Fréttablaðið - 02.08.2012, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 02.08.2012, Blaðsíða 70
2. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR62 HELGIN FRAMUNDAN „Skyr er svo stór hluti af matar- menningu okkar Íslendinga að okkur fannst frábært að geta nálgast ferðamenn á leið til landsins á þennan hátt, en við höfum séð að þeir eru rosalega áhugasamir um þessa vöru,“ segir Guðný Steins- dóttir, markaðsstjóri Mjólkursam- sölunnar, MS. Nú í júlí fóru MS, íslenskir kúa- bændur og Iclendair af stað með kynningarátak á íslensku skyri sem hluta af Inspired by Iceland verkefninu og bjóða farþegum sem koma til landsins í flugvélum Ice- landair upp á smakk. „Við völdum söluhæstu tegundina hérlendis til að nota í þetta, en það kann að koma á óvart að það er ekki jarðaberjaskyr eins og í flestum jógúrttegundum, heldur er það bláberjaskyr,“ segir Guðný. Alls verða um átta tonn af skyri gefin í háloftunum á meðan á átakinu stendur, en því lýkur um miðjan ágúst. Hverju smakki fylgir svo lítill kynningarbæklingur þar sem eru helstu upplýsingar um skyr og stöðu þess í menningu okkar Íslendinga frá því við landnám. Af viðbrögðum fólks að dæma segir Guðný vera mikla ánægju með framtakið og að yfirleitt þiggi allir smakkið. Tónlistarmennirnir Andy Laplant og Jessica Larrabee voru meðal farþega Icelandair á dög- unum, en þau eru frá New York og mynda blús-rokkbandið She Keeps Bees. Að sögn flugfreyja um borð voru þau yfir sig hrifin af skyrinu, eins og flestir aðrir farþegar. - trs Átta tonn af skyri í háloftunum ÁNÆGÐ MEÐ SKYRIÐ Andy Laplant og Jessica Larrabee, meðlimir hljómsveitarinnar She Keeps Bees, voru yfir sig hrifin af skyrinu í flugi til Íslands. MYND/ÍRIS GROENWEG MARLITIRNIR RU KOMNIR ht.is Vesturport vinnur að þáttaröðinni Ferðalok sem fjallar um Íslendinga- sögurnar og áhrif þeirra. Rakel Garðarsdóttir framleiðandi segir verkefnið viðamikið. „Við munum fara erlendis og taka viðtöl við leik- stjóra, leikara, rithöfunda og alls kyns stórstjörnur sem hafa sótt inn- blástur í Íslendinga sögurnar,“ segir hún án þess að gefa upp um hvaða stórstjörnur ræðir. „Flestir hafa verið til í þetta sem er skemmtilegt því þá fattar maður hvað sögurnar eru stórt dæmi. Við verðum samt líka með innlendar stjörnur og fræðimenn.” Í þáttunum er leikið sér að því að spyrja hvort atburðirnir séu skáldskapur eða sannleikur og eru þeir bæði í formi leikins efnis og heimilda. Þættirnir verða á dag- skrá RÚV í lok desember og víðs vegar um heiminn í framhaldinu. „Allavega í Skandinavíu og Rúss- landi. Svo eigum við eftir að þreifa betur fyrir okkur og fara á þýskan og franskan markað og sem víðast. Vonandi verður líka hægt að nota þetta til kennslu í skólum til að við- halda áhuga fólks á Íslendinga- sögunum,“ segir Rakel sem vonar að verkefnið heppnist vel svo þátta- röðin sem telur sex þætti standist tímans tönn. Vala Garðarsdóttir, fornleifa- fræðingur, hóf að leggja drög að handritinu fyrir tíu árum og bar undir Rakel fyrir tæpu ári sem ákvað að hefja framleiðslu. Vala segir að Brennu-Njálssaga, Gíslasaga Súrssonar, Laxdæla og Egilssaga verði teknar fyrir. „Í heimilda hlutanum fer ég til dæmis á Þjóðminjasafn og skoða gripi sem fundust á stöðunum og þær tóftir sem enn þá sitja í jörðinni og kuml sem hafa fundist,“ segir hún. Björn Hlynur Haraldsson skrifaði RAKEL GARÐARSDÓTTIR: VESTURPORT FERÐAST MEÐ ÍSLENDINGASÖGUR Stjörnum prýddur hópur tæklar Íslendingasögurnar handrit þáttanna ásamt Völu og hefur nú þegar leikstýrt heimilda- hlutanum. Hann þurfti þó að halda til Hollywood og leika í þáttunum The Borgias svo Ragnar Hans- son stýrir nú stjörnum prýddum leikara hópi. „Jóhannes Haukur leikur Egil Skallagrímsson, Ingvar E. Sig leikur Þráin Sigfússon, Atli Rafn leikur Starkað undan Þríhyrn- ingi og Bjartur Guðmundsson er Gunnar á Hlíðarenda sem er alveg eins og stokkinn upp úr Njálu svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Rakel og bætir við að Gísli Súrsson sé leikinn af Stefáni Halli. Auði djúp- úðgu leikur Vigdís Másdóttir, Auði Vésteinsdóttur, konu Gísla, leikur Tinna Lind Gunnarsdóttir og Vignir Rafn er Kolskeggur bróðir Gunnars. hallfridur@frettabladid.is „Það er metskráning á mótið í ár og gríðarleg fjölgun á kvennaliðum,“ segir Jón Páll Hreins- son, gjaldkeri Mýrarboltafélags Íslands. Evrópumeistaramótið í mýrarbolta verður haldið á Ísafirði um helgina og eru þegar 83 lið skráð til leiks. Í fyrra tóku fimmtíu lið þátt í mótinu en voru aðeins fjögur þegar það var fyrst haldið árið 2004. Mýrarboltinn er hálfgerður drullufótbolti þar sem lið kepp- ast við að koma bolta í net andstæðingsins á velli sem er eitt drullusvað. „Þetta er líkam- lega mjög erfitt og allt gerist rosalega hægt inni á vellinum, sem er líklega ástæða þess að ekki hefur verið mikið um meiðsl,“ segir Jón Páll, en í yfir eitt þúsund leikjum hefur einn maður snúið sig á hné og annar brákað á sér tá og er sjúkrasagan þar með upptalin. Ekki er aðeins keppt í boltaleik á mótinu því metnaðar full búningakeppni er háð samhliða auk þess sem baráttan um drullugasta kepp- andann er mjög vinsæl. „Ætli drulluverð- launin séu ekki eftirsóttust, enda þvottavél í boði fyrir sigurvegarann,“ segir Jón Páll. Fjörubrenna og flugeldasýning verða á laugardagskvöldið og fyrir lokahófið á sunnudag verður öllum stöðum bæjarins lokað og fólki safnað á útiball. Jón Páll segir Ísafjarðarbæ tilbúinn í þá miklu aukningu fólks sem má reikna með um helgina. „Við bjóðum alla velkomna, Ísfirðinga, Vest- firðinga, Íslendinga og aðra,“ segir hann, spenntur fyrir helginni. - trs Stelpurnar spenntar fyrir drulluboltanum SÍFELLT VINSÆLLI Fjögur lið voru skráð til leiks í fyrsta mýrarboltanum árið 2004 en í ár eru þau orðin 83. Gríðarleg fjölgun er á kvennaliðum í ár. MYND/EINKAEIGN „Það er enn þá allt opið í þeim málum. Annaðhvort fer ég í ferðalag með mömmu og pabba eða þá á mýrarboltann með fríðu föruneyti.“ Birta Ísólfsdóttir fatahönnuður. FLOTTUR HÓPUR Jóhannes Haukur leikur Egil Skallagrímsson og Ing- var E leikur Þráin Sig fússon í nýjum þáttum Vesturports þar sem Íslendingasögurn- ar verða tæklaðar. Rakel Garðarsdóttir segir verk- efnið viðamikið og kalla á mikil ferðalög.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.