Fréttablaðið - 02.08.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.08.2012, Blaðsíða 8
2. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR8 TÆKNI Vefsíur sem hamla eiga umferð inn á vefsíður með ólög- legu efni, þar á meðal efni sem sýnir börn á kynferðislegan hátt eða ofbeldi gegn börnum, eru gangslausar og gætu veitt falska öryggiskennd. Þetta segir Þröstur Jónasson hjá Félagi um stafrænt frelsi á Íslandi (FSFÍ) í samtali við Fréttablaðið. Í síðustu viku var sagt frá norsku síunni CSAADF, sem lögregla hefur hannað í sam- starfi við netfyrirtæki, og áhuga lögreglu á að setja síuna upp hér á landi. FSFÍ segja síuna hins vegar einungis bjóða heim hættu á rit- skoðun á netnotkun landsmanna. „ Þ etta er engin lausn,“ segir Þröstur. „Allir þeir sem vilja geta komist fram hjá síum eins og þessum og þannig eru þær engin hindrun. Hins vegar fá aðrir falska öryggiskennd um að í þessu felist vernd. Þá er dregin upp sú mynd að búið sé að gera eitthvað í málinu og það vinnur gegn því að eitthvað sé gert í hlutunum fyrir alvöru.“ Þröstur segir að til séu úrræði til að berjast gegn efni sem sýni börn á kynferðislegan hátt og þeim einstaklingum sem fram- leiða slíkt. Það útheimti hins vegar tíma, sérfræðiþekkingu og fjármuni. „Það er mun gáfulegra að ráðast að rót vandans og þá sem eru að framleiða efnið og dreifa því. Til þess þarf að finna og greina efni sem sýnir brot á börnum og leita ofbeldisfólk uppi. Það er flókið og dýrt en skilar árangri eins og við höfum séð að minnsta kosti tvisvar síðasta ár þar sem tugir manna voru teknir í aðgerðum Interpol.“ Einn þátta í þessari baráttu segir Þröstur felast í aukinni fræðslu þar sem almenningi sé bent á leiðir til að gera vart við vafasamt efni sem það rekst á. Sem dæmi nefnir Þröstur tilkynningarhnapp á vef Barnaheilla þar sem hægt er að gera lög- reglu viðvart um síðurnar. Þröstur segir annan flöt á þessu máli vera þann að rit- skoðun á efni á Internetinu eigi ekki rétt á sér. „Svona síur hafa átt það til að vinda upp á sig og þróast út í að verða að ritskoðun sem skemmir möguleika á samskiptum þrátt fyrir fullyrðingar um annað.“ Þröstur segir norsku síuna vera gott dæmi um slíkt. Þrátt fyrir að því sé haldið fram að ekki sé verið að safna upp- lýsingum um þá sem rekast á vefsíður úr gagnagrunni síunnar hafi lögregla á hraðbergi upplýs- ingar um hversu oft viðvörunar- síða birtist þeim sem lenda í síunni, sem bendi til hins gagn- stæða. Þá hafi gagnagrunnurinn inni haldið vefsíður sem ekki inni- héldu ofbeldisefni gegn börnum. „Þegar reynt er að ákveða hvað megi skoða og hvað ekki er verið að bjóða heim tak mörkunum á frjálsum upplýsingum sem er brot á mannréttindum,“ segir Þröstur. „Þau lönd sem slíkt stunda eru ekki félagsskapur sem við Íslendingar viljum vera í.“ thorgils@frettabladid.is Vefsíur gagnslausar í bar- áttunni gegn barnaklámi Félag um stafrænt frelsi á Íslandi er mótfallið upptöku vefsíu til að hamla umferð Íslendinga á vefsíður með efni sem sýnir börn á kynferðislegan hátt. Síur séu í besta falli gagnslausar og geti í raun gert ógagn. ÓVÆRA Á NETINU Félag um stafrænt frelsi á Íslandi varar við upptöku síu sem lokar á vefumferð. Þótt tilgangurinn sé að vinna gegn dreifingu á efni sem sýnir börn á kyn- ferðislegan hátt sé veruleikinn sá að sían sé gagnslítil og takmarki lögleg samskipti. NORDICPHOTOS/AFP VIÐSKIPTI Heildarviðskipti með hlutabréf í íslensku kauphöllinni námu 2.845 milljónum króna í júlí. Jafngildir það 129 millj- ónum á dag en til samanburðar voru meðalviðskipti á dag 62 milljónir í júlí í fyrra. Úrvalsvísitalan OMXI6 lækkaði um 4,9% í júlí og stóð við lokun markaða á þriðjudag í 1.005 stigum. Mest viðskipti voru með bréf í Marels í mán- uðinum en þau námu 872 millj- ónum. Viðskipti með bréf Regins námu 852 milljónum og með bréf Icelandair Group 564 milljónum. Þá námu heildarviðskipti með skuldabréf í kauphöllinni 110 milljörðum króna sem sam- svarar 5 milljörðum á dag. Til samanburðar var meðalvelta á dag í júlí í fyrra 8,8 milljarðar. - mþl Viðskipti í kauphöllinni: Úrvalsvísitalan lækkaði í júlí 1. Í hvaða landi hefur rafmagns- leysi hrjáð hundruð milljóna íbúa síðustu daga? 2. Hvaða lið sigraði íslenska handboltalandsliðið örugglega á Ólympíuleikunum á þriðjudag? 3. Í hvaða tryggingafyrirtæki hefur hópur lífeyrissjóða keypt meiri- hluta? SVÖR 1. Indlandi 2. Landslið Túnis 3. Tryggingamiðstöðinni VEISTU SVARIÐ? Allir þeir sem vilja geta komist fram hjá síum eins og þessum. ÞRÖSTUR JÓNASSON FÉLAG UM STAFRÆNT FRELSI Á ÍSLANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.