Fréttablaðið - 02.08.2012, Blaðsíða 38
FÓLK|6 | FÓ K | TÍSKA
Það er nauðsynlegt að gera ráð fyrir alls kyns veðri þrátt fyrir að spáin sé góð. Við búum jú á
Íslandi. Það er þó ekki gott að fara í
útileguna með það hugarfar að það sé
skylda að vera í nýju dressi á hverjum
degi. Nokkrar vel valdar flíkur með
mikið notagildi eru málið.
Ullarpeysa er skilyrði. Hún er hlý og
hefur jafnframt verið nokkurs konar
tískuflík undanfarin ár. Hafa skal í huga
að aðsniðnar peysur þykja meira töff
en þær víðu.
Það er ekki gott að klikka á regn-
kápunni ef það skyldi koma skúr.
Skærir litir eru flottir og sniðugt fyrir
vinahópa að taka sig saman og splæsa
í eins litar kápur eða regnstakka svo
auðveldara sé að finna hvert annað
þegar dimma tekur. Gönguskór eða
stígvél eru líka lykilatriði.
Ef hins vegar sólin skín og gott veður
helst alla helgina þurfa hlýrabolurinn
og stuttbuxurnar að vera með í för.
Góðir strigaskór eru líka góður ferða-
félagi. Gallabuxur þurfa að vera í tösk-
unni og stuttermabolir til skiptanna.
Aukahlutirnir eru klútar, flott húfa eða
hárband og sólgleraugu.
Til að líta vel út að öðru leyti en því
sem snýr að klæðnaði skal hafa einfald-
leikann að leiðarljósi. Tannbursti og
tannkrem er það sem fer fyrst í snyrti-
töskuna. Hreinsiklútar eru sniðugir til
að strjúka framan úr sér ef vatn er ekki
við höndina. Velja skal hárgreiðslu sem
þarfnast lítillar vinnu, stelpur geta
sett í sig fléttu eða tagl og strákar
geta gripið í hatta eða húfur ef
hinir svokölluðu slæmu hárdagar verða
margir. Snyrtidót þarf að vera í lág-
marki. Litað dagkrem, augnháralitur og
gloss ætti að duga í útilegu enda ekki
flott að vera uppstrílaður í stígvélum.
Með þetta í farteskinu ætti fólk að
hafa nóg með sér en ekki of mikið. Svo
þarf að sjálfsögðu að hafa góða skapið
og brosið með í för.
SKYNSAMLEGT
Það er skynsamlegt að
taka með sér góðan
skófatnað í ferðalagið,
það er ekki gott að vera
blautur í fæturna.
ULLARPEYSA OG HLÝRABOLUR
Ein stærsta ferðahelgi ársins er að renna upp. Mikilvægt er að vera rétt
klæddur og með réttu hlutina með sér án þess að pakka of miklu.
Mind Xtra
fyrir konur eins og þig
Verð
1000
2000
3000
4000
5000
Verslunin lokar
1. september
Allt á að seljast
Meiri Vísir.
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir,
meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf,
meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval.
Þú færð meira af öllu á vísi.
Á Veiðivísi, nýjum veiðivef Vísis, getur þú nálgast helstu
fréttir, ítarlega umfjöllun og gagnlegar upplýsingar um
veiði, hvort heldur sem er stangveiði eða skotveiði.
Fylgstu með í sumar og nýttu þér allt sem Vísir hefur
upp á að bjóða.
Sunna Ástþórsdóttir er 22 ára nemi í fatahönnun í Danmörku. Hún hefur nú lokið fyrsta ári sínu við
virtan hönnunarskóla þar úti og líkar
mjög vel. „Þetta er lítið samfélag þarna í
bænum en það gerir skólann bara betri
að mínu mati. Þá nýtum við tímann eftir
skóla í að vinna áfram og sambandið
milli nemendanna er náið. Þannig
dýpkum við hönnunarvitundina stöðugt
og fáum innblástur frá samnemendum
okkar,“ segir Sunna.
Áður en hún hóf nám við hönnunar-
skólann í Kolding fór Sunna í lýðháskóla
í sama landi. „Sumir lýðháskólar eru
bara partý og skemmtanir en þessi er
einn af fáum sem eru aðeins alvarlegri.
Markmiðið er að undirbúa nemendurna
fyrir frekara nám,“ segir Sunna. Áður
hafði hún lokið stúdentsprófi úr
Kvennaskólanum í Reykjavík og segir
hún að námið í lýðháskólanum hafi
hjálpað henni mikið: „Íslenskt skólakerfi
byggist á miklu bóknámi. Og þótt ég
hafi teiknað mikið þegar ég var krakki
þá var svo gott að læra aðferðirnar,
hvernig maður á að nota hæfileikana
sína og nýta innblásturinn.“
Sunna er stödd á Íslandi í sumar og
heldur sér við með því að gera tilraunir
með óhefðbundin efni í fatahönnun. „Ég
var að vinna hjá Skapandi sumar störfum
í Kópavogi. Verkefnið mitt breyttist
mikið yfir sumarið. Oft gerist eitthvað
í ferlinu sem verður meira spennandi.
Þannig varð ég skyndilega upptekin af
efnum og langaði til að prufa að nota
óhefðbundin efni í fatnað,“ útskýrir
Sunna og bætir við: „Ég bjó til dæmis
til garn úr pappír og einnig prjónaði ég
flíkur úr hjólaslöngum. Það tók mjög
langan tíma að klippa niður fjölda hjóla-
slanga í strimla. Auk þess vann ég með
pappa, jarðvegsdúk, límband og fleira.“
Innblásturinn segir Sunna koma úr
ólíkum áttum. „Oft spretta upp hug-
myndir þegar við vinirnir sitjum saman
og ræðum heimsmálin. Ég fæ yfirleitt
meiri innblástur frá umhverfinu heldur
en listamönnum eða hönnuðum,“ segir
Sunna, brosir og bætir við: „Ég er ótrú-
lega heilluð af hreyfingu og líkamanum
og formum. Mér finnst spennandi að
þurfa að hugsa um framhlið og bak-
hlið og alla hreyfinguna í kroppnum.
Það skiptir svo miklu máli hvernig flíkin
mun líta út á hreyfingu því það skapar
svo mikla upplifun.“ ■ halla@365.is
HEILLUÐ AF HREYF-
INGUM LÍKAMANS
LÆRIR Í DANMÖRKU Fatahönnunarneminn Sunna Ástþórsdóttir stundar
nám við Designskolen Kolding í Danmörku. Í sumar tók hún þátt í Skapandi
sumar störfum í Kópavogi og rannsakaði virkni mismunandi efna í fötum.
INNBLÁSTUR FRÁ
UMHVERFINU
Sunna segir innblástur
sinn koma frá vinum
sínum og fólki sem hún
umgengst.
MYND/ERNIR
ÓHEFÐBUNDIN
EFNI Sunna vann
meðal annars með
hjólaslöngur í hönn-
un sinni í sumar.
MYND/MAGNÚS ANDERSEN