsa í fangelsi í Bangkok þar til ákveðið verður um áfrýjun: Brynjar sýknaður af fíkniefnasmygli BRYNJAR METTINISSON KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.