Fréttablaðið - 02.08.2012, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 02.08.2012, Blaðsíða 44
2. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR36 BAKÞANKAR Sifjar Sigmars- dóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta Þetta hófst allt fyrir nokkrum milljónum ára þegar forfaðir okkar mannanna stakk hina apana af og klöngraðist niður úr trénu sínu. Heilar stækkuðu og það réttist úr bökum. Verkfæri litu dagsins ljós og eldar voru tendraðir. Bóndinn leysti veiðimanninn af hólmi og fyrirrennarar okkar latte-lepj- andi borgarpakksins hófu að rotta sig saman. Píramídar risu og Ford fann upp færibandið. Newton fékk þyngdaraflið í höfuðið en mað- urinn hóf sig engu að síður á loft á þöndum stálvængjum. Henry Edward Roberts bjó til borðtölvuna, Tim Berners-Lee fann upp ver- aldarvefinn, Steve Jobs fékk mikilmennsku- brjálæði og bamm: Allt varð þetta til þess að dag einn sat undirrituð á fjöldaframleidda Klippan Ikea-sófanum sínum með internetið í kjöltunni og kaffibolla jafnháþróaðan og homo sapiens í hendinni. ÞAR SEM ÉG sötraði tvöfaldan low-fat soja frappuccino með auka karamellu- skoti og þeyttum rjóma kynnti ég mér það nýjasta í hraðri framþróun mannsins. Um var að ræða afrakst- ur eins af mörgum spennandi sprotafyrirtækjum landsins. Hug- búnaðinn Meniga þekkja margir heimabankanotendur. Meniga er heimilisfjármálakerfi sem hjálpar nútímamanninum að hafa yfirsýn yfir útgjöld sín, gera fjárhags- áætlanir og standa við þær. Þar má auk þess bera sig saman við aðra. Ég lék mér að því að fikta í forritinu og skoða hve langt í land ég ætti með að til- heyra hinu rómaða fjárhagslega eina pró- senti sem allir elska að hata en flestir vildu tilheyra. En skyndilega svelgdist mér á tvö- falda low-fat soja frappuccino-inu með auka karamelluskotinu og þeytta rjómanum. MAÐURINN hefur gengið á tunglinu. Hann hefur ferðast hraðar en hljóðið. Hann hefur alið af sér Mozart, Da Vinci og Justin Bieber. Hann hefur beislað náttúruna og unnið bug á sjúkdómum. Hann hefur fundið upp jafnmargar samsetningar á kaffi og náttúran á genum mannsins. EIN ER hins vegar sú áskorun sem mannin- um virðist ómögulegt að sigrast á. Hún blasti við mér inni í heimilisfjármálakerfinu. Ég hafði gefist upp á samanburðinum við eina prósentið – hann var of óhagstæður. Ég tók því að skoða hvar ég stæði miðað við aðra út frá hinum ýmsu breytum sem forritið stakk upp á: búsetu, fæðingarári. Í sakleysi mínu smellti ég á takkann „kyn“. Ég hefði átt að vita betur. Ískaldur veruleikinn var eins og blaut tuska í andlitið. Þegar meðallaun notenda forritsins voru einskorðuð við konur hrundu þau eins og illa bakað soufflé. AF HARÐFYLGI hefur homo sapiens lifað af heila ísöld. Hann hefur útrýmt drepsóttum. Fundið upp heimabankann. En launamun kynjanna – nei, hann er of erfitt að laga. Homo sapiens og heimabankinn ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. niður, 6. líka, 8. skordýr, 9. rekkja, 11. verslun, 12. hella, 14. hljóðfæri, 16. hvað, 17. vel búin, 18. hylli, 20. í röð, 21. málmur. LÓÐRÉTT 1. grasþökur, 3. tveir eins, 4. land í Evrópu, 5. net, 7. bungast, 10. mán- uður, 13. gifti, 15. truflun, 16. rámur, 19. nesoddi. LAUSN LÁRÉTT: 2. ofan, 6. og, 8. fló, 9. rúm, 11. bt, 12. flaga, 14. píanó, 16. ha, 17. fín, 18. ást, 20. aá, 21. stál. LÓÐRÉTT: 1. torf, 3. ff, 4. albanía, 5. nót, 7. gúlpast, 10. maí, 13. gaf, 15. ónáð, 16. hás, 19. tá. SIGGI HLÖ SIMM I O G J ÓI ÍV A R G U Ð M U N DS SO N ÁSG EIR P ÁL L Á FERÐINNI UM LANDIÐ VIÐ VERÐUM ÚT UM ALLT og í beinu sambandi við íslenska tónlistarmenn og skemmtikrafta. LÉTTUR LEIKUR MEÐ TAL – 3G inneignir og Samsung Galaxy S3 í verðlaun. BREKKUSÖNGURINN á Þjóðhátíð í beinni á sunnudagskvöld. HAFÐU BYLGJUNA MEÐ ALLA HELGINA og skemmtu þér vel – með góðu 3G Tal-sambandi í símann getur þú hlustað nær hvar sem er! BYLGJAN NÆST UM NÆR ALLT LAND Á FM TÍÐNINNI Kort með öllum sendum Bylgjunnar um landið má finna á www.bylgjan.is Í flestum bílum má stilla á RDS og tækið finnur næsta sendi sjálfkrafa. FRÉTTIR, VEÐUR OG VEGA- UPPLÝSINGAR ALLA HELGINA Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar er á vaktinni alla helgina og dagskrárgerðarmenn færa nauðsynlegar fréttir af veðri og umferð. BYLGJAN Fyrir austan, vestan, norðan og sunnan. Í bílnum, tjaldinu og heima! BJARNI ARA Hemmi Gunn, Ívar og Ásgeir Páll byrja fjörið eftir kvöldfréttir föstudag. Simmi og Jói verða í Eyjum og fagna 5 ára afmæli þáttarins á laugardagsmorgun. Hemmi og Ásgeir Páll gera allt vitlaust eftir hádegi og Siggi Hlö klikkar ekki síðdegis á laugardag. Bjarni Ara í loftinu eftir hádegi sunnudag og mánudag. Partívakt öll kvöld. Ásgeir Páll fylgir öllum heilum heim síðdegis á mánudag. Er þetta allt sem þið getið, strákar? Mamma mín er með betri skot en þið! Og hún tekur þau í INNISKÓM! Gefið mér eitthvað til að vinna með! PLEASE? Pondus ... fyrir mig? Þetta verður fyrir okkur alla. Má ég biðja um létt skot frá hægri með svolitlum snúningi og tilfinningu? Coming up! Ég hef ekkert að segja. Ég er bara að senda þér þetta vegna þess að hljóðið í tökkunum gerir pabba klikkaðan. Það ætti að taka um fimm mínútur að hala niður heila þínum. Vó! ... Þetta tók stuttan tíma! Ég fann skeljasafnið þitt í bílskúrnum. Skelja- hvað? Skeljarnar sem þið Hannes söfnuðuð þegar við fórum á ströndina fyrir nokkrum árum. Manstu? Nei. Þú krafðist þess að fá að geyma þær allar. Þannig að við settum þær í kassa vegna þess að við höfðum ekki pláss í farangrinum. Ég hef ekki hugmynd um hvað þú ert að tala. O jæja. Þá getum við hent þeim. En þá glat- ast þessar minningar!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.