Fréttablaðið - 02.08.2012, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 02.08.2012, Blaðsíða 20
20 2. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS HALLDÓR E ftir hrun hefur margt unnist í endurreisn hér á landi. Ekki er þó laust við að sumum merkjum um bættan efnahag fylgi blendnar tilfinningar. Þannig hefur krónan styrkst mjög síðustu daga og er það að sjálfsögðu vel, svo fremi sú styrking skili sér í lægra vöruverði. Þess sjást þó ekki enn merki og er þá sama hvort horft er til nauðsynjavöru, neysluvarn- ings eða eldsneytisverðs. En þá er í öllu falli örlítið hagkvæmara að fara til útlanda. Skuggi fellur þó á gleðina yfir styrkingu krónunnar við tilhugs- unina um að hana megi að öllum líkindum þakka hertum tökum Seðlabanka Íslands á framkvæmd gjaldeyrishafta. Bankanum gengur, að minnsta kosti tíma- bundið, betur að takmarka flæði gjaldeyris út úr landinu. Þá er innstreymi gjaldeyris vitanlega með mesta móti núna, á háannatíma íslenskrar ferðaþjónustu. Og hafandi reynsluna af sveiflum í gengi krónunnar þá hverfur gleðin yfir styrkingu hennar nú næstum alveg þegar upp rennur fyrir manni það ljós að vitanlega dragi úr gjaldeyrisinnstreyminu þegar líður á haustið og líklega verði þeir sem þannig eru þenkjandi ekki lengi að finna nýjar glufur í varnarmúr Seðlabankans til að stelast með peninga úr landi. Þá segir reynslan manni að tíma- bundin gengisstyrking hafi að mjög litlu leyti skilað sér í lægra vöruverði og líklegast sé að þeir sem selja okkur hinum innfluttar vörur noti næstu veikingu krónunnar sem fyrirslátt til að auka enn á dýrtíð í landinu. Meirihluti landsmanna virðist hins vegar kunna ágætlega við þetta ástand og er það miður. Í öllu falli virðist ekki nema tiltölu- lega litlum hluta landsmanna hugnast að leita raunhæfra leiða úr úr þessari hringavitleysu gengissveiflna. Raunhæfu leiðinni fylgir nefnilega aðild að Evrópusambandinu, stuðningur við gjaldmiðilinn frá Seðlabanka Evrópu og upptaka evru þegar fram líða stundir. Afar forvitnilegur var pistill Arthúrs Björgvins Bollasonar í Spegli Útvarpsins í fyrradag um hvernig evrunni hafi fylgt stöðug leiki í Þýskalandi. Benti hann á nýjar tölur efnahags- stofnunar Þýskalands um hvernig laun í landinu hafi síðustu tvo áratugi hækkað tveimur prósentustigum meira en almennt verðlag. Hér þekkjum við hins vegar ekki annað en sveiflur í efnahag og síhækkandi vöruverð. Gjaldeyrishöftin kunna að hafa verið nauðsynleg til að forða skaða í miðju hruni. Núna, á meðan ekki hefur verið mörkuð raun- hæf framtíðarstefna í gjaldeyrismálum þjóðarinnar, eru þau hins vegar merki um viðleitni stjórnvalda til að handstýra aðstæðum. Heyrst hefur fleygt að ekki þurfi að furða sig á því að kínverskur fjárfestir skuli vilja hefja hér starfsemi. Líkur sækir líkan heim og líkast til eru kínversk stjórnvöld líka með puttana í hverju smá- máli heima fyrir, jafnvel viðskiptum einkaaðila. Fjárfesting á Grímsstöðum á Fjöllum og furðuleg framganga ráðamanna hér sem endurspeglar fullkomið vantraust á öllu lagaumhverfi öðru, er hins vegar smámál hjá óleystum gengisvandanum. Málin tengjast hins vegar því í báðum endurspeglast óstöðugleiki, annars vegar krónunnar og hins vegar pólitískur óstöðugleiki. Á þessum óstöðug- leika þarf að ráða bót. Efnahagsbata fagnað og glatað frelsi grátið: Krónan styrkist Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is SKOÐUN Alvarlegar horfur í efnahagslífi fjöl-margra Evrópulanda eiga ekki síst rætur sínar að rekja til þungrar skulda- byrði og hallareksturs ríkissjóða. Margir telja að komið sé að ystu mörkum þess sem viðkomandi ríki muni ráða við og svigrúm þeirra til aðgerða gagnvart efnahagskreppunni að sama skapi tak- markað. Er svo komið meira að segja að þrefalt A lánshæfismat best settu ríkjanna er ekki lengur talið öruggt. Í samanburði við flest ef ekki öll lönd Evr- ópu voru áhrif efnahagsáfallanna 2008 mun svakalegri á hagkerfi okkar Íslend- inga. Áhrifin á afkomu ríkissjóðs voru geigvænleg en þar varð viðsnúningur frá nokkurra prósenta afgangi í yfir hátt í 14% halla í einni andrá í lok árs 2008. Eins og allir þekkja munaði þar mest um gjaldþrot Seðlabanka Íslands upp á tæp- lega 200 mia. kr. Frá hruni hefur gríðarmikið áunnist í rekstri ríkissjóðs, en fyrir því hefur vissulega verið haft. Á þessu ári gerir spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins ráð fyrir að frumjöfnuður, rekstur ríkisins að undanskildum fjármagnskostnaði, verði orðinn jákvæður upp á 1,3%. Er við- snúningurinn á frumjöfnuði þá orðinn á annan tug prósenta á fjórum árum. Þessi árangur hefur vakið umtalsverða athygli enda fáar hliðstæður að finna. Alvarleg staða í Bretlandi og Bandaríkjunum Staða Íslands í alþjóðlegum samanburði er um margt athygliverð. Ef horft er til stöndugra landa með sjálfstæðan gjaldmiðil eins og Bretlands og Bandaríkjanna þá er á árinu 2012 gert ráð fyrir halla á frum- jöfnuði upp á 5,3% í Bretlandi og 6,1% í Bandaríkjunum en meðaltalshalli þróaðra hagkerfa er rúmlega 3% samkvæmt gagna- grunni AGS. Á evrusvæðinu er engu ríki spáð betri afkomu á ríkissjóði sínum en Íslandi en ríkið sem kemst næst því er Þýskaland sem er þekkt fyrir sinn agaða ríkisrekstur. Í samanburði við Norður- löndin kemur Ísland líka vel út að þessu leyti. Noregur er að vísu í sérflokki í slíkum samanburði enda hafa þeir lítt orðið varir við kreppu en ef litið er til Svíþjóðar (-1,1%), Danmerkur (-5,5%) og Finnlands (-2%) þá er staða Íslands vænleg. Umræða um ríkisfjármál á Íslandi virð- ist stundum lifa sínum eigin einangraða veruleika. Tvennt er þó ljóst. Hér hefur mikill árangur náðst og að það skiptir sköpum. Hallarekstur og skuldasöfnun er ávísun á minni velferð fyrir börnin okkar, reikningur sendur inn í framtíðina. Ríkissjóður okkar og annarra Ríkis- fjármál Steingrímur J. Sigfússon efnahags- og viðskiptaráðherra STÖÐUGT NÝJAR FRÉTTIR FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag Hin mikla samstaða Ólafur Ragnar Grímsson sór embættis eið í fimmta sinn í gær. Honum var tíðrætt um samstöðu, sem er vel, bæði innanlands og utan. Hann sagði norðurslóðir vera nýjasta vettvang norrænnar samvinnu, þar sem Norðurlandaþjóðirnar, ásamt Rússum, Kanada og Banda- ríkjunum, mótuðu þar víðtækt samstarf. Þessi orð forsetans koma beint ofan í tilkynn- ingu um danskan rannsókn- arleiðangur á Norðurpólinn, en markmið hans er að gera pólinn að dönsku yfirráðasvæði. Þá hafa Rússar komið fána sínum fyrir á hafsbotni til að undirstrika sín yfirráð. Vonandi verður almenn samstaða sem forsetinn boðar ekki af þessum toga. Hvað með stjórnlagaráðið? Ólafur sagði réttilega að það væri heilbrigt að störf forseta væru metin í kosningum reglulega. Hann sagði að þjóðin hefði frá bankahruni fimm sinnum fengið að kveða upp sinn dóm; í kosningum til Alþingis, sveitarstjórna, tveimur þjóðaratkvæða- greiðslum og forsetakjöri. Inn í þessa upptaln- ingu vantar kosningar til stjórnlagaráðs, sem reyndar voru dæmdar ógildar. Hótað afnámi þingræðis Þingmenn sátu margir hverjir í fínasta pússi sínu við innsetningu for- setans. Þar var Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, hins vegar ekki. Hann lýsti því yfir í pistli að fyrirkomulagið væri úrelt. Þá hefði Ólafur „nánast hótað því að afnema þingræðið á Íslandi þegar honum hentar“ og því væri kaldhæðnislegt að halda athöfnina í þinghúsinu fyrir framan kjólfataklædda þingmenn. kolbeinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.